Færslur: Eldri borgarar

Myndskeið
Vill ekki beisla fullfrískt fólk heima
„Ef fólk vill vera lengur á vinnumarkaði, af hverju ættum við þá að banna það?“ segir félagsmálaráðherra um starfslokaaldursregluna. Hann sat fyrir svörum á borgarafundi um málefni eldri borgara í beinni útsendingu á RÚV í kvöld. Þátttakendum borgarafundarins var tíðrætt um 70 ára starfslokareglu eldri borgara.
01.10.2019 - 22:17
Gjaldþrot blasir ekki lengur við FEB
Búið er að ganga frá skriflegum viðaukum við kaupsamninga við 53 kaupendur íbúða í eigu Félags eldri borgara í Árskógum. Gjaldþrot blasir því ekki lengur við félaginu.
FEB fær viku til þess að skila greinargerð
Lögmenn kaupenda íbúða við Árskóga í Breiðholti lögðu fram aðfararbeiðnir fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Dómari veitti Félagi eldri borgara viku frest til þess að gera grein fyrir vörnum sínum.
Kaupendur krefjast lykla fyrir dómstólum
Kaupendur tveggja íbúða í nýjum fjölbýlishúsum Félags eldri borgara við Árskóga sendu í dag aðfararbeiðni til dómara. Þess er krafist að þau fái íbúðirnar afhentar. Lögmenn þeirra staðfesta þetta. Kaupsamningur sé skýr og félaginu beri skylda til þess að afhenda íbúðirnar.
Sautján hafa samþykkt skilmálabreytingu FEB
Sautján kaupendur af þeim tuttugu og þremur sem Félag eldri borgara hefur fundað með hafa samþykkt að greiða félaginu aukagreiðslu vegna hærri byggingarkostnaðar. Kostnaðurinn verður um 400 milljónum krónum hærri en gert var ráð fyrir við gerð kaupsamninga. Í tilkynningu frá félaginu segir að fjórir vilji skoða málið nánar áður en þeir samþykkja skilmálabreytingu. Þá hafa félaginu borist bréf frá lögmönnum tveggja kaupenda þar sem fram kemur að þeir í íhugi að leita til dómstóla.
Segja föll faraldur meðal eldri borgara
Fjöldi eldri borgara yfir 75 ára aldri í Bandaríkjunum sem létust af völdum falla í Bandaríkjunum þrefaldaðist á 16 ára tímabili. Sérfræðingar hafa lýst ástandinu sem faraldri.
05.06.2019 - 03:15
Viðtal
Segir eldri borgara búa enn við kröpp kjör
Þórunn Sveinbjörnsdóttir var endurkjörin formaður Landssambands eldri borgara á landsfundi samtakanna í gær. Hún segir að margir eldri borgarar búi enn við mjög kröpp kjör.
11.04.2019 - 10:47
200 ný hjúkrunarrými á næstu tveimur árum
Hjúkrunarrýmum fjölgar um tæplega 200 innan tveggja ára með nýjum hjúkrunarheimilum í Hafnarfirði, á Seltjarnarnesi, í Árborg og við Sléttuveg í Reykjavík. Hjúkrunarheimilin í Hafnarfirði og á Seltjarnarnesi verða opnuð strax á nýju ári. 
Biðtími lengstur á Norðurlandi og Vestfjörðum
Hlutfallslega bíða flestir aldraðir eftir varanlegri búsetu í hjúkrunarrými á Vestfjörðum og Norðurlandi. Biðtíminn er einnig lengstur í þessum landshlutum. Fjölgað hefur um 20 prósent á milli ára á biðlista eftir hjúkrunarrými fyrir aldraða, sé miðað við septembermánuð. Þetta kemur fram í úttekt Embættis landlæknis.
Máttu ekki hirða 1% kaupverðs án samþykkis
Samtökum aldaðra er óheimilt að taka eitt prósent af söluvirði íbúða og skylda eigendur til að selja þær á öðru verði en markaðsvirði, nema skýrt samþykki eigenda liggi fyrir. Þetta er niðurstaða héraðsdóms.
Ríkisstjórnir gleymi öryrkjum eftir kosningar
Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, segir gleymsku hrjá ríkisstjórnarflokkana og líka fyrri ríkisstjórnir. Þeir gleymi öryrkjum um leið og kosningar séu afstaðnar og þar að auki séu hækkanir til öryrkja aldrei afturvirkar. Gleymskan sé alvarleg og tilefni sé til að senda ríkisstjórnina á minnisnámskeið.
06.06.2018 - 14:55
Viðtal
Ekkert norrænt velferðarkerfi á Íslandi
Harpa Njálsdóttir sem hefur rannsakað velferðarkerfið í áratugi segir að Íslendingar hafi horfið frá norræna velferðarmódelinu og eigi nú meira sameiginlegt með frjálslyndisstefnu og skilyrtri aðstoð.
Lífeyrissjóðir greiða fleirum ellilífeyri
Ellilífeyrisþegar voru 43.650 í desember árið 2016 og örorkulífeyrisþegar 18.415. Liðlega fimmtungur fær allan ellilífeyri sinn greiddan úr lífeyrissjóði og þrír af hverjum fjórum fá greitt bæði frá Tryggingastofnun og lífeyrissjóði.
03.05.2018 - 15:28
Diskódansandi eldri borgarar á kólatekum Kóreu
„Hvað annað á ég að gera alla daga? Fjölskyldan er í vinnunni og ég hata að fara í félagsmiðstöðvar eldri borgara af því að það eina sem þau gera þar er að reykja,“ segir hinn 85 ára gamli Kim Sa-gyu, eftirlaunaþegi til tuttugu ára og fyrrum spítalaforstjóri í Seúl.
18.04.2018 - 09:43
Myndskeið
Eldvarnarskóhornum dreift til eldri borgara
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins ræðst á næstunni í átak til að efla eld- og slysavarnir á heimilum aldraðra og í því skyni verður sérhönnuðum skóhornum dreift til eldri borgara sem búa einir. Með skóhornunum getur fólk prófað reykskynjara án þess að príla upp á stól og eiga á hættu að slasa sig.
13.04.2018 - 11:45
Lífeyrissjóðir áttu að vera viðbót við kerfið
Lífeyrisdeild SFR mótmælir því harðlega að greiðslur úr lífeyrissjóðum skerði lífeyri frá almannatryggingum. Í ályktun aðalfundar lífeyrisdeildarinnar segir að við stofnun lífeyrissjóða hafi verið gert ráð fyrir að lífeyrir úr þeim yrði til viðbótar lífeyri frá almannatryggingum og því eigi ekki að skerða þann lífeyri.
Fáir aldraðir innflytjendur með rétt á lífeyri
Barbara Jean Kristvinsson, sérfræðingur í málefnum innflytjenda hjá Reykjavíkurborg, segir að staða eldri borgara af erlendum uppruna geti verið ólík stöðu annarra jafnaldra þeirra hér á landi. Starfa verði í 40 ár hérlendis, á milli 16 og 67 ára aldurs, til að fá fullar lífeyrisgreiðslur. Fáir uppfylli þau skilyrði og þurfi því að sækja um fjárhagsaðstoð til sveitarfélaga.
09.04.2018 - 20:25
Flokkur fólksins tapar ellilífeyrismáli
Héraðsdómur sýknaði í gær Tryggingastofnun ríkisins af kröfu Flokks fólksins í máli sem sneri að útborgun lífeyris í ársbyrjun 2017. Flokkurinn stóð að málsókninni en málið var rekið í nafni Sigríðar Sæland Jónsdóttur, móður flokksformannsins Ingu Sæland.
28.03.2018 - 07:57
Viðtal
Eldra fólk býr eitt en ræður ekki við það
Fólk sem ræður ekki við að fylla á ísskápinn sinn og ná sér í mat á ekki að búa eitt heldur flytja á hjúkrunarheimili, að sögn formanns Landssambands eldri borgara. Allt of algengt sé að fólk í slíkri stöðu búi eitt og því sé löngu orðið tímabært að fjölga íbúðum á hjúkrunarheimilum.
15.03.2018 - 21:36
Stofnaði fjölmiðil um fólkið sem hvarf
Erna Indriðadóttir stofnaði sérstakan vefmiðil fyrir eldra fólk, Lifðu núna, fyrir rúmum þremur árum. Miðillinn nýtur mikilla vinsælda og er óhætt að segja að hann hafi komið eldra fólki aftur á kortið hvað varðar sýnileika í samfélaginu.
Viðtal
Ósammála orðum þingmanns um 50 milljónir
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara er ekki sammála orðum Brynjars Níelssonar frá í gær um að annar hver ellilífeyrisþegi eigi 50 milljónir. Hún segir það fjarri lagi.
19.10.2017 - 10:08
Hjúkrunarheimili í milljarða bótamál við ríkið
Fjögur hjúkrunarheimili fyrir aldraða hafa stefnt Óttari Proppé heilbrigðisráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins, til að greiða þeim vangoldna leigu sem hleypur á milljörðum króna. Þetta eru Hrafnistuheimilin tvö í Reykjavík og Hafnarfirði, Grund við Hringbraut og Ás í Hveragerði, sem Grund rekur. Hugsanlega þarf að loka heimilunum og breyta þeim í leiguíbúðir fyrir aldraða ef dómsmálin vinnast ekki eða ef ríkið samþykkir ekki að greiða fyrir afnot af húsnæðinu, að því er segir í tilkynningum.
13.10.2017 - 13:51
Ákærð fyrir morð á elliheimili
Réttarhöld hófust í Þýskalandi í dag yfir tveimur körlum og konu, sem grunuð eru um að hafa myrt að minnsta kosti tvo vistmenn á elliheimili, þar sem þau störfuðu. Rannsókn er hafin á fjörutíu dauðsföllum til viðbótar á elliheimilinu.
18.09.2017 - 13:27
Skuldaleiðréttir fjölbýlingar kaupa sérbýli
Hugsanlega eru að verða kynslóðaskipti á fasteignamarkaði. Sérbýlið virðist vera í sókn og ungt fólk virðist í auknum mæli vera að komast út á markaðinn. Þetta segir Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavík Economics. Magnús segir fasteignamarkaðinn í dag heilbrigðan. Launavísitala og fasteignavísitala haldist í hendur - það jafnvægi sé þó brothætt.
Húsnæðismál kynslóðanna: Íbúðakaup nú og þá
Það hafa skipst á skin og skúrir þegar kemur að húsnæðismálum Íslendinga og sumir tala um kynslóðalottó í því samhengi. Nú er meðalaldur þeirra sem kaupa sína fyrstu eign um 29 ár. Spegillinn ræddi fyrstu kaup kynslóðanna og stöðuna á húsnæðismarkaði við Leif Stein Elísson, 65 ára hagfræðing sem keypti sína fyrstu íbúð tvítugur, Valgerði Sif Jónsdóttur, 25 ára nema með barn á leiðinni, sem vill festa kaup á íbúð og Gunnar Dofra Ólafsson, 28 ára lögfræðing sem býr í eigin húsnæði.
  •