Færslur: eldsneytisverð

Sjónvarpsfrétt
Hringferðin 40 prósent dýrari: „Mjög íþyngjandi“
Bílferð, hringinn í kringum landið, er um fjörutíu prósentum dýrari en á sama tíma í fyrra. Fólk er farið að finna verulega fyrir eldsneytishækkunum og sumir veigra sér við því að fara í ferðalög á bílnum.
03.06.2022 - 19:05
Bjartsýni gætir um flugrekstur í Færeyjum
Nokkur batamerki er að sjá á rekstri færeyska flugfélagsins Atlantic Airways og alþjóðaflugvallarins í Vogum eftir nokkur erfið ár. Halli á rekstri flugfélagsins minnkaði mjög milli áranna 2020 og 2021.
Perúmenn krefjast afsagnar forsetans
Hundruð gengu um götur Líma höfuðborgar Perú í gær og kröfðust afsagnar Pedro Castillo forseta landsins. Stöðugt hækkandi eldsneytisverð er meginástæða mótmælanna.
Myndskeið
Lýsti yfir neyðarástandi og rak ríkisstjórnina
Kassym Jomart Tokayev forseti Mið-Asíulýðveldisins Kasakstan rak alla ríkisstjórnina í morgun eftir kröfur þess efnis í fjölmennum mótmælum víða um landið. Skömmu áður lýsti forsetinn yfir neyðarástandi á tveimur stöðum í landinu.
Omíkron skekur markaði
Hlutabréf um allan heim, þar með talið á Íslandi, lækkuðu í verði í dag sökum ótta fjárfesta við útbreiðslu omíkron-afbrigðisins.
20.12.2021 - 17:56
Fasteigna- og eldsneytisverð keyrir verðbólguna
Matvælaverð er hærra á heimsvísu en verið hefur í meira en áratug að því er fram kemur í nýrri úttekt Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Verð á matvælum hérlendis hefur hækkað um tæplega níu prósent á árinu og á eldsneyti um tuttugu prósent. Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits hjá Alþýðusambandi Íslands, segir að húsnæðis- og eldsneytisverð séu helsti drifkraftur verðbólgunnar en áhrif heimsfaraldursins á vöruverð fari minnkandi.
Verðbólga á uppleið í takt við hækkandi hrávöruverð
Verði hækkun hrávöruverðs á heimsmarkaði varanleg þykir ljóst að verðbólga aukist í heiminum. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans þar sem segir að hrávöruverð hafi ekki verið jafnhátt í tæp tíu ár. Mikil óvissa ríki þó um framhaldið.
Myndskeið
Nærri 50 króna munur á bensínlítranum
Nærri 50 króna verðmunur er á ódýrasta bensínlítranum og þeim dýrasta. Þannig er 64.000 krónum dýrara á ári að kaupa bensín á fjölskyldubílinn ef alltaf er keypt þar sem dýrast er en ef dælt er þar sem verðið er lægst. Hægt er að spara sér töluverðar fjárhæðir með að aka nokkra kílómetra milli stöðva á höfuðborgarsvæðinu.
28.06.2021 - 22:45
Bensínlítri hefur hækkað um nærri 11 krónur undanfarið
Bensínverð á Íslandi hefur hækkað um allt að 11 krónur síðustu vikur og dísilolía um 9 krónur lítrinn. Þetta kemur fram á vef FÍB. Skýringa er að leita á hráolíumarkaðinum en verð á Brent hráolíu var í upphafi vikunnar það hæsta sem sést hefur í meira en eitt ár.
17.02.2021 - 09:15
Erlent · Innlent · Neytendamál · Bensín · eldsneytisverð · FÍB · Jemen · Sádi Arabía · Íran · OPEC · Olíuverð · umferð
Verðmunur á bensínlítra getur numið allt að 47 krónum
Algengasta verð á bensínlítra hjá N1 er 236,90 krónur en lítrinn kostar 189,90 hjá Costco í Garðabæ. Verðmunurinn er því 47 krónur á hvern lítra. Innkoma Costco á markaðinn hefur haft mikil áhrif á verðmyndun og samkeppni á eldsneytismarkaðnum.
Verðstríð á eldsneyti á Akureyri
Svo virðist sem verðstríð um eldsneyti sé skollið á Akureyri. Þrjár eldsneytisstöðvar hafa nú lækkað verðið verulega og til samræmis við það sem viðgengst á eldsneytisstöðvum sem eru í nálægð við Costco í Garðabæ. Lækkun á verði kemur í kjölfar tilkynningar Atlantsolíu á mánudag.
23.09.2020 - 14:34
Lækkun olíuverðs góð fyrir neytendur og fyrirtæki
Stórlækkað heimsmarkaðsverð á olíu vinnur gegn verðbólgu hér á landi, og hefur jákvæð áhrif á neytendur og fyrirtæki, sérstaklega í sjávarútvegi. Þetta segir forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Olíuverð vestanhafs hefur farið undir núll sem skýrist af því að olíuframleiðendur geta ekki stöðvað olíulindir og geymslupláss er uppurið. Þeir þurfa því að borga hærra verð fyrir geymslu á olíunni en sem nemur verðmæti olíunnar sjálfrar.
21.04.2020 - 12:48
Verðhrun skilar sér ekki að fullu til neytenda
Hröð lækkun heimsmarkaðsverðs á eldsneyti hefur ekki skilað sér að fullu til íslenskra neytenda, að mati Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Félagið áætlar að álagning olíufélaganna sé 14 krónum hærri á hvern lítra í dag en hún var í janúar og febrúar.
03.04.2020 - 13:26