Færslur: EM 2016 í knattspyrnu

Fimm ár liðin frá hryðjuverkaárásinni í Nice
Frakkar minnast þess í dag að fimm ár eru liðin frá hryðjuverkaárás í borginni Nice sem varð 86 manns að bana. Hryðjuverkaógnin er enn viðvarandi í landinu.
EM færði Frakklandi yfir milljarð evra
Evrópumótið í knattspyrnu færði Frakklandi um 1.220 milljónir evra í ríkiskassann samkvæmt útreikningum ráðuneytis íþróttamála þar í landi. Það jafngildir tæplega 150 milljörðum króna. Kostnaður við mótið var um 200 milljónir evra.
10.01.2017 - 06:16
Strákarnir upp í 22. sæti á FIFA listanum
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu stökk upp í 22. sæti á nýjasta styrkleikalista FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandsins sem gefinn var út í morgun. Ísland hefur aldrei verið svo ofarlega á listanum áður. Íslenska liðið hífir sig upp um tólf sæti frá síðasta lista, en þá sat Ísland í 34. sæti.
14.07.2016 - 09:36
Björn hefur endurgreitt miða – Hafnar kröfum
Björn Steinbekk hefur endurgreitt í það minnsta hluta þeirra sem keyptu af honum miða á leik Frakklands og Íslands á EM. Einn miðakaupandi sem fréttastofa ræddi við segir að endurgreiðsla hafi borist á milli fjögur og fimm í dag. Miðar voru endurgreiddir að fullu en í bréfi frá lögmannsstofunni Forum kemur fram að Björn hafni öllum frekari kröfum.
13.07.2016 - 18:27
Ari Freyr heiðursborgari í ítölskum smábæ?
Landsliðsmaðurinn Ari Freyr Skúlason gæti orðið heiðursborgari í ítalska bænum Pieve di Cento í Bologna á Ítalía. Ari Freyr hefur notið mikilla vinsælda hjá bæjarbúum og hafa þrjú þúsund manns skráð sig í hóp á Facebook þar sem þetta er lagt til. Alls búa um sjö þúsund manns í bænum.
13.07.2016 - 14:43
Enginn Íslendingur í úrvalsliði EM
Enginn Íslendingur er í úrvalsliði Evrópumótsins í knattspyrnu sem UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, tilkynnti í dag. Í liðinu eru fjórir Portúgalar og þrír Þjóðverjar. Frakkland og Wales eiga tvo leikmenn hvort í úrvalsliðinu.
11.07.2016 - 14:33
Griezmann bestur á EM
Franski landsliðsmaðurinn Antoine Griezmann var í dag útnefndur besti leikmaðurinn á EM í fótbolta sem lauk í gær með 1-0 sigri Portúgala á Frökkum í framlengdum úrslitaleik.
11.07.2016 - 14:14
„Víkingaklappið“ í Coca-Cola auglýsingu
Í auglýsingu Coca-Cola fyrirtækisins, sem var sýnd í auglýsingahléi í hálfleik á úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í gær, má sjá franska landsliðið taka hið þekkta „víkingaklapp“.
11.07.2016 - 12:55
Brjálað að gera hjá KSÍ
Knattspyrnusamband Íslands annar vart eftirspurnum erlendra fjölmiðla og óskum um varning tengdan íslenska landsliðinu. Fjöldi áhangenda sambandsins á Facebook hefur fjórfaldast síðan fyrir EM.
11.07.2016 - 12:03
„Lélegasta Evrópumót frá upphafi“
Það vantar meiri leikgleði, meiri drengskap og minni peninga í nútíma fótbolta, segir Bjarni Felixson, fyrrum knattspyrnumaður og íþróttafréttamaður. „Hræðslan við að tapa er orðin meiri heldur en viljinn til að vinna,“ segir Bjarni sem telur nýafstaðið Evrópumót það lélegasta frá upphafi.
11.07.2016 - 11:55
Björn Steinbekk kærður til lögreglu
Athafnamaðurinn Björn Steinbekk hefur verið kærður til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Bryndís Björk Guðjónsdóttir sendi kæru á fimmtudaginn en hún er ein þeirra sem sat eftir með sárt ennið eftir að hafa keypt miða af Birni á fótboltaleik Íslands-Frakklands á EM.
11.07.2016 - 11:10
Ronaldo: Fyrir alla Portúgala og innflytjendur
Cristiano Ronaldo fyrirliði Portúgala segir að Evrópumeistaratillinn í fótbolta sé fyrir alla portúgölsku þjóðina og liðið hafi verðskuldað titilinn eftir að hafa fært fórnir í mörg ár.
11.07.2016 - 10:07
Fjörtíu handteknir í París
Um fjörtíu manns voru handteknir í París í gærkvöld eftir úrslitaleik Evrópumótsins í gær þegar Portúgal lagði Frakka 1-0. Slagsmál brutust út milli stuðningsmanna liðanna að leik loknum á aðdáendasvæði við Eiffel turninn. Lögreglan notaðist við táragas og vatnsbunur til að stía fólkið í sundur.
11.07.2016 - 02:56
Portúgalar fagna um allan heim
Það ætlaði allt að verða vitlaust í Lissabon í Portúgal þegar dómarinn flautaði úrslitaleik Evrópumótsins af. Portúgalar höfðu lagt gestgjafa Frakka, 1-0, og voru orðnir Evrópumeistarar. Portúgalir hafa verið að fagna í kvöld út um allan heim.
11.07.2016 - 00:39
Ronaldo fór meiddur af velli
Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli eftir aðeins 24 mínútur í úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu en Frakkar og Portúgalar eigast nú við.
10.07.2016 - 19:32
Öryggisgæsla hert til muna í París
Öryggisgæsla í París hefur verið hert verulega vegna úrslitaleiks Frakklands og Portúgals á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi. Leikurinn fer fram í kvöld klukkan 19:00 á Stade de France leikvanginum. Meira en fimm þúsund franskir lögreglumenn verða sendir til að vera á víð og dreif um París.
10.07.2016 - 05:26
Myndskeið: Velska liðið fékk góðar móttökur
Um það bil tvö hundruð þúsund manns tóku velska knattspyrnulandsliðinu fagnandi þegar það sneri heim í dag frá Evrópumeistaramótinu í Frakklandi. Liðið stóð sig betur á mótinu en nokkur þorði að vona fyrirfram. Því var ekið frá Cardiff-kastala að leikvangi borgarinnar í opnum strætisvagni og tók ferðin mun lengri tíma en við hafði verið búist. Þega á leikvanginn var komið tók liðið víkingahrópið að íslenskum sið.
08.07.2016 - 20:31
Margrét Lára: Kvennaboltinn nýtur góðs af EM
Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segist vera þakklát íslenska karlandsliðinu fyrir árangurinn á EM. Íslenska kvennaliðið njóti góðs af því. Peningarnir séu hins vegar karlamegin.
Ferðafrelsi leikmanna skertist er á leið
Íslensku landsliðsmennirnir gátu ekki farið í golf í Frakklandi án lögreglufylgdar. Framan af móti nutu leikmennirnir viss frjálsræðis en það varð erfiðara eftir því sem velgengni liðsins vakti meiri athygli.
08.07.2016 - 08:18
Frakkland mætir Portúgal í úrslitum EM
Frakkland komst í kvöld í úrslitaleik Evrópumóts karlalandsliða í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á heimsmeisturum, Þýskalands þegar liðin mættust í undanúrslitum EM á Stade Véladrome í Marseille í kvöld. Frakkland mætir því Portúgal í úrslitum mótsins.
07.07.2016 - 21:30
Írar valdir bestu stuðningsmennirnir á EM
Írar og Norður-Írar fengu í dag heiðursorðu Parísarborgar fyrir að vera bestu stuðningsmennirnir á Evrópumóti karla í knattspyrnu sem lýkur á sunnudaginn í Frakklandi.
07.07.2016 - 20:37
Portúgal sigraði Wales 2-0
Portúgal varð í kvöld fyrra liðið til að tryggja sér sæti í úrslitaleik Evrópumeistaramótsins í knattspyrnu þegar liðið bar sigurorð af Wales. Viðureignin fór 2-0 og skoruðu þeir félagar Nani og Christiano Ronaldo sitt hvort markið á fimmtugustu, og fimmtugustu og þriðju mínútu leiksins.
06.07.2016 - 21:46
Tekið á móti Ara með hressilegu hú-i
Landsliðsmaðurinn Ari Skúlason fékk höfðinglegar móttökur þegar hann kom aftur heim á Fjón í Danmörku, þar sem hann leikur með OB (Odense Boldklub), eftir EM-ævintýrið. Tugir Íslendinga og annarra stuðningsmanna liðsins höfðu safnast saman til að fagna honum með herhvötinni sem hefur vakið athygli víða um heim; Hú-inu svokallaða.
06.07.2016 - 20:08
17 milljónir hafa horft á „HÚH!“
Myndband sem sýnir íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu taka víkingaklappið ásamt tugum þúsunda á Arnarhóli á mánudaginn hefur heldur betur slegið í gegn á Facebook. Síminn deildi myndskeiðinu á Facebook-síðu sinni og þegar þetta er skrifað hefur verið horft á myndskeiðið rúmlega 17 milljón sinnum.
06.07.2016 - 12:47
Hópmálsókn og kæra til lögreglu yfirvofandi
Stofnaður hefur verið sérstakur hópur á Facebook til að halda utan um mögulega málssókn gegn Birni Steinbekk. Þar tekur lögmaður til máls og segir nokkurn fjölda hafa haft samband til að leita lögfræðiaðstoðar. Einn ósáttur kaupandi hyggst kæra Björn til lögreglu fái hann ekki endurgreitt.
05.07.2016 - 14:47