Færslur: Eldur

Myndskeið
Stórbruni á Egilsstöðum og reyk leggur yfir bæinn
Eldur logar í húsnæði þvottahússins Vasks á Egilsstöðum. Slökkvilið kom á vettvang á fimmta tímanum og reynir nú að varna því að eldur komist í samliggjandi húsnæði Landsnets.
28.09.2022 - 16:48
Eldur slökktur í geymsluskúr við Gránufélagsgötu
Slökkvilið Akureyrar var kallað að geymsluskúr við Gránufélagsgötu á fimmta tímanum í nótt. Skúrinn var alelda þegar slökkviliðið kom að og lagði mikinn reyk frá brennandi húsinu.
22.09.2022 - 06:11
Slökkvilið berst við eldsvoða í íbúðarhúsi á Svalbarða
Mikill eldur logar nú í íbúðarhúsi í Longyearbæ, stærsta bæ Svalbarða og höfuðstöð norskra stjórnvalda á eynni Spitsbergen, stærstu eyju klasans. Slökkviliði gengur illa að ráða við eldinn.
12.09.2022 - 03:36
Handtekinn grunaður um að ætla sér að tæla börn
Maður var handtekinn í Árbæjarhverfi grunaður um að ætla sér að tæla börn. Viðkomandi var færður í fangageymslu samkvæmt upplýsingum í dagbók lögreglu og málið er í rannsókn.
Myndskeið
Íbúð á Ásbrú stórskemmdist í eldsvoða
Eldur kviknaði í íbúð í fjölbýlishúsi á Ásbrú í Reykjanesbæ í morgun. Íbúðin skemmdist mikið en engin slys urðu á fólki, að sögn Eyþórs Rúnars Þórarinssonar varðstjóra hjá Brunavörnum Suðurnesja.
05.09.2022 - 13:42
Innlent · Eldur · Bruni · Ásbrú · Reykjanesbær
Eldur í farþegaferju á Eystrasalti
Eldur logar í bílaþilfari í sænskri farþegaferju á Eystrasalti, nærri Gotlandi. Sænska ríkisútvarpið greinir frá þessu og segir að um þrjú hundruð farþegar hafi verið í ferjunni.
29.08.2022 - 14:49
Eldur í heitum potti við hús í Vogum
Eldur kom upp í vatnshitapotti á verönd við einbýlishús í Leirdal í Vogum á Vatnsleysuströnd í nótt. Samkvæmt upplýsingum varðstjóra hjá Brunavörnum Suðurnesja var eldurinn mjög staðbundinn og stutta stund tók að slökkva hann.
Myndskeið
Slökkvistarfi lokið í Hafnarfirði - grunur um íkveikju
Slökkvistarfi í tengibyggingu við St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, þar sem eldur kom upp á ellefta tímanum í kvöld, lauk nú seint á tólfta tímanum og eru slökkviliðsmenn að ganga frá og búa sig undir brottför, að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið nær fullvíst að kveikt hafi verið í húsinu, sem til stóð að rífa í fyrramálið. Engar skemmdir urðu á aðalbyggingunni, sem nú hýsir Lífsgæðasetur St. Jó.
Eldur kom upp í Selvogsgrunni
Slökkvilið frá öllum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að þriggja hæða fjölbýlishúsi í Selvogsgrunni í Reykjavík um klukkan níu í kvöld þar sem eldur kom upp í þaki.
Myndskeið
Eldur kviknaði í kyrrstæðum bíl í miðbænum
Eldur kviknaði í kyrrstæðum sendiferðabíl við Tjarnargötu í Reykjavík. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur ráðið niðurlögum eldsins og gekk það greiðlega.
27.07.2022 - 10:52
Myndband
Olíuleki úr vinnuvél orsakaði eldinn
Upptök eldsvoðans í Maríubaug í Grafarholti í gærkvöld er talinn vera vega olíuleka úr vinnuvél sem stóð á milli hitaveitutanka. Að sögn Bjarna Ingimarssyni, varðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, hafði talsvert af olíu lekið úr vélinni á svæðið í kring. Líklega hafi vélin eða pústið á vélinni verið heitt sem hafi valdið því að eldurinn kviknaði.
Eldur í bíl við leikskóla í Breiðholti
Eldur kom upp í bíl við leikskóla í Breiðholti í Reykjavík í nótt. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um eldinn á fyrsta tímanum í nótt. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins. Ekki er vitað hvers vegna eldurinn kviknaði í bílnum. Engar skemmdir urðu á öðrum bílum. 
30.06.2022 - 07:06
Eldur brann og sprengingar kváðu við
Laust fyrir klukkan fimm í nótt barst tilkynning um eld og sprengingar í bílskúr við Stóragerði. Þegar slökkvilið kom á staðinn kváðu enn við sprengingar og svartur reykur barst frá skúrnum.
Myndskeið
Vara við eitruðum reyk í kjölfar stórbruna í Helguvík
Allt tiltækt slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út laust fyrir hádegi eftir að eldur kviknaði í flokkunarskýli í grennd við sorpeyðingarstöðina Kölku í Reykjanesbæ.
09.04.2022 - 12:39
Myndband
Bíll fuðraði upp — „Feginn að börnin voru ekki með“
Bíll varð alelda á örfáum mínútum skammt frá Dalvík í gærkvöldi. Eigandinn sem var einn í bílnum þakkar fyrir að börnin hans voru ekki með honum.
05.04.2022 - 13:55
Mikið tjón í eldsvoða í Grundarfirði
Slökkviliði Grundarfjarðar með liðsinni Slökkviliðs Snæfellsbæjar tókst í kvöld að slökkva gríðarmikinn eld sem kviknaði í verkstæðishúsi í Grundarfirði. Eldurinn kom upp á sjöunda tímanum í kvöld.
08.03.2022 - 23:54
Fannst á lífi eftir 50 klukkustundir í brennandi ferju
Í dag, um 50 klukkustundum eftir að eldur kviknaði um borð í farþegaferju nærri grísku eyjunni Korfú, fannst 21 árs gamall maður um borð í ferjunni á lífi. Tíu farþega er enn leitað, en aðstæður um borð eru mjög krefjandi vegna mikillar eyðileggingar.
20.02.2022 - 20:26
Fleiri eldar í fyrra en árin tvö á undan samanlagt
Hættan á gróðureldum hefur aukist mjög hér á landi síðustu ár. Þetta segir í tilkynningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
17.02.2022 - 13:13
Eldur í veitingahúsi ógnaði Norræna safninu
Tuttugu sveitir Slökkviliðs Stokkhólmsborgar börðust í nótt við eld í veitingahúsi á eynni Djurgården. Óttast var um tíma að eldurinn teygði sig yfir í Norræna safnið sem stendur þar nærri.
14.02.2022 - 03:27
Myndskeið
Þrjátíu slökkviliðsmenn slökktu eld í íbúðarhúsi
Nýreist íbúðarhús í Borgarnesi er mikið skemmt eftir að eldur kviknaði í því í nótt. Ekki er vitað um orsök eldsins.
18.01.2022 - 12:23
Mótel brann til kaldra kola í Norður-Noregi
Engan sakaði þegar mikill eldur varð laus í móteli í Austur-Finnmörku í Noregi í nótt. Íbúar í nokkrum nærliggjandi húsum þurftu að yfirgefa heimili sín en íbúum nærliggjandi dvalarheimilis hefur þó ekki verið gert að yfirgefa það.
15.01.2022 - 06:17
Erlent · Evrópa · Noregur · Slökkvilið · Eldur · Bruni · Finnmörk
Slökktu eld í Brekkubæjarskóla
Slökkvilið Akraness var kallað út að Brekkubæjarskóla þegar klukkan var gengin um tuttugu mínútur í tíu í kvöld vegna eldsvoða. Dælubílar voru sendir á vettvang og eldurinn slökktur rétt í þessu.
13.01.2022 - 21:47
Innlent · Akranes · Eldur
Tveir brunar með viku millibili við Elliðavatn
Tveir sumarbústaðir hafa brunnið með viku millibili suðaustanmegin við Elliðavatn. Síðari bústaðurinn brann í nótt og var alelda þegar slökkvilið kom á vettvang.
04.01.2022 - 09:26
Alelda sumarbústaður látinn brenna niður í nótt
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í nótt vegna elds í sumarbústað við Elliðavatn. Þetta segir í færslu frá slökkviliðinu á Facebook.
04.01.2022 - 06:41
Allmargar tilkynningar um eld í gær og nótt
Lögreglunni og slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu bárust allmargar tilkynningar um eld í gærkvöld og í nótt.