Færslur: Eldgos í Geldingadölum

Eitthvað sem ekki hefur verið gert með sama hætti áður
Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að eldgosið við Fagradalsfjall hafi verið mjög lærdómsríkt fyrir vísindamenn, en í gær var eitt ár liðið frá því að gos hófst. Hægt hafi verið að framkvæma nýjar og betri mælingar en áður hefur verið mögulegt.
Sjónvarpsfrétt
Sakna fæstir afmælisbarnsins
Grindvíkingar héldu upp á gosafmælið í dag. Þótt gosið hafi komið bænum í heimsfréttirnar eru fæstir sem sakna þess. Þeir þurfa þó að búa sig undir möguleg eldgos í fyrirsjáanlegri framtíð.
Myndskeið
Ár frá því að eldgos hófst í Geldingadölum
Dagurinn í dag markar eitt ár síðan eldgos hófst í Geldingadölum við Fagradalsfjall. 
Árið 2021
„Ræfillinn“ sem stal senunni
Reykjanesskagi vaknaði af löngum dvala þegar eldgos hófst við Fagradalsfjall 19. mars 2021. Hundruð þúsunda lögðu leið sína að eldgosinu, sem í fyrstu var lýst sem ræfli, og enn fleiri fylgdust með því í beinu streymi svo mánuðum skipti.
Sérfræðingar með gosstöðvarnar í gjörgæslu
Heldur hefur dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga undanfarinn sólarhring. Frá miðnætti hafa mælst um 600 skjálftar í nágrenni við Fagradalsfjall, mun færri en á sama tíma í gær. Sem fyrr eru upptök þeirra flestra vestan við Kleifarvatn, norður af Krýsuvík. Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir að gos geti jafnvel hafist á næstu dögum.
Kastljós
Kvika á 2 kílómetra dýpi - svipað mynstur og síðast
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, segir ekki vitað nákvæmlega hversu nálægt kvikan er komin yfirborðinu en miðað við nýjustu líkön sé mesta þenslan á tveggja kílómetra dýpi og það megi alveg búast við því að hún færist nær yfirborðinu á næstunni. Þau hafi verið farin að sjá merki um kviku á tveggja kílómetra dýpi þremur vikum fyrir gosið í mars.
Viðvarandi skjálftavirkni og óróahviða síðdegis
Ríflega tvö þúsund jarðskjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesskaga frá miðnætti, en enginn stór skjálfti mælst síðan í morgun. Kvika er farin að ryðja sér til rúms við Geldingadali, en Veðurstofan nam óróapúls þar fyrir hádegi í dag.
Í BEINNI
Vefmyndavél frá Geldingadölum
Jarðskjálftahrina hófst á ný við Geldingadali á Reykjanesskaga 21. desember, á svipuðum slóðum og eldgos braust út í mars. Merki eru um kvikuhreyfingu á svæðinu á ný.
Kröftugur skjálfti í morgunsárið
Nokkrir öflugir skjálftar hafa orðið á Reykjanesskaganum í morgunsárið. Laust fyrir hálf átta varð skjálfti af stærðinni 4,2, eftir nokkurra klukkustunda tímabil án skjálfta yfir þremur að stærð. Mikil virkni var á skjálftasvæðinu frá því síðdegis í gær og fram yfir miðnætti. Átta skjálftar mældust þá yfir fjórir að stærð, sá stærsti, 4,8, varð klukkan 21.38 og átti upptök sín skammt norður af Grindavík.
Öflugur skjálfti við gosstöðvarnar rétt fyrir miðnætti
Öflugur jarðskjálfti, 4,5 að stærð, reið yfir Reykjanesskaga fjórum mínútum fyrir miðnætti. Mikil skjálftavirkni hefur verið við gosstöðvarnar nærri Fagradalsfjalli og í kringum Grindavík í allan dag og kvöld og var þessi síðasti skjálfti sá áttundi sem var stærri en 4,0. Sá stærsti varð kl. 21.38, sá mældist 4,8 að stærð og var sá næst stærsti sem orðið hefur í jarðskjálftahrinunni sem hófst á þriðjudag.
Skjálfti af stærðinni 4,8 við Grindavík í kvöld
Töluverð skjálftavirkni hefur verið í nágrenni við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall í dag og kvöld. Tveir öflugir skjálftar urðu meö örskömmu millibili skammt norðan Grindavíkur á tíunda tímanum. Sá fyrri varð klukkan 21.38 og mældist 4,8 en sá seinni, sem varð á sömu mínútunni, 4,4. Báðir skjálftar eru svokallaðir gikksjálftar, sem rekja má til kvikusöfnunar.Skömmu síðar, klukkan 21.44, varð svo skjálfti af stærðinni 4,1 vest-suðvestur af Fagradalsfjalli.
Hátt í 8000 skjálftar frá því á þriðjudag
Hátt í átta þúsund skjálftar hafa orðið á skjálftasvæðinu á Reykjanesskaga frá því að skjálftahrinan hófst síðdegis á þriðjudag, 21.desember, þar af um þúsund frá því á miðnætti. Sá stærsti varð rétt eftir klukkan tvö í nótt og mældist 3,4. Skjálftahrinan er því enn í fullum gangi og fylgist Veðurstofan grannt með sem fyrr, að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings á Veðurstofunni.
1.000 skjálftar og tvær hviður á skjálftasvæðinu í nótt
Nóttin var tiltölulega róleg við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga, þar sem skjálftahrina hefur staðið síðan á þriðjudag. Þannig var það í það minnsta á yfirborðinu, en undir því gekk þó ýmislegt á, sem líklega má rekja til kvikuhreyfinga. Skjálftavirkni tók að aukast nokkuð upp úr miðnætti eftir afar kyrrlátt Þorláksmessukvöld, sem var raunar rólegasta kvöldið á skjálftasvæðinu frá því að hrinan hófst. Um 1.000 skjálftar hafa orðið þar frá miðnætti.
Virkni að aukast á ný eftir rólegt Þorláksmessukvöld
Skjálftavirkni er eilítið farin að aukast á nýju við Fagradalsfjall eftir afar kyrrlátt Þorláksmessukvöld, sem var raunar rólegasta kvöldið síðan hrinan hófst á þriðjudag.
Dregur úr skjálftavirkni - snarpur skjálfti í kvöld
Dregið hefur talsvert úr skjálftavirkninni við Fagradalsfjall í kvöld eftir að skjálftahrina hófst um kvöldmatarleytið í gærkvöld..Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við fréttastofu að skjálftarnir í kvöld séu bæði minni og færri.
Stóraukin skjálftavirkni á Reykjanesskaga
Töluverð skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga í kvöld og nótt þar sem þrír skjálftar hafa mælst þrír eða stærri og tugir yfir tveir að stærð. Yfir 800 skjálftar hafa orðið við Keili og Fagradalsfjall frá því að virkni tók að aukast þar um klukkan fimm síðdegis, sá öflugasti 3,8 að stærð.
Reykur frá Geldingadölum en ekkert gos
Vegfarendur hafa síðustu daga orðið varir við reyk sem stígur upp frá hrauninu í Geldingadölum. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands kannast við hringingar vegna þessa en segir gos ekki hafið á ný, það sé engin aukin virkni eða gosórói. Reykurinn stafi af því að gas streymi enn úr gígnum og hugsanlega geri veður- og birtuskilyrði undanfarinna daga það að verkum að þetta uppstreymi sjáist betur en áður.
29.10.2021 - 14:24
Myndskeið
Svipað og að falla ofan úr Hallgrímskirkjuturni
Fólk gerði sér að leik að ganga upp á gíg eldstöðvarinnar í Geldingadölum í dag. Stórhættulegt athæfi, segir eldfjallafræðingur. Ítrekað hefur verið varað við því að ganga á hrauninu. 
11.10.2021 - 22:06
Engin virkni í gígnum í nærri tvær vikur
Nýjar mælingar staðfesta að ekkert hraun hefur flætt úr gosgígnum við Fagradalsfjall síðan 18. september, eða í nærri tvær vikur. Þetta er lengsta hlé sem orðið hefur í eldgosinu frá upphafi. Það hefur þó sést í glóandi hraun á svæðinu, en sérfræðingar segja það hafi ekki runnið úr gígnum, heldur sé hraunið að færast til á svæðinu. Hraunið hefur af þeim sökum sigið um 5-7 metra nyrst í Geldingadölum, en á móti hefur hraun aukist í sunnanverðum Geldingadölum og í Nátthaga.
Lögregla hafði afskipti af fólki á gosstöðvunum
Ekki tóku allir jafn vel í tilmæli björgunarsveita þegar fólki var vísað frá gosstöðvunum á Reykjanesskaga fyrr í dag. Lögregla hafði afskipti af einstaklingum sem sinntu ekki tilmælum björgunarsveita.
Myndskeið
Rýming við gosstöðvar vegna aukins hraunflæðis
Lokað var fyrir umferð að gosstöðvunum vegna hraunflæðis fyrir hádegi. Var það gert af öryggisástæðum, segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Um klukkan eitt var opnað að hluta á ný.
Myndskeið
Geldingadalir vakna á ný
Gosóróa varð vart í eldstöðinni í Geldingadölum í morgun en engin virkni hafði verið þar í níu daga. Hlaup í Vestari-Jökulsá í Skagafirði er í rénun.
Ekki gosið síðan klukkan 14:22 á fimmtudag fyrir viku
Stóri gígurinn í Fagradalsfjalli er tómur. Þetta sýnir myndskeið sem Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands birti á Facebook-síðu sinni. Glóandi hraun sást hins vegar vel á mynd í gegnum lítið op sem sérfræðingarnir kalla „himnaljóra á þaki“. Gosið hætti klukkan 14:22 á fimmtudag í síðustu viku en jarðeðlisfræðingur segir engum greiði gerður með því að tala um einhver goslok. Þetta gos hafi hætt og byrjað þrjátíu sinnum.
Ótímabært að lýsa yfir goslokum
Ótímabært er að lýsa yfir lokum eldgossins í Geldingadölum þó að hlé hafi verið á því síðan á fimmtudaginn. Enn streymir gas úr gígnum og kvika virðist malla og sér í hana í næturmyrkinu.
Ekki tekin ákvörðun um kæru vegna ólöglegs stígs
Umhverfisstofnun og Grindavíkurbær hafa fundað í vikunni um göngustíg sem ruddur var fyrr í mánuðinum gegnum nýrunnið hraun í Geldingardölum. Ákvörðun um kæru hefur ekki verið tekin en samtalið heldur áfram eftir helgi.