Færslur: Embætti landlæknis

Spegillinn
Eiga erfiðara með að fá umhyggju frá foreldrum
Hvaða máli skiptir hamingjan? Embætti landlæknis hefur mælt hamingju fullorðinna Íslendinga og í samstarfi við Rannsóknir og greiningu fylgst með hamingju ungmenna í nær tvo áratugi. Við erum að stíga upp úr áralöngum heimsfaraldri sem hefur augljóslega sett strik í reikninginn. Rykið er að setjast og vert að skoða gögnin.
Neyðarástandi lýst yfir vegna mænusóttar í New York
Ríkisstjóri New York í Bandaríkjunum hefur lýst yfir neyðarástandi vegna hættu á að mænusótt kunni að breiðast út um ríkið. Heilbrigðisyfirvöld segja mænusóttarveiru hafa fundist í sýnum af frárennslisvatni New York-borgar og fjögurra nærliggjandi sýslna.
Óvenju mörg andlát eftir afléttingar
Óvenju margt fólk í aldurshópnum 70 ára og eldri lést í mars, apríl og júlí á þessu ári miðað við fyrri ár.
29.08.2022 - 11:53
Morgunútvarpið
Fékk áfall þegar hún sá að Landlæknir ætlaði að kæra
Framkvæmdarstjóri nýsköpunarfyrirtækisins Köru Connect segist hafa fengið vægt áfall þegar hún frétti af því að embætti landlæknis hafi kært fyrirtækið. 
Landlæknir vill fá úrskurði kærunefndar hnekkt
Embætti landlæknis reynir að fá úrskurði kærunefndar útboðsmála hnekkt þar sem embættið telur að verulegir annmarkar séu á úrskurði sem féll í máli þess gegn fyrirtækinu Köru Connect ehf. í febrúar. 
22.08.2022 - 15:40
Skynsamlegt að stunda öruggt kynlíf og þvo hendur
Embætti landlæknis hefur birt veggspjald með leiðbeiningum fyrir fólk til þess að verjast faraldri apabólu. Markmiðið er að stöðva faraldurinn með fræðslu um smitleiðir og um hvað skuli gera þegar grunur er um smit, með bólusetningu, einangrun og sóttkví.
29.07.2022 - 11:16
38 sjálfsvíg á síðasta ári
38 svipti sig lífi á síðasta ári, 26 karlar og tólf konur. Þetta kemur fram í tölum frá Embætti landlæknis. Er það jafnt meðaltali síðustu fimm árin, 2017-2021.
27.06.2022 - 22:44
„Mikil ábyrgð og krefjandi starf“
Guðrún Aspelund hefur verið ráðin til að taka við starfi sóttvarnalæknis af Þórólfi Guðnasyni í haust. Guðrún hefur verið yfirlæknir á sviði sóttvarna hjá embætti landlæknis frá 2019 og staðið þétt við hlið Þórólfs í gegnum faraldurinn. Hún segist spennt fyrir komandi verkefnum og ætlar að ganga til verks með sínum hætti. 
21.06.2022 - 12:30
Covid tilfellum fjölgað undanfarna daga
Fleiri hafa greinst með covid hérlendis undanfarna daga en nú greinast á milli 150 til 200 einstaklingar daglega. Aukning hefur verið á komum sjúklinga í áhættuhópum með covid á göngudeild Landspítala en níu eru nú inniliggjandi með sjúkdóminn, þar af einn á gjörgæslu.
10.06.2022 - 14:22
Fleiri látist úr COVID-19 hér á landi en talið var
Embætti landlæknis hefur farið yfir dánarvottorð allra þeirra sem látist hafa á landinu frá upphafi kórónuveirufaraldursins til 1. apríl á þessu ári. Samkvæmt yfirferðinni hafa samtals orðið 153 andlát á Íslandi vegna COVID-19, en það eru fleiri en áður hefur verið talið.
Andleg heilsa verst meðal ungra kvenna
70 prósent fullorðinna Íslendinga mátu andlega heilsu sína góða eða mjög góða árið 2021. Ekki er marktækur munur á milli áranna 2020 og 2021 en þegar miðað er við árið 2019, þegar 76% fullorðinna Íslendinga mátu andlega heilsu sína góða eða mjög góða, er staðan marktækt verri árið 2021.
09.04.2022 - 08:14
Of löng bið í fjórtán aðgerðarflokkum af átján
Biðlistar eru óviðunandi í flestum aðgerðaflokkum, samkvæmt könnun Landlæknis. Um árs bið er eftir liðskiptum á hné á Landspítalanum. Faraldurinn hefur haft veruleg áhrif á biðlista samkvæmt nýrri skýrslu.
01.04.2022 - 08:19
Álagsvandamál á Heilsuveru
Vandamál hafa komið upp með vef Heilsugæslunnar, Heilsuveru, í dag. Vefurinn er hægur og hefur fólk átt í erfiðleikum með að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.
14.02.2022 - 12:35
Kína: Allar erlendar póstsendingar skulu sótthreinsaðar
Póstþjónustan í Kína skipar starfsmönnum að sótthreinsa allar sendingar sem berast frá útlöndum og hvetur almenning til að draga úr vörupöntunum erlendis frá.
Tugi hjúkrunarfræðinga vantar á gjörgæsludeildir
Ekki er hægt að tryggja gæði og öryggi þjónustu á bráðamóttöku og gjörgæsludeildum Landspítala að mati landlæknis. Þetta kemur fram í minnisblaði sóttvarnalæknis og landlæknis sem afhent var heilbrigðisráðherra í gær. Alma D. Möller, landlæknir, segir mönnun mestu áskorunina.
11.01.2022 - 16:53
Níu smit af hverjum tíu af völdum omíkron
Útbreiðsla omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar hér á landi hefur verið afar hröð síðustu daga. Níutíu prósent covid-sýkinga innanlands eru af omíkron-afbrigðinu. Þetta segir í færslu á vef embættis landlæknis. Tíu prósent smitanna eru vegna delta-afbrigðisins.
Sjónvarpsfrétt
Smitgát gæti komið í stað sóttkvíar hjá þríbólusettum
Sóttvarnalæknir skoðar nú að hætta að krefja þríbólusetta um sóttkví verði þeir útsettir fyrir smiti. Smitgát gæti komið í stað sóttkvíar hjá þessum hópi. Langflest smit af delta-afbrigðinu eru hjá börnum undir tólf ára aldri, segir læknir hjá landlæknisembættinu. Því geta fylgt alvarlegir fylgikvillar. Þá sé einangrunin börnunum afar erfið. Hún biðlar til foreldra að þiggja bólusetningu í næstu viku. 
Morgunútvarpið
„Síðan ég man hefur þurft að taka á biðtímum“
Of margir bíða eftir skurðaðgerðum umfram viðmið Embættis Landlæknis um ásættanlegan biðtíma og hlutfall þeirra hefur hækkað undanfarið ár. Þetta kemur fram í samantekt embættisins. Alma D. Möller landlæknir segir að biðtími hafi verið of langur eins lengi og hún muni til.
Sjúkdómsskráningum fjölgað til muna
Sjúkdómsgreiningum sjúklinga á heilsugæslustöðvum hefur fjölgað allverulega síðan nýtt fjármögnunarlíkan var tekið í gagnið. Fjárhagslegur hvati er til að skrá sjúkdóma, en úttektir landlæknis benda þó ekki til ofskráningar að því er segir í fréttabréfi Landlæknisembættisins.
Viðtal
Ísland eftirbátur við skimanir á krabbameini
Helgi Birgisson, yfirlæknir krabbameinsskrár hjá Krabbameinsfélaginu og sérfræðingur í skurðlækningum ristils og endaþarms, segir Ísland eftirbáta nágrannaþjóða við skimanir á krabbameini í ristli og endaþarmi. Víða í Evrópu og í Bandaríkjunum er byrjað að skima fyrir sjúkdómnum hjá einstaklingum um fimmtugt, og hefur komið til tals í Bandaríkjunum að hefja skimun við 45 ára aldur.
Víðtækt samstarf um rafrænar lausnir
Unnið er að því að koma upp stafrænu umboðsmannakerfi hjá stjórnsýslunni til að tryggja aðgengi aðstandenda að stafrænni þjónustu fyrir hönd þeirra sem geta ekki nýtt hana sjálfir. Um helgina var greint frá því að dæmi séu um að fólk með þroskahömlun hafi ekki aðgang að bankareikningum og frá ungum fötluðum manni sem gat ekki séð niðurstöðu úr COVID-prófi þar sem hann getur ekki fengið rafræn skilríki.
Sjónvarpsfrétt
Tunguhaftsaðgerðir sextánfaldast hjá tannlæknum
Fjöldi aðgerða sem tannlæknar gera á tunguhöftum barna hefur sextánfaldast frá 2016. Ríkið þarf að borga nærri tvöfalt meira fyrir aðgerðina hjá tannlækni en sérgreinalækni. Undirskriftasöfnun er í gangi meðal foreldra vegna skoðunar Embættis landlæknis á tunguhaftaaðgerðum. 
Sjónvarpsfrétt
Landlæknir skoðar fjölgun aðgerða á tunguhafti
Aðgerðum á tunguhöftum hefur fjölgað svo mikið að Embætti landlæknis ætlar að skoða ástæður þess. Tunguhaftssetrið hefur hætt aðgerðum á meðan athugun embættisins fer fram.
Nýútskrifuðum sálfræðinemum neitað um starfsleyfi
Meistaranemar sem útskrifuðust úr klínískri sálfræði í gær, fá ekki starfsleyfi þrátt fyrir að hafa lokið fimm ára háskólanámi í greininni. Íris Björk Indriðadóttir útskrifaðist frá Háskólanum í Reykjavík í gær og segir hún sjái fram á að missa sitt fyrsta starf sem sálfræðingur vegna reglugerðar sem geri kröfu um verklega þjálfun, sem sé hvergi er í boði.
Sjónvarpsfrétt
Fór í aðgerð á vinstra auga - kom blindur út á hægra
Karlmaður, sem gekkst undir leysiaðgerð á vinstra auga en kom blindur út á því hægra, er ósáttur við þá skoðun Landlæknis að mistök hafi ekki verið gerð. Upplýsingagjöf augnlæknis til mannsins er talin ámælisverð. Dómkvaddir matsmenn telja víst að mjög sjaldgæfur fylgikvilli aðgerðar hafi valdið sjóntapinu.