Færslur: Eldur

Tvö fundin látin í brunarústum hússins á Andøya
Björgunarfólk hefur fundið tvö lík í brunarústum húss á Andøya í Norðurlandsfylki í Noregi. Ekki hafa enn verið borin kennsl á þau en vonast er til að krufning leiði í ljós hver þau eru.
17.01.2021 - 12:22
Hafa ráðið niðurlögum eldsins í Álfsnesi
Starfsfólk Sorpu og verktakar hafa ráðið niðurlögum elds í urðunarstöð Sorpu í Álfsnesi í Reykjavík undir stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
08.01.2021 - 10:44
Myndband
„Þetta hefði getað farið miklu verr“
Rafmagn fór af slökkvistöðinni á Akureyri nokkrum andartökum áður en útkall barst um eld í Glerárskóla í gærkvöld. Rafmagnsleysið tafði slökkviliðið sem tókst þó að slökkva eldinn áður en hann breiddist út.
07.01.2021 - 20:03
Myndband
Slökkvistöðin rafmagnslaus þegar útkall kom á Akureyri
Slökkviliðinu á Akureyri tókst að að ráða niðurlögum elds sem kom upp í Glerárskóla í kvöld. Rafmagn fór af stórum hluta bæjarins, þar á meðal slökkvistöðinni, eftir að eldurinn komst í spennistöð í kjallara skólans.
07.01.2021 - 01:44
Slökkvilið réð niðurlögum elds í Glerárskóla á Akureyri
Slökkviliðinu á Akureyri hefur tekist að að ráða niðurlögum elds sem kom upp í Glerárskóla í kvöld. Að sögn Ólafs Stefánssonar slökkviliðsstjóra er verið að reykræsta húsið en mikinn reyk leggur enn frá byggingunni.
07.01.2021 - 00:32
Eldur í vöruskemmu við Kleppsmýrarveg
Eldur kom upp í vöruskemmu við Kleppsmýrarveg eftir miðnættið. Allt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að húsinu rétt fyrir klukkan eitt. 
19.12.2020 - 01:21
Myndskeið
Eldur í jólaskrauti í Kópavogi
Minniháttar tjón varð þegar eldur kviknaði út frá jólaskreytingu í bílskúr við íbúðahús á Nýbýlavegi í hádeginu í dag. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins, að sögn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og barst hann ekki í aðrar byggingar.
Íbúar sluppu heilir á húfi úr brennandi húsi
Nær allt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í raðhúsi í Kópavogi á fjórða tímanum í nótt. Að sögn talsmanns slökkviliðsins var töluverður eldur í húsinu og eldtungur teknar að teygja sig í þak þess.
19.11.2020 - 04:43
Myndskeið
Bílar brunnu á bílaplani við Hátún
Eldur kom upp í fólksbíl á bílaplani við Hátún á níunda tímanum í kvöld. Eldurinn barst síðan í jeppa, sem stóð þar við hliðina. Báðir bílarnir eru gjörónýtir og tveir bílar til viðbótar skemmdust einnig töluvert.
Hundarnir fjórir braggast vel
Fjórir hundar, sem bjargað var meðvitundarlausum úr brennandi húsi í Kórahverfi í Kópavogi í gær, braggast vel. Sex hundar drápust í brunanum.
28.10.2020 - 15:39
Eldurinn kviknaði út frá spjaldtölvu
Eldur sem kom upp í tveggja hæða íbúðahúsi í Borgarfirði í byrjun júní í sumar átti upptök sín í spjaldtölvu sem hafði verið skilin eftir í hleðslu. Þetta segir Jón Sigurður Ólason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Borgarnesi.
28.10.2020 - 14:04
Eldsupptök í Kórahverfi eru rakin til lampa
Eldsupptök í einbýlishúsi í Kórahverfi í Kópavogi um miðjan dag í gær, þar sem sex hundar drápust, eru rakin til lampa á heimilinu.
Eldurinn kviknaði út frá potti
Talið er kviknað hafi í einbýlishúsi við Stararima í Grafarvogi í gær út frá potti sem verið var að elda mat í á eldavél. Mjög miklar skemmdir urðu á húsinu og það er líklega ónýtt.
Miklir gróðureldar geisa nú í Kaliforníu
Um sextíu þúsund þurftu að flýja heimili sín nærri Los Angeles í Kaliforníu í dag vegna mikilla gróðurelda sem breiðast hratt út.
27.10.2020 - 01:14
Hafa lokið rannsókn á brunanum við Bræðraborgarstíg
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur lokið við rannsókn á bruna í húsinu á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í Reykjavík 25. júní í sumar. Þrír létust í brunanum og karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa valdið dauða þeirra og gert tilraun til að drepa tíu til viðbótar.
Myndband
Eldur í mannlausum bíl á Svalbarðsströnd
Eldur kviknaði í mannlausum bíl á Svalbarðsströnd á þriðja tímanum í dag. Bíllinn var innan um fleiri bíla en bílapartasala er rekin á lóðinni þar sem eldurinn kom upp. Slökkvilið kom fljótt á staðinn og gekk greiðlega að slökkva eldinn svo hann náði ekki að berast í nærliggjandi bíla og hluti. Bíllinn er ónýtur, eins og sjá má á myndum sem fréttamaður RÚV, náði á vettvangi.
13.10.2020 - 15:27
Myndskeið
Búið að ráða niðurlögum eldsins á Mýrum
Búið er að ráða niðurlögum eldsins sem kviknaði í kornþurrkara á bóndabænum Laxárholti á Mýrum í Borgarbyggð. Slökkviliðið í Borgarbyggð fékk tilkynningu klukkan tíu fyrir hádegi um að eldurinn hafði kviknað. Kallað var í liðsauka og tóku tæplega þrjátíu slökkviliðsmenn frá Borgarbyggð og Akranesi þátt í slökkvistarfinu.
05.10.2020 - 17:40
Eldur í kornþurrkara
Slökkviliðið í Borgarbyggð var kallað út skömmu eftir klukkan tíu í morgun vegna elds í kornþurrkara á bænum Laxárholti á Mýrum.
05.10.2020 - 11:37
Áhöfn bátsins sem kviknaði í heil á húfi
Eldur kom upp í 30 tonna línubáti frá Tálknafirði á öðrum tímanum í dag. Áhöfnin slapp ómeidd og vel gekk að slökkva eldinn. Eigandinn segir að sér hafi liðið bölvanlega við að heyra fréttirnar.
Kviknaði í fiskiskipi úti fyrir Norðurlandi
Eldur kom upp í fiskiskipi norður af Siglufirði. Þyrla Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir voru kallaðar út. Hættan er liðin hjá og búið að slökkva eldinn.
01.10.2020 - 14:23
Alelda bíll á Akureyri
Það kviknaði í bifreið á Akureyri á þriðja tímanum í dag. Bíllinn var alelda þegar slökkvilið mætti á vettvang skömmu eftir útkall og hafði eldurinn þá læst sig í nærliggjandi bíl.
07.08.2020 - 16:16
Eldur kviknaði út frá einnota grilli í sumarbústað
Eldur kviknaði út frá einnota grilli í sumarbústað við Sogsveg rétt við Þrastarlund um þrjúleytið í nótt. Maður og kona á miðjum aldri voru flutt með sjúkrabíl á Landspítalann vegna gruns um reykeitrun.
02.08.2020 - 10:16
Eldur kviknaði í íbúðarhúsi á Akureyri
Slökkviliðið á Akureyri var kallað út um hádegisbilið í dag vegna elds sem hafði kviknað í pönnu á eldavél í íbúðarhúsi í Síðuhverfi á Akureyri. Þegar slökkviliðið bar að garði hafði húsráðandi slökkt eldinn en íbúðin var full af sóti og reyk. Tveir voru í íbúðinni þegar eldurinn kviknaði. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á Akureyri var íbúðin reykræst og húsráðandinn fluttur á slysadeild vegna gruns um reykeitrun.
31.05.2020 - 18:49
Rannsókn á eldsupptökum lokið
Rannsókn tæknideildar lögreglu á eldsupptökum brunans við Hafnarstræti á Akureyri er lokið. Þetta staðfestir lögreglan á Akureyri í samtali við fréttastofu en segir jafnframt að ekki sé unnt að greina frá niðurstöðu rannsóknarinnar að svo stöddu. Á þriðja tímanum í dag fór teymi frá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Mannvirkjastofnun norður til að aðstoða við rannsóknina.
21.05.2020 - 00:00
Myndskeið
Fundu manninn rænulausan á miðhæð hússins
Einn var fluttur alvarlega slasaður á bráðadeild Sjúkrahússins á Akureyri eftir að eldur kom upp í einu elsta íbúðarhúsi Akureyrar. Reykkafarar fundu hann rænulausan á miðhæð hússins. Ekki er vitað um líðan hans að svo stöddu. Tvö hús voru rýmd og íbúar í næsta nágrenni voru beðnir um að loka gluggum.
19.05.2020 - 19:45