Færslur: Eivör Pálsdóttir

Fréttaskýring
Heimsglugginn: Minkamálið og verðlaun Norðurlandaráðs
Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir ræddu í Heimsglugga Morgunvaktarinnar við Boga Ágústsson um vandræði Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana, vegna horfinna smáskilaboða sem tengjast ákvörðun um að aflífa alla minka í Danmörku. Í síðari hlutanum var rætt um bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Þau hlaut að þessu sinni Grænlendingurinn Niviaq Korneliussen fyrir bók sína Blómadalurinn.
Eivör hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs
Eivör Pálsdóttir hlaut í kvöld tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs þegar norræna verðlaunahátíðin fór fram í Kaupmannahöfn. Þá fóru ein verðlaun til Grænlands í fyrsta skiptið.
Gagnrýni
Eivör okkar springur út
Eivör Pálsdóttir er hæglega einn af helstu popplistamönnum Norðurlanda í dag og vegur hennar fer vaxandi. Segl, nýjasta plata hennar – og sú níunda – treystir hana enn frekar í sessi. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í gripinn sem jafnframt er plata vikunnar á Rás 2.
Plata vikunnar
Eivør Pálsdóttir - Segl
Færeyska söngkonan og Íslandsvinurinn Eivør Pálsdóttir gaf út plötuna Segl í haust sem fylgir eftir plötunni Slør sem kom út árið 2017. Segl er plata vikunnar á Rás 2.
01.12.2020 - 15:50
Stúdíó 12
Fólk hlustar öðruvísi á tónlist á óþekktu tungumáli
Færeyska söngkonan og Íslandsvinurinn Eivör Pálsdóttir er stödd tímabundið á Íslandi og kíkti að því tilefni í Stúdíó 12 með kassagítarinn í hönd og sína óviðjafnanlegu rödd. Hún sendi nýverið frá sér nýja plötu sem nefnist Segl og flutti hún efni af henni í bland við gamalt og eina ábreiðu.
18.10.2020 - 18:00
Jón og Friðrik og Eivør á HEIMA 2015
Í Konsert kvöldsins er boðið upp á upptökur frá tónlistarhátíðinni HEIMA 2015
Eivör í Af fingrum fram: Verður mín
Söngkonan Eivör Pálsdóttir var gestur Jóns Ólafssonar í Af fingrum fram og tók lagið „Verður mín“ með Jóni í lok þáttar. Áður en Eivör hóf flutninginn fór hún þó úr skónum því þannig finnst henni best að syngja, en Jón ákvað að fylgja hennar fordæmi og lék skólaus undir á flygilinn.
27.01.2018 - 14:53
Jón og Friðrik á Heimavelli en Eivör HEIMA
Í konsert kvöldsins verður boðið upp á upptökur frá tónlistarhátíðinni HEIMA 2015 með hafnfirksu bræðrunum Jóni Jónssyni og Friðrik Dór annarsvegar, og svo Eivör Pálsdóttur hinsvegar.
Eivør syngur með Sinfó í Hörpu
Til þessa hefur færeyska söngkonan Eivør Pálsdóttir sungið á færeysku og íslensku en á nýrri plötu bregður hún út af þeim vana og syngur á ensku. Bridges heitir nýja platan og kom út í byrjun árs. Tónleikar Eivarar voru fluttir á Rás 1 og má heyra hér.
03.03.2015 - 07:27