Færslur: Eldgos Reykjanesskaga
Jarðskjálfti 3,7 að stærð suðsuðvestur af Keili
Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 reið yfir þegar klukkan var sjö mínútur gengin í þrjú í nótt. Upptökin eru 1,2 kílómetra suðsuðvestur af Keili en viðlíka stórir skjálftar undanfarinna daga eiga upptök sín þar. Engin merki eru um óróa.
01.10.2021 - 02:20
Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 á Keilissvæðinu
Stuttur en snarpur jarðskjálfti sem mælist af stærðinni 3,7 fannst mjög greinilega á Suðvesturhorninu og í Borgarnesi skömmu fyrir klukkan tvö. Um 700 skjálftar hafa mælst undanfarinn sólarhring.
30.09.2021 - 02:09
Skjálftar og hugsanlegur undanfari goss á Snæfellsnesi
Sjö eldstöðvakerfi á Íslandi láta nú á sér kræla. Síðan í maí hefur verið jarðskjálftavirkni á Snæfellsnesi en þúsund ár eru frá því að gaus þar síðast. Jarðeðlisfræðingur býst þó ekki við glóandi hrauni upp á yfirborð þar á þessu ári.
12.09.2021 - 19:09
Hvorki hægt að sjá fyrir goslok né áframhald
Ógerningur er að segja til um hvenær eldgosi ljúki á Reykjanesskaga. Þetta segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Þá sé ekki hægt að ráða af mælingum á Reykjanesskaga hvort þar gjósi áfram eða hætti. Landris og kvikustreymi við Öskju gæti endað án þess að glóandi hraun komi upp á yfirborð. Páll segir að það gerist í helmingi tilfella.
12.09.2021 - 13:00
Ótímabært að lýsa yfir goslokum
Ótímabært er að lýsa yfir lokum eldgossins í Geldingadölum þó að hlé hafi verið á því síðan á fimmtudaginn. Enn streymir gas úr gígnum og kvika virðist malla og sér í hana í næturmyrkinu.
08.09.2021 - 12:02
Hrauná með boðaföllum í Nátthaga
Hraunflæðið frá gígnum á Reykjanesskaga hefur breytt um stefnu og flæðir nú í Syðri-Meradali og þaðan niður í Nátthaga. Daníel Páll Jónasson tók myndskeið af hraunfossinum rétt fyrir hádegið. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur er staddur í Nátthaga og segir hraunfossinn niður í Nátthaga tilkomumikinn. „Hraunið rennur niður hlíðina í skemmtilegum boðaföllum,“ segir Þorvaldur.
26.08.2021 - 14:40
Nýr gígur á Fagradalsfjalli
Nýr gígur hefur myndast í eldgosinu í Fagradalsfjalli. Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, segir að nýi gígurinn virðist vera óháður eldri gígnum. Einkum tvennt sé áhugavert við gosið. Annars vegar sé það ráðgáta hvað valdi því að það gjósi í hrinum og hins vegar sé áhugavert að allar tegundir basalthrauna sem geti myndast ofan sjávar, hafi myndast við Fagradalsfjall. Til að mynda tannkremstúpuhraun og klumpahraun.
17.08.2021 - 09:06
Nýtt op við eldgosið í Geldingadölum
Líf hefur færst í eldgosið í Geldingadölum enn á ný en það dró úr gosóróa seinnipartinn í gær. Nýtt op virðist hafa myndast þar sem hraunstrókar etja kappi við þá sem koma úr stóra gígnum.
09.08.2021 - 12:42
Ferðaþjónustan greiði gjald í Geldingadölum
Landeigendur á gosstöðvunum í Geldingadölum hyggjast fara fram á gjaldtöku frá þeim ferðaþjónustuaðilum sem selja ferðir og þjónustu á svæðinu. Formaður landeigendafélagsins segir að í almannarétti felist ekki leyfi til að vera í atvinnustarfsemi á annara manna landi.
03.07.2021 - 13:00
Væri til í að geta sagt eldgosinu upp
Hraun fyllir nú botn Meradala. Gosstrókar rjúka ekki lengur upp úr virka gígnum heldur er hraunflæði jafnt. Formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík segist vera orðinn þreyttur á gosinu og spyr hvort ekki sé unnt að segja því upp.
10.06.2021 - 19:30