Færslur: Eldsvoði
Fimmtán létust í eldsvoða á elliheimili
Að minnsta kosti fimmtán létust þegar eldur kom upp í dag á elliheimili í borginni Kharkiv í austurhluta Úkraínu. Þrjátíu og þrír voru á heimilinu þegar eldurinn kviknaði. Níu var bjargað út og farið með á sjúkrahús. Volodymyr Zelensky forseti tilkynnti að rannsóknarnefnd yrði skipuð til að kanna í þaula hvað olli eldvoðanum. Hann er sá mannskæðasti í Úkraínu frá því að eldsvoði varð 42 að bana í Ódessa árið 2014.
21.01.2021 - 16:28
Lík allra sem fórust í brunanum á Andøya fundin
Björgunarfólk hefur fundið lík allra þeirra fimm sem fórust í eldsvoðanum í Andøya í Norðurlandsfylki í Noregi aðfaranótt laugardags. Ekki hafa enn verið borin kennsl á hin látnu en vonast er til að krufning leiði í ljós hver þau eru.
17.01.2021 - 18:23
Tvö fundin látin í brunarústum hússins á Andøya
Björgunarfólk hefur fundið tvö lík í brunarústum húss á Andøya í Norðurlandsfylki í Noregi. Ekki hafa enn verið borin kennsl á þau en vonast er til að krufning leiði í ljós hver þau eru.
17.01.2021 - 12:22
Gerðu sér ekki fulla grein fyrir áhættunni
Framkvæmdastjóri Sorpu segir að eldsneytistankar sem geymdir voru í skemmu upp við ruslahaug á Álfsnesi verði fluttir annað eftir helgi. Við lá að illa færi í gær þegar mikill eldur kviknaði í haugnum. Í haugnum var sláturúrgangur sem þakinn hafði verið með garðaúrgangi til að minnka ólykt. Eldurinn teygði sig líka í dekk og netadræsur með tilheyrandi mengun.
09.01.2021 - 12:46
Eldtungurnar sleiktu skemmu með lífdísilgeymum
Það þurfti stórtækar vinnuvélar til þess að slökkva eld sem kviknaði á ruslahaugunum í Álfsnesi í morgun. Eldtungurnar sleiktu skemmu þar sem geymd voru fleiri tonn af metanóli og lífdísil.
08.01.2021 - 12:25
Slökkvilið réð niðurlögum elds í Glerárskóla á Akureyri
Slökkviliðinu á Akureyri hefur tekist að að ráða niðurlögum elds sem kom upp í Glerárskóla í kvöld. Að sögn Ólafs Stefánssonar slökkviliðsstjóra er verið að reykræsta húsið en mikinn reyk leggur enn frá byggingunni.
07.01.2021 - 00:32
Íbúð töluvert skemmd eftir eldsvoða í nótt
Eldur kviknaði í íbúð í fjölbýlishúsi á Ásbrú í Reykjanesbæ í nótt. Tvær manneskjur sem voru í íbúðinni náðu að komast þaðan út. Brunavarnir Suðurnesja fengu tilkynningu um eldinn um klukkan fjögur í nótt.
01.01.2021 - 15:26
Aðgerðum slökkviliðs lokið við Lækjargötu 2a
Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var að störfum við Lækjargötu 2a í Reykjavík þar til nú skömmu fyrir fréttir. Mikinn reyk lagði um ganga hússins og út um glugga sem reyndist koma frá þvottavél eða þurrkara í kjallara. Nú er unnið að því að reykræsta húsið. Húsið gereyðilagðist í bruna árið 2007 og var endurbyggt að stærstum hluta.
20.12.2020 - 06:19
Eldur í vöruskemmu við Kleppsmýrarveg
Eldur kom upp í vöruskemmu við Kleppsmýrarveg eftir miðnættið. Allt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að húsinu rétt fyrir klukkan eitt.
19.12.2020 - 01:21
Eldur í fyrirtæki á Akureyri
Eldur kom upp í þvottahúsinu Grandþvotti á Akureyri í morgun. Slökkvilið Akureyrar var kallað út rétt upp úr átta og var þá talsverður eldur á afmörkuðum stað í húsinu.
02.12.2020 - 09:03
Segir lukkuna hafa komið í veg fyrir fleiri dauðsföll
Slökkviliðsstjórinn á Akureyri segir lukkuna hafa komið í veg fyrir að manntjón varð ekki í fleiri en einu af þeim fjórum gömlu húsum sem brunnið hafa á Akureyri á rúmu ári. Hann segir mikilvægt að fólk fái aðstoð frá ríkinu við að laga gömul hús.
23.11.2020 - 19:55
Misstu hús sitt í eldsvoða sem kviknaði út frá raftæki
Hjónin Guðrún María Björnsdóttir og Jóhann Páll Þorkelsson eru bændur á Snartarstöðum í Lundarreykjadal í Borgarfirði á Vesturlandi. Þau misstu heimili sitt í byrjun júní á þessu ári þegar eldur braust út á efri hæð íbúðarhússins á bænum . Eldurinn kviknaði út frá gamalli spjaldtölvu sem var í hleðslu. Þau hafa orðið að búa í garðkofa með börnin sín þrjú síðan þá með eldunaraðstöðu í gámi á hlaðinu. Þau vonast til að geta loks flutt í nýtt hús á næstunni.
19.11.2020 - 09:30
Þakka skjótum viðbrögðum að betur fór en á horfðist
Betur fór en á horfðist þegar kviknaði í raðhúsi í Hjallahverfi í Kópavogi í nótt. Slökkvilið þakkar það skjótum viðbrögðum og tilkynningu um eldinn sem barst fljótt. Þegar slökkvilið kom á staðinn var töluverður eldur í húsinu. Heimilisfólk hafði komist út af sjálfsdáðum og enginn var fluttur á slysadeild.
19.11.2020 - 08:35
Dæmdur fyrir steypubílaakstur og bruna á Pablo Discobar
Þrítugur karlmaður sem í mars síðastliðnum olli stórhættu þegar hann stal steypubíl í miðbæ Reykjavíkur og ók á móti umferð hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi.
30.10.2020 - 10:56
Sex hundar drápust: „Þetta var eins og í hryllingsmynd“
„Þetta var eins og í hryllingsmynd,“ segir eigandi sex hunda sem drápust í eldsvoða í Kópavogi í gær. Hún heyrði angistaróp hundanna en gat ekkert gert. Fjórir hundar lifðu eldsvoðann af.
28.10.2020 - 19:13
Hundarnir fjórir braggast vel
Fjórir hundar, sem bjargað var meðvitundarlausum úr brennandi húsi í Kórahverfi í Kópavogi í gær, braggast vel. Sex hundar drápust í brunanum.
28.10.2020 - 15:39
Eldurinn kviknaði út frá spjaldtölvu
Eldur sem kom upp í tveggja hæða íbúðahúsi í Borgarfirði í byrjun júní í sumar átti upptök sín í spjaldtölvu sem hafði verið skilin eftir í hleðslu. Þetta segir Jón Sigurður Ólason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Borgarnesi.
28.10.2020 - 14:04
Eldsupptök í Kórahverfi eru rakin til lampa
Eldsupptök í einbýlishúsi í Kórahverfi í Kópavogi um miðjan dag í gær, þar sem sex hundar drápust, eru rakin til lampa á heimilinu.
28.10.2020 - 12:10
Ekki fleiri dauðsföll í eldsvoðum hér á landi í 40 ár
Sex hafa látist í eldsvoðum hér á landi það sem af er ári, og hafa ekki verið fleiri í yfir fjörutíu ár. Mikið hefur mætt á slökkviliðum sem farið hafa í yfir tvö hundruð brunaútköll á árinu.
27.10.2020 - 19:30
Eldurinn kviknaði út frá potti
Talið er kviknað hafi í einbýlishúsi við Stararima í Grafarvogi í gær út frá potti sem verið var að elda mat í á eldavél. Mjög miklar skemmdir urðu á húsinu og það er líklega ónýtt.
27.10.2020 - 14:04
Rannsókn á eldsvoða í Borgarfirði stendur enn yfir
Rannsókn stendur enn yfir hjá Lögreglunni á Vesturlandi á eldsvoða í íbúðarhúsi í Hálsasveit í Borgarfirði á sunnudag. Kona á áttræðisaldri lést í eldsvoðanum.
21.10.2020 - 12:30
Hafa lokið rannsókn á brunanum við Bræðraborgarstíg
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur lokið við rannsókn á bruna í húsinu á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í Reykjavík 25. júní í sumar. Þrír létust í brunanum og karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa valdið dauða þeirra og gert tilraun til að drepa tíu til viðbótar.
16.10.2020 - 16:22
Fleiri vitni gefa sig fram vegna húsbílsbrunans
Þeim fjölgar enn sem hafa haft samband við lögreglu og sagst hafa orðið vitni að bruna í húsbíl í Grafningi á föstudagskvöld sem dró mann á fertugsaldri til dauða, sem og tvo hunda hans. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir hins vegar að öðru leyti lítið nýtt að frétta af rannsókninni. Vitni sem hringdi í Neyðarlínu þegar logaði í bílnum sagðist hafa séð annan bíl á vettvangi, en enginn hefur gefið sig fram sem kannast við að hafa verið þar á ferð.
13.10.2020 - 12:08
Sökin liggur í tölvukerfi Neyðarlínunnar
Hönnunargalli á tölvukerfi Neyðarlínunnar olli því að símtal sem barst þangað á föstudagskvöld um eld í í húsbíl í Grafningi var ekki skráð á verkefnalista lögreglu eins og gert er ráð fyrir. Þetta er niðurstaða athugunar Neyðarlínunnar og Ríkislögreglustjóra, að sögn Tómasar Gíslasonar, aðstoðarforstjóra Neyðarlínunnar.
12.10.2020 - 15:54
Telja manninn hafa verið látinn þegar ábendingin barst
Það er mat lögreglunnar á Suðurlandi að maðurinn sem fannst látinn í brunnum bíl í Grafningi á laugardag, hafi þegar verið látinn þegar ábending barst Neyðarlínu um eldinn klukkan hálftólf á föstudagskvöld. Þetta segir Oddur Árnason yfirlögregluþjónn. Ábendingin átti að skila sér til fjarskiptamiðstöðvar Ríkislögreglustjóra en gerði það ekki og lögregla fékk á endanum ekki tilkynningu um málið fyrr en í hádeginu daginn eftir.
12.10.2020 - 12:37