Færslur: Eldgos í Fagradalsfjalli

Stórvirkar vinnuvélar í kapphlaupi við náttúruöflin
Stórvirkar vinnuvélar eru nú notaðar til að reyna að koma í veg fyrir að hraunið úr eldgosinu í Geldingadal renni úr nafnlausa dalnum svokallaða niður í Nátthaga. Þaðan eru aðeins nokkrir kílómetrar að Suðurstrandarvegi og komist hraunið þangað gæti það farið yfir niðurgrafinn ljósleiðara. Ekki er vitað hvaða áhrif það kynni að hafa.
Fimm vikna bið eftir þyrluflugi yfir gosstöðvarnar
Allt að fimm vikna bið er eftir þyrluflugi yfir gosstöðvarnar við Fagradalsfjall. Í samtali við fréttastofu sögðu tvö íslensk þyrluflugfélög eftirspurnina aldrei hafa verið meiri en nú. Hjá öðru fyrirtækinu eru um 2.000 bókanir á biðlista.
Hraunrennslið nærri 13 rúmmetrar á sekúndu
Nýjustu mælingar og gögn gefa til kynna að á síðustu dögum hafi kvikuflæði aukist frá eldstöðvunum við Fagradalsfjall og að hraunrennslið sé nú nærri 13 rúmmetrar á sekúndu. Með aukinni gosvirkni má búast við meiri gasmengun.
„Öðruvísi gos en við erum vön að sjá“
Gosið í Fagradalsfjalli heldur áfram að koma jarðfræðingum í opna skjöldu, tæpum tveimur mánuðum eftir það hófst. Samkvæmt nýjustu mælingum hefur hraunrennslið verið um 70 prósentum meira en verið hefur áður í gosinu og það er nú tvöfalt öflugra en það hefur verið lengst af. „Það að gos sé vaxandi á áttundu viku er óvanalegt og það eru enginn merki um að við sjáum fyrir endann á því. Þetta er öðruvísi gos en við erum vön að sjá,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur.
Aðgengi almennings að gosstöðvunum verður tryggt
Forsætisráðherra segir útilokað að einkaaðilar geti lokað fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum. Ríkið leggi til fjármuni til að byggja upp aðstöðu á svæðinu og forsenda þess sé að aðgengi almennings verði tryggt.
Leggja til landvörð, bílastæði, vegi og stíga
Starfshópur um uppbyggingu við gosstöðvarnar í Geldingadölum hefur skilað minnisblaði með frumtillögum sínum til ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins. Þar er lagt til að ráðist verði í margvíslega uppbyggingu. Tillögurnar hafa ekki verið afgreiddar til ráðherra og því hefur afstaða ekki verið tekin til þeirra en búist er við að það verði gert á næstu dögum.
Engin merki um að gosið sé að gefa eftir
Nýlegar breytingar á goshegðuninni í Fagradalsfjalli, þar sem ýmist rísa háir kvikustrókar upp úr gígnum eða strókavirkni liggur niðri, virðast ekki hafa haft merkjanleg áhrif á hraunrennslið, að minnsta kosti ekki enn, samkvæmt nýjustu hraunrennslismælingum Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands.