Færslur: Eldsvoði

Slökkvilið kallað út vegna gróðurelda
Tveir dælubílar og tankbíll slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðir út nú á tólfta tímanum vegna gróðurelda við Þorláksgeisla í Grafarholti.
17.05.2020 - 23:56
Níu létust í eldsvoða á elliheimili
Að minnsta kosti níu létust og annar eins fjöldi er á gjörgæslu eftir að eldur kom upp á elliheimili í borginni Krasnogorsk í Rússlandi um miðnætti að staðartíma. Að sögn rússneskra fjölmiðla voru 37 í húsinu þegar eldurinn kom upp. Margir í hópnum eru hreyfihamlaðir og veittist starfsfólki heimilisins erfitt að forða þeim úr reyknum. Slökkvistarfi var lokið á innan við klukkustund.
11.05.2020 - 15:37
Fréttaskýring
Ár frá bruna Notre dame: „Veiran einokar huga fólks“
Það er enn ekki komið rafmagn á Notre Dame dómkirkjuna, því þarf krafta til að hringja kirkjuklukkunni , sem er sú næst stærsta í Frakklandi. Á miðvikudag þegar ár var liðið frá því dómkirkjan fræga stórskemmdist í eldsvoða, gekk hringjari, klæddur heilgalla og grímu upp í turninn. Hann togaði af afli í reipið sem bundið er við þungann kólfinn og fljótlega ómaði klukknahljómurinn um Parísarborg.
18.04.2020 - 09:00
36 gáma vinnubúðir brunnu til grunna
Altjón varð þegar eldur kviknaði í vinnubúðum við bæinn Hnappavelli, rétt hjá Fosshóteli Jökulsárlón síðdegis í dag. Borgþór Freysteinsson, slökkviliðsstjóri á Höfn, segir þetta hafa verið 36 gáma vinnubúðir fyrir um það bil 40 manns, og nú standi grindurnar einar eftir. Borgþór segir engan hafa verið í búðunum þegar eldurinn kom upp og að slökkvistörf hafi gengið vel. Staðurinn er milli Jökulsárlóns og Skaftafells, tæpa 30 kílómetra frá fyrrnefnda staðnum.
06.04.2020 - 01:35
Eldur logar í bíl í Álfheimum
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út seint á sjötta tímanum í kvöld vegna elds sem logaði í bíl í Álfheimum, skammt frá Glæsibæ.
25.03.2020 - 18:26
Úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu
Karlmaður um þrítugt, sem var handtekinn í nótt, grunaður um aðild að eldsvoðanum á skemmtistaðnum Pablo Discobar í nótt, hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu, eða til 16. apríl, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn er sá hinn sami og stal steypubíl í miðbæ Reykjavíkur í síðustu viku, og skapaði stórhættu þegar hann ók honum á móti umferð.
19.03.2020 - 19:33
Maðurinn við Pablo Discobar stal líka steypubílnum
Þrítugur karlmaður, sem handtekinn var í nótt, grunaður um aðild að eldsvoðanum á skemmtistaðnum Pablo Discobar, er sá hinn sami og olli stórhættu í síðustu viku, þegar hann stal steypubíl í miðbænum og ók honum meðal annars á móti umferð.
Mikið tjón í miðbænum - góðkunningi grunaður um aðild
Mikið tjón varð í eldsvoða í húsakynnum skemmtistaðar og veitingahúss í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Þrítugur karlamaður, sem var handtekinn á vettvangi, er enn í haldi lögreglu, grunaður um aðild að málinu. Hann hefur áður komið við sögu lögreglu.
Stórbruni í Stafangri - bílastæðahús að hrynja
Flugumferð hefur verið stöðvuð um Solaflugvöll í Stafangri í Noregi vegna eldsvoða í bílastæðahúsi við völlinn. Einnig hefur Scandic hótel í nágrenninu verið rýmt. Að minnsta kosti tíu bílar standa í björtu báli að sögn fréttastofu norska ríkisútvarpsins.
07.01.2020 - 15:36
„Það er bara allt svart“
Rannsókn á eldsvoða í fjölbýlishúsi í Vesturbergi á föstudaginn er enn í gangi, en vinnu lögreglu á vettvangi er lokið. Íbúi í húsinu segir ástandið slæmt.
Sleppt að lokinni skýrslutöku
Skýrslutöku af manninum sem handtekinn var á vettvangi brunans í Kiðjabergi í gær er lokið og er hann frjáls ferða sinna.
Handtekinn á vettvangi brunans
Einn var handtekinn á vettvangi þegar sumarhús brann til kaldra kola í landi Mýrarkots í gær. Hann var í svo annarlegu ástandi að ekki var hægt að taka skýrslu af honum.
Sumarhúsið rústir einar
Sumarhúsið sem brann í landi Kiðjabergs í gærkvöldi er gjörónýtt að sögn slökkviliðsstjóra. Eldsupptök eru ókunn.
Fréttaskýring
Lúðrar ræsa fólk ef hættuástand skapast í Örfirisey
Hliðið opnast og olíuflutningabílarnir aka sneisafullir frá Olíubirgðastöðinni í Örfirisey á bensínstöðvar í borginni. Það er heiðskírt og hvíta tankana ber við himinn. Þessi stöð hefur verið þarna frá árinu 1950. Fæstir velta innvolsi tankanna fyrir sér dagsdaglega en eldurinn sem braust út inni á öryggissvæði stöðvarinnar í Örfirisey í nótt vekur spurningar. Óhappið er áminning um að mörg fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu geyma eða nota hættuleg efni; til dæmis bensín, klór, etanól eða ammóníak.
Hefðu aldrei átt að senda reykkafara eftir tölvu
Ekki var sótt um leyfi fyrir breyttri notkun byggingar við Miðhraun í Garðabæ sem gjöreyðilagðist í miklum eldsvoða í apríl í fyrra. Það skortir ekki lög og reglur heldur að eigendur bygginga fari eftir þeim, að mati slökkviliðsstjóra höfuðborgarsvæðisins. Ekki hefði átt að senda reykkafara inn í húsið í leit að tölvu.
29.11.2019 - 12:19
Rannsaka bruna á mannlausu veiðihúsi við Deildará
Lögreglan á Húsavík rannsakar nú hvað varð til þess að mannlaust veiðihús við Deildará, sunnan Raufarhafnar, brann til grunna í nótt.
20.11.2019 - 16:22
Allt bendir til þess að eldurinn hafi kviknað á svölum
Bráðabirgðaniðurstaða rannsóknar Lögreglunnar á Akureyri á upptökum eldsvoða á Norðurgötu aðfaranótt sunnudags benda til þess að eldurinn hafi komið upp á timbursvölum á vesturhlið hússins. Þetta segir Bergur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri í samtali við fréttastofu.
20.11.2019 - 11:22
Myndskeið
Flúðu út þegar hrundi úr lofti og gólf gáfu sig
Fjórir björguðust úr brennandi íbúðarhúsi á Akureyri í morgun. Um tíma var óttast að einn væri inni í eldhafinu, en svo reyndist ekki vera. Húsið, sem er gjörónýtt, verður rifið fyrir miðnætti í kvöld.
17.11.2019 - 20:12
Viðtal
Innlyksa íbúar biðu sem lamaðir eftir aðstoð
Fjórum var bjargað úr íbúðum í Suðurhólum í Breiðholti í Reykjavík í kvöld eftir að eldur kviknaði í fjölbýlishúsi. Íbúar sem voru innlyksa á efstu hæð hússins segjast hafa beðið sem lamaðir eftir aðstoð slökkviliðs. 
02.10.2019 - 22:13
Fóru óvarlega með eld í íbúðinni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á bruna í íbúð fjölbýlishúss í Jórufelli í Reykjavík aðfaranótt sunnudags.  
Viðtal
Fékk símtal frá syni sínum úr logandi íbúðinni
Tveir piltar á unglingsaldri sluppu ómeiddir þegar eldur braust út í íbúð á þriðju hæð í fjölbýlishúsi við Jórufell í Reykjavík í gærkvöld. Árni Helgi Gunnlaugsson, faðir þeirra, sem var staddur í Vesturbænum, rauk af stað og stóð ekki á sama þegar hann kom að brennandi húsinu, því synir hans voru hættir að svara í símann. 
29.09.2019 - 21:00
Varar fólk við að skilja börn eftir í bíl
„Bíllinn byrjar að fyllast af reyk þar sem hann er kyrrstæður við hús foreldra minna,“ segir Helga Dís Svavarsdóttir. Eldur kom upp í bíl foreldra hennar skömmu eftir að honum var ekið. Hún segir að slökkvilið og lögregla hafi komið á vettvang, lokað götunni og slökkt eldinn. Hún varar fólk við að skilja börn eftir í bíl.
27.09.2019 - 12:42
Geymslur sýknaðar í héraðsdómi
Fyrirtækið Geymslur var í dag sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákærum í tengslum við bruna sem var í Miðhrauni þann 5. apríl í fyrra. Um þrjá aðskilda dóma var að ræða.
05.06.2019 - 14:51
Eldur í lyftu í fjölbýlishúsi í Árbæ
Eldur kviknaði í lyftu í fjölbýlishúsi í Vallarási í Árbæ rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Allt tiltækt lið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var sent á vettvang. Búið er að ráða niðurlögum eldsins.
23.04.2019 - 16:33
Nítján með reykeitrun í Ósló
Nítján voru fluttir á sjúkrahús með reykeitrun eftir að eldur kom upp í kjallara fjölbýlishúss í Ósló. Þaðan virðist reykurinn hafa borist með raflögnum og komið út um rafmagnstöflur a efri hæðunum. Slökkviliðsmenn náðu að slökkva eldinn á innan við hálfri klukkustund. Eftir það þurfti að reykræsta íbúðirnar. Á sjöunda tímanum í morgun höfðu íbúarnir enn ekki fengið leyfi til að fara inn í húsið.
30.12.2018 - 08:10