Færslur: Embætti landlæknis

Fleiri látist úr COVID-19 hér á landi en talið var
Embætti landlæknis hefur farið yfir dánarvottorð allra þeirra sem látist hafa á landinu frá upphafi kórónuveirufaraldursins til 1. apríl á þessu ári. Samkvæmt yfirferðinni hafa samtals orðið 153 andlát á Íslandi vegna COVID-19, en það eru fleiri en áður hefur verið talið.
Andleg heilsa verst meðal ungra kvenna
70 prósent fullorðinna Íslendinga mátu andlega heilsu sína góða eða mjög góða árið 2021. Ekki er marktækur munur á milli áranna 2020 og 2021 en þegar miðað er við árið 2019, þegar 76% fullorðinna Íslendinga mátu andlega heilsu sína góða eða mjög góða, er staðan marktækt verri árið 2021.
09.04.2022 - 08:14
Of löng bið í fjórtán aðgerðarflokkum af átján
Biðlistar eru óviðunandi í flestum aðgerðaflokkum, samkvæmt könnun Landlæknis. Um árs bið er eftir liðskiptum á hné á Landspítalanum. Faraldurinn hefur haft veruleg áhrif á biðlista samkvæmt nýrri skýrslu.
01.04.2022 - 08:19
Álagsvandamál á Heilsuveru
Vandamál hafa komið upp með vef Heilsugæslunnar, Heilsuveru, í dag. Vefurinn er hægur og hefur fólk átt í erfiðleikum með að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.
14.02.2022 - 12:35
Kína: Allar erlendar póstsendingar skulu sótthreinsaðar
Póstþjónustan í Kína skipar starfsmönnum að sótthreinsa allar sendingar sem berast frá útlöndum og hvetur almenning til að draga úr vörupöntunum erlendis frá.
Tugi hjúkrunarfræðinga vantar á gjörgæsludeildir
Ekki er hægt að tryggja gæði og öryggi þjónustu á bráðamóttöku og gjörgæsludeildum Landspítala að mati landlæknis. Þetta kemur fram í minnisblaði sóttvarnalæknis og landlæknis sem afhent var heilbrigðisráðherra í gær. Alma D. Möller, landlæknir, segir mönnun mestu áskorunina.
11.01.2022 - 16:53
Níu smit af hverjum tíu af völdum omíkron
Útbreiðsla omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar hér á landi hefur verið afar hröð síðustu daga. Níutíu prósent covid-sýkinga innanlands eru af omíkron-afbrigðinu. Þetta segir í færslu á vef embættis landlæknis. Tíu prósent smitanna eru vegna delta-afbrigðisins.
Sjónvarpsfrétt
Smitgát gæti komið í stað sóttkvíar hjá þríbólusettum
Sóttvarnalæknir skoðar nú að hætta að krefja þríbólusetta um sóttkví verði þeir útsettir fyrir smiti. Smitgát gæti komið í stað sóttkvíar hjá þessum hópi. Langflest smit af delta-afbrigðinu eru hjá börnum undir tólf ára aldri, segir læknir hjá landlæknisembættinu. Því geta fylgt alvarlegir fylgikvillar. Þá sé einangrunin börnunum afar erfið. Hún biðlar til foreldra að þiggja bólusetningu í næstu viku. 
Morgunútvarpið
„Síðan ég man hefur þurft að taka á biðtímum“
Of margir bíða eftir skurðaðgerðum umfram viðmið Embættis Landlæknis um ásættanlegan biðtíma og hlutfall þeirra hefur hækkað undanfarið ár. Þetta kemur fram í samantekt embættisins. Alma D. Möller landlæknir segir að biðtími hafi verið of langur eins lengi og hún muni til.
Sjúkdómsskráningum fjölgað til muna
Sjúkdómsgreiningum sjúklinga á heilsugæslustöðvum hefur fjölgað allverulega síðan nýtt fjármögnunarlíkan var tekið í gagnið. Fjárhagslegur hvati er til að skrá sjúkdóma, en úttektir landlæknis benda þó ekki til ofskráningar að því er segir í fréttabréfi Landlæknisembættisins.
Viðtal
Ísland eftirbátur við skimanir á krabbameini
Helgi Birgisson, yfirlæknir krabbameinsskrár hjá Krabbameinsfélaginu og sérfræðingur í skurðlækningum ristils og endaþarms, segir Ísland eftirbáta nágrannaþjóða við skimanir á krabbameini í ristli og endaþarmi. Víða í Evrópu og í Bandaríkjunum er byrjað að skima fyrir sjúkdómnum hjá einstaklingum um fimmtugt, og hefur komið til tals í Bandaríkjunum að hefja skimun við 45 ára aldur.
Víðtækt samstarf um rafrænar lausnir
Unnið er að því að koma upp stafrænu umboðsmannakerfi hjá stjórnsýslunni til að tryggja aðgengi aðstandenda að stafrænni þjónustu fyrir hönd þeirra sem geta ekki nýtt hana sjálfir. Um helgina var greint frá því að dæmi séu um að fólk með þroskahömlun hafi ekki aðgang að bankareikningum og frá ungum fötluðum manni sem gat ekki séð niðurstöðu úr COVID-prófi þar sem hann getur ekki fengið rafræn skilríki.
Sjónvarpsfrétt
Tunguhaftsaðgerðir sextánfaldast hjá tannlæknum
Fjöldi aðgerða sem tannlæknar gera á tunguhöftum barna hefur sextánfaldast frá 2016. Ríkið þarf að borga nærri tvöfalt meira fyrir aðgerðina hjá tannlækni en sérgreinalækni. Undirskriftasöfnun er í gangi meðal foreldra vegna skoðunar Embættis landlæknis á tunguhaftaaðgerðum. 
Sjónvarpsfrétt
Landlæknir skoðar fjölgun aðgerða á tunguhafti
Aðgerðum á tunguhöftum hefur fjölgað svo mikið að Embætti landlæknis ætlar að skoða ástæður þess. Tunguhaftssetrið hefur hætt aðgerðum á meðan athugun embættisins fer fram.
Nýútskrifuðum sálfræðinemum neitað um starfsleyfi
Meistaranemar sem útskrifuðust úr klínískri sálfræði í gær, fá ekki starfsleyfi þrátt fyrir að hafa lokið fimm ára háskólanámi í greininni. Íris Björk Indriðadóttir útskrifaðist frá Háskólanum í Reykjavík í gær og segir hún sjái fram á að missa sitt fyrsta starf sem sálfræðingur vegna reglugerðar sem geri kröfu um verklega þjálfun, sem sé hvergi er í boði.
Sjónvarpsfrétt
Fór í aðgerð á vinstra auga - kom blindur út á hægra
Karlmaður, sem gekkst undir leysiaðgerð á vinstra auga en kom blindur út á því hægra, er ósáttur við þá skoðun Landlæknis að mistök hafi ekki verið gerð. Upplýsingagjöf augnlæknis til mannsins er talin ámælisverð. Dómkvaddir matsmenn telja víst að mjög sjaldgæfur fylgikvilli aðgerðar hafi valdið sjóntapinu. 
Öryggi sjúklinga ógnað vegna ofskömmtunar lyfja
Öryggi sjúklinga hefur verið ógnað vegna ofskömmtunar lyfja og full þörf er á að yfirfara betur skömmtun og ávísanir lyfja hér á landi, en Íslendingar nota hlutallslega mest af ýmsum tauga- og geðlyfjum á Norðurlöndunum. Þetta segir verkefnastjóri hjá Embætti Landlæknis.
05.09.2021 - 10:24
Kanna hvaða læknar ávísuðu húðkremi – einn á sjúkrahúsi
Einn hefur verið lagður inn á Landspítala eftir að hafa tekið inn húðlyfið Soolantra. Það inniheldur virka efnið ívermektín. Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar segir að verið sé að kanna hvaða læknar hafi ávísað lyfinu og hvort ávísanir hafi aukist.
24.08.2021 - 13:14
Aukaverkanir eftir að COVID-sjúklingar innbyrtu krem
Lyfjastofnun og embætti landlæknis ítreka að lyfið Soolantra (ivermektín), sem er krem til meðferðar við bólum og þrymlum sem fylgja húðsjúkdómnum rósroða, er ekki til inntöku. Dæmi eru um að sjúklingar með COVID-19 hafi tekið lyfið um munn og er rökstuddur grunur að það hafi haft alvarlegar aukaverkanir í för með sér.
24.08.2021 - 08:26
Yfirlæknir krabbameinsskimana hættur
Kristján Oddson, svæðisstjóri Heilsugæslunnar í Hamraborg, hefur sagt stöðu sinni hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana lausri. Kristján stýrði meðal annars skipulagi skimana fyrir krabbameini í leghálsi í kjölfar þess að þjónustan var flutt frá Krabbameinsfélaginu til Heilsugæslunnar.
Framkvæmdi ónauðsynlega aðgerð á tveggja ára barni
Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun landlæknis um að svipta háls-, nef- og eyrnalækni starfsleyfinu. Yfirgripsmikil rannsókn embættis landlæknis leiddi í ljós að maðurinn hafði framkvæmt ónauðsynlegar aðgerðir, bæði á börnum og fullorðnum.
Ríkislögmaður viðurkennir stórkostlegt gáleysi
Ríkislögmaður hefur fyrir hönd íslenska ríkisins viðurkennt að starfsmenn bráðamóttöku Landspítalans hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi í aðdraganda andláts Eyglóar Svövu Kristjánsdóttur, sem lést stuttu eftir útskrift af spítalanum í mars í fyrra, og samþykkt bótakröfu fjölskyldunnar. Málið er enn í rannsókn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Kvörtunum til landlæknis fjölgar mikið
Kvörtunum til landlæknisembættisins hefur fjölgað mikið á síðustu fimm árum. Kvörtunum einstaklinga og aðstandenda hefur fjölgað um 75% á fimm ára tímabili. Að meðaltali fjölgar kvörtunum um 16% á ári. Þetta kemur fram í ársskýrslu embættisins fyrir árið 2020.
23.06.2021 - 11:12
Ferðamennirnir eru með delta-afbrigðið
Ferðamennirnir tveir sem reyndust smitaðir af kórónuveirunni eru með indverska afbrigði veirunnar sem einnig er nefnt delta-afbrigðið. Samkvæmt upplýsingum frá sóttvarnasviði embættis landlæknis hafa enginn önnur smit verið rakin til fólksins. Maðurinn og konan eru frá Miðausturlöndum og komu hingað fyrir tíu dögum. Smitin uppgötvuðust þegar þau undirbjuggu brottför frá Íslandi og fóru í skimun til að geta framvísað PCR-vottorði í því landi sem þau hugðust fara til.
Sjónvarpsfrétt
Mikilvægt að hindra að svona komi fyrir aftur
Landspítalinn er í megindráttum sammál niðurstöðum skýrslu Embættis landlæknis á hópsýkingunni á Landakoti í október. Framkvæmdastjóri lækninga segir mikilvægt að bæta úr á spítalanum til að hindra að svona komi upp aftur. 
16.06.2021 - 19:00