Færslur: eldfjallafræðingur

Dempaðri skjálftahrina en fyrir fyrra gos
Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga, sem hófst 21. desember, er mikið dempaðari en sú sem varð fyrir gosið í mars. Frá þessu greindi Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur á Morgunvaktinni á Rás 1. Hann segir orkuna sem skjálftarnir hafi leyst úr læðingi vera aðeins um einn tíunda af því sem varð fyrir fyrra gos. Þá muni næstu dagar líklega skera úr um hvort skjálftahrinan sé aðdragandi goss.
Gasstreymi bendir til að kvika sé enn á hreyfingu
Mjög ólíklegt telst að aftur fari að gjósa úr eldstöðinni við Fagradalsfjall, segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði. Engin kvika hefur komið úr gígnum í um tvo mánuði. Þorvaldur segir gasið sem þó streymi úr gígnum af og til bendi til þess að enn sé kvika á hreyfingu undir eldstöðinni.
Hraunbelgir verða til og springa í Geldingadölum
Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að gera megi ráð fyrir að atburðarás eins og varð í gosinu í Geldingadölum í morgun margendurtaki sig. Eðli þessa goss sé af því tagi. Meðan hallinn liggi í Nátthaga muni hraunið renna þangað. Gosstöðvarnar voru rýmdar í morgun vegna aukinnar hættu.
Spegillinn
Gott líf í vaxtarjöðrum hraunsins í Nátthaga
Það er gott líf í vaxtarjöðrunum í hrauninu í Nátthaga, segir Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði. Hraun rennur enn ofan í dalinn, þó að rennsli hafi stöðvast í sumum hraunánum og storknað hafi yfir aðrar.