Færslur: Eldhúsdagsumræður

Alþingi
Eldhúsdagur á Alþingi - samantekt
Almennar stjórnmálaumræður – Eldhúsdagsumræður – fara fram á Alþingi í kvöld. Hér að neðan er beinn textastraumur þar sem stikklað var á stóru í umræðunni.
23.06.2020 - 19:18
eldhúsdagur
Óverðtryggð lán verði valkostur fyrir alla
Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins og varaformaður fjárlaganefndar, sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld að fjölmargar lausnir á sviði húsnæðismála væru á dagskrá ríkisstjórnarinnar. Aðstoð við fyrstu kaup, nýting séreignasparnaðar og endurskoðun verðtryggingar og Framsóknarflokkurinn leggi sérstaka áherslu á að óverðtryggð lán verði valkostur fyrir alla.
29.05.2019 - 20:49
Eldhúsdagur
Setja „hag þjóðarinnar ekki umfram eigin hag“
Halldóra Mogensen ræddi traust, eða vantraust, til þingmanna í ræðu sinni í Eldhúsdagsumræðum á Alþingi fyrr í kvöld. Hún sagði traust til lýðræðislegra stofnana, ekki síst til Alþingis, í algjöru lágmarki. Stærsta skrefið sem hægt væri að taka að því að endurreisa traust til þingsins væri ný stjórnarskrá.
29.05.2019 - 20:29
Eldhúsdagur
Segir einn flokk „halda lýðræðinu í uppnámi“
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri Grænna, segir óásættanlegt að einn flokkur geti tekið sér stöðu og haldið löggjafanum og þar með lýðræðinu í uppnámi, og vísar þar til málþófs Miðflokksmanna í umræðum um þriðja orkupakkann. Hún segir að þingið hafi verið afkastamikið og mörg góð mál bíði.
Eldhúsdagur
Segir samstarfið ganga vonum framar
Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fór yfir farsælt samstarf ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni í Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hann sagði slíkt samstarf ólíkra flokka ekki sjálfgefið.
29.05.2019 - 20:04
Eldhúsdagur
„Ekkert annað en úrræðaleysi“
Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, gagnrýndi stöðu heilbrigðismála í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hún fann að stefnumótun stjórnvalda og sagði að víða yrði að gera betur. Hún sagði fólk væri almennt hvatt til að leita sér aðstoðar, sérstaklega þegar um geðheilbrigði sé að ræða, en að þá mæti fólki ekkert annað en úrræðaleysi.
29.05.2019 - 19:54
Eldhúsdagsumræður á Alþingi
Útsending frá almennum stjórnmálaumræðum sem fram fara á Alþingi ár hvert áður en þingstörfum er frestað. Þingmenn og ráðherrar allra flokka taka þátt.
29.05.2017 - 19:17