Færslur: Eitrunarmiðstöð

Eldgos eru eins og eitraður úðabrúsi
Sérfræðingur í eiturefnafræði leggst alfarið gegn því að fólk með asma, hjarta- og lungnasjúkdóma, og ófrískar konur, fari að gosstöðvunum. Eitrunarmiðstöð Landspítalans hefur sérstakar áhyggjur af magni flúrsýru við gosið sem veldur ertingu í augum, húð og hálsi. Gasmengun frá eldgosum getur verið banvæn og nokkur fjöldi hefur leitað læknis vegna eitrunar.
Talsvert um tilkynningar vegna drykkju sótthreinsivökva
Aukning hefur orðið í tilkynningum til Eitrunarmiðstöðvar Landspítala vegna þess að fólk hefur drukkið sótthreinsivökva fyrir misgáning. Tilvikum þar sem fólk innbyrðir nikótínpúða hefur fjölgað aftur eftir að hafa fækkað mikið eftir að athygli var vakin á hættunni af því í haust og þá er talsvert um að börn innbyrði kúlur sem eiga að auka virkni mýkingarefnis.
05.02.2021 - 15:30