Færslur: Eldsvoði

Íkveikja í Brekkubæjarskóla á Akranesi
Rannsókn lögreglunnar á Vesturlandi á eldsvoða sem kom upp í smíðastofu í Brekkubæjarskóla á Akranesi í síðustu viku er á lokastigi. Kveikt var í stofunni. Málið telst upplýst og er nú unnið í samvinnu við barnavernd.
20.01.2022 - 12:25
Sex fórust í bruna á spænsku dvalarheimili
Sex fórust og tveir slösuðust alvarlega þegar eldur kom upp í dvalarheimili fyrir eldri borgara nærri Valencia á Spáni í gærkvöld. Rúmlega sjötíu var bjargað úr brennandi húsinu sem er í bænum Moncada.
19.01.2022 - 14:15
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Spánn · Eldsvoði · Slökkvilið · Andlát · Slysfarir · Valencia
Myndskeið
Sjö börn meðal látinna í eldsvoða í Fíladelfíu
Þrettán létust, þar af sjö börn, þegar eldur kom upp í morgun í félagslegu húsnæði í borginni Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Tveir voru fluttir á sjúkrahús. Átta tókst að komast út af sjálfsdáðum. 
05.01.2022 - 16:16
Enn logar í þinghúsinu í Höfðaborg
Slökkviliðsmenn í Höfðaborg í Suður-Afríku hafa náð tökum á eldi sem brunnið hefur í þinghúsi landsins síðan í gærmorgun. Maður á fimmtugsaldri, sem var handtekinn í húsinu, hefur verið ákærður fyrir að kveikja í húsinu.
03.01.2022 - 11:50
Einn handtekinn vegna eldsvoða í þingi Suður-Afríku
Einn var í dag handtekinn vegna eldsvoða í þinghúsi Suður-Afríku í Höfðaborg. Eldurinn kviknaði um klukkan sex að staðartíma í morgun og gekk slökkviliði borgarinnar erfiðlega að ráða niðurlögum hans.
02.01.2022 - 19:30
Grunaður um íkveikju liggur þungt haldinn á spítala
Maður á sjötugsaldri sem lögregla grunar að beri ábyrgð á mannskæðum bruna í japönsku borginni Osaka liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Talið er að kolsýringseitrun hafi orðið fólkinu að aldurtila.
18.12.2021 - 04:13
Óttast að 27 hafi farist í eldsvoða í Japan
Óttast er að 27 hafi farist í eldsvoða í miðborg Osaka næst stærstu borg Japan. Tilkynnt var um eldinn laust eftir klukkan tíu að morgni að staðartíma en alls voru sjötíu slökkviliðsbílar kallaðir út.
17.12.2021 - 06:15
Dóms- og lögreglumál · Erlent · Asía · Japan · Eldsvoði · Osaka · Kyoto · Bruni · Andlát · lögregla · Slökkvilið · íkveikja · Manndráp
Myndskeið
Hundruð lokuðust á þaki háhýsis
Slökkviliðs- og björgunarmönnum í Hong Kong tókst að bjarga á þrettánda hundrað manns þegar eldur kom upp í 38 hæða byggingu í borginni. Þrettán slösuðust, þar af einn alvarlega.
15.12.2021 - 12:35
Fjórir dæmdir fyrir mannskæðan bruna í Brasilíu
Fjórir voru dæmdir til langrar fangelsisvistar í Brasilíu í gær vegna eldsvoða í næturklúbbi í bænum Santa María ári 2013 þar sem 242 ungmenni létu lífið. Tveir hinna dæmdu eru eigendur klúbbsins en hinir tveir meðlimir í hljómsveit sem var að spila þegar eldurinn kviknaði út frá blysi sem þeir kveiktu í á sviðinu. Annar eigendanna var dæmdur í tuttugu og tveggja og hálfs árs fangelsi en hinn nítján og hálfs árs fangavist. Hljómsveitarmeðlimirnir fengu átján ára fangelsisdóm hvor.
11.12.2021 - 06:43
Fjögur fórust í bruna í Noregi
Lík fjögurra manna fjölskyldu fundust í brunarústum í Svelvik í Noregi í morgun. Eldur varð laus í húsi fjölskyldunnar í fyrrinótt og brann það til grunna án þess að slökkviliði tækist að komast inn í það til að reyna að bjarga þeim sem voru inni. Svelvik er í Drammenhéraði skammt sunnan Óslóar.
07.12.2021 - 14:01
Ákærður fyrir að kveikja í eigin veitingastað
Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hafa lagt eld að veitingastað sínum í Keflavík í fyrra og freistað þess að svíkja bætur út úr tryggingafélagi sínu í framhaldinu. Fréttablaðið greinir frá þessu.
12.11.2021 - 05:51
Viðtal
Snör viðbrögð skipverja hafi skipt sköpum
Góð þjálfun skipverja skipti sköpum þegar eldur kom upp í vélarrúmi ísfisktogarans Vestmannaeyjar VE síðdegis í gær. Þetta er mat bæði skipstjórans og slökkviliðsstjórans í Fjarðabyggð. 
28.10.2021 - 07:47
Eldur um borð í Vestmannaey - enginn slasaðist
Eldur kom upp í vélarými ísfisktogarans Vestmannaeyjar VE rétt fyrir klukkan 16:00 í dag er skipið var á leið til löndunar í Neskaupstað með fullfermi. Bergey VE kom til aðstoðar og dregur nú Vestmannaey til hafnar. Fram kemur í tilkynningu á Facebook-síðu Síldarvinnslunnar að engin slys hafi orðið á mönnum um borð.
27.10.2021 - 21:37
Ekkert enn vitað um eldsupptök í Hafnarfirði
Ekkert er enn vitað um upptök eldsvoðans í Hafnarfirði, þar sem kona lést í nótt. Þetta segir yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Íbúðin var full af reyk og mikill hiti. 
Eldur virðist hafa kraumað lengi áður en útkall barst
Vísbendingar eru um að eldur hafi náð að krauma býsna lengi, áður en útkall barst slökkviliðinu í Hafnarfirði í nótt. Þetta segir varðstjóri hjá slökkviliðinu. Kona á sjötugsaldri lést í eldsvoðanum, sem kom upp í þríbýlishúsi. 
14.10.2021 - 10:04
Verðum að bretta upp ermar og endurbyggja kirkjuna
„Margir eiga góðar minningar úr kirkjunni og það er óskaplega sorglegt að hún skuli vera horfin. Fólk er með tárin í augunum.
22.09.2021 - 09:46
Myndskeið
Brann til grunna á 20 mínútum
Svavar Gylfason slökkviliðsstjóri í Grimsey segir að kirkjan hafi orðið alelda á skömmum tíma. Þegar slökkviliðið kom á vettvang var mestur eldur í turninum en rafmagnstaflan er þar undir.
22.09.2021 - 08:16
Slökkvilið brýnir eigendur ferðavagna til varkárni
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu brýnir fyrir fólki að huga vel að gas- og rafmagnstengingum í ferðavögnum og hvetur til varkárni. Undanfarinn sólarhring kviknaði í tveimur hjólhýsum en þau voru bæði mannlaus og engin slys urðu á fólki. Hýsin eru bæði ónýt eftir brunana.
Tugir létust í eldsvoða í Bangladess
Minnst 53 létust og um það bil þrjátíu slösuðust þegar eldur kom upp í verksmiðju í Bangladess í gærkvöld. Um það bil þúsund manns unnu þar, en margir voru farnir heim þegar eldurinn gaus upp.
09.07.2021 - 16:13
Óttast ógurlegt mengunarslys við strendur Sri Lanka
Yfirvöld á Sri Lanka segjast óttast að eitthvað mesta mengungarslys í sögu landsins sé í uppsiglingu eftir að brak úr brennandi flutningaskipinu Pearl barst að ströndum þess.
30.05.2021 - 10:05
Eldur í húsi við Haðarstíg í miðborg Reykjavíkur
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að húsi við Haðarstíg í Reykjavík á sjötta tímanum í dag. Mikill eldur logaði þegar slökkviliðið bar að. Engan sakaði.
Átta fórust í eldsvoða í Lettlandi
Átta létust og níu slösuðust í eldsvoða á ólöglegu gistiheimili í Ríga, höfuðborg Lettlands, í nótt. Talið er að flest fórnarlömbin hafi verið erlendir ferðamenn.
28.04.2021 - 16:04
Minnst 23 látin eftir sjúkrahúsbruna í Bagdad
Að minnsta kosti tuttugu og þrjú eru látin eftir að eldur kviknaði í gjörgæsludeild fyrir kórónuveirusjúklinga í Bagdad höfuðborg Írak. Um fimmtíu eru talin hafa slasast í eldsvoðanum.
25.04.2021 - 02:10
Eldur í Svartsengi truflar ekki raforkuframleiðslu
Engum var hætta búin þegar eldur kviknaði í vélarbúnaði í Orkuveri 3 hjá HS Orku í Svartsengi síðdegis í dag. Orkuverið var mannlaust þegar eldurinn kom upp en starfsmenn HS Orku lokuðu svæðinu.
06.04.2021 - 19:22
Mikill eldur í olíuhreinsistöð á Jövu
Gríðarlegur eldur logar í Balongan olíuhreinsistöðinni á Jövu í Indónesíu. Hún er ein hin stærsta í landinu. Öflug sprenging kvað við í stöðinni í dag og í kjölfarið breiddist út mikill eldur.
29.03.2021 - 10:38