Færslur: eldingar

Þrumur og eldingar frá hádegi fram á nótt
Vonskuveður er víða um land. Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi um nær allt landið, þó ekki á Austurlandi og Austfjörðum. Gengið hefur á með heilmiklum éljahryðjum og þeim hafa fylgt þónokkrar eldingar á vestanverðu landinu, nú síðast yfir höfuðborgarsvæðinu á tólfta tímanum og yfir Skeiðarársandi laust fyrir miðnætti. Páll Ágúst Þórarinsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segist hafa talið 20 eldingar á eða við landið vestanvert og austur á Skeiðarársand síðan um hádegið.
26.11.2020 - 23:53
Á annað hundrað dóu í eldingaveðri á einum sólarhring
Að minnsta kosti 107 létu lífið á Indlandi gær eftir að hafa orðið fyrir eldingum. Nú er monsúntímabilið að hefjast en árlega deyja rúmlega eitt þúsund manns í eldingaveðri.
26.06.2020 - 08:03
Erlent · Asía · Veður · Indland · Asía · eldingar · monsúntímabilið · Flóð
Þrjár eldingar síðdegis
Veðurstofu Íslands hafa borist tilkynningar um þrjár eldingar nú síðdegis. Tvær eldingar sáust rétt fyrir klukkan þrjú í Hvammsfirði en önnur sást innarlega í Skagafirði nokkru síðar.
24.06.2020 - 15:57
Telja hættu á eldingum á Suður- og Vesturlandi
Tölu­verðar lík­ur eru á þrum­ur og eld­ing­um á Suður- og Vest­ur­landi eftir hádegi segir á Face­book-síðu Heil­brigðis­stofn­un­ar Suður­lands. Fólki er bent á að fara strax upp úr sund­laug­um og heit­um pott­um ef það verður þrumuveðurs vart.
17.07.2019 - 07:15
Mæla eldingar með John Travolta
Það er óhætt að segja að veðurfræði sé mikil ástríða hjá hjónunum Kristínu Jónsdóttur og Pálma Erlendssyni. Kristín er jarðskjálftafræðingur og vinnur hjá Veðurstofu Íslands og Pálmi er jarðfræðingur. Þau eru með jarðskjálftamæli heima hjá sér og voru nú fyrir skemmstu að setja upp eldingamæli sem þau hafa gefið nafnið John Travolta. Mannlegi þátturinn fór í heimsókn til þeirra og fékk að sjá hvernig þessar græjur virka.
06.02.2019 - 14:01