Færslur: Elín

Jólabókagjöf Rásar 1
Rás 1 og menningarvefur RÚV færa landsmönnum þrjú íslensk skáldverk í hljóðbókarútgáfu að gjöf á aðfangadag jóla.
Bók Kristínar á meðal bestu heimsbókmennta ársins
Bók Kristínar Eiríksdóttur, Elín, ýmislegt, er á meðal bestu þýddu skáldverka ársins að mati fagtímarits bandarískra bókasafna.
20.11.2019 - 11:16
Elín, ýmislegt - Kristín Eiríksdóttir
Elín býr til leikmuni en er enginn skáldsagnahöfundur. Samt er það hún sem skrifar söguna Elín, ýmislegt í samræmi við það sem stendur skrifað á kassana sem fundurst daginn áður en Elín hitti leikskáldið unga Ellen. Um það bil fimmtíu ára skilja þessar tvær konur að í aldri eigi að síður tengjast sögur þeirra. Enginn er einn, allir tengjast, því er einsemdin „meinlegust skynvilla“.
03.01.2018 - 13:01
Hver lesning veitir nýja sýn á söguna
„Eitt af því sem heldur athygli lesandans eru innbyrðis vísanir og speglanir í sögunni, hvað eftir annað rekst lesandinn á orð, atburði eða tákn sem vísa aftur í texta bókarinnar og mynda þannig vef af tengingum sem auka verulega gæði sögunnar og ánægju lesandans.“ Andri M. Kristjánsson las Elín, ýmislegt eftir Kristínu Eiríksdóttur.
„Ég hélt að þessi saga yrði ekki dramatísk“
Kristín Eiríksdóttir var nýverið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir sína aðra skáldsögu, Elín, ýmislegt. Í bókinni segir af tveimur konum á ólíkum aldri sem tengjast á óvæntan hátt.
17.12.2017 - 15:34
Gagnrýni
Flétta, áferð og þræðir í allar áttir
„Þessi bók er miklu stærri heldur en blaðsíðufjöldinn segir til um,“ segir Sunna Dís Másdóttir gagnrýnandi Kiljunnar um nýjustu bók Kristínar Eiríksdóttur Elín, ýmislegt. Gagnrýnandinn Haukur Ingvarsson er á sama máli og segir að bókin eigi einnig þræði að rekja inn í stærra höfundarverk, í fyrri verk Kristínar í bæði ritlist og myndlist.