Færslur: Elon Musk

Brasilíuforseti gagnrýnir enn rafrænt kosningakerfi
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu upphóf í dag að nýju gagnrýni sína á rafrænt kosningakerfi landsins sem verið hefur við lýði allt frá árinu 1996. Hann hefur löngum dregið öryggi kerfisins í efa.
Setur kaupin á Twitter á ís og krefst upplýsinga
Elon Musk, ríkasti maður heims, hefur frestað fyrirhuguðum kaupum sínum á samskiptamiðlafyrirtækinu Twitter. Frá þessu greindi auðjöfurinn sjálfur, einmitt á Twitter.
13.05.2022 - 10:25
Musk vill hleypa Trump aftur á Twitter
Athafnamaðurinn Elon Musk segist ætla að opna aftur Twitter-reikning Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, verði úr kaupum hans á samfélagsmiðlinum. Musk sagði í erindi á ráðstefnu í dag að það hefði verið siðferðislega röng ákvörðun og afskaplega heimskuleg að banna Trump að nota Twitter.
10.05.2022 - 22:19
Sjónvarpsfrétt
Gríðarleg völd fylgja því að eiga miðil eins og Twitter
Alþjóðasamband blaðamanna fordæmir yfirtöku Elon Musk á Twitter og segir hana ótíðindi fyrir fjölmiðlafrelsi. Gríðarleg völd fylgja því að eiga miðil eins og Twitter segir almannatengill.
27.04.2022 - 19:39
Sjónvarpsfrétt
Auðkýfingurinn sem vill kaupa Twitter
Mannréttindasamtök hafa áhyggjur af yfirtöku auðkýfingsins Elons Musk á samfélagsmiðlinum Twitter. Stjórn Twitter samþykkti í gær yfirtökutilboð Musks upp á 5.700 milljarða króna.
26.04.2022 - 19:58
Viðtal
Twitter-notendur ráða því hvort Musk losar um hömlur
María Rún Bjarnadóttir, doktor í internet- og mannréttindalögfræði og varaformaður fjölmiðlanefndar, efast um að Elon Musk hrindi í framkvæmd áformum sínum um að losa hömlur á Twitter þannig að tjáning geti verið óheft og að útrýma reikningum gervimenna. Mannréttindasamtök hafa lýst áhyggjum af áformum Musk og Evrópusambandið minnti hann í dag á að hann yrði að fara að Evrópulöggjöf.
Evrópusambandið sendir Elon Musk tóninn
Evrópusambandið varaði athafnamanninn Elon Musk við því í morgun að Twitter, sem Musk hefur gert tilboð í, verði að fara að Evrópulöggjöf. Stjórn Twitter hefur samþykkt 44 milljarða dala kauptilboð Musks, sem eru 5.700 milljarðar íslenskra króna. Hann hefur lýst áhuga á breytingum á Twitter sem lúta að því að slaka á hömlum á birtingum og á gervireikningum.
26.04.2022 - 10:59
Mannréttindasamtök hafa áhyggjur af kaupunum
Mannréttindabaráttusamtök í Bandaríkjunum lýsa þungum áhyggjum af kaupum Elons Musk, ríkasta manns heims, á samskiptamiðlafyrirtækinu Twitter. Stjórn fyrirtækisins samþykkti yfirtökutilboð Musks í gær en það hljóðaði upp á 44 milljarða dala.
26.04.2022 - 08:20
Stjórn Twitter samþykkir yfirtökutilboð Musk
Stjórn Twitter hefur samþykkti í dag yfirtökutilboð frá milljarðamæringnum Elon Musk.
25.04.2022 - 20:08
Ekkert verður úr að Musk setjist í stjórn Twitter
Ekkert verður af því að milljarðamæringurinn Elon Musk setjist í stjórn samfélagsmiðlafyrirtækisins Twitter. Aðalforstjóri fyrirtækisins greindi frá þessu seint í gærkvöld aðeins viku eftir að tilkynnt var um að Musk hygðist koma að stjórn fyrirtækisins.
Twitter staðfestir að unnið sé að breytingahnappi
Samfélagsmiðlarisinn Twitter hefur staðfest að unnið sé að því að koma svokölluðum breytingahnappi, sem mun gera notendum kleift að breyta Twitter-færslum sínum eftir að þær hafa verið birtar.
06.04.2022 - 07:49
Elon Musk kaupir stóran hlut í Twitter
Athafnamaðurinn Elon Musk, stofnandi bílaframleiðandans Tesla, hefur keypt 9,2% hlut í samfélagsmiðlinum Twitter. Kaupverðið er um 2,9 milljarðar bandaríkjadala eða sem nemur um 370 milljörðum króna.
04.04.2022 - 13:42
Án fulltingis Rússa gæti geimstöðin hrapað til jarðar
Samstarf vesturlanda og Rússa á sviði geimrannsókna er í miklu uppnámi eftir að Vladimír Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði innrás í Úkraínu. Viðskiptaþvinganir ríkja Evrópusambandsins hafa orðið til þess að Rússar drógu sig að miklu leyti úr samstarfi við Geimvísindastofnun Evrópu.
Úkraínumenn fá aðgang að Starlink Musks
Elon Musk eigandi SpaceX geimferðafyrirtækisins tilkynnti í dag að Úkraínumenn hefðu nú aðgang að Starlink-samskiptaneti fyrirtækisins. Úkraínskur ráðherra hvatti Musk til þess arna í ljósi þess að netsamband væri ótryggt í landinu.
Musk vongóður um að ferðir Stjörnufarsins hefjist í ár
Auðkýfingurinn Elon Musk forstjóri SpaceX geimferðafyrirtækisins greindi í gærkvöld frá nýjustu framþróun Starship-eldflaugarinnar sem ætlað er að flytja menn milli reikistjarna sólkerfisins. Hann kveðst bjartsýnn á að fyrsta geimskotið verði í ár.
Búist við að hluti eldflaugar skelli á tunglinu í mars
Hluti úr eldflaug sem SpaceX, fyrirtæki Elons Musk, skaut á loft fyrir sjö árum skellur innan skamms á yfirborði tunglsins. Eldflaugin var notuð til að koma á loft gervihnetti á vegum Geimferðastofnunar Bandaríkjanna, NASA.
27.01.2022 - 00:47
Auður vex og örbirgð einnig
Ríkidæmi þeirra auðugustu hefur vaxið í faraldrinum en jafnframt búa fleiri við fátækt en áður var. Þetta kemur fram í úttekt alþjóðlegu hjálparsamtakanna Oxfam, sem berjast gegn fátækt í heiminum.
Japanskir geimferðalangar komu til jarðar í nótt
Japanski auðkýfingurinn Yusaku Maezawa og Yozo Hirano aðstoðarmaður hans lentu á steppum Kasastan í nótt eftir tólf daga dvöl í alþjóðlegu geimstöðinni.
Elon Musk valinn persóna ársins hjá Time
Ríkasti maður heims, Elon Musk, hefur verið valinn persóna ársins hjá Bandaríska tímaritinu Time. Musk er eigandi og stofnandi rafbílafyrirtækisins Tesla sem og geimferðafyrirtækinsins SpaceX.
13.12.2021 - 22:42
Bilun í smáforriti gerði rafbíla óvirka um stund
Allmargir eigendur rafmagnsbíla bandaríska framleiðandans Tesla víða um heim lentu í því að koma bílnum sínum ekki í gang. Forstjóri fyrirtækisins hafði persónulega samband við marga og hét því að vandinn endurtæki sig ekki.
20.11.2021 - 04:47
Tilraunaferðir tunglfars SpaceX hefjast á næsta ári
Auðkýfingurinn Elon Musk stofnandi Tesla bílaframleiðandans og eigandi SpaceX segir að fyrsta tilraunaferð Starship geimfars fyrirtækisins sem ætlað að flytja geimfara til tunglsins verði snemma á næsta ári.
18.11.2021 - 04:17
Seldi hlutabréf í Tesla fyrir 140 milljarða króna
Elon Musk, aðaleigandi og forstjóri Tesla-verksmiðjanna og einn ríkasti maður heims, seldi í gær hlutabréf í fyrirtækinu fyrir 1,1 milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði ríflega 140 milljarða króna. Með þessu hyggst hann borga brot af þeirri fjárhæð sem hann skuldar skattinum. Standi hann við stóru orðin er þetta þó bara smáræði í samanburði við það sem koma skal.
Musk spyr fylgjendur sína ráða um sölu hlutafjár
Stofnandi Tesla og SpaceX, frumkvöðullinn og auðkýfingurinn Elon Musk spurði fylgjendur sína í dag á Twitter hvort hyggilegt væri af honum að selja tíu prósent hlutafjár síns í bílaframleiðslunni.
07.11.2021 - 00:27
Boeing fær leyfi til að skjóta gervihnöttum á sporbaug
Bandarísk stjórnvöld veittu í dag bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing heimild til að hefja undirbúning gervihnattaáætlunar sinnar. Boeing hyggst skjóta á loft hnöttum sem ætlað er að veita netþjónustu í Bandaríkjunum og á heimsvísu.
04.11.2021 - 00:12
Johnson ætlar að þrýsta á Bezos um skattgreiðslur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að ræða skattgreiðslur Amazon-netverslanarisans við Jeff Bezos stofnanda fyrirtækisins í dag.
20.09.2021 - 05:44