Færslur: Embætti landlæknis

Myndskeið
Gætum þurft að grípa til harðari aðgerða
Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, sérfræðingur í sóttvörnum hjá Embætti landlæknis , segir alltaf áhyggjuefni þegar upp komi hópsmit. Það bendi til þess að smitandi einstaklingur sé í samfélaginu. Verið sé að skoða hverjir þurfi að fara í sóttkví út frá þeim sem greinst hafa undanfarna daga. Haldi innanlandssmitum áfram að fjölga gæti þurft að grípa til harðari aðgerða.
26.07.2020 - 19:28
Tvö ný virk smit greindust
Þrjú smit greindust á landinu á gær samkvæmt tölum Landlæknisembættisins. Einn farþegi á leið frá Kaupmannahöfn greindist með smit við landamæraskimun á Keflavíkurflugvelli. Mótefnamæling leiddi í ljós að það var gamalt.
19.06.2020 - 14:00
Myndskeið
Sýnatakan: Margir hittu ástvini eftir langa bið
Sýnataka gekk vel á landamærunum í dag - fyrsta daginn síðan 19. mars sem hægt er að koma til Íslands án þess að fara í sóttkví. Bæði farþegar og áhafnir á Keflavíkurflugvelli voru ánægð í morgun.
Rakningarappið uppfært og tungumálum fjölgar
Talsverðra breytinga er að vænta á smitrakningarappinu C-19. Ingi Steinar Ingason, teymisstjóri hjá Embætti landlæknis, segir að ekki verði fylgst með hvort ferðamenn sem hingað koma muni hlaða appinu í síma sína. Hann segir að enn mikilvægara sé fyrir Íslendinga að nota appið nú eftir að ýmsum hömlum hefur verið aflétt. Um 140.000 notendur hafa hlaðið því niður.
Hertar reglur um fegrunaraðgerðir með leysigeislum
Reglur um notkun leysigeislatækja verður hert, samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra, sem nú er til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Ábendingar til Geislavarna ríkisins og kvartanir til Embættis landlæknis um óábyrga notkun öflugra leysa í fegrunarskyni eru meginástæða þess að ákveðið var að endurskoða núgildandi reglugerð, að því er segir á vef stjórnarráðsins.
29.05.2020 - 16:03
Myndskeið
Baráttan fram undan kannski erfiðari en til þessa
Ný vegferð í baráttunni við kórónuveiruna, sem veldur COVID-19, er að hefjast og nú skiptir meira máli en nokkru sinni áður að fólk standi saman um þær aðgerðir sem fram undan eru. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Þar átti hann við þær afléttingar sem fyrirhugaðar eru á næstunni.
Fjögur ný smit síðasta sólarhring - 84% hafa náð bata
Fjögur ný kórónuveirusmit greindust hér á landi síðastliðinn sólarhring, samkvæmt nýjum tölum sem birtar voru á covid.is rétt fyrir klukkan eitt í dag. Tvö smit greindust á veirufræðideild Landspítalans og tvö hjá Íslenskri erfðagreiningu. Einn þeirra sem greindist var í sóttkví við greiningu, en hinir þrír ekki.
Sjö ný smit síðastliðinn sólarhring
Sjö ný kórónuveirusmit greindust síðastliðinn sólarhring, samkvæmt nýjum tölum sem birtar voru á vefnum covid.is rétt fyrir klukkan eitt í dag. Það er örlítil fjölgun frá sólarhringnum áður þegar fimm smit voru greind. Fjögur sýnanna greindust á veirufræðideild Landspítalans en þrjú hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Þrjú meint brot á samkomubanni til rannsóknar
Lögreglan hefur til rannsóknar þrjú meint brot á samkomubanni. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns, á upplýsingafundi almannavarna sem hófst klukkan tvö. Víðir vildi ekki svara því hvers eðlis meint brot eru. Hann sagði að búið væri að ljúka einu slíku máli með sektargreiðslu.
Myndskeið
„Það eru enn tæpar þrjár vikur þangað til“
„Í dag er 16. apríl, það er ekki kominn 4. maí eins og margir virðast halda að hafi orðið í vikunni. Við höfum fengið dálítið mikið af ábendingum um að fólk sé farið að slaka á. 4. maí er eftir tæpar þrjár vikur. Munum það.“ Þetta sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hann sagði að ábendingar hafi borist um að fólk sé farið að slaka á og sumir séu hættir að virða samkomubannið. Tilslakanir taka ekki gildi fyrr en 4. maí.
Tólf ný smit greindust í gær - enn fækkar virkum smitum
Tólf greindust með COVID-19 veikina í gær. Veirufræðideild Landspítalans greindi ellefu smit en Íslensk erfðagreining eitt, að því er fram kemur í nýjum tölum á covid.is. Þetta er nokkur fjölgun greindra smita frá deginum áður, þegar 7 smit voru greind. Virkum smitum heldur áfram að fækka.
Myndskeið
Verðum að halda fullri einbeitingu til 4. maí
Byrjað er að mæla mótefni gegn kórónuveirunni hérlendis. Fáir greindust með hana í gær. Þótt slökun á samkomubanni eftir 4. maí hafi verið kynnt í gær þarf að muna að halda fullri einbeitingu þangað til, segir yfirlögregluþjónn. 
„Klárt mál að þetta myndi blossa upp aftur“
„Það er afskaplega líklegt að á meðan hjarðónæmi er lítið og veiran leikur lausum hala einhvers staðar, þá muni hún koma aftur. Og ef við erum ekki á varðbergi, þá getur slík sýking stigmagnast og orðið faraldur á tiltölulega stuttum tíma, eða hópsýking sem breytist síðan í faraldur.“ Þetta segir Magnús Gottfreðsson, prófessor og læknir í smitsjúkdómum, þegar hann er spurður hversu líklegt sé að fleiri bylgjur kórónuveirufaraldursins séu væntanlegar, eftir að sú sem nú stendur yfir líður hjá.
Fylgjast með líðan heilbrigðisstarfsfólks
Alma Möller, landlæknir, hefur áhyggjur af álagi á heilbrigðisstarfsfólk þessar vikurnar á meðan COVID-19 faraldurinn geisar. Kallað hefur verið eftir upplýsingum um álagið, mönnun og aðbúnað, að því er segir í Læknablaðinu.
Virk smit að ná ákveðnum hápunkti
Virk kórónuveirusmit hér á landi eru að ná ákveðnum hápunkti. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir á daglegum upplýsingafundi almannavarna sem hófst klukkan tvö. Uppsafnaður fjöldi greindra smita falla vel að bestu spám sem gerðar hafa verið um þróun faraldursins hér, segir Þórólfur. Spáin sé enn sú að faraldurinn nái hámarki fljótlega í þessum mánuði. Ástæða þess að lægra hlutfall greindra undanfarinn sólarhring hafi verið í sóttkví sé sú að upp hafi komið hópsýkingar úti á landi.
Lögreglan rannsakar andlát konu sem lést eftir útskrift
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar mál 42 ára konu sem lést hálfum sólarhring eftir að hafa verið útskrifuð af bráðamóttöku Landspítalans fyrir viku. Þetta staðfestir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn. Landspítalinn tilkynnti málið til Landlæknis í gær.
42 ára kona lést skömmu eftir útskrift af bráðamóttöku
42 ára gömul kona lést innan við sólarhring eftir að hafa verið útskrifuð af bráðamóttöku Landspítalans í síðustu viku. Skoðað verður hvort álag á spítalanum hafi haft eitthvað með málið að gera. Málið er komið í farveg innan spítalans, samkvæmt upplýsingum þaðan, og stjórnendur spítalans ætla að tilkynna það til embættis Landlæknis.
Varar fólk við því að drekka frá sér kvíða vegna COVID
Landlæknisembættið hefur gefið út tíu heilræði á tímum kórónuveirunnar. Eitt af því sem mælt er með er að forðast það að nota áfengi og tóbak til að slá á áhyggjur og kvíða. „Neysla áfengis og reykingar veikja ónæmiskerfið auk þess að hafa neikvæð áhrif á heilsu og vellíðan til lengri tíma,“ segir jafnframt á vef Landlæknisembættisins.
27.03.2020 - 17:07
Myndskeið
Biðlistar lengjast því aðgerðum verður hætt
Biðlistar munu lengjast, segir landlæknir, því valkvæðum verður hætt frá og með morgundeginum. Þeirra á meðal eru liðskiptaaðgerðir. Þau sem þurfa að fara í hlutastarf geta sótt um bætur á vef Vinnumálastofnunar.
COVID-19: Leiðbeiningar landlæknis til viðkvæmra hópa
Landlæknir gaf í dag út leiðbeiningar fyrir einstaklinga sem talin er áhætta að geti veikst alvarlega smitist þeir af COVID-19 kórónaveirunni. Alma Möller, landlæknir, hefur beðið ættingja, stofnanir, félagasamtök og raunar alla sem það geta, að koma upplýsingunum áleiðis til þeirra sem þær eiga við um. Leiðbeiningar landlæknis fyrir einstaklinga með áhættuþætti fyrir alvarlegri sýkingu kórónaveiru í heild sinni má lesa hér fyrir neðan:
07.03.2020 - 17:05
COVID-19: svör um smit og sóttkví
Ýmsar spurningar hafa vaknað hjá almenningi um kórónaveiruna, smit, sóttkví og kostnað.
Fær litlar og misvísandi upplýsingar á hóteli í sóttkví
Íslendingur á hótelinu sem er í sóttkví á Tenerife segist fá afar litlar og misvísandi upplýsingar. Íslendingarnir sem settir voru í sóttkví á Egilsstöðum eftir að hafa flogið frá Veróna á Ítalíu voru í vél með öðrum Íslendingum sem ekki voru settir í sóttkví. 
26.02.2020 - 12:33
Spritt selst sem aldrei fyrr
Handhreinsun og hreinlæti eru meðal lykilatriða til að forðast smit af völdum COVID-19, kórónaveirunnar sem 45.000 manns hafa smitast af, flestir í Kína. Sala á handspritti hér á landi hefur rokið upp úr öllu valdi síðan veiran kom upp.
12.02.2020 - 13:50
Virðing en ekki ásakanir í meðferð við offitu
Koma þarf fram við fólk með offitu af virðingu og leggja áherslu á að offitan sé ekki þeim að kenna. Þetta segir læknir, sem er einn höfunda leiðbeininga til heilbrigðisstarfsfólks um meðferð fullorðinna með offitu. Galdurinn felst í að viðhalda þyngdartapi og að fólk endurskoði allar venjur sínar, segir hann. 
02.02.2020 - 12:45
Fólk getur farið óttalaust á þorrablót
Ekki er hægt að segja til um uppruna bótúlíneitrunarinnar sem sagt var frá í gær fyrr en niðurstöður úr sýnarannsókn liggja fyrir eftir helgi. Fullorðinn maður er í öndunarvél eftir að hafa smitast af þessari bráðeitruðu bakteríu sem getur lamað fólk algerlega.