Færslur: Eldvarnir

Myndband
„Vonandi nýtist þetta ekki“
„Við áttum smá afgang og ákváðum að eyða honum í þetta," segir slökkviliðsstjórinn á Grenivík en hann gekk ásamt félaga sínum úr liðinu hús úr húsi á dögunum og gaf bæjarbúum reykskynjara. Þeir vona þó að ekki þurfi að nýta búnaðinn.
16.12.2020 - 10:13
Myndband
Fá brunavarnir í jólagjöf í Kaldrananeshreppi
Mörgum þykir kertaljósin ómissandi yfir hátíðirnar og slökkvilið um land allt minna á mikilvægi eldvarna. Í Kaldrananeshreppi fá íbúar brunavarnir í jólagjöf.
13.12.2019 - 20:18
Myndskeið
Forsætisráðherra slökkti eld og fræddi börn í Kópavogi
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra klæddist slökkviliðsjakka og fræddi börn í Kópavogsskóla um eldvarnir heimilisins í dag þegar Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna var hleypt af stokkunum. Hún spreytti sig svo á að slökkva eld með slökkvitæki undir öruggri handleiðslu slökkviliðsmanns.
21.11.2019 - 15:09
Þingvallanefnd harmar að kviknað hafi í brúðkaupsgesti
Þingvallanefnd harmar atvik sem átti sér stað í brúðkaupi í Þingvallakirkju í byrjun október þegar eldur kviknaði í fatnaði eins brúðkaupsgests. Nefndin ætlar að fara yfir verklag og reglur um meðferð elds og kerta við athafnir í kirkjunni.
11.11.2019 - 16:15
„Afleitur kokteill fyrir slökkvistarf“
Það er tiltölulega algengt að slökkviliðsmenn geti ekki farið inn í brennandi hús. Þetta segir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Stundum eru aðstæður einfaldlega óviðráðanlegar og ekki verjandi að senda fólk inn. Það skiptir máli úr hverju hús eru og hvernig þau eru einangruð en skortur á búnaði getur líka hindrað aðgerðir. Tvær manneskjur létu lífið í bruna á Selfossi í gær. Húsið sem brann var forskalað timburhús, einangrað með frauðplasti, dagblöðum og sagi. 
01.11.2018 - 18:57