Færslur: Eliza Reid

Eliza hitti Jill og Joe Biden
Eliza Reid forsetafrú er nú stödd í Washington þar sem hún átti á tíunda tímanum í kvöld einkafund með Jill Biden, forsetafrú Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu. Eliza hitti einnig Joe Biden forseta Bandaríkjanna, en tók þátt í hluta fundar forsetafrúanna.
15.03.2022 - 22:17
Myndskeið
„Guðsmildi að enginn skyldi láta lífið“
Forsetahjónin kynntu sér í dag hamfarirnar á Seyðisfirði og það hreinsunar- og endurreisnarstarf sem þar fer fram. Forsetinn segir að sér þyki afar vænt um gestrisni og góðvild Seyðfirðinga og það mikla æðruleysi sem ríki þar í samfélaginu.
Netflix frumsýnir mynd eftir bróður forsetafrúarinnar
Kvikmynd byggð á skáldsögunni Ég er að spá í að slútta þessu er tilbúin til sýningar. Um er að ræða spennusögu eftir Iain Reid, bróður Elizu Reid forsetafrúar Íslands.
06.08.2020 - 16:12
Nýjar raddir
„Það var ekki í boði að hætta“
Eliza Reid segir að það hafi aldrei leikið neinn vafi á því að þau Guðni Th. Jóhannesson myndu búa á Íslandi fremur en í Kanada. Guðni átti dóttur úr fyrra hjónabandi á Íslandi og hann vildi búa nálægt henni. „Við vildum vera saman, svo það var á Íslandi.“
03.07.2020 - 10:07
Myndskeið
Liðin tíð að konan ætti að sinna ólaunuðu starfi
Eliza Reid forsetafrú hlakkar til næstu fjögurra ára og segir að börn hennar og Guðna Th. Jóhannessonar forseta séu ánægð að þurfa ekki að flytja og skipta um skóla. Guðni sagði í viðtali í nótt að hann hefði reiðst þegar vegið hefði verið að Elizu vegna verkefna hennar fyrir Íslandsstofu. Eliza segir að í gær hafi sýnt sig að meirihluti fólks sé sammála henni, sá tími sé liðinn þegar konan var heima að sinna ólaunuðu starfi.
28.06.2020 - 19:05
Myndband
Kalkúnn með hlynsírópssósu í jólamatinn á Bessastöðum
Eliza Jean Reid forsetafrú segir að kalkúnn og hlynsírópssósa sé í jólamatinn á Bessastöðum, „eitthvað smá kanadískt.“ Jólamaturinn sé þá borðaður á jóladag frekar en aðfangadag. „Ég hugsaði, af því ég er að elda má ég ákveða á hvaða degi við borðum.“
05.12.2019 - 22:07
Myndband
Mikilvægt að vera ekki bara þekkt sem kona einhvers
„Ég er ekki endilega eins og taska sem hann getur bara dregið með sér þegar hann er að fara eitthvert til að sýna,“ segir Eliza Jean Reid forsetafrú. Hún vill leggja sitt af mörkum til að endurskoða viðhorf til maka þjóðarleiðtoga. Oftar en ekki séu það konur og litið á þær sem fylgihluti eiginmannanna. Því þurfi að breyta. Það sé mikilvægt að vera ekki bara þekkt sem kona einhvers.
Guðni og Eliza í opinberri heimsókn í Nuuk
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og frú Eliza Reid halda í formlega heimsókn til Nuuk í dag, 23. september, í boði Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands. 
23.09.2019 - 13:00
Viðtal
Elizu dreymir um giftingu í ritlistarbúðum
Um 120 manns taka þátt í alþjóðlegu ritlistarbúðunum Iceland Writers Retreat sem fara nú fram í sjötta sinn á Íslandi. Annar stofnanda búðanna, Eliza Reid forsetafrú, segir að hugmyndin að þeim hafi kviknað yfir rauðvínsflösku líkt og margt annað sem gott er.
05.04.2019 - 12:45
Fyrsta Íslandsheimsóknin var á Snæfellsnes
„Guðni sótti mig upp á flugvöll seint um kvöldið og keyrði mig reyndar strax á Snæfellsnes,“ segir Eliza Reid forsetafrú um fyrstu Íslandsheimsóknina. Hún kom fyrst til landsins árið 1999 dvaldi parið mest á Snæfellsnesi í það skiptið.
17.06.2018 - 16:00