Færslur: Eldur

Alelda bíll á Akureyri
Það kviknaði í bifreið á Akureyri á þriðja tímanum í dag. Bíllinn var alelda þegar slökkvilið mætti á vettvang skömmu eftir útkall og hafði eldurinn þá læst sig í nærliggjandi bíl.
07.08.2020 - 16:16
Eldur kviknaði út frá einnota grilli í sumarbústað
Eldur kviknaði út frá einnota grilli í sumarbústað við Sogsveg rétt við Þrastarlund um þrjúleytið í nótt. Maður og kona á miðjum aldri voru flutt með sjúkrabíl á Landspítalann vegna gruns um reykeitrun.
02.08.2020 - 10:16
Eldur kviknaði í íbúðarhúsi á Akureyri
Slökkviliðið á Akureyri var kallað út um hádegisbilið í dag vegna elds sem hafði kviknað í pönnu á eldavél í íbúðarhúsi í Síðuhverfi á Akureyri. Þegar slökkviliðið bar að garði hafði húsráðandi slökkt eldinn en íbúðin var full af sóti og reyk. Tveir voru í íbúðinni þegar eldurinn kviknaði. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á Akureyri var íbúðin reykræst og húsráðandinn fluttur á slysadeild vegna gruns um reykeitrun.
31.05.2020 - 18:49
Rannsókn á eldsupptökum lokið
Rannsókn tæknideildar lögreglu á eldsupptökum brunans við Hafnarstræti á Akureyri er lokið. Þetta staðfestir lögreglan á Akureyri í samtali við fréttastofu en segir jafnframt að ekki sé unnt að greina frá niðurstöðu rannsóknarinnar að svo stöddu. Á þriðja tímanum í dag fór teymi frá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Mannvirkjastofnun norður til að aðstoða við rannsóknina.
21.05.2020 - 00:00
Myndskeið
Fundu manninn rænulausan á miðhæð hússins
Einn var fluttur alvarlega slasaður á bráðadeild Sjúkrahússins á Akureyri eftir að eldur kom upp í einu elsta íbúðarhúsi Akureyrar. Reykkafarar fundu hann rænulausan á miðhæð hússins. Ekki er vitað um líðan hans að svo stöddu. Tvö hús voru rýmd og íbúar í næsta nágrenni voru beðnir um að loka gluggum.
19.05.2020 - 19:45
Slökkviliðið kallað út vegna reyks í Kaupangi
Slökkviliðið á Akureyri var kallað út á tíunda tímanum vegna reyks í geymslu við verslunarkjarnann Kaupang á Akureyri. Engin hætta skapaðist að sögn varðstjóra slökkviliðsins. Reiknað er með að aðgerðum á staðnum ljúki á næsta klukkutíma.
04.03.2020 - 10:21
Bók logaði í læstri skólastofu í Fellaskóla
Slökkvilið var kallað til að Fellaskóla í Reykjavík á fjörða tímanum í dag, en allur eldur var slokknaður þegar slökkvilið mætti. Skólinn var mannlaus, en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu kviknaði í bók í einni kennslustofunni og var farið að loga í borðinu.
Myndband
Slökkvilið kallað út vegna elds í bíl á Vesturlandsvegi
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á áttunda tímanum í morgun vegna elds í bíl á Vesturlandsvegi, þar sem Vesturlandsvegur og Suðurlandsvegur mætast. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var enginn í bílnum og hann yfirgefinn. Ekkert tjón varð á fólki. Búið er að því að slökkva eldinn og aðgerðum slökkviliðsins er að ljúka. Eldsupptök eru ókunn að svo stöddu. Miklar tafir eru á umferð á Vesturlandsvegi í vesturátt vegna þessa.
Eldur kom upp í húsi á svæði olíubirgðastöðvar
Eldur kom upp í starfsmannaaðstöðu í húsi inni á svæði Olíubirgðastöðvarinnar í Örfirisey í nótt. Allt tiltækt slökkvilið var sent á svæðið um klukkan hálf þrjú í nótt og tók um tvo og hálfan tíma að ráða niðurlögum eldsins og slökkva í öllum glæðum. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu urðu ekki slys á fólki. Eitthvert tjón varð á húsinu sjálfu. Eldsupptök eru ókunn að svo stöddu. Varðstjóri slökkviliðsins segir gott að ekki fór verr.
Eldur í Rækjuvinnslunni á Siglufirði
Eldur kom upp í rækjuvinnslunni á Siglufirði í nótt. Eldsupptök eru ókunn og rannsóknarlögreglumaður frá Akureyri á leið á vettvang. Engin slys urðu á fólki en miklar reykskemmdir í Rækjuvinnslunni.
13.12.2019 - 11:07
Einn í haldi eftir eldsvoða á Akureyri
Einn er í haldi lögreglu eftir að eldur kviknaði í gömlu húsi í Sandgerðisbótinni á Akureyri í nótt. Eldsupptök eru í rannsókn. Tveir voru fluttir á slysadeild og er húsið að öllum líkindum ónýtt.
06.11.2019 - 11:05
Tvennt slasaðist alvarlega í eldi í Mávahlíð
Tvennt slasaðist mjög alvarlega í eldsvoða í kjallaraíbúð í Mávahlíð í Reykjavík aðfaranótt miðvikudags. Þrír voru í íbúðinni þegar eldurinn kviknaði, tveir karlar og ein kona, sem öll eru á þrítugsaldri.
Eldur logaði við verslun Krónunnar á Selfossi
Brunavörnum Árnessýslu barst tilkynning um eld við verslanir Krónunnar og Rúmfatalagersins á Selfossi á þriðja tímanum í nótt. Eldur logaði þá í gámi við inngang að bílakjallara verslananna Lögreglan á Selfossi segir að eldsupptök séu ókunn en grunur leiki á að kveikt hafi verið í gámunum.
26.05.2019 - 10:52
Innlent · Eldur · Selfoss
Komu í veg fyrir stórbruna
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út seint á ellefta tímanum í kvöld vegna eldsvoða í iðnaðarhúsnæði á Eirhöfða. Starfsmaður bifreiðaverkstæðis kom á vinnustað sinn en þegar hann opnaði dyrnar tók á móti honum mikill og svartur reykjarmökkur og hringdi hann þá á slökkviliðið sem sendi mannskap og tæki frá þremur stöðvum á staðinn.
Slökktu eld í bíl við Litlu-Hlíð í Reykjavík
Slökkviliðið slökkti í bíl á gatnamótum Bústaðavegar og Litlu-Hlíðar í kvöld, steinsnar frá slökkvistöðinni í Skógarhlíð. Bíllinn var alelda þegar að var komið. Slökkvistarf gekk vel en bíllinn er gjörónýtur.
Talsverður eldur en niðurlögum ráðið hratt
Greiðlega gekk að slökkva eld sem kom upp í kísilveri á Bakka við Húsavík í gærkvöld. Engin slys urðu á fólki. Tilkynnt var um brunann um klukkan átta. Talsverður eldur var þá í verinu.
10.07.2018 - 08:09
Hús á Akranesi talsvert skemmt af reyk og hita
Eldur kviknaði í einbýlishúsi á Skagabraut á Akranesi um klukkan hálftólf í gærkvöldi. Húsið er talsvert skemmt eftir brunann, aðallega eftir reyk og hita. Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar réði niðurlögum eldsins hratt og vel að sögn lögreglu á Akranesi. Eldurinn var í stofu hússins en það var mannlaust þegar hann kviknaði. Ekki er vitað um eldsupptök en málið er í rannsókn.
30.06.2018 - 06:21
Eldur á Akranesi
Tilkynnt var um eld á Skagabraut á Akranesi um hálftólfleytið í kvöld. Slökkviliðsmenn eru enn að störfum en að sögn varðstofu neyðarlínunnar er búið að ná tökum á eldinum. Engan sakaði.
30.06.2018 - 00:26
Herinn aðstoðar við elda í nágrenni Manchester
Herinn hefur verið kallaður til vegna elda sem loga enn í lyngi í Saddleworth í nágrenni ensku borgarinnar Manchester. Eldurinn kviknaði fyrst á sunnudagskvöld, hefur dreift úr sér í hitanum í vikunni og nær nú yfir sex kílómetra. Búið er að kalla um hundrað hermenn á svæðið til að aðstoða slökkviliðsmenn ásamt þyrlu breska flughersins. Búist er við að slökkviliðið verði við störf í alla nótt.
28.06.2018 - 01:39
Erlent · Evrópa · Bretland · England · Manchester · Eldur
Eldar geisa í nágrenni Manchester
Búið er að rýma þrjátíu og fjögur heimili vegna mikilla elda sem geysa nú í mýrlendinu fyrir utan Manchester-borg í Englandi. Eldarnir ná yfir stórt svæði og stækka enn, að því er fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins, BBC. Eldurinn kviknaði í Saddleworth-mýri á sunnudagskvöld, aftur í hitaveðrinu á mánudag og hefur dreift sér í kvöldgolunni í dag, þriðjudag. Herinn er í viðbragðsstöðu vegna eldanna.
27.06.2018 - 02:05
Erlent · Evrópa · Bretland · England · Eldur · Manchester
Kveikt í þrettán bílum í Danmörku
Brennuvargur kveikti í nótt í þrettán bílum í danska bænum Ishøj skamt frá höfuðborginni. Um þetta upplýstu lögregluyfirvöld á höfuðborgarsvæðinu í Danmörku snemma í morgun. Kveikt var í bílum á þremur stöðum í bænum en lögregla telur að eldurinn hafi drefit úr sér á hverjum stað fyrir sig. Sumir bílarnir eru stórskaðaðir.
26.06.2018 - 05:44
Stórbruni í miðborg Glasgow
Slökkviliðsmenn í Skotlandi eiga fullt í fangi með stórbruna sem kviknað hefur í miðborg Glasgow. Eldur kviknaði klukkan rúmlega ellefu í listaháskóla þar í borg og stendur nú Mackintosh-byggingin, sem tilheyrir skólanum og talin er meðal kennileita í Glasgow, í ljósum logum. Búið er að rýma byggingar í nágreni við eldinn. Enginn er talinn hafa látist eða slasast alvarlega að því er fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins, BBC.
16.06.2018 - 01:52
Erlent · Evrópa · Skotland · Eldur
„Ef hústökufólk ætlar sér inn þá fer það inn“
Eigandi hússins sem kviknaði í við Óðinsgötu á laugardag segist ítrekað hafa reynt að koma hústökufólki þaðan út en án árangurs. Hann er ósáttur við gagnrýni nágranna þess efnis að hann beri alla ábyrgð á því að hafa stefnt lífi og eigum íbúa í hverfinu í hættu. „Við getum aldrei borið ábyrgð á gjörðum þriðja aðila,“ segir eigandinn Sturla Sighvatsson.
23.04.2018 - 14:49
Myndskeið
Drónamyndir af brunanum í Garðabæ
Reykurinn teygði sig hátt til himins yfir Miðbraut 4 í Garðabæ í morgun. Hann lagði svo yfir Hafnarfjörð og Álftanes til norðvesturs. Vilhjálmur Þór Guðmundsson, tökumaður RÚV, tók meðfylgjandi myndir af eldsvoðanum í morgun með hjálp dróna.
05.04.2018 - 13:26
Innlent · Eldsvoði · Eldur · Bruni
Rannsókn á vettvangi brunans lokið
Lögreglan á Vestfjörðum hefur lokið vettvangsrannsókn í skipaþjónustu Hraðfrystihússins Gunnvarar á Ísafirði sem brann til grunna í nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Við rannsóknina naut lögreglan aðstoðar fulltrúa tæknideildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem flaug vestur í hádeginu.
09.12.2017 - 18:51