Færslur: Eldstöðvar

Myndskeið
Klettar finnast eftir 50 ár undir jökli
Fimmtíu metra háir klettar gægjast nú fram vestast í Grímsvötnum eftir að hafa verið huldir jökli í um hálfa öld. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að þetta skýrist af aukinni eldvirkni.
29.06.2019 - 19:06
Töluvert að gerast í Bárðarbungu
Mikil jarðhitavirkni er enn í Bárðarbungu og vísindamenn fylgjast náið með framvindu mála. Ekki hefur tekist að greina enn hvort jarðhitavatn, sem rennur í Jökulsá á Fjöllum, komi undan Bárðarbungu eða ekki. Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur, segir töluvert að gerast í Bárðarbungu og skjálftarnir hafi alltaf farið stighækkandi. Eldstöðin gæti alveg látið á sér kræla aftur.
Jarðhræringar gætu verið undanfari eldgoss
Jarðhræringar í Öræfajökli þarf að taka alvarlega, segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur. Þær gætu verið undanfari eldgoss. Þær getu þó vissulega fjarað út. Atburðarásinni nú svipi til undanfara Eyjafjallajökulsgossins, 2010.