Færslur: EM 2017 í knattspyrnu

Viðtal
Komum kolklikkaðar í næsta leik
„Við áttum að fá meira úr þessum leik. Aftur skiljum við allt eftir á vellinum en einhvern veginn fellur þetta ekki með okkur,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir sársvekkt eftir tapið gegn Svisslendingum á EM í dag. Hún segir erfitt að kyngja þessu sérstaklega þar sem liðið hafi spilað vel í fyrstu tveimur leikjunum þar sem þær hafi sýnt hversu góðar þær séu. „Við höfum spilað hundrað prósent upp á okkar styrkleika en samt fellur þetta alltaf einhvern veginn með hinu liðinu.“
22.07.2017 - 18:54
Viðtal
„Mjög skrýtinn leikur“
„Það er sárt að tapa,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir 2-1 tapið gegn Sviss. Hann sagði íslenska liðið hafa leikið vel á köflum. „Þetta var mjög skrýtinn leikur. Það var enginn með stjórn á þessum leik. Hann var út um allt og ég er ekki ánægður með það.“ Hann sagði liðið hafa gert margt betur en í heildina hefði hugarfarið í liðinu verið í lagi. Það sem hefði ráðið úrslitum væri einstaklingsframtak hjá leikmönnum Sviss.
22.07.2017 - 18:39
Viðtal
„Auðvitað eigum við séns“
„Ég fer bara upp í boltann og hún líka. Einhvern veginn fórum við bara höfuð í höfuð, ég veit reyndar ekkert hvar boltinn endaði,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir eftir leik Íslands og Sviss. Hún og Gaëlle Thalmann, markvörður Sviss, lágu lengi í jörðinni eftir samstuð í seinni hálfleik. „Þetta var bara óhapp, 50/50 bolti þar sem við skullum saman.“ Hún sagðist þó aldrei hafa efast um að hún myndi halda áfram.
22.07.2017 - 18:32
Holland með fullt hús stiga
Holland mætti Danmörku í síðari leik dagsins í A-riðli á Evrópumótinu í fótbolta í kvöld. 
Norðmenn töpuðu fyrir Belgum
Norðmenn og Belgar áttust við í fyrri leik dagsins á EM í A-riðlinum en leikið var í Breda í Hollandi.
20.07.2017 - 19:41
Viðtal
„Það er okkar menning að nota skírnarnöfnin“
Talsverð umræða hefur skapast um íslensk eftirnöfn á knattspyrnutreyjum í kjölfar fyrsta leiks Íslendinga á EM í knattspyrnu, og það ekki í fyrsta sinn. Ættarnöfn flestra þjóða eru í öðru hlutverki en íslensku kenninöfnin og eðlilegra væri ef Íslendingar bæru skírnanöfn aftan á landsliðstreyjunum, telur Haraldur Bernharðsson, málfræðingur.
20.07.2017 - 10:48
Fanndís hefði átt að fá víti
Ísland hefði átt að fá vítaspyrnu í leiknum við Frakkland á Evrópumótinu í Tilburg í Hollandi í gær, þegar varnarmaður Frakka hrinti Fanndísi Friðriksdóttur inni í vítateig í fyrri hálfleik. Þetta segir Kristinn Jakobsson, einn reyndasti dómari landsins og formaður dómaranefndar Knattspyrnusambands Íslands. Hann segir einnig að vítið sem Frakkar fengu í síðari hálfleik hafi verið „taktlaus ákvörðun“.
19.07.2017 - 09:01
Liðið að ná fyrri styrk eftir erfið meiðsli
Kvennalandsliðið í fótbolta heldur til Hollands á föstudaginn þar sem Evrópumótið hefst um helgina. Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir segir að liðið sé óðum að ná fyrri styrk eftir öll meiðslin sem það hafa hrjáð.
Slátrarinn úr Vestmannaeyjum
Í landsliðshópi Íslands er góð blanda af leikmönnum sem ýmist eru að fara á sitt fyrsta stórmót eða þriðja. Ein af nýliðunum hefur fengið viðurnefnið 'Slátrarinn úr Vestmannaeyjum'.
Samdi popplag um danska kvennalandsliðið
Það eru fleiri þjóðir en Ísland sem undirbúa sig undir Evrópumótið í Hollandi sem hefst eftir tæpar tvær vikur. Danir hafa nú sent frá sér lagið Røde Strømper sem er samið og flutt af söngkonunni og grínistanum Molly Thornhill. Dönsku landsliðskonurnar leika á als oddi í myndbandinu.
04.07.2017 - 17:51
Leiðin á EM: Þetta var leynimarkmið
Landsliðskonan Harpa Þorsteinsdóttir er í leikmannahópi Íslands á EM í Hollandi sem hefst þann 16. júlí. Í lok síðasta sumars bárust fregnir af því að Harpa væri barnshafandi og eignaðist hún dreng í lok febrúar, aðeins nokkrum mánuðum fyrir Evrópumótið.
29.06.2017 - 10:34
Leiðin á EM: Þurfa ekki að loka inn á klósett
Landsliðskonurnar Fanndís Friðriksdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir eru herbergisfélagar í landsliðsferðum. Í öðrum þætti af Leiðinni á EM sem sýndur var á RÚV í gær var litið inn til Fanndísar og Hallberu og ljóst að þær stöllur skemmta sér afar vel saman.
28.06.2017 - 15:14
María Þórisdóttir í lokahóp Noregs á EM
María Þórisdóttir er í landsliðshóp Noregs sem fer á Evrópumótið í Hollandi í næsta mánuði. María, sem er dóttir Þóris Hergeirssonar, þjálfara norska kvennalandsliðsins í handbolta, hefur lengi glímt við þrálát meiðsli en nú komin á skrið og er í landsliðshópnum sem var kynntur í morgun.
28.06.2017 - 13:00
Leiðin á EM: „Ég var alveg óþolandi“
Dagnýju Brynjarsdóttur, landsliðskonu í fótbolta, dreymdi um að spila í portúgalska karlalandsliðinu í fótbolta. Hún var feimin en frökk sveitastelpa frá Hellu sem sló í gegn í Bandaríkjunum. Rætt var við Dagnýju í Leiðinni á EM á RÚV í gærkvöldi.
21.06.2017 - 16:33
„Þyrfti að vera portúgölsk, og karlmaður“
Þann 20. júní voru frumsýndir nýir þættir á RÚV sem fjalla um íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu. Þættirnir bera titilinn Leiðin á EM og miða að því að kynna landsmenn fyrir leikmönnum liðsins.
21.06.2017 - 14:04
Leiðin á EM: Sara skilur klósettið eftir opið
Fyrsti þáttur Leiðarinnar á EM var sýndur á RÚV í gærkvöldi. Þar var meðal annars litið inn til Rakelar Hönnudóttur og Söru Bjarkar Gunnarsdóttur sem deila herbergi í landsliðsferðum.
21.06.2017 - 13:03
EM 2017
Klárustu knattspyrnustelpurnar – Breiðablik
EM kvenna í knattspyrnu fer fram í Hollandi í ár og hefst keppnin 16. júlí. Íslenska landsliðið leikur sinn fyrsta leik gegn Frökkum 18. júlí.  RÚV mun sýna alla leiki mótsins í beinni útsendingu.
Freyr: „Langt frá því að vera draumariðill“
„Þetta er mjög erfiður riðill og langt frá því að vera draumariðill,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu eftir að ljóst var að Ísland leikur ásamt Frakklandi, Sviss og Austurríki á lokamóti Evrópumótsins sem fram fer í Hollandi næsta sumar.
08.11.2016 - 18:05
Dagný: „Vorum skrefinu á eftir“
„Við vildum fá þrjú stig í dag og leiðinlegt að byrja þennan leik ekki almennilega. Við spiluðum ekki nægilega vel í dag,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðins í knattspyrnu eftir tap gegn Skotum á Laugardalsvelli í kvöld.
20.09.2016 - 20:25
Sara Björk um vítið: „Mjög klaufalegt“
„Við vildum auðvitað enda með sigri og fá ekki mark á okkur. Það er svekkjandi að ná ekki að klára þennan leik,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir eftir tap Íslands gegn Skotlandi á Laugardalsvelli í kvöld.
20.09.2016 - 20:18
Fanndís: „Var í krummafót í byrjun leiks“
„Ég var í krummafót til að byrja með í þessum leik og þetta mark var í takt við það. Þetta var hálfgerð skófla sem lak inn. Heppni en ég þurfti á henni að halda til að koma mér inn í leikinn,“ sagði Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður kvennlandsliðs Íslands í knattspyrnu, eftir tap liðsins gegn Skotlandi í kvöld.
20.09.2016 - 20:06
Lokaleikurinn kl. 5 í dag - allir á völlinn
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu og Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður mættu á Sportrásina í gær. Umræðuefnið var magnaður árangur liðsins í undankeppni evrópumótsins og lokaleikurinn gegn Skotum.
20.09.2016 - 11:11
Margrét Lára: Kvennaboltinn nýtur góðs af EM
Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segist vera þakklát íslenska karlandsliðinu fyrir árangurinn á EM. Íslenska kvennaliðið njóti góðs af því. Peningarnir séu hins vegar karlamegin.
Ísland komið yfir með marki Hallberu
Hallbera Gísladóttir kom Íslandi yfir gegn Skotlandi í leik liðanna í Falkirk í Skotlandi. Hallbera skoraði beint úr aukaspyrnu á áttundu mínútu.
03.06.2016 - 18:33