Færslur: Embætti sóttvarnalæknis

Komið að tilslökunum
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra fékk minnisblað um stöðu covid-faraldursins frá sóttvarnalækni í hendur í morgun. Hún á von á að frekari tilslakanir verði kynntar á þriðjudaginn.
25 innanlandssmit í gær en eitt á landamærunum
Tuttugu og fimm greindust innanlands með kórónuveirusmit í gær, eitt smit greindist á landamærunum. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Hjördísi Guðmundsdóttur, samskiptastjóra almannarvarna. Núverandi sóttvarnatakmarkanir gilda til 17. september næstkomandi
„Algerlega ótímabært“ að aflétta aðgerðum
Fimmtíu og fimm greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Helmingur var utan sóttkvíar. Staða innlagna á spít­ala er óbreytt á milli daga en virkum smitum fækkar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir of snemmt að tala um afléttingu sóttvarnaaðgerða nú þegar skólarnir fara að hefjast. Fækkun smita sé þó ánægjuefna en taka verði tölum helgarinnar með nokkrum fyrir vara.
Viðtal
Veikindi bólusettra ráða sóttvarnaaðgerðum
Á næstunni fá sóttvarnayfirvöld upplýsinga um hversu alvarleg veikindi bólusettra hafa orðið af delta-afbrigðinu. Þá verður ákveðið hvort óhætt sé að leyfa veirunni að ganga óheftri. Staðgengill sóttvarnalæknis vonast til að bóluefni gegn delta-afbrigðinu verði komið á markað á næsta ári. 
Ósamræmi í orðum sóttvarnalæknis og staðgengils hans
Ekki er fullkominn samhljómur í orðum Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, og Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils hans um hjarðónæmi, raunar virðast þau vera í mótsögn hvort við annað. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði, í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni, að það þyrfti að ná hjarðónæmi í samfélaginu með því að leyfa kórónuveirunni að ganga, þó án þess að spítalakerfið riði til falls.
08.08.2021 - 17:39
Fjörutíu og fimm í sóttkví eftir heimsókn til Hesteyrar
Fjörutíu og fimm eru í sóttkví eftir að hafa sótt eyðiþorpið Hesteyri á Jökulfjörðum heim að sögn Súsönnu B. Ástvaldsdóttur umdæmislækni sóttvarna á Vestfjörðum. Fólkið er í sóttkví úti um allt land.
Hvetur konur til að halda sínu striki
Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, hvetur barnshafandi konur til að halda sínu striki eftir mótmælin við bólusetningarstöðina í morgun. Hún var spurð um uppákomuna á upplýsingafundi Almannavarna nú fyrr hádegi.
Útvarpsviðtal
Vonbrigði að bóluefnin verndi ekki betur gegn smiti
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að fjórða bylgja Covid-19 faraldursins sé hafin hér á landi. 38 manns greindust innanlands í gær og nokkur hundruð eru í sóttkví.
Viðtal
Nauðsyn að draga úr álaginu frá landamærunum
Sóttvarnalæknir kveðst ætla að halda að sér höndum varðandi nýjar aðgerðir vegna aukningar smita undanfarið. Brýnt sé þó að minnka álagið frá landamærunum.
AstraZeneca og Pfizer er hættulaus kokkteill
Bóluefni AstraZeneca er uppurið í Laugardalshöll en það kláraðist nú á öðrum tímanum. Framkvæmdastjóri hjúkrunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir fólk almennt hafa tekið því vel að vera boðið bóluefni Pfizer í staðinn.
Myndskeið
Ástæða til að slaka á
Sóttvarnalæknir segir ástæðu til að slaka á sóttvarnaaðgerðum innanlands nú þegar hátt í níutíu prósent fólks á bólusetningaraldri hafa fengið fyrri sprautu hið minnsta. Viðbúið er að ríkisstjórnin kynni tilslakanir á morgun. Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum sínum að sóttvarnaaðgerðum bæði innanlands og á landamærunum.
Bæði opnir bólusetningadagar og handahófskennt í júní
Í næsta mánuði verður fólk boðað handahófskennt í bólusetningar og ekki farið eftir aldursröð. Þá er einnig stefnt á að hafa opna bólusetningadaga þar sem fólk getur bókað sig í bólusetningu með því bóluefni sem það helst kýs.
Bóluefnin virka þótt engar aukaverkanir fylgi
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þótt fólk finni ekki fyrir aukaverkunum eftir bólusetningu, þýði það ekki að bóluefnið virki ekki sem skyldi. Fjölmargir sem farið hafa í bólusetningu hafa fundið fyrir aukaverkunum í kjölfarið, og hefur komið fram að það sé merki um að bóluefnið sé að virka. Þórólfur segir hins vegar að fólk sem finnur ekki fyrir aukaverkunum þurfi ekki að hafa áhyggjur, því bóluefnið geti vel virkað án þess að því fylgi aukaverkanir.
Viðtal
Fólk getur ekki hafnað AstraZeneca og fengið annað efni
Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, læknir og sérfræðingur í sóttvörnum hjá embætti landlæknis, segist skilja áhyggjur fólks af bóluefninu AstraZeneca. Þeir sem taldir eru í lítilli áhættu á að fá alvarlegar aukaverkanir geti hins vegar ekki hafnað bóluefninu og ætlast til þess að fá eitthvað annað. „Eins og staðan er núna er það AstraZeneca eða ekkert,“ segir Kamilla. Það verði ekki fyrr en í fyrsta lagi einhvern tímann í sumar sem unnt verði að bjóða fólki annað.
„Við erum búin að hægja mjög á öllu í samfélaginu“
Öll starfsemi í Þorlákshöfn er í hægagangi vegna fjölda smita sem hafa komið þar upp síðustu daga. Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Á vef HSU eru tveimur fleiri skráðir í einangrun í dag en í gær, og því eru staðfest smit í sveitarfélaginu orðin 13.
Hjón með þriggja mánaða barn kæra skyldusóttkví
Hjón með þriggja mánaða gamalt barn hafa kært þá ákvörðun stjórnvalda að vera skikkuð í sóttkví í sóttvarnahúsi er þau komu til landsins. Fólkið krefst þess að því verði birt ákvörðun sóttvarnalæknis um að þau skulu vera í sóttvarnahúsi og að sú ákvörðun verði borin undir héraðsdóm.
Myndskeið
Málið gæti haft fordæmisgildi í sóttvarnaaðgerðum
Búist er við að Héraðsdómur Reykjavíkur muni á morgun úrskurða í þremur málum sem varða sóttkví á sóttkvíarhótelinu sem fólk frá skilgreindum há-áhættusvæðum er  skikkað í við komuna til landsins. Lögmenn fólksins segja að það hafi ekki verið upplýst um hvers vegna það þarf að dvelja á hótelinu í stað þess að fá að vera heima hjá sér. Meðal þeirra sem hafa leitað til þeirra til að kanna réttarstöðu sína er par með ungt barn.
Koma til landsins til að sjá gosið og hunsa sóttkví
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það áhyggjuefni að  erlendir ferðamenn komi hingað til lands í stuttar ferðir til að sjá eldgosið í Geldingadölum og virði þannig sóttkví að vettugi. Erfitt sé að bregðast við slíku. 
Myndskeið
Getur ekki lofað því að áfram gjósi næstu vikurnar
Ekki er hægt að segja til um það hvort eldgosið í Geldingadölum vari í nokkrar vikur eða skemur, segir Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfræðingur. Þó sé heldur meiri kraftur í gosinu í dag en í gær.
Smit utan sóttkvíar tengist gosstöðvum á Reykjanesskaga
Smit greindist í gær í manneskju utan sóttkvíar sem hefur starfað við ferðaþjónustu við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga. Sóttvarnalæknir ræður fólki frá því að leggja leið sína að gosinu. Þar séu sameiginlegir snertifletir eins og kaðall í brekku. Þá segir hann að enn sé hætta á að smitum fjölgi.
Stórt verkefni að skylda alla í sóttvarnahús
Ráða þarf fjölda starfsmanna og auka við húsakost verði allir ferðamenn sem koma til landsins skyldaðir til að dvelja í sóttvarnahúsum eins og sóttvarnalæknir leggur til. Sjúkratryggingar vilja nota hótel í nágrenni Keflavíkurflugvallar sem sóttvarnahús.
Fleiri mega skíða frá og með deginum í dag
Reglum um sóttvarnaaðgerðir á skíðasvæðum hefur verið breytt og nú mega fleiri vera á skíðasvæðum landsins eða helmingur af leyfilegum hámarksfjölda gesta. Þá er veitingasala heimil á skíðasvæðum. Þetta kemur fram í reglum sem sóttvarnalæknir, Samtök skíðasvæða og Samband íslenskra sveitarfélaga sendu frá sér í morgun.
Leggur ekki til að fólk felli grímuna á næstunni
Þórólfur Guðnason býst við að hann komi seint með þau tilmæli að fólk felli grímurnar, ýmis starfsemi, á borð við krár og líkamsræktarstöðvar sé viðkvæmari en önnur og því þurfi að fara að öllu með gát. 
Viðtal
Býst við að tilslakanir taki fljótlega gildi
Sóttvarnalæknir býst við að þær tillögur sem hann leggi til við heilbrigðisráðherra, öðru hvoru megin við helgina, taki gildi áður en núverandi reglur falla úr gildi. Bíða verði í hálfan mánuð hið minnsta með næstu tilslakanir. Mikilvægt sé að fara mjög varlega í tilslakanir, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Lagðar verði til vægar breytingar í fyrstu atrennu. 
„Ég held þetta sé léttir fyrir alla þjóðina“
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, fagnar því að heilbrigðisráðherra hafi fallist á tillögu hans um skimunarskyldu fyrir alla sem koma til landsins. Betra sé seint en aldrei.