Færslur: éljagangur

Þrengslavegi lokað - gul viðvörun í veðurkortunum
Veginum um Þrengsli hefur verið lokað vegna ófærðar en Hellisheiði er enn opin. Þar er þó þæfingsferð og skafrenningur líkt og víða á Vestur- og Suðurlandi. Björgunarsveitir á Suðurnesjum björguðu fólki í föstum bílum á Suðurstrandarvegi í kvöld. Gul veðurviðvörun tekur gildi á morgun.
Gul viðvörun vestanvert á landinu frá klukkan tíu
Gular veðurviðvaranir fyrir allt vestanvert landið og Suðurland gilda frá klukkan tíu í fyrramálið og til sex síðdegis. Búist er við vestan hvassviðri og dimmum éljum þannig að skyggni verður lélegt og akstursskilyrði versna.