Færslur: Eldsvoði

Brunarannsókn miðar vel - gæsluvarðhald til 11. ágúst
Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á bruna á Bræðraborgarstíg í Reykjavík 25. júní síðastliðinn miðar vel og er hún langt komin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Karlmaður á sjötugsaldri var handtekinn daginn sem eldurinn kom upp og hefur hann verið í haldi lögreglu síðan þá á grundvelli rannsóknarhagsmuna.
Á þriðja tug vitna yfirheyrð vegna brunans
Á þriðja tug vitna hafa verið yfirheyrð vegna bruna sem varð í húsinu við Bræðraborgarstíg 1 þann 25. júní síðastliðinn þar sem þrír létust. Meðal þeirra er fólk sem var inni í húsinu þegar eldurinn kom upp og íbúar hússins. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag og vísar blaðið í upplýsingar frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Bruninn á Bræðraborgarstíg talinn manndráp af ásetningi
Mannskæður eldsvoðinn sem varð á Bræðraborgarstíg 1 hinn 25. júní síðastliðinn er rannsakaður sem manndráp af ásetningi. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem talinn er hafa kveikt í húsinu.
Björguðu manni úr brennandi húsi á Djúpavogi
Snör viðbrögð þriggja íbúa á Djúpavogi virðast hafa bjargað lífi manns þegar eldur kviknaði í íbúðarhúsi þar á laugardagskvöld. Eftir mikil hróp og köll við húsið tókst þremenningum að vekja húsráðanda sem kom sér út úr brennandi húsinu.
14.07.2020 - 15:40
Í gæsluvarðhaldi til 6. ágúst vegna brunans í Vesturbæ
Karlmaður á sjötugsaldri var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í fjórar vikur, til 6. ágúst, á grundvelli almannahagsmuna. Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi frá 26. júní vegna gruns um aðild að eldsvoða í íbúðarhúsi á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs 25. júní.
Kennsl borin á fólkið sem lést í eldsvoðanum
Rannsókn lögreglu á bruna í húsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu miðar vel. Kennslanefnd Ríkislögreglustjóra hefur borið kennsl á fólkið sem lést í brunanum. Þau voru öll þrjú pólskir ríkisborgarar sem störfuðu hér á landi.
Áframhaldandi gæsluvarðhald vegna brunans
Karlmaður á sjötugsaldri var úrskurðaður í sjö daga áframhaldandi gæsluvarðhald í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna rannsóknar á bruna á Bræðraborgarstíg á fimmtudaginn í síðustu viku. Var það gert að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á grundvelli almannahagsmuna.
Vill efla heimildir til að beita viðurlögum
Velferðarnefnd Alþingis kom sérstaklega saman í morgun til að ræða aðbúnað erlends verkafólks á Íslandi, í ljósi eldsvoðans á Bræðraborgarstíg síðastliðinn fimmtudag. Helga Vala Helgadóttir, formaður nefndarinnar, segir að efla þurfi heimildir verkalýðsfélaga og eftirlitsstofnana til að koma í veg fyrir hörmungar sem þessar.
Minnast þeirra sem létust í brunanum á Bræðraborgarstíg
Boðað hefur verið til samstöðufundar við Alþingishúsið í dag til að vekja athygli á bágri stöðu erlends verkafólks hér á landi. Eftir fundinn verður gengið að húsinu við Bræðraborgarstíg sem kviknaði í í síðustu viku. Þrír létust í eldsvoðanum.
Myndskeið
Tveir voru úrskurðaðir látnir á vettvangi
Tveir létust á vettvangi brunans í húsi á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs í gær. Einn var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, segir að aðstæður hafi verið mjög erfiðar og ekki hafi verið hægt að tryggja öryggi slökkviliðsmanna við reykköfun inni í brennandi húsinu.
„Erfiður dagur hjá lögreglunni í gær“
Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði að erfitt hefði verið að keyra ökutæki lögreglunnar í forgangi á götum borgarinnar í gær eftir að stórbruni varð á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs og að áhorfendur að brunanum á hefðu verið full aðgangsharðir.
Myndir
Slökkvistörfum lauk hálffjögur í nótt
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu lauk störfum klukkan hálf fjögur í nótt á vettvangi brunans á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. Þá voru fjórir menn á vegum slökkviliðsins enn að störfum. Stórum hluta af brunarústum hússins hefur verið mokað í burtu. 
Myndskeið
Talið að 6 til 10 manns hafi verið inni í húsinu
Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, telur að sex til tíu manns hafi verið inni í húsinu sem varð eldi að bráð á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs í dag. Endanleg tala liggur þó ekki fyrir.
25.06.2020 - 22:06
Fimm íbúar hafa fengið húsaskjól hjá Rauða krossinum
Fimm íbúar hússins sem brann á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs í Vesturbæ Reykjavíkur í dag hafa fengið inni hjá Rauða krossinum. Fólkið er allt af erlendu bergi brotið. Sex voru flutt á sjúkrahús frá brunanum og er á gjörgæslu.
Á gjörgæslu eftir eldsvoða við Bræðraborgarstíg
Fólkið sem var flutt slasað á sjúkrahús frá brennandi húsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í dag er allt á gjörgæslu. Slökkvistarfi í húsinu er ekki lokið og mikil vinna eftir. Slökkvilið hefur náð fullri stjórn á útbreiðslu eldsins.
Einn fluttur á sjúkrahús eftir eldsvoða í Keflavík
Maður var fluttur á sjúkrahús vegna gruns um  reykeitrun eftir að eldur kviknaði á veitingastaðnum Kebab house við Hafnargötu í Keflavík í morgun.
21.06.2020 - 14:45
Myndskeið
Eldur kviknaði á svölum við Ráðhústorgið
Eldur kviknaði á svölum á efstu hæð íbúðarblokkar við Strandgötu á Akureyri á áttunda tímanum í kvöld. Búið er að ráða niðurlögum eldsins og enginn slasaðist. Talið er að eldurinn hafið kviknað út frá gaskút.
15.06.2020 - 20:33
Slökkvilið kallað út vegna gróðurelda
Tveir dælubílar og tankbíll slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðir út nú á tólfta tímanum vegna gróðurelda við Þorláksgeisla í Grafarholti.
17.05.2020 - 23:56
Níu létust í eldsvoða á elliheimili
Að minnsta kosti níu létust og annar eins fjöldi er á gjörgæslu eftir að eldur kom upp á elliheimili í borginni Krasnogorsk í Rússlandi um miðnætti að staðartíma. Að sögn rússneskra fjölmiðla voru 37 í húsinu þegar eldurinn kom upp. Margir í hópnum eru hreyfihamlaðir og veittist starfsfólki heimilisins erfitt að forða þeim úr reyknum. Slökkvistarfi var lokið á innan við klukkustund.
11.05.2020 - 15:37
Fréttaskýring
Ár frá bruna Notre dame: „Veiran einokar huga fólks“
Það er enn ekki komið rafmagn á Notre Dame dómkirkjuna, því þarf krafta til að hringja kirkjuklukkunni , sem er sú næst stærsta í Frakklandi. Á miðvikudag þegar ár var liðið frá því dómkirkjan fræga stórskemmdist í eldsvoða, gekk hringjari, klæddur heilgalla og grímu upp í turninn. Hann togaði af afli í reipið sem bundið er við þungann kólfinn og fljótlega ómaði klukknahljómurinn um Parísarborg.
18.04.2020 - 09:00
36 gáma vinnubúðir brunnu til grunna
Altjón varð þegar eldur kviknaði í vinnubúðum við bæinn Hnappavelli, rétt hjá Fosshóteli Jökulsárlón síðdegis í dag. Borgþór Freysteinsson, slökkviliðsstjóri á Höfn, segir þetta hafa verið 36 gáma vinnubúðir fyrir um það bil 40 manns, og nú standi grindurnar einar eftir. Borgþór segir engan hafa verið í búðunum þegar eldurinn kom upp og að slökkvistörf hafi gengið vel. Staðurinn er milli Jökulsárlóns og Skaftafells, tæpa 30 kílómetra frá fyrrnefnda staðnum.
06.04.2020 - 01:35
Eldur logar í bíl í Álfheimum
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út seint á sjötta tímanum í kvöld vegna elds sem logaði í bíl í Álfheimum, skammt frá Glæsibæ.
25.03.2020 - 18:26
Úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu
Karlmaður um þrítugt, sem var handtekinn í nótt, grunaður um aðild að eldsvoðanum á skemmtistaðnum Pablo Discobar í nótt, hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu, eða til 16. apríl, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn er sá hinn sami og stal steypubíl í miðbæ Reykjavíkur í síðustu viku, og skapaði stórhættu þegar hann ók honum á móti umferð.
19.03.2020 - 19:33
Maðurinn við Pablo Discobar stal líka steypubílnum
Þrítugur karlmaður, sem handtekinn var í nótt, grunaður um aðild að eldsvoðanum á skemmtistaðnum Pablo Discobar, er sá hinn sami og olli stórhættu í síðustu viku, þegar hann stal steypubíl í miðbænum og ók honum meðal annars á móti umferð.
Mikið tjón í miðbænum - góðkunningi grunaður um aðild
Mikið tjón varð í eldsvoða í húsakynnum skemmtistaðar og veitingahúss í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Þrítugur karlamaður, sem var handtekinn á vettvangi, er enn í haldi lögreglu, grunaður um aðild að málinu. Hann hefur áður komið við sögu lögreglu.