Færslur: Embætti sóttvarnalæknis

Gestum við embættistöku stórfækkað
Í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða þurfti forsætisráðuneytið að fækka mjög á listanum yfir gesti sem fá að vera viðstaddir embættistöku forseta Íslands á laugardag. Almenningur er hvattur til að fylgjast með athöfninni í sjónvarpinu.
Leitað að uppruna þriggja aðskilinna innanlandssmita
Tuttugu og einn er með staðfest kórónuveirusmit hér á landi og hátt í tvö hundruð í sóttkví. Ekki er útilokað að gripið verði til hertari aðgerða til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Rakningateymi Almannavarna reynir nú að finna uppruna þriggja aðskilinna smita sem öll virðast eiga sama uppruna.
Myndskeið
Tveir ferðamenn með virkt smit á viku — 20 í sóttkví
Ekkert innlent smit hefur greinst á síðustu viku eða síðan slakað var á ferðatakmörkunum. Síðan þá hafa fimm þúsund og fimm hundruð verið skimaðir á landamærunum. Ellefu af þeim hafa greinst með smit en aðeins tveir eru með virkt smit og eru þess vegna í einangrun. Níu eru með mótefni og því ekki smitandi. „Þannig ég held við getum sagt að hlutfallið er enn sem komið er mjög lágt,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi Almannavarna í dag.
Rakningarappið uppfært og tungumálum fjölgar
Talsverðra breytinga er að vænta á smitrakningarappinu C-19. Ingi Steinar Ingason, teymisstjóri hjá Embætti landlæknis, segir að ekki verði fylgst með hvort ferðamenn sem hingað koma muni hlaða appinu í síma sína. Hann segir að enn mikilvægara sé fyrir Íslendinga að nota appið nú eftir að ýmsum hömlum hefur verið aflétt. Um 140.000 notendur hafa hlaðið því niður.
Myndskeið
„Ég er bara ekkert sammála þessari skoðun“
Sóttvarnalæknir segir að læknar ættu að skoða heildarmyndina áður en þeir gagnrýna ákvörðun um að opna landið fyrir ferðamönnum eftir mánuð. Lokun landsins valdi einnig ýmsum vandamálum. Tvær læknar hafa lýst efasemdum með opnun landsins. „Ég er bara ekkert sammála þessari skoðun og vænti þess að ég geti rætt við þessa góðu kollega mína og við fáum niðurstöðu í þetta mál,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Fjögur ný smit síðasta sólarhring - 84% hafa náð bata
Fjögur ný kórónuveirusmit greindust hér á landi síðastliðinn sólarhring, samkvæmt nýjum tölum sem birtar voru á covid.is rétt fyrir klukkan eitt í dag. Tvö smit greindust á veirufræðideild Landspítalans og tvö hjá Íslenskri erfðagreiningu. Einn þeirra sem greindist var í sóttkví við greiningu, en hinir þrír ekki.
Sjö ný smit síðastliðinn sólarhring
Sjö ný kórónuveirusmit greindust síðastliðinn sólarhring, samkvæmt nýjum tölum sem birtar voru á vefnum covid.is rétt fyrir klukkan eitt í dag. Það er örlítil fjölgun frá sólarhringnum áður þegar fimm smit voru greind. Fjögur sýnanna greindust á veirufræðideild Landspítalans en þrjú hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Þrjú meint brot á samkomubanni til rannsóknar
Lögreglan hefur til rannsóknar þrjú meint brot á samkomubanni. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns, á upplýsingafundi almannavarna sem hófst klukkan tvö. Víðir vildi ekki svara því hvers eðlis meint brot eru. Hann sagði að búið væri að ljúka einu slíku máli með sektargreiðslu.
Fimm ný kórónuveirusmit í gær
Fimm ný kórónuveirusmit greindust í gær, samkvæmt nýjum tölum sem birtar voru á vefnum covid.is rétt fyrir klukkan eitt í dag. Það er örlítil fjölgun frá deginum áður þegar aðeins tvö smit voru greind. Töluvert fleiri sýni voru tekin í gær en daginn áður, en í gær voru tekin 688 sýni samanborið við 381 daginn áður.
Myndskeið
„Það eru enn tæpar þrjár vikur þangað til“
„Í dag er 16. apríl, það er ekki kominn 4. maí eins og margir virðast halda að hafi orðið í vikunni. Við höfum fengið dálítið mikið af ábendingum um að fólk sé farið að slaka á. 4. maí er eftir tæpar þrjár vikur. Munum það.“ Þetta sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hann sagði að ábendingar hafi borist um að fólk sé farið að slaka á og sumir séu hættir að virða samkomubannið. Tilslakanir taka ekki gildi fyrr en 4. maí.
Myndskeið
„Auðvitað viljum við að þetta fari niður í núll“
„Við erum í niðursveiflu. Og ég held að við megum búast við því að þessar lágu tölur sem við erum að sjá núna, í kringum 10 einstaklinga, að þær fari hægt lækkandi, eða ekki mjög hratt.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna vegna COVID-19 sem hófst klukkan 14.
Tólf ný smit greindust í gær - enn fækkar virkum smitum
Tólf greindust með COVID-19 veikina í gær. Veirufræðideild Landspítalans greindi ellefu smit en Íslensk erfðagreining eitt, að því er fram kemur í nýjum tölum á covid.is. Þetta er nokkur fjölgun greindra smita frá deginum áður, þegar 7 smit voru greind. Virkum smitum heldur áfram að fækka.
„Við sjáum ekki fyrir endann á ferðatakmörkunum“
Íslendingar munu búa við einhverjar ferðatakmarkanir til og frá landinu fram eftir þessu ári. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hún segir að ekki sé enn hægt að meta hver áhrifin af kórónuveirufaraldrinum verði á efnahagslífið hér á landi. Mikilvægt sé að aflétta ekki samkomuhöftum of hratt.
Níu ný smit síðasta sólarhringinn
Níu manns greindust með kórónuveirusmit hér á landi síðastliðinn sólarhring. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar sem hófst klukkan tólf. Af þessum níu smitum voru sjö greind á höfuðborgarsvæðinu og tvö á Vestfjörðum.
Kynna afléttingu samkomuhafta klukkan 12 í dag
Stjórnvöld hafa boðað til blaðamannafundar í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík í hádeginu í dag, þar sem tilkynnt verður hvernig afléttingu samkomuhafta hér á landi verður háttað og hver næstu skref stjórnvalda verða í baráttunni gegn veirunni. Fundurinn verður í beinni útsendingu í sjónvarpinu, á ruv.is og á Rás 2. Það verður því enginn upplýsingafundur um COVID-19 klukkan tvö eins og verið hefur undanfarnar vikur.
„Klárt mál að þetta myndi blossa upp aftur“
„Það er afskaplega líklegt að á meðan hjarðónæmi er lítið og veiran leikur lausum hala einhvers staðar, þá muni hún koma aftur. Og ef við erum ekki á varðbergi, þá getur slík sýking stigmagnast og orðið faraldur á tiltölulega stuttum tíma, eða hópsýking sem breytist síðan í faraldur.“ Þetta segir Magnús Gottfreðsson, prófessor og læknir í smitsjúkdómum, þegar hann er spurður hversu líklegt sé að fleiri bylgjur kórónuveirufaraldursins séu væntanlegar, eftir að sú sem nú stendur yfir líður hjá.
Sprenging í heimafæðingum vegna COVID-19
Sprenging hefur orðið í fyrirspurnum um heimafæðingar eftir að sóttvarnaraðgerðir voru hertar á Landspítalanum, vegna kórónuveirufaraldursins. Björkin getur ekki tekið við fleiri skjólstæðingum sem eiga von á barni í apríl, maí og júní. Allt er orðið fullt og biðlistar sömuleiðis, segir Arney Þórarinsdóttir, ljósmóðir og framkvæmdastjóri Bjarkarinnar.
Ekkert nýtt smit á Austurlandi í fjóra sólarhinga
Ekkert nýtt kórónuveirusmit hefur greinst á Austurlandi síðastliðna fjóra sólarhringa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi. Von er á fyrstu niðurstöðum úr skimun á svæðinu á morgun.
„Þessi læknir hefur ekki vandað mér kveðjurnar“
Ekki kemur til greina að loka tilteknum landsvæðum á þessu stigi, eins og hugmyndir hafa verið uppi um á norðausturlandi. Þetta sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hann segir að sú niðurstaða sé studd bæði fræðilegum og sögulegum rökum.
Starfsmaður Egilsstaðaskóla með staðfest smit
Starfsmaður í Egilsstaðaskóla er smitaður af COVID-19 veirunni. Þetta kemur fram í tölvupósti sem skólastjóri Egilsstaðaskóla sendi foreldrum í dag. Þar kemur fram að viðkomandi hafi verið við störf á frístundaheimili skólans tvisvar í viku, og að hann hafi síðast verið við störf á fimmtudaginn í síðustu viku. Fjórir starfsmenn og tveir nemendur við skólann eru nú komnir í sóttkví vegna þessa.
Fimmtán smitaðir á Landspítalanum - einn í öndunarvél
Fimmtán manns með staðfest COVID-19 smit eru nú á Landspítalanum. Þar af eru tveir á gjörgæslu og einn í öndunarvél. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á daglegum fundi almannavarna sem hófst klukkan 14. Stór hluti þeirra sem greinst hafa er í sóttkví, sem Þórólfur segir að sé mjög jákvætt. Ljóst sé að faraldurinn sé enn í vexti.
Starfsmaður HSA á Egilsstöðum smitaðist - 123 í sóttkví
Starfsmaður heilsugæslunnar á Egilsstöðum var sá fyrsti sem greindist með COVID-19 smit á Austurlandi. 123 manns eru í sóttkví þar, þar af 14 starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Rætt hefur verið um að loka fjórðungnum af í sóttvarnarskyni, en það er ekki talið þjóna tilgangi sínum.
Blaðamannafundur
Ein minnsta fjölgun smita í Evrópu
Um 60% af þeim 61 sem greindist með kórónuveirusmit hér á landi frá því í gær, voru í sóttkví. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna sem hófst klukkan 14. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á fundinum að þessar niðurstöður styðji enn frekar við þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í hér á landi; að halda fólki í sóttkví til þess að forða því að það smiti aðra. Nánast hvergi í Evrópu hefur greindum smitum fjölgað jafn hægt og hér á landi. Ekkert samgöngubann er á teikniborðinu.
Spegillinn
„Leik mér ekki að því að vera opinn fyrir vírusnum“
Margir óttast COVID-19 veiruna sem nú er komin til landsins en sumir hafa meiri ástæðu til að óttast en aðrir. Eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma á að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar frekar á hættu að veikjast alvarlega. Dánartíðni þessara hópa virðist margföld á við aðra. Dæmi eru um að sjúklingar hafi læst útidyrahurðinni og hyggist halda sig heima næstu vikur. Yfirlæknir á smitsjúkdómalækningadeild Landspítalans, segir fólk í áhættuhópum ekki þurfa að loka sig af.
Myndskeið
Líkir við lélegt leikrit að vera í sóttkví á Tenerife
Íslendingur, sem situr í sóttkví á hóteli á Tenerife eftir að grunur vaknaði um að gestur þar reyndist smitaður af COVID-19 veirunni, furðar sig á því hvernig staðið er að málum á hótelinu. Gestir hlýði ekki fyrirmælum og því virðist sem þar sé ekki raunveruleg sóttkví.
26.02.2020 - 14:45