Færslur: EM í fótbolta 2020

Þúsundir smitaðra og þúsundir smituðust á úrslitum EM
Úrslitaleikur Evrópumótsins í fótbolta á Wembley-leikvanginum í Lundúnum var svokallaður ofursmitviðburður, þar sem á þriðja þúsund áhorfenda á og utan við leikvanginn voru smituð af COVID-19 og enn fleiri hafa líklega smitast. Þetta kemur fram í skýrslu breskra heilbrigðisyfirvalda um nokkra fjölmenna viðburði síðustu mánuði og ætlaða dreifingu smita út frá þeim. Þar segir einnig að vel megi koma í veg fyrir ofursmit á fjölmennum viðburðum, ef rétt er að þeim staðið.
21.08.2021 - 06:50
Fimm Ítalir í úrvalsliði EM - markakóngarnir ekki með
UEFA hefur kynnt úrvalslið Evrópumótsins í fótbolta sem lauk á sunnudag. Fimm leikmenn Evrópumeistara Ítala eru í liðinu en ekkert pláss er fyrir markahæstu menn mótsins.
13.07.2021 - 11:25
UEFA varar styrktaraðila við notkun regnbogafána
Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, biður auglýsendur á Evrópumótinu um að sleppa því að hafa regnbogafána hinsegin fólks á auglýsingaskiltum sínum í Baku og Sankti Pétursborg. Sambandið lýsir áhyggjum af afleiðingum þess vegna laga í Rússlandi og Aserbaísjan.
03.07.2021 - 08:06
Átta liða úrslitin hefjast í dag
Eftir tveggja daga pásu á Evrópumóti karla í fótbolta halda herlegheitin áfram í dag. 16-liða úrslitin voru sérstaklega fjörug og nú er komið að 8-liða úrslitum.
02.07.2021 - 09:10
Morgunvaktin
Heimsglugginn: Hitabylgja, COVID og fótboltaæði
Í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1 var rætt um hitabylgju í Norður-Ameríku, um áskorun til Kínverja um fjölmiðla- og tjáningarfrelsi sem ritstjórar Aftenposten, Dagens Nyheter, Helsingin Sanomat og Politiken birta í blöðum sínum í dag á 100 ára afmæli kínverska kommúnistaflokksins. Kórónuveirufaraldurinn í nokkrum löndum var einnig til umræðu. Í lokin var rætt um fótboltaæði sem runnið hefur á þær Evrópuþjóðir sem eftir standa í úrslitakeppni EM. 
Metfjöldi COVID-dauðsfalla í Sankti Pétursborg
Heilbrigðisyfirvöld í Sankti Pétursborg í Rússlandi greindu frá því í dag að þar hefðu fleiri dáið úr COVID-19 í gær en nokkru sinni á einum sólarhring, eða 107 manns. Í rússneskum fjölmiðlum segir að fleiri hafi ekki dáið á einum degi í nokkurri rússneskri borg frá upphafi faraldursins. Sankti Pétursborg er á meðal þeirra borga sem hýsa Evrópumótið í knattspyrnu.
27.06.2021 - 01:12
Finnar óttast COVID-bylgju í kjölfar fótboltafárs
Finnar hafa áhyggjur af því að ný bylgja kórónaveirusmita sé í þann mund að ríða yfir landið eftir að fjöldi fótboltaáhugafólks sneri aftur frá Pétursborg með Delta-afbrigði COVID-19 í farteskinu. Finnar kepptu við Rússa í Pétursborg á Evrópumótinu í fótbolta á dögunum.
26.06.2021 - 07:43
Yfir 60 þúsund áhorfendur á úrslitaleikjunum
Yfirvöld á Englandi ætla að leyfa yfir 60 þúsund áhorfendur á undanúrslitin og úrslitaleikinn á EM karla í fótbolta sem stendur nú yfir. Leikirnir verða spilaðir á Wembley-leikvanginum í London og leyfilegt verður að nýta 75% áhorfendapallanna.
22.06.2021 - 15:18
Mount og Chilwell ekki með í kvöld
Mason Mount og Ben Chilwell, leikmenn enska karlalandsliðsins í fótbolta, eru farnir í sóttkví út mánudaginn næstkomandi eftir að hafa faðmað og spjallað við Billy Gilmour, liðsfélaga sinn hjá Chelsea og leikmann Skota, sem síðar greindist með kórónuveiruna.
22.06.2021 - 11:21
Smit í skoska hópnum
Billy Gilmour, landsliðsmaður Skota og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, hefur greinst með kórónuveiruna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skoska knattspyrnusambandinu.
21.06.2021 - 09:37
Holland öruggt í 16-liða úrslit
Holland og Austurríki mættust í C-riðli í síðasta leik dagsins á EM karla í fótbolta. Holland hafði mikla yfirburði í leiknum, vann 2-0 og er komið áfram upp úr riðlinum þrátt fyrir að ein umferð sé enn eftir.
17.06.2021 - 21:00
Tilfinningarík stund þegar Danir mættu Belgum
Danir mættu aftur til leiks í B-riðli EM karla í fótbolta í dag og mættu Belgum. Christian Eriksen sem hneig niður í fyrsta leik danska liðsins á laugardaginn var greinilega efst í hug allra viðstraddra á Parken í Kaupmannahöfn, bæði Dana og Belga.
17.06.2021 - 17:58
Tvö víti forgörðum þegar Úkraína vann
Úkraína vann nauman sigur á Norður-Makedóníu í fjörugum öðrum leik liðanna í C-riðli á Evrópumóti karla í fótbolta.
17.06.2021 - 15:46
„Spilum með Christian í hug og hjarta í dag“
Danir mæta aftur til leiks í dag gegn Belgum á Evrópumóti karla í fótbolta eftir að Christian Eriksen hneig niður í fyrsta leik þeirra á móti Finnum. Fyrirliðinn Simon Kjær hefur sent frá sér yfirlýsingu fyrir leikinn sem verður eins og sá fyrsti spilaður á Parken í Kaupmannahöfn.
17.06.2021 - 11:58
Mark dæmt af og Rússar unnu
Rússar og Finnar mættust í fyrsta leik dagsins á EM karla í fótbolta. Liðin spila í B-riðli.
16.06.2021 - 15:21
Bann fyrir níð en ekki nart
Marko Arnautovic tekur út bann þegar lið hans Austurríki mætir Hollandi á EM karla í fótbolta á morgun. Bannið er fyrir níð í garð andstæðinga sinna.
16.06.2021 - 14:27
Sveif inn á EM í fallhlíf
Aðgerðasinni á vegum Greenpeace-samtakanna sveif inn á Allianz Arena í München í Þýskalandi í gær þar sem leikur Þjóðverja og Frakka á EM karla í fótbolta var í þann mund að hefjast.
16.06.2021 - 13:31
Holland hafði betur í skemmtilegum leik
Tveir leikir voru spilaðir í C-riðli á Evrópumóti karla í fótbolta í dag og í kvöld. Holland og Úkraína mættust í Amsterdam.
13.06.2021 - 21:05
Englendingar byrja með sigri
Enska karlalandsliðið í fótbolta hóf keppni á EM í dag og mætti Króatíu. Liðin spila í D-riðli eins og Skotland og Tékkland sem mætast á morgun.
13.06.2021 - 15:06
Eriksen fór í hjartastopp en er farinn að brosa
Læknir danska karlalandsliðsins í fótbolta, Morten Boesen, hefur staðfest að Christian Eriksen hafi farið í hjartastopp þegar hann hneig niður í leik Dana og Finna á Evrópumóti karla í fótbolta í gær.
13.06.2021 - 14:23
Með kórónuveiruna og verður ekki með á EM
Kórónuveiran heldur áfram að hafa áhrif á leikmannahópa liðanna á EM karla í fótbolta því Joao Cancelo, leikmaður Englandsmeistara Manchester City og portúgalska landsliðsins, greindist jákvæður og verður því ekki með Portúgal á mótinu.
13.06.2021 - 14:09
„Algjörlega fáránlegt“ að klára leikinn í gær
Peter Schmeichel, fyrrverandi markmaður danska karlalandsliðsins í fótbolta og Manchester United, segir algjörlega fáránlegt að leikur Danmerkur og Finnlands hafi verið kláraður í gær eftir að hinn danski Christian Eriksen hneig niður og var fluttur á spítala.
13.06.2021 - 11:14
Belgar unnu: „Chris, ég elska þig!“
Þrír leikir voru spilaðir í A og B-riðlum á Evrópumóti karla í fótbolta í dag og er þeim öllum lokið. Belgía er á toppnum í B-riðli eftir sigur á Rússlandi.
12.06.2021 - 21:11
Líðan Eriksens stöðug - lífi hans bjargað á vellinum
Leikur Dana og Finna á Evrópumóti karla í fótbolta var stöðvaður eftir að Christian Eriksen leikmaður Danmerkur hneig niður fyrirvaralaust.
12.06.2021 - 16:56
Southgate: Engin óskastaða sem ég er í
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands í fótbolta, valdi í dag 33 leikmanna hóp sem kemur til greina fyrir EM karla sem hefst eftir 17 daga. Upphaflega ætlaði Southgate að tilkynna 26-leikmanna lokahóp í dag.
25.05.2021 - 15:45