Færslur: Elizabeth Holmes

Stofnandi Theranos sakfelld fyrir fjársvik
Elizabeth Holmes, stofnandi bandaríska tæknifyrirtækisins Theranos, var í dag sakfelld fyrir svik í garð fjárfesta. Kviðdómur sýknaði hana af nokkrum ákæruliðunum, sem voru tólf talsins, og komst ekki að samkomulagi um niðurstöðu í öðrum.
Varnarmálaráðherrann trúði ekki að Holmes væri loddari
James Mattis, fyrrverandi yfirhershöfðingi í bandaríska flotanum og varnarmálaráðherra, segist hafa orðið alveg heillaður af blóðskimunartækni sem Elizabeth Holmes kynnti fyrir honum. Mattis bar vitni í réttarhöldum sem bandarísk yfirvöld hafa höfðað gegn Holmes. Hún var með pálmann í höndunum fyrir 7 árum og var yngsta konan til að verða milljarðamæringur af eigin rammleik. Seinna kom í ljós að hin byltingarkennda blóðskimunartækni virkaði ekki og hefur hún verið ákærð fyrir fjársvik.
23.09.2021 - 18:41