Færslur: Eldgos í Meradölum

Betra að fara að gosinu á morgun fremur en í dag
Aðstæður eru slæmar fyrir þau sem vilja fara að gosinu í Geldingadölum í dag. Þó nokkur uppbygging er nú í gangi við gosstöðvarnar og stefnt að lagningu ljósleiðara og rafmagns á næstu dögum.
Spegillinn
Kröflueldar – fyrir þá sem þurfa að rifja upp
Jarðvísindamenn vísa oft til Kröfluelda þegar kvika fer á kreik. Samkvæmt afar óformlegri könnun Spegilsins meðal fólks á fimmtugsaldri og niður úr er greinilegt að fáir vita mikið um þessar margívitnuðu jarðhræringar. Það eru rúm 45 ár frá því að fyrst gaus við Kröflu, 20. desember 1975, og síðasta gosinu þar lauk 18. september 1984. Páll Einarsson jarðeðlisfræðiprófessor segir að Kröflueldar hafi verið allsherjar lexía í mismunandi atburðarás sem tengist kviku og spennu á flekaskilum.
Vísindaráð telur engin merki um goslok á næstunni
Með opnun nýrra gíga undanfarna daga hefur hraunrennsli í Geldingadölum tekið nokkrum breytingum og er viðbúið að það renni í gegnum skarð í suðaustanverðum dalnum á næstunni. Ekki er útlit fyrir að gosinu ljúki í bráð. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi vísindaráðs almannavarna í dag.
Lokað að gosstöðvunum á morgun vegna veðurs
Lögreglan á Suðurnesjum hefur ákveðið að loka upp að gosstöðvunum á morgun þar sem útlit er fyrir að veður verði válynd.
Spegillinn
Hraunið fer ekki langar leiðir
Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, segir að framleiðslan í gígunum á Reykjanesskaga sé að nálgast 15 rúmmetra á sekúndu. Hann telur að hraunið frá gosinu muni ekki renna langar leiðir. Nýju gígarnir sem spretta upp virðist vera viðbót. Kvikugangurinn, aðfærsluæð gossins, sé samfelld heild
Viðtal
Stöðugt hraunflæði í nýju gígunum
Jóna Sigurlína Pálmadóttir, mastersnemi í jarðfræði fór á gosstöðvarnar í dag með samnemendum sínum í þeim tilgangi að kortleggja hraunflæði í Meradölum og taka sýni. „En þegar við vorum nýkomin þá bara byrjaði sprunga allt í einu að myndast og við öll hlupum og fórum að mæla og mynda,“ segir Jóna Sigurlína. Hún telur að enn sé stöðugt flæði í nýju gígunum, en gæti verið að færast kraftur í þá eftir því sem veggirnir í kringum gíginn stækka.
13.04.2021 - 15:51
Hraunrennslið hefur minnkað aftur
Heildarrennsli úr hraungígunum á Reykjanesskaga hefur minnkað á nýjan leik eftir að það jókst í síðustu viku. Hraunrennslið hefur verið tæpir fimm rúmmetrar á sekúndu að meðaltali síðustu fjóra daga. Það er nánast sama magn og meðalrennslið sem var úr eldgosinu framan af. Rennslið jókst hins vegar í síðustu viku eftir að fleiri gígar opnuðust.
Hafa ekki kannað áhrif gasmengunar á fugla
Grindvíkingar hafa velt því fyrir sér hvort fuglar hegði sér með öðrum hætti en venjulega, eftir að eldgosið á Reykjanesskaga hófst. Í umræðum íbúa á Facebook hefur meðal annars verið bent á að óvenjumikið sé um hrafna í og við bæinn, auk þess sem mikið hafi verið um að þrestir hafi flogið á glugga og jafnvel inn í hús og íbúðir. Fólk velti því fyrir sér hvort gasmengun hafi hugsanlega ruglað fuglana.
Gasmengun getur haft áhrif á daglegt líf fólks
Gasmengun er fylgifiskur eldgosa og nálægð elstöðvanna á Reykjanesskaga við byggð getur haft áhrif á daglegt líf fólks, ef vissar aðstæður skapast. Þá er mikilvægt að vita hvernig á að bregðast við og bera sig að svo að gasið valdi fólki ekki tjóni.
Enginn við gosstöðvarnar í nótt
Vel gekk að rýma svæðið við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall í gærkvöld. Lögreglan segir að enginn hafi dvalið þar uppfrá í nótt og engin afskipti hafi verið höfð af fólki þar í gær. Allt hafi gengið vel fyrir sig.
Ný sprunga opnaðist í Geldingadölum í nótt
Ný sprunga opnaðist á gosstöðvunum í Geldingadölum í nótt. Að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands er talið að hún hafi opnast um klukkan þrjú í nótt. Hún er á milli þeirra tveggja sem opnuðust annan í páskum og aðfaranótt miðvikudags.
Gas gæti hafa safnast upp við gosstöðvarnar í nótt
Búast má við gasmengun víða á Reykjanesskaga fyrir hádegi í dag. Einnig má búast við því að gasmengun hafi safnast upp við gosstöðvarnar í nótt.
Líkur á að nýir gígar geti myndast í Geldingadölum
Ekki eru miklar líkur á að gasmengun vegna jarðeldanna á Reykjanesskaga verði jafnmikil og í eldgosinu í Holuhrauni en það er ekki útilokað. Þetta segir Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu á Veðurstofu Íslands. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að enn sé möguleiki á að gossprungan geti lengst, og þá frekar til norðurs en suðurs, og því geta myndast nýir gígar í Geldingadölum.
Hraunrennslið hefur aukist um helming
Hraunrennsli á gosstöðvunum á Reykjanesskaga hefur aukist um 50 prósent frá því sem var með myndun nýju sprungnanna tveggja. Rennslið er orðið tæplega átta rúmmetrar á sekúndu.
Myndskeið
Markaðssetja eldgosið fyrir erlenda ferðamenn
Eldgosið á Reykjanesskaga gæti orðið einn flottasti áfangastaðurinn á Íslandi, segir fagstjóri hjá Íslandsstofu. Markaðssetning eldgossins fyrir erlenda ferðamenn er hafin og hefur bandarískur kvikmyndagerðarmaður og ljósmyndari meðal annars verið fenginn til þess að kynna gosið á Instagram-síðu sinni.
Útbúa kort fyrir fólk sem ætlar að skoða eldgosið
Almannavarnir og Veðurstofan ætla að búa til kort og taka saman upplýsingar um hættur sem kunna að steðja að fólki sem hyggst skoða eldgosið á Reykjanesskaga. Þetta kom fram á fundi Vísindaráðs Almannavarna í dag. Litlar breytingar hafa orðið á gasmyndun eftir breytingar á eldgosinu síðustu daga.
Viðtöl
Gaman að sjá hvernig gosið breytist við hverja heimsókn
Arna Diljá Guðmundsdóttir hjá Hjálparsveit skáta í Hveragerði segir að um 500 lagt leið sína að gosstöðvunum í dag, en þar gekk á með dimmum éljum síðdegis. Systkini sem fóru að gosinu í þriðja sinn í dag sögðust vera háð því að fara.
Gas gæti mælst í Grindavík seint í kvöld
Vindátt gæti snúist í vaxandi norðaustanátt í kvöld og við það gæti mengun frá Geldinga- og Meradölum borist yfir til Grindavíkur. Þorsteinn Jóhannsson, jarð- og umhverfisfræðingur, bendir íbúum í Grindavík, Njarðvík og Vogum á að fylgjast vel með loftgæðum á síðunni loftgaedi.is og forðast útivist þegar mengunargildi eru há. Rætt var við hann í Síðdegisútvarpinu á Rás 2.
Gosið gæti allt eins opnast á fleiri stöðum
Nýja gossprungan sem opnaðist í nótt á gosstöðvunum er hluti af um eins kílómetra sprungu sem nær úr Geldingadölum í norðaustur. Gasmælitæki og fleira nærri gosinu eru dottin úr sambandi. Ný gönguleið hefur verið stikuð og mega þeir sem ætla að gosinu aðeins ganga þá leið. 
Lítið en afar stöðugt rennsli úr nýju sprungunni
Niðurstöður úr greiningu loftmynda benda til þess að hraunrennsli sé nú óverulegt í Geldingadölum en að rennsli frá nýju sprungunni nemi 4 til 5 rúmmetrum á sekúndu.
Viðtal
„Það varð einhver feill í pípulögninni“
Aðdragandi þess að ný sprunga opnaðist í eldgosinu á Reykjanesskaga í gær er líklega sá að þrýstingurinn var orðinn svo mikill á upphaflegu eldstöðinni að hraunið fann sér aðra leið út. Þetta segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Hann segir að nýja sprungan sé að öllum líkindum framhald á upphaflega gosinu sem hafi fundið sér aðra leið upp á yfirborðið þegar fram liðu stundir.
Opnað upp að gosstöðvunum í fyrramálið
Almenningi gefst í fyrsta sinn kostur á að virða nýju sprungurnar fyrir sér með eigin augum á morgun en opna á upp að gosstöðvum snemma í fyrramálið.
Lokað við eldstöðvarnar í dag
Leiðin að eldstöðvunum í Geldingadölum og Meradölum er lokuð í dag vegna mengunarhættu. Hægviðri verður á þessum slóðum í dag og því er gasmengun mest í grennd við gosstöðvarnar.
Urðu varir við yfirborðssprungur á milli gosanna
Björgunarsveitarmenn á vakt við gosstöðvarnar urðu varir við nýjar yfirborðssprungur á milli gosstöðvanna tveggja í nótt. Ekki er víst að sprungurnar hafi myndast í nótt en þær gefa til kynna hvar kvikugangurinn liggur undir gösstöðvunum. Heildarrennsli kviku upp á yfirborð hefur aukist eftir að sprungurnar opnuðust í gær.
Gosstöðvarnar lokaðar almenningi fram eftir morgni
Stórt svæði umhverfis eldstöðvarnar á Reykjanesskaga var rýmt um leið og gjósa tók úr tveimur sprungum norðaustur af Geldingadölum í hádeginu í gær og verður það lokað almenningi fram eftir morgni hið minnsta. Þórir Þorsteinsson, vettvangsstjóri lögreglu við gosstöðvarnar, sagði í samtali við fréttastofu á miðnætti, að fulltrúar viðbragðsaðila, almannavarna og vísindamanna komi saman til fundar klukkan níu í fyrramálið og fari yfir stöðuna.