Færslur: Elín Hansdóttir

Viðtal
Fann gleði í smíðum, steypu og mistökum
„Það er bara frábært og þvílíkur léttir,“ segir myndlistarkonan Elín Hansdóttir þegar útsendari Ríkisútvarpsins sagðist ekki alveg hafa skilið sýninguna hennar í Ásmundarsal við Freyjugötu. Þar vinnur Elín með rýmið sjálft sem hún smækkar niður í skúlptúr og ljósmyndum en bætir líka við dularfullum göngum sem eins og svífa inni í salnum, en þó ekki.
Deila tónleikum með tveimur
„Rými hefur rosalega mikil áhrif á mig sem tónlistarmanneskju og flytjanda. Tónlistin breytist mjög mikið eftir því hvernig rýmið er og á hvaða stað áhorfendur eru,“ segir Hildur Guðnadóttir tónskáld og sellóleikari. Hún er einn þeirra listamanna sem taka þátt í tónlistarhátíðinni Deilt með tveimur sem haldin verður í fyrsta sinn í Listasafni Reykjavíkur á laugardag.
Heimurinn þarf ekki að vera í 90° vinklum
Myndlistarkonan Elín Hansdóttir er þekkt fyrir stórar innsetningar sem taka yfir allan sýningarsalinn og umbreyta honum. Hún spáir í fjarvídd, framhlið og bakhlið, ólík sjónarhorn og hikar ekki við að nota sjónhverfingar.
22.03.2017 - 10:30
Þversnið af íslenskri samtímamyndlist
Í lok apríl opnar sýning í Kling og Bang gallerí í Marshall-húsinu, þar sem boðið verður upp á einhvers konar þversnið af því sem er að gerast í íslenskri samtímamyndlist á Íslandi við upphaf 21. aldar. Í sjónvarpsþættinum Opnun, sem hefur göngu sína á RÚV í kvöld, er opnað fyrir hugarheim þeirra 12 listamanna sem taka þátt í sýningunni.
21.03.2017 - 15:11
Elín hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin
Myndlistarkonan Elín Hansdóttir hlaut síðdegis í dag Íslensku bjartsýnisverðlaunin. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson afhenti verðlaunin á Kjarvalsstöðum í dag.
02.01.2017 - 17:15

Mest lesið