Færslur: Eldgos í Geldingadölum

Hraun tekið að renna úr Geldingadölum í austur
Hraun er tekið að renna úr Geldingadölum í austur í átt að Meradölum. Ef það rennur alla leið hefur það áhrif á aðgengi fólks að gígunum. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur staðfesti þetta nú á fjórða tímanum.
Snjókoma verður við gosstöðvarnar um miðjan daginn
Gosstöðvarnar í Geldingadölum verða aðgengilegar almenningi frá hádegi í dag til klukkan níu í kvöld en rýming hefst tveimur tímum síðar og gert ráð fyrir að henni ljúki um miðnætti. Um miðjan dag snjóar á svæðinu en með kvöldinu er búist við að gas safnist upp við gosstöðvarnar.
Áhugi Íslendinga á eldgosinu ekkert að minnka
Þrátt fyrir að eldgosið á Reykjanesskaga hafi nú staðið yfir í mánuð, þá dregur ekkert úr áhuga landsmanna á eldsumbrotunum nema síður sé. Helmingur þeirra sem enn hefur ekki gert sér ferð upp að eldstöðvunum hyggst gera það.
Vísindaráð telur engin merki um goslok á næstunni
Með opnun nýrra gíga undanfarna daga hefur hraunrennsli í Geldingadölum tekið nokkrum breytingum og er viðbúið að það renni í gegnum skarð í suðaustanverðum dalnum á næstunni. Ekki er útlit fyrir að gosinu ljúki í bráð. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi vísindaráðs almannavarna í dag.
Spegillinn
Byrjað að bera í stíga að gosinu
Byrjað var í dag að bera ofan í fyrsta kafla gönguleiðarinnar upp að gosinu í Geldingadölum. Til stendur að gera endurbætur á öllum stígunum á næstunni til að bæta öryggi og draga úr frekari skemmdum á náttúrunni. Þá er stefnt að því að leggja rafmagn upp að gosstaðnum og bæta fjarskipti. Loks verða ráðnir landverðir eða starfsmenn til að taka við af björgunarsveitarmönnum.
Sambandslaust við vefmyndavélar RÚV á Fagradalsfjalli
Vefmyndavélar RÚV á Fagradalsfjalli duttu út í nótt. Samband rofnaði en ekki er vitað hvað getur verið að en talið er að veðrið við gosstöðvarnar hafi eitthvað með bilunina að gera.
Gosstöðvarnar lokaðar almenningi í dag
Blautt og hvasst er við gosstöðvarnar í Geldingadölum og ekkert útivistarveður. Því verður svæðið lokað almenningi í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum nú rétt fyrir fréttir er lögregla á vakt á Suðurstrandarvegi og verður vaktað áfram af lögreglu og björgunarsveitafólki.
Myndskeið
Gasmengun getur borist á móti vindi
Mengunin frá eldstöðinni í Geldingadölum getur borist á móti vindi og því er ekki nóg að hafa vindinn í bakið, einkum ef farið er nálægt hraunjaðri. Eldfjallafræðingur segir að þegar gasmenguninni hafi blásið á haf út sé hún þó ekki endilega úr sögunni heldur geti henni blásið til baka til Íslands.
Lokað að gosstöðvunum á morgun vegna veðurs
Lögreglan á Suðurnesjum hefur ákveðið að loka upp að gosstöðvunum á morgun þar sem útlit er fyrir að veður verði válynd.
Gasmengun á Vatnsleysuströnd og höfuðborgarsvæðinu
Gasmengun frá gosstöðvunum í Geldingadölum leggur að líkindum yfir Vatnsleysuströnd og höfuðborgarsvæðið í nótt og á morgun en á fimmtudag snýst vindur í suðaustanátt og mun mengunin þá mögulega leggjast yfir Reykjanesbæ. Ekki er þó talið að hætta stafi af.
Sjónvarpsfrétt
Dregur ekki úr hraunflæði þrátt fyrir fleiri gíga
Vísindamenn hafa ekki merkt minna flæði eftir að gígunum fjölgaði. „Heilt yfir höfum við ekki séð minnkun í flæðinu. Það hafa komið tölur fimm til átta rúmmetrar á sekúndu. Þetta er allt innan sömu gossprungunnar og þessir gígar raðast allir í þráðbeinni línu,“ segir Björn Oddson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavörnum.
Spegillinn
Hraunið fer ekki langar leiðir
Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, segir að framleiðslan í gígunum á Reykjanesskaga sé að nálgast 15 rúmmetra á sekúndu. Hann telur að hraunið frá gosinu muni ekki renna langar leiðir. Nýju gígarnir sem spretta upp virðist vera viðbót. Kvikugangurinn, aðfærsluæð gossins, sé samfelld heild
Viðtal
Stöðugt hraunflæði í nýju gígunum
Jóna Sigurlína Pálmadóttir, mastersnemi í jarðfræði fór á gosstöðvarnar í dag með samnemendum sínum í þeim tilgangi að kortleggja hraunflæði í Meradölum og taka sýni. „En þegar við vorum nýkomin þá bara byrjaði sprunga allt í einu að myndast og við öll hlupum og fórum að mæla og mynda,“ segir Jóna Sigurlína. Hún telur að enn sé stöðugt flæði í nýju gígunum, en gæti verið að færast kraftur í þá eftir því sem veggirnir í kringum gíginn stækka.
13.04.2021 - 15:51
Gasmengun gæti lagt yfir höfuðborgarsvæðið í dag
Gasmengun gæti í dag og á morgun borist frá eldgosinu við Fagradalsfjall til höfuðborgarinnar, samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun og Veðurstofu Íslands. 
13.04.2021 - 14:14
Hraunrennslið hefur minnkað aftur
Heildarrennsli úr hraungígunum á Reykjanesskaga hefur minnkað á nýjan leik eftir að það jókst í síðustu viku. Hraunrennslið hefur verið tæpir fimm rúmmetrar á sekúndu að meðaltali síðustu fjóra daga. Það er nánast sama magn og meðalrennslið sem var úr eldgosinu framan af. Rennslið jókst hins vegar í síðustu viku eftir að fleiri gígar opnuðust.
Giftu sig við gosstöðvarnar
Sumarliði V. Snæland Ingimarsson og Jón Örvar Gestsson héldu heldur óhefðbundna giftingarathöfn síðastliðinn föstudag þegar þeir létu pússa sig saman við gosstöðvarnar í Geldingadölum. „Við ætluðum að gifta okkur 5. september síðastliðinn. Við vorum að vinna í því skipulagi í fyrravor þegar kórónuveirufaraldurinn skall á og ákváðum þá að bíða,“ segir Sumarliði.
Gasmengun hefur allt að tvöfaldast frá byrjun gossins
Gasmengun vegna jarðeldanna í Geldingadölum hefur allt að tvöfaldast frá byrjun goss. Hraunelfur virðist ekki renna lengur niður í Meradali.
Hafa ekki kannað áhrif gasmengunar á fugla
Grindvíkingar hafa velt því fyrir sér hvort fuglar hegði sér með öðrum hætti en venjulega, eftir að eldgosið á Reykjanesskaga hófst. Í umræðum íbúa á Facebook hefur meðal annars verið bent á að óvenjumikið sé um hrafna í og við bæinn, auk þess sem mikið hafi verið um að þrestir hafi flogið á glugga og jafnvel inn í hús og íbúðir. Fólk velti því fyrir sér hvort gasmengun hafi hugsanlega ruglað fuglana.
Opna fyrir aðgengi að gosstöðvunum á hádegi
Gasmengun vegna jarðeldanna í Geldingadölum berst líklega yfir vestanverðan Reykjanesskaga í dag. Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir fáa vera við gosstöðvarnar núna en svæðið verður ekki opnað fyrir aðgengi almennings fyrr en á hádegi.
Óholl loftgæði á vestanverðum Reykjanesskaga í dag
Gasmengun berst líklega yfir vestanverðan Reykjanesskaga, yfir svæðið frá Vogum og vestur að Höfnum í dag og í kvöld. Búist er við austan og suðaustan átta til þrettán metrum á sekúndu við gosstöðvarnar í dag, lítils háttar rigningu eða slyddu öðru hvoru og hita á bilinu núll til fimm stig.
Myndskeið
Ógnvænleg og heillandi fegurð eldgíga í Geldingadölum
Þótt hraunrennslið úr gígunum fjórum í Geldingadölum sé lítið í samanburði við flest önnur gos er sjónarspilið óneitanlega tilkomumikið. Gosið hefur laðað að sér þúsundir eða tugi þúsunda ferðalanga og enn dreymir marga bæði hérlendis og erlendis um að fá að heimsækja gosið og ná af sér ódauðlegri ljósmynd með bjarmann í baksýn.
Vara við áhættuhegðun á hættusvæði við gosstöðvarnar
Fólk getur verið í mikilli hættu fari það inn á hættusvæðið við gosstöðvarnar vegna atburða sem þar geta orðið. Talsvert hefur borið á að almenningur hafi farið langt inn skilgreint hættusvæði við gosstöðvarnar í Geldingadölum.
11.04.2021 - 14:25
Vakt verður við gosstöðvarnar til miðnættis
Lögregla og Björgunarsveitir vakta gosstöðvarnar í Geldingadölum miðnættis en þar verður lokað klukkan 21 í kvöld. Rýming svæðisins hefst tveimur tímum síðar og ætlað að henni verði lokið um miðnætti.
Gasmengun leggur yfir norðanverðan Reykjanesskaga
Gasmengunin við og frá gosstöðvunum í Geldingadölum er svipuð og í gær. Samkvæmt spálíkani Veðurstofu Íslands eru líkur á gasmengun milli Voga og Hafna í dag. 
Gasmengun getur haft áhrif á daglegt líf fólks
Gasmengun er fylgifiskur eldgosa og nálægð elstöðvanna á Reykjanesskaga við byggð getur haft áhrif á daglegt líf fólks, ef vissar aðstæður skapast. Þá er mikilvægt að vita hvernig á að bregðast við og bera sig að svo að gasið valdi fólki ekki tjóni.