Færslur: Elísabet Kristín Jökulsdóttir

Sjúkdómur einmanaleikans
Elísabet Jökulsdóttir fjallar um áfengisfrumvarp og þagnarbindindi.
Nýtt met í hverjum kosningum
Nýtt met fyrir lægsta atkvæðahlutfall frambjóðanda í forsetakosningum hefur verið sett í hverjum kosningum frá og með árinu 1988. Fram að þeim tíma hafði Gísli Sveinsson, fyrrverandi forseti Alþingis, átt verstu útkomu forsetaframbjóðanda í 38 ár. Hann hlaut 6,24 prósent atkvæða í fyrstu almennu forsetakosningunum sem fram fóru hérlendis, árið 1952. Síðustu 28 árin hafa átta frambjóðendur fengið lægra atkvæðahlutfall en Gísli fékk á sínum tíma.
5,5 meðmælendur fyrir hvert atkvæði
Fjórir frambjóðendur fengu fleiri undirskriftir á meðmælendalista sína fyrir forsetaframboð en atkvæði í sjálfum kosningunum. Þrír þeirra fengu margfalt fleiri meðmælendur en atkvæði.
Guðni með 38,7 prósent atkvæða
Guðni Th. Jóhannesson er með 38,7 prósent atkvæða (55.174) þegar talin hafa verið rúmlega 146.343 þúsund atkvæði, eða sem nemur 59,7 prósentum þeirra sem eru á kjörskrá. Guðni hefur tíu prósentustiga forskot á Höllu Tómasdóttur sem er með 28,7 prósent (40.768 atkvæði). Andri Snær Magnason er með 14,1 prósent (21.135) og Davíð Oddsson 13,6 prósent (19.775).
Lokatölur úr Reykjavík norður
Yfirkjörstjórn í Reykjavík norður var sú fyrsta á landinu til að ljúka talningu atkvæða í forsetakosningunum 2016. Guðni Th. Jóhannesson hlaut 36,0 prósent atkvæða í kjördæminu, (12.055 talsins). Andri Snær Magnason varð annar í kjördæminu með 23,8 prósent (7.964) og Halla Tómasdóttir þriðja með 22,0 prósent (7.363).
Telur ekki tímabært að lýsa sig sigraða
Elísabet Jökulsdóttir telur ekki tímabært að lýsa sig sigraða í forsetakosningunum, þótt allt bendi til þess að sigurinn sé í höfn hjá Guðna Th. Jóhannessyni, sem þegar þetta er skrifað er með 38,6 prósent talinna atkvæða. Næst á eftir honum í fylgi kemur Halla Tómasdóttir með 29,4 prósent.
Elísabet Jökulsdóttir með RÚV-snappið í dag
Elísabet Jökulsdóttir sér um Snapchat-reikning RÚV í dag. Þar er hægt að fylgjast með því hvað hún tekur sér fyrir hendur. Elísabet er síðust í röðinni, en allir forsetaframbjóðendur hafa fengið RÚV-snappið í einn dag síðustu daga.
Baráttan um Bessastaði: Elísabet Jökulsdóttir
Frambjóðendur til embættis forseta Íslands eru kynntir til sögunnar. Viðtal við forsetaframbjóðandann Elísabetu Jökulsdóttur.
„Allir verða að hafa skáldskap í lífi sínu“
Elísabet Jökulsdóttir var stödd í röð í banka uppi á Höfða í Reykjavík þegar hún fékk hugmyndina um að gefa kost á sér sem forseti Íslands. Spegillinn slóst í för með henni í gær þegar hún fékk sér kaffi á Te og kaffi í Borgartúni.
Fylgi Guðna minnkar um tæp 14 prósent
Guðni Th. Jóhannesson mælist með 56,6% fylgi í nýrri skoðanakönnun MMR sem gerð var dagana 26. maí til 1. júní. Halla Tómasdóttir bætir við sig tæpum 5 prósentustigum og Davíð Oddson tveimur.
Forsetinn á að vera hvunndagsmanneskja
„Auðvitað er það hið besta mál að einhverstaðar sé manneskja sem við getum öll litið upp til og að hún sé svo hryllilega vel kostum búin að við getum varla andað í návist hennar. En það er ekkert hollt. Ég held að forseti Íslands ætti að vera venjuleg manneskja sem getur talað við fólk.“ Þetta sagði Elísabet Jökulsdóttir, forsetaframbjóðandi á Morgunvaktinni á Rás 1.
Gerum ekkert - horfum til himins
Elísabet Jökulsdóttir safnar sjálf meðmælendum með forsetaframboði sínu. Hún er andvíg málskotsrétti forsetans og vill að alþingi og þjóðin leysi úr málum sínum án aðkomu forsetans. Farsælla sé að ákveðið hlutfall kjósenda geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslu.
Elísabet býður sig fram til embættis forseta
Elísabet Kristín Jökulsdóttir rithöfundur er á meðal þeirra sem bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Hún vill leggja áherslu á mannlega þáttinn og málefni náttúrunnar.
Tveir hafa ákveðið forsetaframboð
Þorgrímur Þráinsson og Elísabet Jökulsdóttir ætla að bjóða sig fram í embætti forseta Íslands. Bæði staðfestu þetta við fréttastofu, og hefur Elísabet meira að segja opnað framboðssíðu.