Færslur: Eitrun

Viðtal
Sumir sjá ekki aðra lausn en að drepa kettina
„Auðvitað vonum við að allir vilji hjálpast að en svo eru alltaf einhverjir inn á milli sem ekki sjá aðra lausn en að drepa kettina.“ Þetta kom fram í viðtali við Jóhönnu Ásu Evensen rekstrarstjóra Kattholts í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Fyrir kemur að eitrað er fyrir köttum sem ganga lausir í borg og bæjum.
18.05.2021 - 08:44
Talsvert um tilkynningar vegna drykkju sótthreinsivökva
Aukning hefur orðið í tilkynningum til Eitrunarmiðstöðvar Landspítala vegna þess að fólk hefur drukkið sótthreinsivökva fyrir misgáning. Tilvikum þar sem fólk innbyrðir nikótínpúða hefur fjölgað aftur eftir að hafa fækkað mikið eftir að athygli var vakin á hættunni af því í haust og þá er talsvert um að börn innbyrði kúlur sem eiga að auka virkni mýkingarefnis.
05.02.2021 - 15:30
Hart lagt að Rússum að láta Navalny lausan
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir sér mjög brugðið yfir handtöku rússneska andófsmannsins Alexei Navalnys í dag. Guðlaugur hvetur rússnesk yfirvöld til að láta hann umsvifalaust lausan og láta allt uppi sem þau vita um eiturárásina á andófsmanninn.
Navalny handtekinn við komuna til Moskvu
Lögregla handtók rússneska stjórnarandstæðinginn Alexei Navalny skömmu eftir að hann lenti í Moskvu í dag.
Navalny væntanlegur til Moskvu í dag
Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny heldur aftur heim til Moskvu í dag og svo gæti farið að hann verði handtekinn við komuna þangað. Hann hefur dvalið í Þýskalandi síðustu fimm mánuði eftir að eitrað var fyrir honum í Síberíu í ágúst. 
17.01.2021 - 12:28
Fundað í NATÓ vegna Navalny málsins
Boðað hefur verið til sérstaks fundar innan Atlantshafsbandalagsins vegna Navalny málsins. Að honum loknum hefur Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri boðað til blaðamannafundar.
04.09.2020 - 06:26
Navalny gefið sama mótefni og Skripal-feðginum
Angela Merkel Þýskalandskanslari hvatti í dag rússnesk yfirvöld til að rannsaka hvort eitrað hafi verið fyrir stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny sem nú liggur nú í dái á sjúkrahúsi í Berlín.
24.08.2020 - 22:43
Kvikasilfursmengun ógnar íbúum Amazon
Nærri þriðji hver fiskur sem veiðist í Amapa fylki á Amazon-svæðinu í Brasilíu er óhæfur til átu vegna kvikasilfursmengunar. Mengunin er talin stafa af ólöglegri gullnámuvinnslu á svæðinu.
30.07.2020 - 04:33
Eitraðir sveppir og endurreisnin
Voru mörg af mestu meistaraverkum Endurreisnarinnar í Norður-Evrópu unnin undir áhrifum frá skynvíkkandi eitrunum? Leituðu alvarlegar eitranir af völdum sveppagróðurs á grösum jarðar inn í meistaraverk sem við stöndum dáleidd frammi fyrir í dag?
21.09.2017 - 17:42