Færslur: Elon Musk

Geimfarar SpaceX komnir heilu og höldnu til jarðar
Fjögurra manna áhöfn geimfars SpaceX lenti heilu og höldnu undan ströndum Florída-ríkis í Bandaríkjunum laust eftir klukkan ellefu í kvöld eftir þriggja daga dvöl í geimnum.
Áhöfn Inspiration4 sögð hamingjusöm og hress
Áhöfnin í SpaceX geimfarinu Inspiration4 varði fyrsta deginum í vísindarannsóknir og spjall við börn sem liggja á St Jude, sérstöku sjúkrahúsi ætluðu krabbameinsveikum börnum.
Boeing Starliner skotið í átt að geimstöðinni í dag
Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hyggst senda ómannað Starliner far að alþjóðlegu geimstöðinni á morgun, þriðjudag. Farinu verður skotið frá Canaveral höfða í Florida klukkan ríflega fimm síðdegis að íslenskum tíma.
Elon Musk: „Ég vil styðja en ekki sturta“ 
Stofnandi Tesla, frumkvöðullinn og auðkýfingurinn Elon Musk, sagði í dag að hann hafi persónulega fjárfest í Bitcoin og öðrum rafmyntum en þvertók fyrir að hann véli um verðmæti þeirra eða losi stórar stöður af hinum stafrænu gjaldmiðlum til að hafa áhrif á verðgildi þeirra.
21.07.2021 - 22:06
Fjórir geimfarar til alþjóðageimstöðvarinnar í dag
Geimhylkið Endeavour frá SpaceX fyrirtæki Elons Musk sem ber fjóra geimfara er ætlað að tengjast Alþjóðlegu geimstöðinni klukkan níu í dag laugardag.
24.04.2021 - 08:05
NASA valdi Space X til samstarfs um mannaða tunglferð
Bandaríska geimferðastofnunin NASA stefnir að mannaðri tunglferð árið 2024 og hefur valið fyrirtæki milljarðamæringsins Elons Musks, Space X, til að byggja flaugina sem nota á í leiðangrinum.
17.04.2021 - 04:24
Geimflaug SpaceX sprakk í lendingu
Frumgerð Starship-geimflaugar bandaríska geimferðafyrirtækisins SpaceX sprakk í loft upp og brann til kaldra kola í lendingu í Texas í gær, eftir að öðru leyti vel heppnað tilraunaflug. Geimflaugin var mannlaus og Elon Musk, stofnandi og aðaleigandi SpaceX, sagðist ánægður með tilraunaskotið þrátt fyrir brotlendinguna, enda hefðu öll þau gögn sem afla átti borist með skilum.
10.12.2020 - 05:23
Geimskot Resilience-flaugar SpaceX gekk að óskum
SpaceX geimflauginni Dragon Resilience var skotið á loft frá Canaveralhöfða á Flórídaskaga skömmu fyrir klukkan hálf eitt í nótt að íslenskum tíma. Gekk geimskotið að óskum. Fjórir geimfarar eru um borð, þrír Bandaríkjamenn á vegum bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, og einn Japani, og er ferð þeirra heitið til alþjóðlegu geimstöðvarinnar, ISS.
Geimferð gengur giftusamlega
Geimfararnir Doug Hurley og Bob Behnken sitja um borð í geimfari SpaceX fyrirtækisins sem skotið var á loft um klukkan hálf átta í gærkvöldi og stefna í átt að alþjóðlegu geimstöðinni. Þetta er fyrsta mannaða geimferð Bandaríkjamanna í næstum áratug.
31.05.2020 - 04:15
Erlent · SpaceX · Elon Musk · NASA · geimferðir
Myndskeið
Söguleg geimferð Dragon hafin
Geimflaugin Dragon með geimförunum Doug Hurley og Bob Behnken innanborðs er lögð af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar eftir vel heppnað geimskot frá geimvísindastöðinni NASA í Flórída um klukkan hálf átta í kvöld. Þetta er fyrsta mannaða geimflaugin á vegum einkafyrirtækis sem skotið er á loft en geimflaugin er í eigu SpaceX, fyrirtækis milljarðamæringsins Elon Musk, og jafnframt fyrsta mannaða geimferð Bandaríkjamanna í næstum áratug. Áætlað er að geimferðin taki um 19 klukkustundir.
30.05.2020 - 20:06
Þrumuveður gæti enn tafið geimskot
Lokaákvörðun um hvort reynt verður að skjóta Dragon flaug SpaceX á loft frá Kennedy geimflaugstöðinni á Florida annað kvöld veltur á veðri.
30.05.2020 - 00:47
Erlent · Bandaríkin · SpaceX · Flórída · NASA · Elon Musk
Musk sýknaður í meiðyrðamáli
Auðkýfingurinn og frumkvöðullinn Elon Musk var sýknaður í gærkvöld í meiðyrðamáli sem höfðað var af breska kafaranum Vernon Unsworth. Unsworth krafðist 190 milljóna dollara í skaðabætur, jafnvirði um 23 milljarða króna, vegna færslu Musk á Twitter þar sem hann kallaði Unsworth barnaníðing.
07.12.2019 - 06:08
Musk sagt hvað hann má ekki tísta um
Bandaríski frumkvöðullinn Elon Musk og viðskiptaráð Bandaríkjanna hafa náð samkomulagi um hvað Musk má birta í Twitterfærslum sínum. Þetta tilkynntu Musk og nefndin dómstól í Bandaríkjunum í dag. Meðal þess sem Musk má ekki ræða á Twitter eða öðrum samfélagsmiðlum eru upplýsingar um yfirtökur, sameiningu, nýjar vörur og framleiðslunúmer. Eins verður hann að ráðfæra sig við lögmenn Tesla áður en hann sendir frá sér færslu á Twitter um fyrirtækið samkvæmt samkomulaginu, að sögn AFP.
Tesla stefnir Grimes og Azealiu Banks
Héraðsdómstíll í Norður-Kaliforníu hefur samþykkt stefnu á hendur tónlistarkonunum Grimes (Claire Boucher) og Azealiu Banks í tengslum við yfirstandandi lögsókn á hendur Elon Musk af hálfu hluthafa fyrirtækisins. Tónlistarkonunum hefur verið gert að varðveita gögn sem tengjast tístum frá Musk sem hluthafar Tesla telja hafa skaðað fyrirtækið.
18.01.2019 - 18:12
Myndskeið
Háhraðaneðanjarðargöng fyrir fólksbíla
Frumgerð háhraðaneðanjarðarganga var kynnt í Bandaríkjunum í gær. Athafnarmaðurinn Elon Musk svipti hulunni af göngunum og segir þau langþráða lausn á umferðarteppum. Bifreiðar geta ferðast á rúmlega 240 kílómetra hraða á klukkustund um göngin.
19.12.2018 - 23:01