Færslur: Eldur

Slapp heill á húfi úr brennandi húsi í Vík í Mýrdal
Greiðlega gekk að slökkva eld sem kviknaði í gömlu einlyftu íbúðarhúsi í Vík í Mýrdal á sjöunda tímanum í morgun. Roskinn maður sem býr í húsinu var kominn út af sjálfsdáðum þegar slökkvilið bar að garði.
18.10.2021 - 10:40
Myndskeið
Sextán flutt á sjúkrahús eftir sprengingu í Gautaborg
Fjórir eru alvarlega slasaðir eftir sprengingu við íbúðarhús í Gautaborg í Svíþjóð í morgun og sextán hafa verið fluttir á sjúkrahús, fólk á aldrinum tíu til áttatíu ára. Eldur kviknaði í þremur stigagöngum í kjölfar sprengingarinnar og nokkur hundruð íbúar í húsinu hafa verið fluttir þaðan.  
28.09.2021 - 09:07
Myndband
Eldur í íbúðarhúsi við Arnarsmára í Kópavogi
Eldur kom upp í íbúð á fyrstu hæð í þriggja hæða fjölbýlishúsi við Arnarsmára í Kópavogi á fimmta tímanum í nótt. Allt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað til en að sögn varðstjóra var eldur mjög lítill og skamma stund tók að slökkva hann.
Bruni í Bríetartúni
Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var tilkynnt um að eldur hefði kviknað í Bríetartúni 9-11 í Reykjavík um klukkan hálf átta í kvöld.
17.09.2021 - 19:55
Fólksbíll eyðilagðist í bruna á Kleifaheiði
Lítill fólksbíll er ónýtur eftir að eldur kviknaði í honum á þjóðveginum á Kleifaheiði nærri Patreksfirði í kvöld. Slökkvilið Patreksfjarðar fékk tilkynningu um eldinn á tólfta tímanum og sendi einn slökkvibíll á vettvang.
Eldur í herbergi við Hátún í Reykjavík
Eldur kom upp í herbergi í fjölbýlishúsi við Hátún í Reykjavík í kvöld. Slökkvilið var kallað til upp úr klukkan ellefu og gekk greiðlega að slökkva eldinn að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Talsverðar skemmdir eftir bruna í risíbúð í Hafnarfirði
Eldur kom upp í risíbúð við Hringbraut í Hafnarfirði á fjórða tímanum í nótt. Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins gekk greiðlega að slökkva eldinn sem var einskorðaður við þessa einu íbúð í húsinu.
Slökkviliðið slökkti eld í kofa nærri Hafravatni
Slökkvilið höfuðborgarsvæðiðsins slökkti eld í mannlausum og ónotuðum kofa eða geymsluskúr skammt frá Hafravatni nærri Nesjavallaafleggjara í nótt.
21.06.2021 - 02:57
Eldur við blokk í Jórufelli í Breiðholti
Mikinn reyk lagði frá fjölbýlishúsi í Jórufelli í Breiðholti á tíunda tímanum eftir að kveikt var í mótorhjóli rétt við blokkina og eldur læsti sig í klæðninguna. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um eldinn klukkan 21:06 og hefur nú slökkt eldinn. Töluverður reykur barst inn í húsið og tjónið mikið. Ekki er vitað til þess að neinn hafi sakað.
16.06.2021 - 21:31
Óttast ógurlegt mengunarslys við strendur Sri Lanka
Yfirvöld á Sri Lanka segjast óttast að eitthvað mesta mengungarslys í sögu landsins sé í uppsiglingu eftir að brak úr brennandi flutningaskipinu Pearl barst að ströndum þess.
30.05.2021 - 10:05
Eldur á trésmíðaverkstæði í Kópavogi
Eldur kom upp í trésmíðavél á verkstæði við Dalbrekku í Kópavogi laust fyrir klukkan þrjú í dag.
29.05.2021 - 15:26
Hættu- og óvissustigi aflétt um sunnanvert landið
Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að að aflétta hættu- og óvissustigi vegna gróðurelda frá Austur-Skaftafellssýslu að Hvalfjarðarbotni í samráði við lögreglustjórana á Suðurlandi, Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu.
28.05.2021 - 13:58
Sinueldur við skotsvæðið undir Akrafjalli
Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar fékk tilkynningu um eld í gróðri við skotsvæðið undir Akrafjalli klukkan rúmlega tíu í morgun. Nokkuð vel gekk að slökkva eldinn, að sögn slökkviliðsstjóra, en svæðið verður vaktað fram eftir degi. Nokkuð stórt svæði varð eldinum að bráð og ekki er vitað hvað kveikti hann.
23.05.2021 - 11:44
Slökkvilið kallað til eftir að pottur gleymdist á hellu
Pottur gleymdist á eldavél meðan húsráðandi fékk sér blund, síðdegis í dag. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað til eftir að viðvörunarkerfi gaf til kynna að ekki væri allt með felldu.
15.05.2021 - 21:16
Mikinn reyk lagði frá logandi rusli og sinu á Akureyri
Eldur kviknaði í rusli og körum fullum af netum við slippinn á Akureyri á öðrum tímanum í dag. Mikinn reyk lagði frá svæðinu en slökkviliðið réð niðurlögum eldsins á um það bil tíu mínútum. Varðstjóri hjá Slökkviliði Akureyrar segir að litlu hafi munað að eldurinn breiddi mikið úr sér.
14.05.2021 - 13:27
Eldur í húsi við Haðarstíg í miðborg Reykjavíkur
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að húsi við Haðarstíg í Reykjavík á sjötta tímanum í dag. Mikill eldur logaði þegar slökkviliðið bar að. Engan sakaði.
Þakka snarræði vegfaranda að ekki fór illa
Tveir gróðureldar kviknuðu á svæði Brunavarna Árnessýslu í dag, en fyrri átti upptök sín við trjálund austan við Þrastarlund um klukkan tíu í morgun. Þakka megi skjótum viðbrögðum vegfaranda að ekki fór verr að sögn Péturs Péturssonar slökkviliðsstjóra.
Eldur kviknaði í bíl á þvottaplani við Grjótháls
Eldur kviknaði í vélarrúmi kyrrstæðs bíls sem stóð á þvottaplani við Grjótháls á tíunda tímanum í kvöld. Enginn slasaðist en bíllinn er óökuhæfur eftir.
Myndskeið
Ruslabrennur ekki góð hugmynd
Um tuttugu slökkviliðsmenn Brunavarna Austurlands voru kallaðir að Vífilsstöðum í Hróarstungu á Héraði á ellefta tímanum í gærkvöld vegna sinuelds, sem jafnframt barst í skóg sem þar er ræktaður og bílflök.
16.04.2021 - 17:31
Slökkviliðsmenn á bát slökktu eld í Lagarfljótsbrú
Eldur kviknaði í Lagarfljótsbrú, milli Egilsstaða og Fellabæjar, eftir hádegi í dag. Brúnni var lokað en opnað hefur verið fyrir umferð yfir hana að nýju.
14.04.2021 - 14:14
Eldur í Svartsengi truflar ekki raforkuframleiðslu
Engum var hætta búin þegar eldur kviknaði í vélarbúnaði í Orkuveri 3 hjá HS Orku í Svartsengi síðdegis í dag. Orkuverið var mannlaust þegar eldurinn kom upp en starfsmenn HS Orku lokuðu svæðinu.
06.04.2021 - 19:22
Eldur á Eskifirði: „Þetta var allt mjög furðulegt“
Slökkviliði Fjarðabyggðar barst tilkynning um bruna á iðnaðarsvæði við höfnina á Eskifirði á áttunda tímanum í kvöld. Þorbergur Hauksson aðstoðarslökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar segir í samtali við fréttastofu að það hafi kviknað í loðnuneti. Lögreglan á Austurlandi rannsaki eldsupptök.
18.03.2021 - 22:38
Bílar og brotajárn brunnu
Eldur kom upp í bílflökum á svæði Hringrásar á Reyðarfirði skömmu fyrir hádegi í dag. Slökkviliðinu á staðnum, auk liðsauka frá Fáskrúðsfirði, tókst að varna því að eldurinn bærist í bíldekk á svæðinu.
21.02.2021 - 13:44
Myndskeið
Eldur í mannlausum bíl á Akureyri
Eldur kviknaði í mannlausum bíl á bílastæði við Dalsgerði á Akureyri um klukkan 11. Lögregla og slökkvilið var fljót á staðinn og náði að slökkva eldinn hratt og örugglega.
15.02.2021 - 11:43
Eldur logar í bílum við Álfsnesafleggjarann
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um eld í tveimur bílum við afleggjarann að Álfsnes í Mosfellsbæ um klukkan níu í kvöld. Tveir slökkvibílar voru sendir af stað en öðrum var fljótlega snúið við.
06.02.2021 - 21:36