Færslur: Eldgos í Meradölum

Ótímabært að lýsa yfir goslokum
Ótímabært er að lýsa yfir lokum eldgossins í Geldingadölum þó að hlé hafi verið á því síðan á fimmtudaginn. Enn streymir gas úr gígnum og kvika virðist malla og sér í hana í næturmyrkinu.
Ruddi ólöglegan göngustíg gegnum nýrunnið hraunið
Lögregla stöðvaði nýverið stjórnanda vinnuvélar sem var að ryðja göngustíg í gegnum nýrunnið hraun í Geldingadölum. Bannað er að raska nýrunnu hrauni og var þetta gert án samráðs við nokkra þá sem leita þarf til um slíkar framkvæmdir, að sögn sérfræðings hjá Umhverfisstofnun. Lögregla telur gröfumanninn hafa verið á vegum landeigenda.
Myndskeið
„Þetta eru mini-móðuharðindi“
Bláleit gosmóða blönduð þokulofti lá yfir suðvesturhluta landsins í dag. Hún innihélt brennisteinssýrudropa og voru viðkvæmir hvattir til að halda sig innandyra.
Myndskeið
Skoða þarf sviðsmyndir vegna hrauns í Nátthaga
Hraun rennur nú niður í Nátthaga yfir báða varnargarðana sem reistir voru í nafnlausa dal til að varna hraunflæði á Suðurstrandarveg og hraunbreiðan stækkar ört. Þaðan eru um tveir og hálfur kílómetri að Suðurstrandarvegi. Formaður bæjarráðs Grindavíkur segir að huga þurfi að aðgerðum, menn hafi ekki endalausan tíma.
Myndskeið
Gætu verið mánuðir þar til hraunflæði ógnar mannvirkjum
Þrátt fyrir að hraun renni yfir báða varnargarðana sem settir voru upp til þess að varna því að það færi niður í Nátthaga, þá eru enn mánuðir í að það fari mikið lengra miðað við núverandi flæði. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði.
Myndskeið
Hraunfoss steypist niður í Nátthaga
Hraunfoss flæðir nú yfir varnargarðinn sem komið var upp í nafnlausa dalnum og steypist niður í Nátthaga. Garðurinn átti að vernda Suðurstrandarveg og ljósleiðara sem liggur meðfram honum, verið er að meta stöðuna og hvort ástæða sé til að grípa til frekari ráðstafana.
Aðgengi almennings að gosstöðvunum verður tryggt
Forsætisráðherra segir útilokað að einkaaðilar geti lokað fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum. Ríkið leggi til fjármuni til að byggja upp aðstöðu á svæðinu og forsenda þess sé að aðgengi almennings verði tryggt.
Myndskeið
Ellefu tímar af sveiflukenndu eldgosi á þremur mínútum
Eldgosið á Reykjanesskaga hefur verið sveflukennt í dag líkt og í gær. Miklir kvikustrókar tóku þá að gjósa mun hærra upp úr gígnum en áður hafði sést, allt að 200 metra upp í loftið, með drjúgum hléum inn á milli, eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði sem tekið var frá því á tíunda tímanum í gærkvöldi og til klukkan rúmlega átta í morgun, og er sýnt á miklum hraða.
Hættusvæðið verður líklega stækkað í dag
Verið er að endurmeta hættusvæðið við eldgosið í Geldingadölum, eftir að fólk fékk yfir sig gjósku næst gígnum í gær. Líklegt er að hættusvæðið verða stækkað.
Aukin sprengivirkni með 50 metra kvikustrókum
Sprengivirkni hefur aukist í syðsta gígnum á gosstöðvunum á Reykjanesskaga. Kvikustrókarnir sem undanfarið hafa verið tíu til fimmtán metra háir ná nú meira en 50 metra upp í loftið, segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði. „Þetta er mjög mikil breyting á goshegðuninni en spurningin er hvort þetta sé líka að gefa til kynna breytingu á framleiðninni, hvort að það sé verið að auka í hvað kvikumagn varðar sem kemur upp í gosinu.“
Betra að fara að gosinu á morgun fremur en í dag
Aðstæður eru slæmar fyrir þau sem vilja fara að gosinu í Geldingadölum í dag. Þó nokkur uppbygging er nú í gangi við gosstöðvarnar og stefnt að lagningu ljósleiðara og rafmagns á næstu dögum.
Spegillinn
Kröflueldar – fyrir þá sem þurfa að rifja upp
Jarðvísindamenn vísa oft til Kröfluelda þegar kvika fer á kreik. Samkvæmt afar óformlegri könnun Spegilsins meðal fólks á fimmtugsaldri og niður úr er greinilegt að fáir vita mikið um þessar margívitnuðu jarðhræringar. Það eru rúm 45 ár frá því að fyrst gaus við Kröflu, 20. desember 1975, og síðasta gosinu þar lauk 18. september 1984. Páll Einarsson jarðeðlisfræðiprófessor segir að Kröflueldar hafi verið allsherjar lexía í mismunandi atburðarás sem tengist kviku og spennu á flekaskilum.
Vísindaráð telur engin merki um goslok á næstunni
Með opnun nýrra gíga undanfarna daga hefur hraunrennsli í Geldingadölum tekið nokkrum breytingum og er viðbúið að það renni í gegnum skarð í suðaustanverðum dalnum á næstunni. Ekki er útlit fyrir að gosinu ljúki í bráð. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi vísindaráðs almannavarna í dag.
Lokað að gosstöðvunum á morgun vegna veðurs
Lögreglan á Suðurnesjum hefur ákveðið að loka upp að gosstöðvunum á morgun þar sem útlit er fyrir að veður verði válynd.
Spegillinn
Hraunið fer ekki langar leiðir
Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, segir að framleiðslan í gígunum á Reykjanesskaga sé að nálgast 15 rúmmetra á sekúndu. Hann telur að hraunið frá gosinu muni ekki renna langar leiðir. Nýju gígarnir sem spretta upp virðist vera viðbót. Kvikugangurinn, aðfærsluæð gossins, sé samfelld heild
Viðtal
Stöðugt hraunflæði í nýju gígunum
Jóna Sigurlína Pálmadóttir, mastersnemi í jarðfræði fór á gosstöðvarnar í dag með samnemendum sínum í þeim tilgangi að kortleggja hraunflæði í Meradölum og taka sýni. „En þegar við vorum nýkomin þá bara byrjaði sprunga allt í einu að myndast og við öll hlupum og fórum að mæla og mynda,“ segir Jóna Sigurlína. Hún telur að enn sé stöðugt flæði í nýju gígunum, en gæti verið að færast kraftur í þá eftir því sem veggirnir í kringum gíginn stækka.
13.04.2021 - 15:51
Hraunrennslið hefur minnkað aftur
Heildarrennsli úr hraungígunum á Reykjanesskaga hefur minnkað á nýjan leik eftir að það jókst í síðustu viku. Hraunrennslið hefur verið tæpir fimm rúmmetrar á sekúndu að meðaltali síðustu fjóra daga. Það er nánast sama magn og meðalrennslið sem var úr eldgosinu framan af. Rennslið jókst hins vegar í síðustu viku eftir að fleiri gígar opnuðust.
Hafa ekki kannað áhrif gasmengunar á fugla
Grindvíkingar hafa velt því fyrir sér hvort fuglar hegði sér með öðrum hætti en venjulega, eftir að eldgosið á Reykjanesskaga hófst. Í umræðum íbúa á Facebook hefur meðal annars verið bent á að óvenjumikið sé um hrafna í og við bæinn, auk þess sem mikið hafi verið um að þrestir hafi flogið á glugga og jafnvel inn í hús og íbúðir. Fólk velti því fyrir sér hvort gasmengun hafi hugsanlega ruglað fuglana.
Gasmengun getur haft áhrif á daglegt líf fólks
Gasmengun er fylgifiskur eldgosa og nálægð elstöðvanna á Reykjanesskaga við byggð getur haft áhrif á daglegt líf fólks, ef vissar aðstæður skapast. Þá er mikilvægt að vita hvernig á að bregðast við og bera sig að svo að gasið valdi fólki ekki tjóni.
Enginn við gosstöðvarnar í nótt
Vel gekk að rýma svæðið við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall í gærkvöld. Lögreglan segir að enginn hafi dvalið þar uppfrá í nótt og engin afskipti hafi verið höfð af fólki þar í gær. Allt hafi gengið vel fyrir sig.
Ný sprunga opnaðist í Geldingadölum í nótt
Ný sprunga opnaðist á gosstöðvunum í Geldingadölum í nótt. Að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands er talið að hún hafi opnast um klukkan þrjú í nótt. Hún er á milli þeirra tveggja sem opnuðust annan í páskum og aðfaranótt miðvikudags.
Gas gæti hafa safnast upp við gosstöðvarnar í nótt
Búast má við gasmengun víða á Reykjanesskaga fyrir hádegi í dag. Einnig má búast við því að gasmengun hafi safnast upp við gosstöðvarnar í nótt.
Líkur á að nýir gígar geti myndast í Geldingadölum
Ekki eru miklar líkur á að gasmengun vegna jarðeldanna á Reykjanesskaga verði jafnmikil og í eldgosinu í Holuhrauni en það er ekki útilokað. Þetta segir Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu á Veðurstofu Íslands. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að enn sé möguleiki á að gossprungan geti lengst, og þá frekar til norðurs en suðurs, og því geta myndast nýir gígar í Geldingadölum.
Hraunrennslið hefur aukist um helming
Hraunrennsli á gosstöðvunum á Reykjanesskaga hefur aukist um 50 prósent frá því sem var með myndun nýju sprungnanna tveggja. Rennslið er orðið tæplega átta rúmmetrar á sekúndu.
Myndskeið
Markaðssetja eldgosið fyrir erlenda ferðamenn
Eldgosið á Reykjanesskaga gæti orðið einn flottasti áfangastaðurinn á Íslandi, segir fagstjóri hjá Íslandsstofu. Markaðssetning eldgossins fyrir erlenda ferðamenn er hafin og hefur bandarískur kvikmyndagerðarmaður og ljósmyndari meðal annars verið fenginn til þess að kynna gosið á Instagram-síðu sinni.