Færslur: Eldsvoði

Rannsaka bruna á mannlausu veiðihúsi við Deildará
Lögreglan á Húsavík rannsakar nú hvað varð til þess að mannlaust veiðihús við Deildará, sunnan Raufarhafnar, brann til grunna í nótt.
20.11.2019 - 16:22
Allt bendir til þess að eldurinn hafi kviknað á svölum
Bráðabirgðaniðurstaða rannsóknar Lögreglunnar á Akureyri á upptökum eldsvoða á Norðurgötu aðfaranótt sunnudags benda til þess að eldurinn hafi komið upp á timbursvölum á vesturhlið hússins. Þetta segir Bergur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri í samtali við fréttastofu.
20.11.2019 - 11:22
Myndskeið
Flúðu út þegar hrundi úr lofti og gólf gáfu sig
Fjórir björguðust úr brennandi íbúðarhúsi á Akureyri í morgun. Um tíma var óttast að einn væri inni í eldhafinu, en svo reyndist ekki vera. Húsið, sem er gjörónýtt, verður rifið fyrir miðnætti í kvöld.
17.11.2019 - 20:12
Viðtal
Innlyksa íbúar biðu sem lamaðir eftir aðstoð
Fjórum var bjargað úr íbúðum í Suðurhólum í Breiðholti í Reykjavík í kvöld eftir að eldur kviknaði í fjölbýlishúsi. Íbúar sem voru innlyksa á efstu hæð hússins segjast hafa beðið sem lamaðir eftir aðstoð slökkviliðs. 
02.10.2019 - 22:13
Fóru óvarlega með eld í íbúðinni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á bruna í íbúð fjölbýlishúss í Jórufelli í Reykjavík aðfaranótt sunnudags.  
Viðtal
Fékk símtal frá syni sínum úr logandi íbúðinni
Tveir piltar á unglingsaldri sluppu ómeiddir þegar eldur braust út í íbúð á þriðju hæð í fjölbýlishúsi við Jórufell í Reykjavík í gærkvöld. Árni Helgi Gunnlaugsson, faðir þeirra, sem var staddur í Vesturbænum, rauk af stað og stóð ekki á sama þegar hann kom að brennandi húsinu, því synir hans voru hættir að svara í símann. 
29.09.2019 - 21:00
Varar fólk við að skilja börn eftir í bíl
„Bíllinn byrjar að fyllast af reyk þar sem hann er kyrrstæður við hús foreldra minna,“ segir Helga Dís Svavarsdóttir. Eldur kom upp í bíl foreldra hennar skömmu eftir að honum var ekið. Hún segir að slökkvilið og lögregla hafi komið á vettvang, lokað götunni og slökkt eldinn. Hún varar fólk við að skilja börn eftir í bíl.
27.09.2019 - 12:42
Geymslur sýknaðar í héraðsdómi
Fyrirtækið Geymslur var í dag sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákærum í tengslum við bruna sem var í Miðhrauni þann 5. apríl í fyrra. Um þrjá aðskilda dóma var að ræða.
05.06.2019 - 14:51
Eldur í lyftu í fjölbýlishúsi í Árbæ
Eldur kviknaði í lyftu í fjölbýlishúsi í Vallarási í Árbæ rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Allt tiltækt lið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var sent á vettvang. Búið er að ráða niðurlögum eldsins.
23.04.2019 - 16:33
Nítján með reykeitrun í Ósló
Nítján voru fluttir á sjúkrahús með reykeitrun eftir að eldur kom upp í kjallara fjölbýlishúss í Ósló. Þaðan virðist reykurinn hafa borist með raflögnum og komið út um rafmagnstöflur a efri hæðunum. Slökkviliðsmenn náðu að slökkva eldinn á innan við hálfri klukkustund. Eftir það þurfti að reykræsta íbúðirnar. Á sjöunda tímanum í morgun höfðu íbúarnir enn ekki fengið leyfi til að fara inn í húsið.
30.12.2018 - 08:10
Varðhald yfir konunni fellt úr gildi
Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir konu sem hefur verið í haldi vegna rannsóknar lögreglu á bruna á Selfossi á miðvikudaginn í síðustu viku. Gæsluvarðhaldið átti að renna út á fimmtudag. Í framhaldi af niðurstöðu Landsréttar hefur konan hafið afplánun eldri fangelsisdóms, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu. Maður er enn í haldi vegna málsins.
06.11.2018 - 16:15
Konan kærir varðhaldið til Landsréttar
Verjandi konunnar sem situr í gæsluvarðhaldi vegna brunans á Selfossi í síðustu viku hefur ákveðið að kæra gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands til Landsréttar. Hann lýsti þessu yfir um helgina, kæran ætti að berast til réttarins í dag og lögreglan hefur til morguns til að skila Landsrétti greinargerð í málinu, að sögn Odds Árnasonar yfirlögregluþjóns.
05.11.2018 - 10:38
Farið fram á gæsluvarðhald vegna brunans
Lögregla hefur rökstuddan grun um að eldsupptök í einbýlishúsinu við Kirkjuveg á Selfossi í gær, þar sem tvö fórust, séu af mannavöldum. Gert er ráð fyrir að tvær manneskjur sem hafa verið í haldi vegna málsins verði leiddar fyrir dómara síðar í dag og krafist gæsluvarðhalds yfir þeim. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Búið er að taka skýrslu af öðru hinna handteknu og verið er að yfirheyra hitt.
01.11.2018 - 14:32
Myndband
Búið að finna hin látnu í húsinu
Viðbragðsaðilar fundu í morgun karl og konu sem fórust í eldsvoða í húsi við Kirkjuveg á Selfossi í gær. Þau hafa verið flutt í burtu, að sögn Péturs Péturssonar, slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu. Tæknideild lögreglu hefur verið að störfum í rústum hússins í allan morgun. Tvær manneskjur eru enn í haldi lögreglu vegna málsins.
01.11.2018 - 11:57
Perlan: Eldurinn rakinn til logsuðu á tanki
Talið er að eldurinn sem kviknaði í Perlunni í gær hafi kviknað út frá logsuðutæki. Unnið var hörðum höndum að því að hreinsa í dag. Skemmdir virðast mestar á einum vatnstankanna og á hluta útsýnispalls. „Ein af verstu stundum lífs míns var í gær, að horfa á Perluna brenna“, segir forstjóri Perlunnar. Hann gleðst í dag enda skemmdir mun minni en útlit var fyrir.
25.04.2018 - 20:37
Virði þess brunna kannski 2 milljarðar króna
Brunabótamat Miðhrauns 4 sem brann í gær er á annan milljarð króna, að frátöldu því sem í  húsinu var. Brunabótamat Miðhrauns 4 er samtals einn milljarður og 140 milljónir. Og þá er bara verið að tala um fasteignina sjálfa. Ætla má að virði innbúsins hlaupi á hundruðum milljóna. 
06.04.2018 - 12:29
Myndskeið
Hátt í 100 slökkviliðsmenn komu að brunanum
Eiginlegu slökkvistarfi við Miðhraun í Garðabæ, þar sem stórbruni varð í iðnaðar- og verslunarhúsnæði í gær, er lokið. Þetta segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri. Vettvangurinn verður nú afhentur lögreglu til rannsóknar en ekkert liggur fyrir um upptök eldsins. Hátt í hundrað slökkviliðsmenn komu með einum eða öðrum hætti að slökkvistarfinu í gær og í dag.
06.04.2018 - 11:18
Ekki bætur til allra
Það er alls ekki víst að þeir sem áttu muni eða búslóðir í geymslunum í Miðhrauni í Garðabæ fái tjón sitt bætt. Ef þeir hafa ekki tilkynnt um þessar eignir sérstaklega til tryggingarfélags er miðað við að einungis sé hægt að bæta tjón að hluta vegna eigna sem hafa verið geymdar utan heimilis um stundarsakir
06.04.2018 - 10:37
 · Eldsvoði · Innlent
Gert ráð fyrir slökkvistarfi fram á nótt
Stærstum hluta slökkvistarfs í Miðhrauni í Garðabæ er lokið. Nú vinnur slökkvilið að því að rífa göt á húsið til að komast að glæðum sem eru fyrir innan og lokaðar af. Vernharð Guðnason hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu kom af stöðufundi klukkan þrjú. Hann segir að töluverð vinna sé eftir á vettvangi og að gert sé ráð fyrir að hægt verði að afhenda lögreglunni vettvanginn til rannsóknar einhvern tíma í nótt.
05.04.2018 - 16:09
Myndskeið
Drónamyndir af brunanum í Garðabæ
Reykurinn teygði sig hátt til himins yfir Miðbraut 4 í Garðabæ í morgun. Hann lagði svo yfir Hafnarfjörð og Álftanes til norðvesturs. Vilhjálmur Þór Guðmundsson, tökumaður RÚV, tók meðfylgjandi myndir af eldsvoðanum í morgun með hjálp dróna.
05.04.2018 - 13:26
Innlent · Eldsvoði · Eldur · Bruni
Telja allar líkur á að húsið sé nánast ónýtt
Allar líkur eru á að húsið sem brennur við Miðhraun 4 í Garðabæ sé nánast ónýtt. Þetta segir eigandi bróðurparts hússins, fasteignafélagið Reginn, í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Í tilkynningunni segir að bókfært virði hússins sé 580 milljónir króna en að bruninn muni ekki hafa áhrif á afkomu Regins hf.
05.04.2018 - 11:58
Viðtal
Starfsfólk í stórhættu og flúði út um glugga
Tæpt stóð að starfsfólk Icewear í Miðhrauni 4 kæmist út úr húsinu eftir að eldur kviknaði þar í morgun. Hurðin sogaðist föst og starfsfólkið þurfti að flýja út um glugga. Þetta segir Aðalsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu. „Ég held að við séum bara heppin að allir komust heilir út – eða þokkalega heilir, einhver brenndist nú,“ segir hann.
05.04.2018 - 11:29
Viðtal
Bíður eftir upplýsingum um ástandið í Geymslum
Björgvin Halldórsson tónlistarmaður segir allt enn óvíst um ástand ýmissa muna sem hann geymir hjá fyrirtækinu Geymslum við Miðhraun í Garðabæ. Hann hraðaði sér á vettvang þegar hann frétti af eldsvoðanum í morgun. Hægt er að hlusta á viðtal við Björgvin ef smellt er á myndina að ofan.
05.04.2018 - 10:15
Mynd með færslu
Slökkvistarfið í Miðhrauni
Hér er hægt að fylgjast með slökkviliði höfuðborgarsvæðisins berjast við eldsvoða í Miðhrauni í Garðabæ. Allt tiltækt slökkvilið er á staðnum, einnig menn sem voru á bakvakt.
05.04.2018 - 10:04
„Ofboðslega sárt að horfa á þetta“
„Þetta var bara hrikalegt,“ segir Friðrik Þór Stefánsson, rekstrarstjóri fataverslunarinnar Icewear, sem var staddur í húsnæði fyrirtækisins að Miðhrauni 4 þegar eldur blossaði þar upp í morgun skömmu eftir að vinnudagurinn hófst. „Brunabjallan fer í gang og svo bara blossar upp eldur – þetta gerist mjög hratt,“ segir Friðrik, sem er enn á vettvangi.
05.04.2018 - 09:57