Færslur: Eldgos í Geldingadölum

Reykur frá Geldingadölum en ekkert gos
Vegfarendur hafa síðustu daga orðið varir við reyk sem stígur upp frá hrauninu í Geldingadölum. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands kannast við hringingar vegna þessa en segir gos ekki hafið á ný, það sé engin aukin virkni eða gosórói. Reykurinn stafi af því að gas streymi enn úr gígnum og hugsanlega geri veður- og birtuskilyrði undanfarinna daga það að verkum að þetta uppstreymi sjáist betur en áður.
29.10.2021 - 14:24
Myndskeið
Svipað og að falla ofan úr Hallgrímskirkjuturni
Fólk gerði sér að leik að ganga upp á gíg eldstöðvarinnar í Geldingadölum í dag. Stórhættulegt athæfi, segir eldfjallafræðingur. Ítrekað hefur verið varað við því að ganga á hrauninu. 
11.10.2021 - 22:06
Engin virkni í gígnum í nærri tvær vikur
Nýjar mælingar staðfesta að ekkert hraun hefur flætt úr gosgígnum við Fagradalsfjall síðan 18. september, eða í nærri tvær vikur. Þetta er lengsta hlé sem orðið hefur í eldgosinu frá upphafi. Það hefur þó sést í glóandi hraun á svæðinu, en sérfræðingar segja það hafi ekki runnið úr gígnum, heldur sé hraunið að færast til á svæðinu. Hraunið hefur af þeim sökum sigið um 5-7 metra nyrst í Geldingadölum, en á móti hefur hraun aukist í sunnanverðum Geldingadölum og í Nátthaga.
Lögregla hafði afskipti af fólki á gosstöðvunum
Ekki tóku allir jafn vel í tilmæli björgunarsveita þegar fólki var vísað frá gosstöðvunum á Reykjanesskaga fyrr í dag. Lögregla hafði afskipti af einstaklingum sem sinntu ekki tilmælum björgunarsveita.
Myndskeið
Rýming við gosstöðvar vegna aukins hraunflæðis
Lokað var fyrir umferð að gosstöðvunum vegna hraunflæðis fyrir hádegi. Var það gert af öryggisástæðum, segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Um klukkan eitt var opnað að hluta á ný.
Myndskeið
Geldingadalir vakna á ný
Gosóróa varð vart í eldstöðinni í Geldingadölum í morgun en engin virkni hafði verið þar í níu daga. Hlaup í Vestari-Jökulsá í Skagafirði er í rénun.
Ekki gosið síðan klukkan 14:22 á fimmtudag fyrir viku
Stóri gígurinn í Fagradalsfjalli er tómur. Þetta sýnir myndskeið sem Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands birti á Facebook-síðu sinni. Glóandi hraun sást hins vegar vel á mynd í gegnum lítið op sem sérfræðingarnir kalla „himnaljóra á þaki“. Gosið hætti klukkan 14:22 á fimmtudag í síðustu viku en jarðeðlisfræðingur segir engum greiði gerður með því að tala um einhver goslok. Þetta gos hafi hætt og byrjað þrjátíu sinnum.
Ótímabært að lýsa yfir goslokum
Ótímabært er að lýsa yfir lokum eldgossins í Geldingadölum þó að hlé hafi verið á því síðan á fimmtudaginn. Enn streymir gas úr gígnum og kvika virðist malla og sér í hana í næturmyrkinu.
Ekki tekin ákvörðun um kæru vegna ólöglegs stígs
Umhverfisstofnun og Grindavíkurbær hafa fundað í vikunni um göngustíg sem ruddur var fyrr í mánuðinum gegnum nýrunnið hraun í Geldingardölum. Ákvörðun um kæru hefur ekki verið tekin en samtalið heldur áfram eftir helgi.
Gosið heldur upp á afmælið með tignarlegu sjónarspili
Eldgosið í Fagradalsfjalli hefur í kvöld sýnt allar sínar bestu hliðar og sést nú vel frá höfuðborgarsvæðinu. Það er kannski við hæfi enda eru í dag fimm mánuðir frá því að jarðeldarnir hófust og engin leið er að spá fyrir um hvenær því ljúki. „Það er fjör í Geldingadölum í kvöld,“ segir á Facebook-síðu Eldfjallafræði og náttúruváhóps Háskóla Íslands.
Fallegur hraunfoss fellur úr gígnum
Fallegur hraunfoss fellur nú úr gígnum í eldgosinu við Fagradalsfjall. Nokkuð líf hefur verið eldgosinu í morgun og hraunið mallar í gígnum eins og í stórum potti sem rýkur jafnframt rækilega úr.
„Ekki gaman að ferðalaginu til Íslands fylgi fótbrot“
Björgunarsveitin Þorbjörn hefur síðustu daga flutt sex slasaða einstaklinga niður af sama fjalli við gosstöðvarnar. Björgunarsveitin setti í gær 120 metra spotta til að aðstoða fólk á Langahrygg þar sem flestir slasa sig.
10.08.2021 - 10:10
Ruddi ólöglegan göngustíg gegnum nýrunnið hraunið
Lögregla stöðvaði nýverið stjórnanda vinnuvélar sem var að ryðja göngustíg í gegnum nýrunnið hraun í Geldingadölum. Bannað er að raska nýrunnu hrauni og var þetta gert án samráðs við nokkra þá sem leita þarf til um slíkar framkvæmdir, að sögn sérfræðings hjá Umhverfisstofnun. Lögregla telur gröfumanninn hafa verið á vegum landeigenda.
Þyrla flutti slasaðan ferðamann af gosslóðum
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti slasaða konu frá gosstöðvunum í Geldingadölum á Landspítalann í Fossvogi á þriðja tímanum í dag.
Nýtt op við eldgosið í Geldingadölum
Líf hefur færst í eldgosið í Geldingadölum enn á ný en það dró úr gosóróa seinnipartinn í gær. Nýtt op virðist hafa myndast þar sem hraunstrókar etja kappi við þá sem koma úr stóra gígnum.
Engin merki um gos á hafsbotni
Engin merki eru um að gos sé hafið á hafsbotninum suður af Reykjanesskaga. Varðskipinu Þór var í kvöld siglt vesturundir Krýsuvíkurberg til að kanna hvort þar væri mögulega byrjað að gjósa neðansjávar. Landhelgisgæslunni barst tilkynning rétt eftir klukkan átta í kvöld frá vegfaranda við Selvogsvita sem hafði séð dökkgráa reykjarstróka úti á hafi. Þór kom á vettvang seint á ellefta tímanum og var þá engan reyk að sjá, að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar.
Rauðglóandi kvika rennur stríðum straumum í Meradali
Góður gangur er í eldgosinu í Geldingadölum þar sem kvikan stendur upp úr gígnum eftir rúmlega þriggja daga hlé og rauðglóandi hraunelfur rennur stríðum straumum niður hlíðina í nokkrum myndarlegum kvíslum og fossum og flúðum og lýsir upp myrka en milda ágústnóttina.
Skjálftar við Grímsey og gos í Geldingadölum
Svolítil skjálftahrina varð austur og aust-suðaustur af Grímsey í nótt, en engar tilkynngar bárust þó um að hennar hefði orðið vart í byggð. Gosið í Geldingadölum hélt uppteknum hætti, mögulega af eilítið meiri krafti en í gær.
Allt með kyrrum kjörum í Geldingadölum og Bárðarbungu
Allt hefur verið með kyrrum kjörum í Geldingadölum í gær og nótt. Nú rýkur aðeins upp af gígnum og sérfræðingar veðurstofunnar bíða eftir hvað gosið geri næst. Bárðarbunga hefur einnig haft hægt um sig í nótt eftir jarðskjálfta í gærkvöldi.
Hraunið rennur meira í austurátt og niður í Meradali
Töluverður gangur hefur verið í eldgosinu við Fagradalsfjall í kvöld og nótt, og það hefur sést afar vel frá höfuðborgarsvæðinu. Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir virknina svipaða og verið hefur, hún liggi niðri í 7 - 13 tíma og svo gjósi álíka lengi á milli. Til að sjá, með augum leikmanns, virðist þó sem nokkur breyting hafi orðið á gosinu; að jafnvel glitti í tvo lítil gosop austur, niður og jafnvel norður af stóra gígnum.
Fyrstu einkenni COVID geta líkst ertingu frá gosmóðu
Sérfræðingur í loftgæðum segir að fyrstu einkenni COVID-19 geti líkst þeim óþægindum sem skapast geta af völdum gosmóðu. Mökkurinn sem legið hefur yfir suðvesturhluta landsins er nokkurra daga gamall.
Áfram svipaður taktur í gosinu
Mjög dró úr gosóróa síðdegis í gær en hann hófst svo aftur um klukkan hálfellefu í gærkvöldi. Hálftíma síðar tók hraun að renna í nokkrum straumum niður í Meradali.
Gosið vaknað að nýju eftir tólf tíma kríu
Litlar líkur eru á gasmengun á höfuðborgarsvæðinu í dag. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að gosið sjálft hafi haft hljótt um sig í nótt en vaknaði með morgninum.
Móða frá gosinu mældist í Færeyjum í gær
Slæm loftgæði eru á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt mælingum Umhverfisstofnunar. Náttúruvársérfræðingur telur rétt að vara viðkvæma við loftmengun. Gosmóða mældist í Færeyjum í gær.
Hraunstraumur rennur fagurlega niður í Meradali
Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að púlsandi virkni hafi verið í eldgosinu í Geldingadölum undanfarinn sólarhring. Hraunið rennur áfram niður í Meradali í fögrum fossi.