Færslur: Eldur

Eldur brann og sprengingar kváðu við
Laust fyrir klukkan fimm í nótt barst tilkynning um eld og sprengingar í bílskúr við Stóragerði. Þegar slökkvilið kom á staðinn kváðu enn við sprengingar og svartur reykur barst frá skúrnum.
Myndskeið
Vara við eitruðum reyk í kjölfar stórbruna í Helguvík
Allt tiltækt slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út laust fyrir hádegi eftir að eldur kviknaði í flokkunarskýli í grennd við sorpeyðingarstöðina Kölku í Reykjanesbæ.
09.04.2022 - 12:39
Myndband
Bíll fuðraði upp — „Feginn að börnin voru ekki með“
Bíll varð alelda á örfáum mínútum skammt frá Dalvík í gærkvöldi. Eigandinn sem var einn í bílnum þakkar fyrir að börnin hans voru ekki með honum.
05.04.2022 - 13:55
Mikið tjón í eldsvoða í Grundarfirði
Slökkviliði Grundarfjarðar með liðsinni Slökkviliðs Snæfellsbæjar tókst í kvöld að slökkva gríðarmikinn eld sem kviknaði í verkstæðishúsi í Grundarfirði. Eldurinn kom upp á sjöunda tímanum í kvöld.
08.03.2022 - 23:54
Fannst á lífi eftir 50 klukkustundir í brennandi ferju
Í dag, um 50 klukkustundum eftir að eldur kviknaði um borð í farþegaferju nærri grísku eyjunni Korfú, fannst 21 árs gamall maður um borð í ferjunni á lífi. Tíu farþega er enn leitað, en aðstæður um borð eru mjög krefjandi vegna mikillar eyðileggingar.
20.02.2022 - 20:26
Fleiri eldar í fyrra en árin tvö á undan samanlagt
Hættan á gróðureldum hefur aukist mjög hér á landi síðustu ár. Þetta segir í tilkynningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
17.02.2022 - 13:13
Eldur í veitingahúsi ógnaði Norræna safninu
Tuttugu sveitir Slökkviliðs Stokkhólmsborgar börðust í nótt við eld í veitingahúsi á eynni Djurgården. Óttast var um tíma að eldurinn teygði sig yfir í Norræna safnið sem stendur þar nærri.
14.02.2022 - 03:27
Myndskeið
Þrjátíu slökkviliðsmenn slökktu eld í íbúðarhúsi
Nýreist íbúðarhús í Borgarnesi er mikið skemmt eftir að eldur kviknaði í því í nótt. Ekki er vitað um orsök eldsins.
18.01.2022 - 12:23
Mótel brann til kaldra kola í Norður-Noregi
Engan sakaði þegar mikill eldur varð laus í móteli í Austur-Finnmörku í Noregi í nótt. Íbúar í nokkrum nærliggjandi húsum þurftu að yfirgefa heimili sín en íbúum nærliggjandi dvalarheimilis hefur þó ekki verið gert að yfirgefa það.
15.01.2022 - 06:17
Erlent · Evrópa · Noregur · Slökkvilið · Eldur · Bruni · Finnmörk
Slökktu eld í Brekkubæjarskóla
Slökkvilið Akraness var kallað út að Brekkubæjarskóla þegar klukkan var gengin um tuttugu mínútur í tíu í kvöld vegna eldsvoða. Dælubílar voru sendir á vettvang og eldurinn slökktur rétt í þessu.
13.01.2022 - 21:47
Innlent · Akranes · Eldur
Tveir brunar með viku millibili við Elliðavatn
Tveir sumarbústaðir hafa brunnið með viku millibili suðaustanmegin við Elliðavatn. Síðari bústaðurinn brann í nótt og var alelda þegar slökkvilið kom á vettvang.
04.01.2022 - 09:26
Alelda sumarbústaður látinn brenna niður í nótt
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í nótt vegna elds í sumarbústað við Elliðavatn. Þetta segir í færslu frá slökkviliðinu á Facebook.
04.01.2022 - 06:41
Allmargar tilkynningar um eld í gær og nótt
Lögreglunni og slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu bárust allmargar tilkynningar um eld í gærkvöld og í nótt.
Þinghúsið í Höfðaborg stendur í björtu báli
Mikill eldur logar nú í byggingu suðurafríska þingsins í Höfðaborg. Húsið sjálft stendur í björtu báli ef marka má lýsingar fréttamanna AFP-fréttaveitunnar í borginni.
02.01.2022 - 06:46
Alvarlegt ástand vegna sinubruna á höfuðborgarsvæðinu
Sinueldar loga víða um höfuðborgarsvæðið og í nágrenni þess. Allt slökkvilið hefur sinnt útköllum vegna brunanna í kvöld og björgunarsveitir hafa verið kallaðar út til aðstoðar.
Árnessýsla: 21 útkall vegna sinubruna í kvöld
Töluvert hefur verið um sinuelda í Árnessýslu bæði vegna flugelda og af völdum leyfislausra brenna á svæðinu. Mjög þurrt hefur verið þar um slóðir og höfðu Brunavarnir Árnessýslu varað við eldhættu vegna þess.
31.12.2021 - 22:45
Glóð úr flugeldum talin hafa kveikt sinueld
Sinubruni varð við sumarbústaðabyggð á Flötum skammt frá Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í gærkvöldi. Brunavarnir Árnessýslu sendu tvo tankbíla og þrjá dælubíla á vettvang. Lárus Kristinn Guðmundsson, settur varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, hefur áhyggjur af því að fleiri eldar gætu kviknað á gamlárskvöld, þar sem gróður á svæðinu sé mjög þurr.
Gömul þinghúsbygging skemmdist lítillega í mótmælum
Bygging sem áður hýsti þing Ástralíu í höfuðborginni Canberra skemmdist lítillega af eldi meðan á mótmælum frumbyggja landsins stóð í dag. Þingið hafði aðsetur í byggingunni á árunum 1927-1988.
30.12.2021 - 03:20
Eldur kviknaði út frá kertaskreytingum
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í tvö útköll í morgun vegna elds sem kviknaði út frá kertum. Engin slys urðu á fólki en tjón varð á húsbúnaði á báðum stöðum.
25.12.2021 - 17:33
Tuttugu milljónir í endurbyggingu Miðgarðakirkju
Tuttugu milljónum króna af sameiginlegu ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar verður varið í endurbyggingu Miðgarðakirkju í Grímsey. Þetta samþykkti ríkisstjórnin á fundi sínum í morgun.
21.12.2021 - 12:38
Húsbruni á jarðfallssvæðinu í Ask ýfir upp minningar
Mannlaust tveggja hæða íbúðarhús brann í norska bænum Ask í Gjerdrum í nótt. Húsið stendur innan þess svæðis þar sem jarðfall varð 30. desember á síðasta ári og bæjarstjórinn segir brunann ýfa upp óþægilegar minningar.
19.12.2021 - 02:08
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Noregur · Ask · Gjerdrum · Jarðfall · Eldur · Húsbruni · minningar
Aftur brennur jólageitin í Gävle
Kveikt var í svokallaðri jólageit í sænska bænum Gävle í nótt, tröllvaxinni strástyttu af geit sem reist hefur verið í bænum ár hvert síðustu áratugi. Oftar en ekki hefur styttan verið skemmd og sagan endurtók sig í nótt, eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan.
17.12.2021 - 09:29
Enn er glímt við eld í stóru skipi utan við Gautaborg
Sænska strandgæslan býst ekki við eldur um borð í flutningaskipinu Almirante Storni úti fyrir Gautaborg í Svíþjóð verði endanlega slökktur fyrr en með morgninum.
05.12.2021 - 01:56
Eldur kom upp í fjölbýlishúsi við Álftamýri í nótt
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað til um klukkan hálfeitt í nótt vegna bruna á þriðju hæð í fjölbýlishúsi við Álftamýri. Eldur hafði læst sig í gluggatjöld en að sögn varðstjóra var hann er ekki mikill.
Annar bruni í Ósló talinn vera íkveikja
Enn grunar Óslóarlögregluna að eldur í húsi í gamla bænum í borginni hafi kviknað af mannavöldum. Það væri þá í annað sinn á jafnmörgum dögum sem það gerist.
08.11.2021 - 04:30