Færslur: Elon Musk

Geimskot Resilience-flaugar SpaceX gekk að óskum
SpaceX geimflauginni Dragon Resilience var skotið á loft frá Canaveralhöfða á Flórídaskaga skömmu fyrir klukkan hálf eitt í nótt að íslenskum tíma. Gekk geimskotið að óskum. Fjórir geimfarar eru um borð, þrír Bandaríkjamenn á vegum bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, og einn Japani, og er ferð þeirra heitið til alþjóðlegu geimstöðvarinnar, ISS.
Geimferð gengur giftusamlega
Geimfararnir Doug Hurley og Bob Behnken sitja um borð í geimfari SpaceX fyrirtækisins sem skotið var á loft um klukkan hálf átta í gærkvöldi og stefna í átt að alþjóðlegu geimstöðinni. Þetta er fyrsta mannaða geimferð Bandaríkjamanna í næstum áratug.
31.05.2020 - 04:15
Erlent · SpaceX · Elon Musk · NASA · geimferðir
Myndskeið
Söguleg geimferð Dragon hafin
Geimflaugin Dragon með geimförunum Doug Hurley og Bob Behnken innanborðs er lögð af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar eftir vel heppnað geimskot frá geimvísindastöðinni NASA í Flórída um klukkan hálf átta í kvöld. Þetta er fyrsta mannaða geimflaugin á vegum einkafyrirtækis sem skotið er á loft en geimflaugin er í eigu SpaceX, fyrirtækis milljarðamæringsins Elon Musk, og jafnframt fyrsta mannaða geimferð Bandaríkjamanna í næstum áratug. Áætlað er að geimferðin taki um 19 klukkustundir.
30.05.2020 - 20:06
Þrumuveður gæti enn tafið geimskot
Lokaákvörðun um hvort reynt verður að skjóta Dragon flaug SpaceX á loft frá Kennedy geimflaugstöðinni á Florida annað kvöld veltur á veðri.
30.05.2020 - 00:47
Erlent · Bandaríkin · SpaceX · Flórída · NASA · Elon Musk
Musk sýknaður í meiðyrðamáli
Auðkýfingurinn og frumkvöðullinn Elon Musk var sýknaður í gærkvöld í meiðyrðamáli sem höfðað var af breska kafaranum Vernon Unsworth. Unsworth krafðist 190 milljóna dollara í skaðabætur, jafnvirði um 23 milljarða króna, vegna færslu Musk á Twitter þar sem hann kallaði Unsworth barnaníðing.
07.12.2019 - 06:08
Musk sagt hvað hann má ekki tísta um
Bandaríski frumkvöðullinn Elon Musk og viðskiptaráð Bandaríkjanna hafa náð samkomulagi um hvað Musk má birta í Twitterfærslum sínum. Þetta tilkynntu Musk og nefndin dómstól í Bandaríkjunum í dag. Meðal þess sem Musk má ekki ræða á Twitter eða öðrum samfélagsmiðlum eru upplýsingar um yfirtökur, sameiningu, nýjar vörur og framleiðslunúmer. Eins verður hann að ráðfæra sig við lögmenn Tesla áður en hann sendir frá sér færslu á Twitter um fyrirtækið samkvæmt samkomulaginu, að sögn AFP.
Tesla stefnir Grimes og Azealiu Banks
Héraðsdómstíll í Norður-Kaliforníu hefur samþykkt stefnu á hendur tónlistarkonunum Grimes (Claire Boucher) og Azealiu Banks í tengslum við yfirstandandi lögsókn á hendur Elon Musk af hálfu hluthafa fyrirtækisins. Tónlistarkonunum hefur verið gert að varðveita gögn sem tengjast tístum frá Musk sem hluthafar Tesla telja hafa skaðað fyrirtækið.
18.01.2019 - 18:12
Myndskeið
Háhraðaneðanjarðargöng fyrir fólksbíla
Frumgerð háhraðaneðanjarðarganga var kynnt í Bandaríkjunum í gær. Athafnarmaðurinn Elon Musk svipti hulunni af göngunum og segir þau langþráða lausn á umferðarteppum. Bifreiðar geta ferðast á rúmlega 240 kílómetra hraða á klukkustund um göngin.
19.12.2018 - 23:01