Færslur: Eistnaflug

Sjónvarpsfrétt
Stranglega bannað að vera fáviti á Eistnaflugi
„Það er í lagi að vera fullur, en stranglega bannað að vera fáviti,“ segja tónleikagestir á þungarokkshátíðinni Eistnaflugi. Hátíðin hefur farið sístækkandi síðan hún var fyrst sett á laggirnar fyrir nærri tuttugu árum. Undanfarin ár hafa 30 til 40 bönd komið þar fram, oftar en ekki vel þekktar útlenskar þungarokkssveitir.
Magný - Maiden og Stones
Gestur þáttarins að þessu sinni er Magný Rós Sigurðardóttir framkvæmdastjóri þungarokkhátíðarinnar Eistnaflugs sem fer fram í júlí í Neskaupsstað.
Sólstafir - Eistnaflug og Byrds
Plata þáttarins að þessu sinni er Ótta með Sólstöfum, en Eistnaflugstónleikum Sólstafa verður útvarpað á Rás 2 á laugardagskvöld.
13.07.2018 - 10:52
Eins og afkvæmi Marilyns Mansons og Woodstock
Eistnaflug í Neskaupstað er haldið í fjórtánda skipti nú um helgina. Hátíðin hófst í gær og stendur fram á laugardag. Hákon Hildibrand segir að líkja megi hátíðinni við afkvæmi Marilyns Mansons og Woodstock.
12.07.2018 - 10:00
Erna Eistnaflug - Guns og Kiss
Gestur þáttarins er Erna Björk Baldursdóttir frá Eistnaflugi, en Erna er ein af konunum á bakviðrokkhátíðina Eistnaflug í Neskaupsstað.
23.02.2018 - 16:32
Landsbyggðarkonsert
Tónleikar kvöldins koma frá Neskaupsstað, Hafnarfirði og Ísafirði.
22.02.2018 - 09:24
Rokkið er dautt? og aðeins meira Eistnaflug..
Síðasti þáttur var helgaður Eistnaflugi eingöngu og í þessum þætti heyrum við aðeins meira þaðan en líka fullt af nýrri múzík.
Bannað að vera fáviti!
Og á Eistnaflugi er enginn fáviti -
11.07.2017 - 22:40
Risanöfn í rokkheiminum á Eistnaflugi
Rokktónlistarhátíðin Eistnaflug stendur nú yfir og er þetta í tólfta skipti sem hún er haldin. Yfirskrift hátíðarinnar „Ekki vera fáviti“ vísar til þess að gestum sé uppálagt að hegða sér vel, annars verði hátíðin blásin af. Hátíðin hefur stækkað ár frá ári, og laðar nú að sér heimsfræg nöfn í þungarokkinu. Cavalera bræður úr brasilísku þungarokkssveitinni Sepultura stíga á stokk í kvöld.
07.07.2017 - 12:17
Eistnaflugsforinginn, Slade og Van Halen
Gestur Fuzz í kvöld er sjálfur Eistnaflugsforinginn og Hard Rock Café framkvæmdastjórinn Stefán Magnússon sem tók á móti íslensku tónlistarverðlaunum í gær fyrir tónlistarhátíð ársins
03.03.2017 - 19:16
Tökum á (Eistna)flug!
Sérþáttur um rokkhátíðina Eistnaflug sem fer fram í Neskaupsstað næstu helgi, en hátíðin hefur verið árlegur viðburður síðan árið 2005.
Nýtt frá ZAO og Eistnaflugs upprifjun
Eftir heljarinnar Eistnaflug kynnumst við nýjum rokki frá Zao og Pro-Pain og rifjum upp góða tóna frá Behemoth, Carcass, Icarus, Dys og fleirri sveitum sem stóðu sig sérstaklega vel á nýliðinni hátíð.
15.07.2015 - 09:51
 · Eistnaflug · Behemoth · Icraus · dordingull · Harðkjarni · Neskaupstaður · Djöflarokk · Zao · Pro-Pain · þungarokk