Færslur: eldgos

Ástand Þorbjarnar óbreytt
Allt er með tiltölulega kyrrum kjörum á Reykjanesskaga, þar sem jörð hefur skolfið og land risið óvenju mikið að undanförnu vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir fjallinu Þorbirni, mitt á milli Grindavíkur og Svartsengis. Almannavarnir virkjuðu í gær óvissustig vegna þessa og boðað hefur verið til íbúafundar í Grindavík klukkan fjögur í dag, þar sem farið verður nánar yfir stöðuna. Samhliða hefur Veðurstofa Íslands fært litakóða fyrir flug á gult.
Dregur úr líkum á sprengigosi
Yfirvöld á Filippseyjum óttast ekki lengur að sprengigos sé yfirvofandi á næstunni í eldfjallinu Taal. Því hefur rýmingu verið aflétt en íbúar þurfa samt sem áður að vera við því búnir að yfirgefa heimili sín. Mikil skjálftavirkni fylgdi því þegar gos hófst í fjallinu fyrir um tveimur vikum, og 135 þúsund flúðu heimili sín.
26.01.2020 - 16:12
Erlent · Asía · Hamfarir · Náttúra · Filippseyjar · eldgos
Vísa fólki frá hættusvæði við eldfjallið Taal
Yfirvöld á Filippseyjum hafa bannað fólki að fara til síns heima á hættusvæði umhverfis eldfjallið Taal, þar sem vísindamenn telja hættu á nýju sprengigosi.
20.01.2020 - 10:15
„Fólk er mjög hrætt“
Óttast er að mikið sprengigos í filippeyska eldfjallinu Taal hefjist þá og þegar. Hraungos hófst í fjallinu í nótt og hefur fjölda fólks verið gert að yfirgefa heimili sín. Taal er um sjötíu kílómetra suður af höfuðborginni Manila. Gosið hófst í gær þegar mikil gufusprenging varð í fjallinu og fylgdi öskustrókur í kjölfarið. Í morgun hófst svo hraungos. Bæring Ólafsson býr í Manila.
13.01.2020 - 12:29
Hraungos hafið á Filippseyjum
Hraungos er hafið í filippeyska eldfjallinu Taal, þar sem mikið öskugos braust út í gær og hrakti minnst 10.000 íbúa í nágrenni fjallsins á flótta. Taal, sem er um 70 kílómetra suður af höfuðborginni Manila, er næst-virkasta eldfjall Filippseyja, og óttast er að gríðarmikið sprengigos geti fylgt á hæla ösku- og hraungossins þá og þegar.
13.01.2020 - 06:32
Truflanir á flugi og þúsundum gert að yfirgefa heimilin
Þúsundum hefur verið gert að yfirgefa heimili sín á Filippseyjum eftir að eldgos hófst þar í dag.
12.01.2020 - 18:53
Hægt að fylgjast með virkni eldfjalla í rauntíma
Íslensk eldfjallavefsjá er gagnvirk vefsíða og opinbert uppflettirit um allar 32 virku eldstöðvar Íslands. Vefsjáin er öllum aðgengileg, bæði á íslensku og ensku og geta viðbragðsaðilar nálgast miklar og mikilvægar upplýsingar um virkni íslenskra eldstöðva í rauntíma.
26.12.2019 - 21:54
Spegillinn
Stuttur fyrirvari á Heklu eins og á Hvítueyju
Nýsjálendingar minntust í gær þeirra sem fórust í eldgosi á Hvítueyju fyrir viku. Forsætisráðherra landsins bað aðstandendur að búa sig undir það að rannsókn málsins gæti tekið nokkurn tíma.
17.12.2019 - 11:31
Erlent · Innlent · Náttúra · eldgos
18 látin eftir gosið í Hvítey
Einn ferðamaður sem var á hinni nýsjálensku Hvítey þegar eldgos hófst þar á mánudag lést af sárum sínum í nótt. 16 úr þessum 47 manna hópi eru nú llátnir og þeir tveir sem enn er saknað taldir af. Þeirra sem saknað er var leitað á sjó og landi í morgun, en án árangurs. Af þeim 29 sem lifðu eru 26 enn á sjúkrahúsum á Nýja Sjálandi og Ástralíu, þar af eru um 20 enn á gjörgæslu og talin í lífshættu.
15.12.2019 - 07:29
Búið að sækja sex lík í Hvítey
Hermenn nýsjálenska hersins fundu lík sex ferðamanna á Hvítey, þar sem hópur ferðafólks var þegar eldgos hófst á mánudag. Líkin voru flutt með þyrlu yfir í eitt af skipum nýsjálenska flotans, HMNZS Wellington, sem liggur við stjóra um kílómetra frá eyjunni.
13.12.2019 - 00:35
Minnst átta dáin vegna eldgossins á Hvítey
Tveir ferðamenn sem brenndust illa þegar eldgos hófst á hinni nýsjálensku Hvítey á mánudag létust af sárum sínum á sjúkrahúsum í Auckland og Hamilton í nótt. Lögregla á Nýja Sjálandi greinir frá þessu. Þar með er ljóst að gosið hefur kostað minnst átta mannslíf, en níu er enn saknað og talið nær útilokað að þau séu enn á lífi.
12.12.2019 - 05:32
Myndskeið
Hin látnu voru inni í gígnum þegar eldgosið varð
Lögreglan í Nýja Sjálandi segir nánast útilokað að einhver finnist á lífi eftir eldgos á Hvítueyju undan ströndum landsins. Prófessor í eldfjallafræðum segir eldgos tíð á svæðinu en enginn fyrirboði sé fyrir gosunum.
09.12.2019 - 19:13
Myndskeið
Fimm látin í eldgosi, óvíst um þrjátíu
Fimm eru látin af völdum eldgoss á White-eyju á Nýja Sjálandi. Óvíst er um afdrif þeirra sem enn eru á eyjunni. Gos hófst þar skyndilega um klukkan tvö eftir hádegi að staðartíma. Um fimmtíu ferðamenn voru á eyjunni þegar eldsumbrotin hófust, að því er talið er.
09.12.2019 - 03:34
Minni virkni í Bárðarbungu en undanfarin ár
Dregið hefur úr skjálftavirkni í Bárðarbungu í nótt og það sem af er morgni eftir að skjálftahrina gekk þar yfir í gærkvöld. Jarðskjálfti, 3,8 að stærð, varð í norðaustanverðri Bárðarbunguöskjunni í gærkvöld. Um það bil mínútu áður mældust tveir skjálftar á svipuðum slóðum af stærðinni 3,0. Samtals hafa mælst 19 skjálftar í öskjunni síðan í gærkvöld.
02.12.2019 - 12:47
Íbúar flýja eldgos í annað sinn á árinu
Íbúar í nágrenni eldfjallsins Ulawun í Papúa Nýju-Gíneu flýðu heimili sín í morgun eftir að það lét enn einu sinni á sér kræla. Rauðlogandi hraungrýti skaust út úr eldfjallinu, og stefndi íbúum, sem margir hverjir voru tiltölulega nýsnúnir aftur heim, í hættu.
01.10.2019 - 04:50
Tímamót
Fimm ár frá eldgosinu í Holuhrauni
Í dag eru fimm ár frá upphafi eldgosanna í Holuhrauni. Eldgosin hófust aðfaranótt 29. ágúst 2014 og stóðu í næstum hálft ár. Frá þeim kom mesta hraun frá Skaftáreldum og er það með stærri hraungosum á Íslandi á sögulegum tíma.
29.08.2019 - 08:06
Gos í virkasta eldfjalli Japans
Eldgos er hafið í eldfjallinu Asama á Honsjú-eyju í Japan, um 140 kílómetra norðvestur af höfuðborginni Tókíó. Ösku- og reykjarmökkur stóð um tvo kílómetra upp af tindi fjallsins skömmu eftir að gosið hófst og hækkaði japanska Veður- og jarðfræðistofan viðbúnaðarstig á eyjunni í þriðja stig af fimm. Er fólki eindregið ráðlagt að halda sig fjarri fjallinu í lengstu lög vegna hættu á eiturgasstrókum og grjótflugi í allt að fjögurra kílómetra fjarlægð.
08.08.2019 - 06:36
Erlent · Asía · Hamfarir · Japan · eldgos
Gosinu lokið en þúsundir á hrakhólum
Hersveitir hafa verið sendar til aðstoðar þúsunda íbúa Papúa-Nýju Gíneu, sem hrakist hafa að heiman vegna eldgoss í fjallinu Ulawun, einu af sextán hættulegustu eldfjöllum heims. Stjórnvöld segja gosið afstaðið og hvorki ösku né hraun streyma lengur úr gíg fjallsins, en allt að 13.000 manns eru á hrakhólum eftir hamfarirnar. Þar af hafa um 1.000 manns misst heimili sín.
28.06.2019 - 06:26
Íbúar flýja eldgos á Papúa Nýju-Gíneu
Eitt virkasta eldfjall á Papúa Nýju-Gíneu, Ulawun, er farið að gjósa og spýtist hraun og aska hátt í loft. Íbúar í nágrenni þess hafa þurft að flýja heimili sín.
26.06.2019 - 08:58
Skjálfti upp á 4,8 skók Etnu og nágrenni
Snarpur jarðskjálfti, 4,8 að stærð, skók austurströnd Sikileyjar um lágnættið í nótt og jók enn á ugg næstu nágranna eldfjallsins Etnu, sem gosið hefur síðan á aðfangadagskvöld. Hrina smáskjálfta hefur fylgt gosinu en skjálftinn í nótt er sá stærsti til þessa. Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum slösuðust minnst tvö í skjálftanum og tjón varð einnig á mannvirkjum.
26.12.2018 - 06:53
Erlent · Evrópa · Hamfarir · eldgos · Ítalía
Eldfjallatúrismi vaxandi vandamál
Straumur ferðafólks að eldsumbrotum, svokallaður eldfjallatúrismi, er vaxandi vandamál sem stjórnvöld víða um heim þurfa að taka tillit til. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem birt var í dag. Nokkur dæmi um þetta hafa komið upp hér á landi á undanförnum árum.
20.12.2018 - 21:58
Gosið í Gvatemala í rénun
Eldgosið sem hófst í Fuego-eldfjallinu í Gvatemala á sunnudag er mjög í rénun og nánast búið, að sögn yfirvalda vestra. Gosið, sem er það fimmta sem orðið hefur í fjallinu á þessu ári, var feikiöflugt þann stutta tíma sem það stóð. Lýst var yfir hæsta viðbúnaðarstigi og gripið til þess ráðs að flytja um 4.000 íbúa í hlíðum þess og næsta nágrenni á öruggan stað.
20.11.2018 - 06:37
Fréttaskýring
Hættulegustu eldfjöllin að undirbúa gos
Hvað myndir þú gera ef eldgos hæfist í dag? Rjúka af stað til að sjá herlegheitin? Þannig bregðast í það minnsta margir Íslendingar við enda eru eldgos tilkomumikil, magnþrungin og á köflum stórkostleg. En eldgos eru stórhættulegar hamfarir og geta ógnað lífi í byggðum þessa lands.
30.10.2018 - 20:00
Eyja á Vanúatú rýmd öðru sinni vegna eldgoss
Verið er að rýma eyjuna Ambae, sem tilheyrir eyríkinu Vanúatú, öðru sinni á skömmum tíma vegna eldgoss. Öskugos hófst í eldfjallinu Manaro Voui, stærstu eldstöð Vanúatú, fyrir nokkrum dögum. Í fyrstu var talið að um minniháttar eldsumbrot væri að ræða, en eldvirknin hefur færst stöðugt í aukana alla síðustu viku og í gær, föstudag, var ákveðið að ekki yrði lengur við unað og öllum skipað að búa sig til brottfarar hið fyrsta.
28.07.2018 - 06:26
Myndskeið
Kannski var þetta bara heppni
Fjórtánda apríl 2010 opnaðist jörðin í Eyjafjallajökli í annað sinn á innan við mánuði og vakti gosið heimsathygli. Þegar flugsamgöngur komust aftur í eðlilegt horf hvarf áhugi heimsins en mikil eyðilegging blasti við bændum. Fylgst er með uppbyggingarstarfinu í heimildarmyndinni Ösku sem er á dagskrá RÚV í kvöld klukkan 22:00.
18.06.2018 - 16:08