Færslur: Ellilífeyrisþegar

Morgunútvarpið
Hátt verðlag ástæða dvalar lífeyrisþega erlendis
Greiðslur Tryggingarstofnunar inn á reikninga Íslendinga sem búsettir eru erlendis, eða verja stórum hluta ársins í útlöndum, hafa aukist á liðnum árum. Milli áranna 2020 og 2021 hækkuðu slíkar greiðslur um tæp 19%. Árið 2017 voru þær um 360 milljónir króna en í fyrra tæpar 920 milljónir. En hvað veldur?
Eingreiðsla fyrirhuguð til fátækra ellilífeyrisþega
Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja til skattfrjálsa eingreiðslu til þeirra ellilífeyrisþega sem minnst hafa milli handanna. Forsætisráðherra vonast til að greiðsla berist fólkinu í sumar.
Fleiri ellilífeyrisþegar búsettir erlendis en áður
Íslenskir ellilífeyrisþegar sem búa erlendis eru nú um 45 prósentum fleiri en þeir voru árið 2017. Alls voru rúmlega 51 þúsund ellilífeyrisþegar á Íslandi í árslok í fyra, sem er fjölgun um 3,9 prósent frá árinu áður samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þar af eru rúmlega 24 þúsund karlar og tæplega 27 þúsund konur.
08.11.2021 - 15:44
Skerðingar brot á stjórnarskrá og mannréttindasáttmála
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði því á þriðjudag að máli þriggja félaga Gráa hersins gegn Tryggingastofnun og íslenska ríkinu verði vísað frá dómi. Ríkið hélt uppi þeim rökum að þau skorti lögvarða hagsmuni í málinu. 
Heimahjúkrun ein forsenda þess að fólk búi lengur heima
Heimahjúkrun er ein forsenda þess stefnumiðs íslenskra stjórnvalda að fólki verði gert mögulegt að búa sem lengst á eigin heimili þótt aldurinn færist yfir.
Greiða má þeim umönnunarbætur sem annast aldraða maka
Greiða má mökum þeirra ellilífeyrisþega, sem þurfa að aðstoð við daglegar athafnir, sérstakar makabætur þurfi þau að draga úr eða hætta vinnu. Þær bætur geta numið allt að 80% af fullum örorkulífeyri og tekjutryggingu.
Aldraðir með lítil réttindi fá meiri stuðning
Aldraðir sem búa hér á landi og eiga engin eða takmörkuð lífeyrisréttindi hafa nú rétt til félagslegs viðbótarstuðnings sem getur verið allt að 90% af fullum ellilífeyri. Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar félags- og barnamálaráðherra þar um var samþykkt á Alþingi í gær.
Kveikur
Ákváðu að greiða ellilífeyrisþegum mun lægri vexti
Tryggingastofnun þurfti að endurgreiða ellilífeyrisþegum skerðingar á ellilífeyrisgreiðslum sem stofnunin mátti ekki halda eftir, vegna mistaka Alþingis. Ákveðið var að greiða ekki dráttarvexti vegna þessa líkt og dómur í málinu kveður á um.
18.02.2020 - 20:05
„Stjórnvöld geta ekki níðst á borgurum“
Tryggingastofnun ríkisins þarf að greiða fjölda ellilífeyrisþega samtals um fimm milljarða íslenskra króna. Hæstiréttur hafnaði í dag beiðni stofnunarinnar um leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar. Formaður flokks fólksins, sem rak málið gegn Tryggingastofnun, er í skýjunum með niðurstöðuna. Forstjóri Tryggingastofnunar segir að niðurstaðan komi velstæðum ellilífeyrisþegum best.