Færslur: eldgos

Eldgos hafið á Kyushu-eyju í Japan
Eldgos er hafið í fjallinu Sakurajima á Kyushu-eyju í Japan og almannavarnir búnar að gefa út fimmta stigs viðvörun fyrir alla eyjuna, en það er hæsta viðbúnaðarstig þar eystra. Sakurajima er á suðurodda Kyushu, ekki fjarri borginni Kagoshima. Gosið hófst með látum um klukkan átta að sunnudagskvöldi að staðartíma. Stóreflis grjóthnullungar þeyttust allt að tvo og hálfan kílómetra frá fjallinu og aska, reykjarmökkur og hraun fylgdu í kjölfarið.
24.07.2022 - 23:00
Erlent · Asía · Hamfarir · Náttúra · Japan · eldgos
Jarðskjálfti 3,5 að stærð í Bárðarbungu
Jarðskjálfti um 3,5 að stærð mældist í öskju Bárðarbungu klukkan 16 mínútur yfir átta í morgun. Nokkur skjálftavirkni hefur verið á svæðinu frá eldgosinu í Holuhrauni.
29.06.2022 - 10:50
Eldgos á Filippseyjum
Þykkt öskulag umlykur um tíu þorp og bæi á austanverðum Filippseyjum eftir að Bulusan-eldfjallið byrjaði að gjósa í morgun. Fjallið er 1.565 metrar og staðsett um 500 kílómetrum suður af höfuðborginni Manila.
05.06.2022 - 14:40
Undirbúa eldgosavarnir við Grindavík og Svartsengi
Í vikunni verður fundur með bæjaryfirvöldum í Grindavík, jarðvísindamönnum, verkfræðingum, ríkislögreglustjóra og almannavörnum um varnir við Grindavík og Svartsengi ef kæmi til eldgoss. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir nauðsynlegt að vera viðbúinn.
29.05.2022 - 14:16
Landris og kvikusöfnun skammt frá Bláa lóni og HS Orku
Nærri einn og hálf milljón rúmmetra af kviku hefur safnast upp nokkra kílómetra undir yfirborði skammt frá Bláa lóninu. Land hefur risið um nokkra sentimetra. Þetta sýnir nýtt líkan jarðvísindamanna sem gert var í morgun. Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni segir að þó að þetta sé nauðsynlegur undanfari eldgoss sé óvíst hvort það endi þannig.
Jarðskjálfti af stærðinni 6,3 í Kyrrahafi
Jarðskjálfti af stærðinni 6,3 varð í nótt í Bismarck-hafi um það bil 200 kílómetra norðaustan við strandir Papúa Nýju-Gíneu í Kyrrahafi. Samkvæmt bráðabirgðamati Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna er lítil hætta á að manntjón eða skemmdir hafi orðið af völdum skjálftans.
Innskot kviku gætu ógnað innviðum
Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir gangainnskot á Reykjanesskaga mögulega geta ógnað mikilvægum innviðum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Innskotin geti haft áhrif á kerfi sem fæða vatns- og hitaveitur ásamt jarðvarmavirkjunum hvort sem þau leiði til eldgoss eða ekki.
Sjónvarpsfrétt
Þakklát fyrir að hús þeirra standi enn
Íslensk fjölskylda sem býr á gossvæðinu á La Palma er þakklát fyrir að hús þeirra standi enn. Meira en 3.000 byggingar eyðilögðust í gosinu og framundan er mikil vinna við hreinsunarstörf.
23.01.2022 - 19:43
Erlent · Evrópa · La Palma · eldgos · Spánn
Spegillinn
Konungsríki í öskufalli
Sprengigosið á Tongaeyjum í Kyrrahafi er hið stærsta á jörðinni síðastliðin 30 ár að mati jarðvísindamanna. Þegar gosið hófst með gríðarlegum hvelli á laugardag fylgdi flóðbylgja og mikið öskufall sem hefur haft mikil áhrif á daglegt líf íbúa eyríkisins. Þeir eru einangraðir, öll samskipti við umheiminn eru erfið og óttast er að marga daga og vikur taki að rjúfa þá einangrun að fullu.
21.01.2022 - 09:32
Hjálpargögn væntanleg til Tonga
Fyrstu sendingarnar af hjálpargögnum eru væntanlegar til Tonga innan skamms, en þar varð ógnarmikið sprengigos síðasta föstudag og flóðbylgja í kjölfarið. Eyjarnar hafa verið nánast einangraðar frá umheiminum frá því að gosið varð og fjarskipti legið meira og minna niðri þar sem allir sæstrengir til eyjanna og milli þeirra eyðilögðust eða skemmdust mikið í hamförunum.
20.01.2022 - 01:18
Tonga einangrað frá umheiminum í mánuð til viðbótar
Eyríkið Tonga, sem er meira og minna þakið eldfjallaösku og eðju eftir ógnarmikið sprengigos og flóðbylgju um helgina, verður að líkindum nokkurnveginn einangrað frá umheiminum í minnst mánuð til viðbótar. Þetta hefur AFP-fréttastofan eftir utanríkisráðuneyti Nýja Sjálands.
19.01.2022 - 06:20
Myndskeið
Allt er þakið ösku á Tonga og skemmdir miklar
Öll hús á einni eyju í eyríkinu Tonga á Kyrrahafi eru ónýt eftir gríðarlegt sprengigos á laugardag. Tvö hús eru uppistandandi á annarri, samkvæmt upplýsingum sem stjórnvöld sendu frá sér í dag. Vitað er um þrjú andlát. Að mestu hefur verið sambandslaust við landið frá því að gosið hófst og upplýsingar um ástandið því litlar enn sem komið er. Flugvélar hafa enn ekki getað lent vegna öskunnar.
18.01.2022 - 12:12
Erlent · Eyjaálfa · Hamfarir · Tonga · eldgos
Fyrsta andlátið af völdum hamfaranna á Tonga
Greint hefur verið frá fyrsta andlátinu í Kyrrahafsríkinu Tonga eftir gríðarlegt sprengigos í eldfjallinu Hunga Tonga-Hunga Ha'apai fyrir tveimur dögum. Áhyggjur eru uppi um örlög fólks á nokkrum eyjum í Tonga-klasanum.
18.01.2022 - 00:30
Segir líklegast að áhrif á loftslag verði ekki veruleg
Yfirvöld í Ástralíu og Nýja-Sjálandi hafa sent flugvélar til Tonga til að meta skemmdir af völdum mikillar flóðbylgju sem stórt neðansjávarsprengigos kom af stað. Hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands segir langlíklegast að gosið hafi ekki veruleg áhrif á loftslag.
17.01.2022 - 12:24
Tilkynning um eldsumbrot við Tonga dregin til baka
Svo virðist sem tilkynning sem greint var frá fyrr í kvöld að hefði borist frá eldfjallarannsóknarstöð í Ástralíu um eldsumbrot við Tonga í Kyrrahafi hafi verið á misskilningi byggð. Ekkert hefur verið staðfest um að Hunga Tonga-Hunga Ha'apai-fjallið hafi látið á sér kræla að nýju.
Ekkert mannfall en allnokkrar skemmdir á Tonga
Allnokkrar skemmdir hafa orðið í hluta Nuku'alofa höfuðborgar Kyrrahafsríkins Tonga í kjölfar öflugs neðansjávareldgoss. Engin tíðindi hafa þó borist af mannfalli eða slysum. Flóðbylgjuviðvörun hefur verið afturkölluð.
16.01.2022 - 03:49
Flóðbylgjuviðvaranir í gildi við Kyrrahaf
Yfirvöld í Bandaríkjunum og Japan vara almenning við Kyrrahafsstrendur ríkjanna við því að flóðbylgja kunni að skella á. Í morgun skall nærri metrahá flóðbylgja á ströndum eyríkisins Tonga í Kyrrahafi eftir að neðansjávareldgos hófst í fjallinu Hunga Tonga-Hunga ha'apai.
16.01.2022 - 00:44
Erlent · Asía · Eyjaálfa · Norður Ameríka · Hamfarir · Náttúra · Kyrrahaf · eldgos · flóðbylgja · Bandaríkin · Japan · Tonga · Tasmanía · Auckland · Nýja Sjáland · Fiji · Vanuatu
Flóðbylgja skall á Tonga eftir neðansjávareldgos
Flóðbylgja skall á eyríkinu Tonga í Kyrrahafi í morgun, í kjölfar neðansjávareldgoss. Margir lögðu á flótta frá ströndinni en ekki hefur verið tilkynnt um að neinn hafi slasast. Ösku rignir yfir höfuðstað eyríkisins.
15.01.2022 - 10:50
Flóðbylgjuviðvörun vegna neðansjávareldgoss í Kyrrahafi
Yfirvöld eyríkisins Tonga í Kyrrahafi hafa gefið út flóðbylgjuviðvörun eftir að eldgos hófst í neðansjávareldfjalli. Nýsjálendingar hafa gert hið sama.
15.01.2022 - 07:43
Erlent · Asía · Eyjaálfa · Hamfarir · Náttúra · Nýja Sjáland · Tonga · eldgos · Kyrrahaf · flóðbylgja
Gos á Galapagos
Eldgos er hafið í eldfjallinu Wolf, hæsta fjalli Galapagoseyja. Fjallið er á eyjunni Isabelu, stærstu eyju þessa einstaka eyjaklasa, sem rís úr Kyrrahafinu rúmlega 900 kílómetra vestur af Ekvador. Á Isabelu eru heimkynni bleiku igúana-eðlunnar, sem er í bráðri útrýmingarhættu og finnst hvergi annars staðar.
08.01.2022 - 06:19
Íbúar La Palma snúa aftur heim
Um það bil eitt þúsund íbúar Kanaríeyjarinnar La Palma mega nú snúa aftur heim. Yfirvöld lýstu því formlega yfir skömmu fyrir áramót að eldgosi á eyjunni væri lokið.
07.01.2022 - 16:14
Erlent · Evrópa · Spánn · kanaríeyjar · La Palma · eldgos
Jarðskjálftahrinunni lokið og fluglitakóða breytt
Jarðskjálftahrinunni við Fagradalsfjall sem hófst 21. desember er nú lokið, er fram kemur í tilkynningu Veðurstofunnar. Fluglitakóði hefur verið lækkaður úr appelsínugulum í gulan og teljast litlar líkur á gosi að svo stöddu. Veðurstofan fylgist áfram náið með svæðinu og óvissustig Almannavarna er enn í gildi.
Gönguleiðum við gosstöðvarnar lokað vegna veðurs
Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokað gönguleiðum við Fagradalsfjall vegna veðurs. 
05.01.2022 - 14:30
Dempaðri skjálftahrina en fyrir fyrra gos
Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga, sem hófst 21. desember, er mikið dempaðari en sú sem varð fyrir gosið í mars. Frá þessu greindi Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur á Morgunvaktinni á Rás 1. Hann segir orkuna sem skjálftarnir hafi leyst úr læðingi vera aðeins um einn tíunda af því sem varð fyrir fyrra gos. Þá muni næstu dagar líklega skera úr um hvort skjálftahrinan sé aðdragandi goss.
Allt heldur með rólegra móti á Reykjanesskaga í nótt
Frá því um miðnætti hafa mælst um áttatíu jarðskjálftar á Reykjanesskaga en sá stærsti mældist um 2,2 að stærð en er óyfirfarinn. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir þó að staðan sé æsispennandi.