Færslur: EM í hópfimleikum 2021

Viðtal
„Tímamót í íslenskum fimleikum"
Björn Björnsson, annar yfirþjálfara hópfimleikalandsliða Íslands, segir að ekki hafi verið hægt að biðja um betri árangur en þann sem náðist á Evrópumótinu í Portúgal. Hann segir silfurverðlaun Íslands í karlaflokki marka tímamót í íslenskum fimleikum.
05.12.2021 - 12:35
Viðtöl
„Við strákarnir erum í andlegu spennufalli"
„Við strákarnir erum í andlegu spennufalli. Þetta var bilað," sagði Adam Bæhrenz Björgvinsson, landsliðsmaður í hópfimleikum eftir að karlalandslið Íslands vann til silfurverðlauna á Evrópumótinu í Portúgal í gær.
05.12.2021 - 11:21
Viðtal
„Þetta hefur gerst áður og þá panikkaði ég“
María Líf Reynisdóttir stökk inn í síðustu umferð á dýnu þegar íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum varð Evrópumeistari. Fyrirliði liðsins, Andrea Sif Pétursdóttir, hafði meiðst í umferðinni á undan. María segist þó hafa verið ótrúlega róleg miðað við aðstæður. „“
04.12.2021 - 20:50
Silfur til Íslands í hópfimleikum karla á EM
Karlalandslið Íslands í hópfimleikum náði 2. sæti á EM í Portúgal í kvöld. Svíar urðu langefstir með samtals 61.350 stig, Ísland fékk 56.475 stig og Bretar urðu í þriðja sæti með 56.000 stig.
04.12.2021 - 18:47
Viðtal
„Þessi þrotlausa vinna er loksins að skila sér“
Ísland varð í dag Evrópumeistari í hópfimleikum kvenna. Síðustu þrjú Evrópumót hefur liðið orðið að sætta sig við silfur og að gullið fari til Svía en því var öfugt háttað í dag. Kolbrún Þöll Þorradóttir segir ekki hægt að lýsa tilfinningunni sem það er að öll þrotlausa vinnan sé loksins að skila sér.
04.12.2021 - 18:42
Ísland Evrópumeistari í hópfimleikum kvenna
Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum varð í dag Evrópumeistari eftir hnífjafna baráttu við Svía í úrslitunum á EM í Portúgal. Ísland fékk 57.250 stig í heildina eða jafnmörg stig og Svíþjóð en Ísland vinnur með því að fá hærri einkunn á fleiri áhöldum.
04.12.2021 - 16:34
Mynd með færslu
Í BEINNI
Úrslitin ráðast á EM í hópfimleikum: Ísland vann!
Úrslitin ráðast á EM í hópfimleikum í Porúgal í dag. Bein útending hefst á RÚV klukkan 12:55. Ísland á keppnislið í flokkum karla og kvenna.
04.12.2021 - 12:22
Viðtal
Vill fleiri stráka í fimleika - „Þið eruð að missa af!“
Blandað lið Íslands í unglingaflokki nældi sér í brons á Evrópumótinu í hópfimleikum í gærkvöld. Gleðin skein úr andlitum krakkana þegar þau framkvæmdu frábærar æfingar og þá hefur Markús Pálsson vakið sérstaka athygli fyrir framkomu sína á mótinu þar sem hann er manna hressastur. Markús hafði eitt ákveðið að segja eftir mótið í gær, hann vill fá fleiri stráka í fimleika.
04.12.2021 - 11:47
Viðtal
„Rán um hábjartan dag, það er bara þannig“
Íslenska stúlknalandsliðið í hópfimleikum var í kvöld í öðru sæti í unglingaflokki á Evrópumeistaramótinu í Portúgal. Aðeins munaði 0,1 stigi á Íslendingunum og Svíum sem urðu Evrópumeistarar. Una Brá Jónsdóttir, þjálfari stúlknaliðsins segir það rán um hábjartan dag að tapa með svo litlum mun.
03.12.2021 - 20:42
Blandað lið Íslands fékk brons - Bretar Evrópumeistarar
Íslenska unglingalandsliðið í blönduðum flokki fékk brons á Evrópumótinu í hópfimleikum í kvöld. Liðið var 2,7 stigum á eftir Bretum sem urðu Evrópumeistarar í fyrsta sinn en Svíþjóð varð í öðru sæti.
03.12.2021 - 20:03
Viðtal
Stefnum á að keyra klikkaðasta mót sem Ísland hefur séð
Íslenska karlalandsliðið í hópfimleikum varð í gær í öðru sæti í undanúrslitum Evrópumótsins sem fram fer í Portúgal. Eysteinn Máni Oddsson var hæstánægður með frammistöðu liðsins í gær og getur ekki beðið eftir úrslitunum á laugardag.
03.12.2021 - 11:09
Viðtal
„Við ætlum bara að negla þetta á laugardaginn“
Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum varð í kvöld í öðru sæti í undanúrslitum Evrópumeistaramótsins sem fram fer í Portúgal. Ljóst er að baráttan verður hörð milli Íslands og Svíþjóðar í úrslitunum á laugardag. Tinna Ólafsdóttir segir þó eitthvað hægt að bæta fyrir úrslitin.
02.12.2021 - 20:13
Ísland í öðru sæti í undanúrslitunum
Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum hóf keppni á Evrópumeistaramótinu í Portúgal í dag. Liðið keppti í undanúrslitum í dag en úrslitin sjálf fara fram á laugardag. Eftir glæsilegar æfingar á gólfi og dýnu voru örlitlir hnökrar í trampolínæfingunum og liðið endaði í öðru sæti á eftir Svíþjóð.
02.12.2021 - 18:26
Viðtal
Keppa í fyrsta sinn á hópfimleikamóti á EM í Portúgal
Landslið íslands í unglingaflokki blandaðra liða keppti í undanúrslitum á EM í hópfimleikum í gærkvöld. Liðið varð í þriðja sæti og keppir í úrslitum á morgun, föstudag. Gísli Már Þórðarson og Jóhann Gunnar Finnsson kepptu á sínu fyrsta allra fyrsta hópfimleikamóti í undanúrslitunum í gær.
02.12.2021 - 14:48
Nóg inni hjá íslensku unglingaliðunum fyrir úrslitin
Ísland hóf keppni á Evrópumótinu í hópfimleikum í dag þegar keppt var í undanúrslitum í unglingaflokki. Þar átti Íslands tvö lið, stúlknalið og blandað lið bæði lið fóru auðveldlega áfram í úrslitin sem verða á föstudag.
01.12.2021 - 21:30
Viðtal
„Við erum bara mjög góðar saman“
Tvíburasysturnar Helena og Hildur Clausen Heiðmundsdætur eru báðar liðsmenn í íslenska kvennalandsliðinu í hópfimleikum sem nú er statt í Portúgal á Evrópumótinu. Liðið æfði í keppnishöllinni dag og keppir í undanúrslitum á morgun en systurnar voru báðar ánægðar með daginn.
01.12.2021 - 20:15