Færslur: Embætti sóttvarnalæknis

Útbreitt ónæmi gegn covid náðst hérlendis
Um 70-80 prósent landsmanna á aldrinum 20 til 60 ára höfðu smitast af COVID-19 í apríl á þessu ári. Þetta kemur fram í niðurstöðum úr rannsókn sóttvarnalæknis og Íslenskrar erfðagreiningar á útbreiðslu covid hér á landi. 
Þurfi að ræða alvarlega hvort grípa eigi inn í
Yfir 80 sjúklingar liggja á sjúkrahúsi með covid og hafa ekki verið fleiri síðan í fyrstu bylgju faraldursins, samkvæmt upplýsingum frá Landspítala. Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði hjá Embætti Landlæknis segir að ræða þurfi alvarlega hvort grípa þurfi inn í með takmörkunum. Ástandið sé nokkuð alvarlegt.
Til skoðunar að covid-smitaðir verði kallaðir til vinnu
Til skoðunar er að heimila einkennalausum covid-smituðum heilbrigðis- og umönnunarstarfsmönnum að mæta til vinnu. Þetta segir sóttvarnalæknir. Hjúkrunarheimili og sjúkrastofnanir eiga í erfiðleikum með að manna vaktir. Þrjú hundruð og tveir starfsmenn Landspítala eru í einangrum með covid. 
Sjónvarpsfrétt
Smitgát gæti komið í stað sóttkvíar hjá þríbólusettum
Sóttvarnalæknir skoðar nú að hætta að krefja þríbólusetta um sóttkví verði þeir útsettir fyrir smiti. Smitgát gæti komið í stað sóttkvíar hjá þessum hópi. Langflest smit af delta-afbrigðinu eru hjá börnum undir tólf ára aldri, segir læknir hjá landlæknisembættinu. Því geta fylgt alvarlegir fylgikvillar. Þá sé einangrunin börnunum afar erfið. Hún biðlar til foreldra að þiggja bólusetningu í næstu viku. 
Viðtal
Hugnast ekki bólusetningar á skólatíma
Nú þegar vika er þangað til hefja á bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára við COVID-19 er ekki komið í ljós hvernig þær verða framkvæmdar. Formaður Skólastjórafélags Íslands segir að ekki hafi verið rætt markvisst við skólastjórnendur um hvernig ætti að standa að þeim og umboðsmaður barna kallar eftir því að hugmyndir um að bólusetja börn á skólatíma verði endurskoðaðar.
Viðtal
Þórólfur vildi bólusetningu áður en skólar hæfust
„Ég held að það hefði verið ákjósanlegt að bíða með að setja skólana af stað núna meðan við erum að átta okkur á útbreiðslunni í þessari viku og síðan að hefja bólusetningu. Ég held að það hefði verið ágætt fyrirkomulag. En auðvitað þarf að taka tillit til annarra sjónarmiða í því,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einkennalausir í einangrun í mál við sóttvarnalækni
Mál fimm einstaklinga sem vilja að ákvörðun sóttvarnalæknis um einangrun þeirra verði felld úr gildi verða tekin fyrir í héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Arnar Þór Jónsson, lögmaður einstaklinganna, segir þetta fyrsta mál sinnar tegundar hér á landi. Málin verða tekin fyrir og flutt á morgun, og býst Arnar Þór við að dómur falli þegar á þriðjudag.
Viðtal
Leggur til hertar fjöldatakmarkanir
220 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær, sem er met. Sóttvarnalæknir leggur til að fjöldatakmarkanir verði hertar. Ekkert er um jólakúlur í minnisblaðinu en sóttvarnalæknir vill að fólk hitti eins fáa og unnt er um jólin.
Ráðherra skipi framvegis sóttvarnalækni
Heilbrigðisráðuneytið leggur til að sóttvarnalæknir verði framvegis skipaður af ráðherra en ekki landlækni og að fjölskipuð farsóttarnefnd taki að hluta við tillögugerð um opinberar sóttvarnaráðstafanir af sóttvarnalækni. 
Þórólfur: Faraldurinn er í veldisvexti
Sóttvarnalæknir segir kórónuveirufaraldurinn vera í veldisvexti. Betra hefði verið ef hertar aðgerðir hefðu tekið gildi fyrr, en hann vill þó ekki gera athugasemdir við ákvarðanir stjórnvalda.
Segir að sagan síðan í sumar sé að endurtaka sig
Sóttvarnalæknir hyggst ekki skila heilbrigðisráðherra minnisblaði um hertar sóttvarnaaðgerðir í dag. Hann segir sömu þróun í kórónuveirufaraldrinum nú og í sumar þegar fjórða bylgjan brast á. 96 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær og Ísland er orðið rautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Hertar aðgerðir eini möguleikinn haldi fjölgun áfram
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að haldi smitum áfram að fjölga sé enginn annar möguleiki í stöðunni en að leggja til hertar aðgerðir. Hann telur að hertar aðgerðir myndu ekki falla í góðan jarðveg hjá almenningi. 84 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær - mesti fjöldi smita sem greinst hefur í rúma tvo mánuði.  
Fyllsta ástæða til að hafa áhyggjur af þróun faraldurs
Fjórtán daga nýgengi covid-smita innanlands er 230 á hverja 100.000 íbúa, sem er með því mesta sem sést hefur síðan faraldurinn hófst, að því er fram kemur í pistli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis á covid.is. Hann segir að fyllsta ástæða sé til að hafa áhyggjur af fjölgun smita.
„Þetta er ekki hræðsluáróður“ segir Þórólfur
Sóttvarnalæknir segist ekki vera með hræðsluáróður þegar hann vari við því að kórónuveirufaraldrinum sé ekki lokið. Smitum í nágrannalöndum hafi fjölgað mjög, mánuði eftir að öllum sóttvarnatakmörkunum var aflétt. „Covid er ekki búið. Það getur enn leikið okkur grátt ef við höldum ekki rétt á spöðunum. Og: þetta er ekki hræðsluáróður,“ segir sóttvarnalæknir.
Viðtal
Þórólfur vinnur að minnisblaði: Verðum að fara varlega
Sóttvarnalæknir segir að sýna þurfti varkárni og hópsýking á Norðurlandi sé áminning um að faraldurinn sé ekki genginn niður. Hann vinnur að minnisblaði til heilbrigðisráðherra. Hann vill ekki gefa upp um efni tillagnanna en vill fara gætilega. „Við verðum að fara mjög varlega í þetta og sennilega þurfum við að hafa einhverjar takmarkanir um sinn.“
Komið að tilslökunum
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra fékk minnisblað um stöðu covid-faraldursins frá sóttvarnalækni í hendur í morgun. Hún á von á að frekari tilslakanir verði kynntar á þriðjudaginn.
25 innanlandssmit í gær en eitt á landamærunum
Tuttugu og fimm greindust innanlands með kórónuveirusmit í gær, eitt smit greindist á landamærunum. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Hjördísi Guðmundsdóttur, samskiptastjóra almannarvarna. Núverandi sóttvarnatakmarkanir gilda til 17. september næstkomandi
„Algerlega ótímabært“ að aflétta aðgerðum
Fimmtíu og fimm greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Helmingur var utan sóttkvíar. Staða innlagna á spít­ala er óbreytt á milli daga en virkum smitum fækkar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir of snemmt að tala um afléttingu sóttvarnaaðgerða nú þegar skólarnir fara að hefjast. Fækkun smita sé þó ánægjuefna en taka verði tölum helgarinnar með nokkrum fyrir vara.
Viðtal
Veikindi bólusettra ráða sóttvarnaaðgerðum
Á næstunni fá sóttvarnayfirvöld upplýsinga um hversu alvarleg veikindi bólusettra hafa orðið af delta-afbrigðinu. Þá verður ákveðið hvort óhætt sé að leyfa veirunni að ganga óheftri. Staðgengill sóttvarnalæknis vonast til að bóluefni gegn delta-afbrigðinu verði komið á markað á næsta ári. 
Ósamræmi í orðum sóttvarnalæknis og staðgengils hans
Ekki er fullkominn samhljómur í orðum Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, og Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils hans um hjarðónæmi, raunar virðast þau vera í mótsögn hvort við annað. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði, í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni, að það þyrfti að ná hjarðónæmi í samfélaginu með því að leyfa kórónuveirunni að ganga, þó án þess að spítalakerfið riði til falls.
08.08.2021 - 17:39
Fjörutíu og fimm í sóttkví eftir heimsókn til Hesteyrar
Fjörutíu og fimm eru í sóttkví eftir að hafa sótt eyðiþorpið Hesteyri á Jökulfjörðum heim að sögn Súsönnu B. Ástvaldsdóttur umdæmislækni sóttvarna á Vestfjörðum. Fólkið er í sóttkví úti um allt land.
Hvetur konur til að halda sínu striki
Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, hvetur barnshafandi konur til að halda sínu striki eftir mótmælin við bólusetningarstöðina í morgun. Hún var spurð um uppákomuna á upplýsingafundi Almannavarna nú fyrr hádegi.
Útvarpsviðtal
Vonbrigði að bóluefnin verndi ekki betur gegn smiti
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að fjórða bylgja Covid-19 faraldursins sé hafin hér á landi. 38 manns greindust innanlands í gær og nokkur hundruð eru í sóttkví.
Viðtal
Nauðsyn að draga úr álaginu frá landamærunum
Sóttvarnalæknir kveðst ætla að halda að sér höndum varðandi nýjar aðgerðir vegna aukningar smita undanfarið. Brýnt sé þó að minnka álagið frá landamærunum.
AstraZeneca og Pfizer er hættulaus kokkteill
Bóluefni AstraZeneca er uppurið í Laugardalshöll en það kláraðist nú á öðrum tímanum. Framkvæmdastjóri hjúkrunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir fólk almennt hafa tekið því vel að vera boðið bóluefni Pfizer í staðinn.