Færslur: EM í handbolta 2022

Bjarni Ófeigur á leið til Búdapest
Íslenska landsliðinu í handbolta berst liðsauki í kvöld þegar Bjarni Ófeigur Valdimarsson, skytta hjá Skövde í Svíþjóð, lendir í Ungverjalandi. Bjarni hefur ekki leikið A-landsleik á ferlinum
25.01.2022 - 16:57
Viðtal
„Verður alltaf hörkuleikur sama hverjir spila hjá þeim“
Elvar Ásgeirsson vinstri skytta íslenska landsliðsins í handbolta segist ekki hafa of miklar áhyggjur af því að Danir ætli sér að hvíla leikmenn gegn Frökkum á morgun. Hann segir að það verði alltaf hörkuleikur en leggur áherslu á að fyrst og fremst þurfi Ísland að vinna sinn leik til að eiga möguleika á sæti í undanúrslitum.
25.01.2022 - 16:49
Viðtal
Sigvaldi um karakterinn í liðinu: „Ekta íslenskt“
Sigvaldi Guðjónsson segir að karakterinn sem íslenska landsliðið í handbolta sýndi í gær hafi sýnt að liðið sé þannig gert að menn gefist ekkert upp. Ísland tapaði gegn Króatíu í gær með eins marks mun og þarf núna á sigri gegn Svartfjallalandi að halda og treysta svo á að Danmörk vinni Frakkland.
25.01.2022 - 16:33
epa09700865 Germany's coach Alfred Gislason reacts during the Men's European Handball Championship main round match between Germany and Norway in Bratislava, Slovakia, 21 January 2022.  EPA-EFE/MARTIN DIVISEK
Í BEINNI
Beint: Þýskaland-Rússland
Þjóðverjar undir stjórn Alfreðs Gíslasonar leika sinn síðasta leik á Evrópumóti karla í handbolta klukkan 17:00 þegar þýska liðið mætir Rússum. Leikurinner í lokaumferð milliriðils II á EM og er leikið í Bratislava, höfuðborg Slóvakíu.
25.01.2022 - 16:25
Viðtal
„Eins og í leikhúsi fáránleikans“
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, segir ástandið í smitmálum EM vera eins og í leikhúsi fáránleikans. Hann segir sitt lið staðráðið í að vinna Svartfjallaland á morgun og svo verði bara að sjá hvert það skilar liðinu.
25.01.2022 - 15:53
Evrópumeistararnir lentu í erfiðleikum með Pólverja
Fyrsti leikur dagsins á Evrópumótinu í handbolta þennan daginn var viðureign Spánar og Póllands í milliriðli tvö. Spánverjum gátu með sigri orðið annað liðið á mótinu til að tryggja sér miða í undanúrslitin. Það tókst, en naumlega þó.
25.01.2022 - 15:50
Jákvæð próf hjá tveimur leikmönnum
Tveir leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta sem leikur á Evrópumótinu í Búdapest greindust jákvæðir í hraðprófi í morgun. Elliði Snær Viðarsson og Björgvin Páll Gústavsson eru leikmennirnir sem um ræðir og eru báðir komnir í einangrun, þetta er annað skiptið sem Björgvin Páll fer í einangrun á mótinu.
25.01.2022 - 12:51
Erlingur: Mikill tilfinningarússibani
Erlingur Richardsson, þjálfari hollenska karlalandsliðsins í handbolta, segir síðustu daga hafa verið mikinn tilfinningarússibana. Hann greindist smitaður af kórónaveirunni á laugardag og hefur misst af síðustu tveimur leikjum hollenska liðsins á EM.
25.01.2022 - 11:10
Þjálfari Dana ætlar að hvíla leikmenn gegn Frökkum
Það voru heldur óþægileg skilaboð fyrir Íslendinga að lesa þegar danski landsliðsþjálfarinn Nikolaj Jacobsen sagði að hann ætlaði sér að hvíla lykilleikmenn í leiknum gegn Frökkum á Evrópumótinu í handbolta. Ísland þarf á sigri að halda gegn Svartfellingum en þar að auki þarf liðið að treysta á að Danir vinni Frakkland.
25.01.2022 - 10:29
EM í dag: Úrslitin ráðast í milliriðli II
Það ræðst í dag hvaða lið það verða sem komast í undanúrslit Evrópumóts karlalandsliða í handbolta, úr milliriðli II sem leikinn er í Bratislava, höfuðborg Slóvakíu. Lokaumferð riðilsins er leikin í dag og verða allir þrír leikir dagsins sýndir á rásum RÚV.
25.01.2022 - 07:00
Frakkar með réttu spilin á hendi
Frakkar komust í kvöld upp fyrir Ísland í milliriðli I á EM karla í handbolta. Frakkar unnu öruggan sigur á Svarfjallalandi, 36-27 í lokaleik dagsins í milliriðlinum. Frakkar hafa því sín örlög í eigin höndum fyrir lokaumferð riðilsins á miðvikudag. Ísland þarf hins vegar að vinna Svartfellinga og treysta á að Danir vinni Frakka.
24.01.2022 - 20:55
Viðtal
„Við vorum bara ekki nógu góðir“
Ómar Ingi Magnússon skoraði fimm mörk fyrir Ísland í grátlegu tapi íslenska landsliðsins í handbolta fyrir Króatíu á EM karla í handbolta í dag. Leiknum lauk 23-22 fyrir Króata. Ómar var eðlilega svekktur í leikslok.
24.01.2022 - 16:52
Viðtal
Guðmundur: „Þetta er mjög sorglegt bara“
Guðmundur Guðmundsson hrósaði íslenska liðinu þrátt fyrir tap gegn Króatíu í viðtali eftir leik. Ísland tapaði öðrum leik sínum á EM í handbolta og nú með minnsta mögulega mun. Þrátt fyrir tapið eru möguleikar Íslands á að leika í undanúrslitum góðir.
24.01.2022 - 16:38
Viðtal
„Ótrúlega svekktur með það hvernig þetta fór“
Orri Freyr Þorkelsson var markahæstur í íslenska landsliðinu í dag í svekkjandi eins marks tapi á móti Króatíu, 23-22 á Evrópumóti karla í handbolta í dag. Orri sem skoraði sex mörk var vitanlega súr eftir leikinn.
24.01.2022 - 16:37
epa09703070 Mikkel Hansen (C) of Denmark in action during the Men's European Handball Championship Group main round match between Denmark and Croatia at the MVM Dome in Budapest, Hungary, 22 January 2022.  EPA-EFE/Zsolt Szigetvary HUNGARY OUT
Í BEINNI
Beint: Danir mæta Hollendingum
Topplið milliriðils eitt á Evrópumótinu í handbolta, Danir, mæta Hollendingum í Búdapest í Ungverjalandi í öðrum leik dagsins. Erlingur Richardsson þjálfar lið Hollendinga en hann verður þó ekki á hliðarlínunni í dag þar sem hann er smitaður af kórónuveirunni.
24.01.2022 - 16:23
Svekkjandi tap í sveiflukenndum leik
Ísland tapaði öðrum leik sínum á Evrópumótinu í handbolta í dag þegar liðið mætti Króötum. Liðið hefur núna unnið fjóra af fyrstu sex leikjum liðsins en á þrátt fyrir það góða möguleika á að komast í undanúrslit á mótinu.
24.01.2022 - 16:10
Viðtal
„Erum að mæta óþægilegum andstæðingi“
Guðmundur Guðmundsson segir Króata vera sterkari en í upphafi móts, þetta kemur fram í viðtali við landsliðsþjálfarann fyrir leik Íslands og Króatíu á EM í handbolta. Hann segist búast við hörkuleik og tekur einn leik í einu þrátt fyrir að útlitið sé gott.
24.01.2022 - 13:23
Eitt nýtt smit hjá íslenska liðinu
Í sýnatöku íslenska landsliðsins í handbolta í morgun greindist hornamaðurinn Vignir Stefánsson jákvæður. Vignir kom til móts við liðið eftir leikinn gegn Dönum í milliriðli og náði einungis að klára einn leik.
24.01.2022 - 13:04
Staðan í riðlinum fyrir leiki dagsins
Nú þegar tvær umferðir eru eftir í milliriðli I á EM karla í handbolta er ljóst að brugðið getur til beggja vona hjá flestum liðum. Það eina sem er ljóst er að Króatar geta ekki komist í undanúrslit. Króatar eru mótherjar Íslands í dag.
24.01.2022 - 12:51
Leikdagur
Leikdagur: Örlögin í okkar höndum
Þriðji leikur Íslands í milliriðlum á Evrópumótinu í handbolta, sem lýkur á sunnudaginn nk., fer fram í Búdapest í dag. Mótherjarnir í dag er lið Króatíu, með sigri stórt skref í áttina að því að tryggja sér sæti í undanúrslitum.
24.01.2022 - 09:19
EM í dag: Allt undir þegar Ísland mætir Króatíu
Þrír leikir eru á dagskrá í milliriðli eitt í dag og hæst ber að nefna leik Íslands og Króatíu. Íslenska liðið á góðan möguleika á undanúrslitasæti en þurfa sigur í dag.
24.01.2022 - 07:45
Andstæðingur dagsins: Okkar erfiðasti andstæðingur
Karlalandsliðið í handbolta spilar gríðarlega mikilvægan leik í milliriðlakeppni Evrópumótsins í handbolta. Andstæðingurinn er lið sem við höfum aldrei unnið á stórmóti og aðeins einu sinni í keppnisleik: Króatía.
24.01.2022 - 06:00
Noregur vann Spán í fyrsta sinn síðan 1998
Lokaleikur dagsins á Evrópumótinu í handbolta var af dýrari gerðinni þegar Noregur og Spánn mætast í toppslag í milliriðli tvö, leikið var í Slóvakíu. Spánverjar höfðu fyrir leikinn unnið 11 af síðustu 13 leikjum liðanna en núna var röðin komin að Norðmönnum.
23.01.2022 - 20:58
Svíar komu sér í góð mál með sigri á Þjóðverjum
Svíar unnu Þjóðverja, 25-21 í milliriðli II á Evrópumóti karla í handbolta í Bratislava í Slóvakíu í kvöld. Svíar hafa nú 6 stig í riðlinum fyrir lokaumferðina.
23.01.2022 - 18:34
Lykilatriði að fá leikmenn til að hugsa ekki of langt
Íslenska þjóðin er í sjöunda himni eftir ótrúlega frammistöðu landsliðsins gegn Ólympíumeisturum Frakka á Evrópumótinu handbolta í gær. Þrátt fyrir lygileg skakkaföll, þar sem lykilmenn hafa heltst úr lestinni með COVID-19, sá franska liðið aldrei til sólar. Íþróttasálfræðingur segir að eftir afrekið sé mikilvægt að fá leikmenn til að setja sér hógvær markmið fyrir næsta leik og hugsa ekki lengra en það. Þetta þurfi samt að stilla eftir þeim einstaklingum sem eru í hópnum hverju sinni.
23.01.2022 - 18:18