Færslur: Eistland

Í beinni
Sameiginlegt ávarp Norðurlanda um Hvíta-Rússland
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, flytur í dag sameiginlegt ávarp Norðurlanda á óformlegum fjarfundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um málefni Hvíta-Rússlands. Fundurinn er haldinn að frumkvæði Eista sem eiga sæti í ráðinu. Hann hefst klukkan 14:00.
04.09.2020 - 13:51
Boðar refisiaðgerðir gegn Hvít-Rússum
Eystrasaltsríkin, Eistland, Lettland og Litáen, ætla síðar í dag að tilkynna formlega refsiaðgerðir gegn um það bil þrjátíu hvítrússneskum embættismönnum þar á meðal Alexander Lúkasjenko, forseta Hvíta-Rússlands. Verður þeim meinað að koma til landanna þriggja. 
31.08.2020 - 09:09
Mynda keðju frá Vilníus að Hvíta-Rússlandi
Mynduð verður mannleg keðja frá Vilníus í Litháen að landmærunum að Hvíta-Rússlandi síðdegis. Búist er við tugþúsundum. Slík keðja var mynduð þennan dag fyrir þrjátíu og einu ári þegar sjálfstæðisbarátta Eystrasaltsríkjanna stóð sem hæst. 
23.08.2020 - 12:46
Ekki tímabært að hafa áhyggjur af áhættulistunum
Töluverður fjöldi fólks frá Eystrasaltsríkjunum býr og starfar á Íslandi, en Litháen bætist á mánudag í hóp þeirra ríkja sem hafa sett Ísland á áhættulista vegna fjölgunar kórónuveirusmita. 
09.08.2020 - 12:36
Ísland á rauðum lista allra Eystrasaltsríkjanna
Litháen bætist á mánudag í hóp þeirra ríkja sem hafa sett Ísland á svo nefndar rauðan lista vegna fjölgunar kórónuveirusmita. Yfirvöld í Litháen hafa tilkynnt að bann verði lagt við komum frá Íslandi, Hollandi og Tyrklandi, en að þeir sem koma frá Póllandi og Kýpur þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví.
09.08.2020 - 10:14
Ísland á rauðan lista hjá Eistlandi og Lettlandi
Ísland er nú komið á rauðan lista stjórnvalda í Eistlandi og Lettlandi vegna fjölgunar kórónuveirusmita undanfarið. Er þeim ferðalöngum sem koma frá Íslandi nú skylt að fara í tveggja vikna sóttkví. Litháen er þar með eitt Eystrasaltsríkja sem fer ekki fram á sóttkví eftir Íslandsdvöl.
07.08.2020 - 14:27
Á von á jákvæðum fréttum varðandi ferðir til Noregs
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, á von á jákvæðum fréttum varðandi ferðalög milli Íslands og Noregs á næstunni. Tilkynnt hefur verið að Íslendingar, Norðmenn og Þjóðverjar megi ferðast til Danmerkur frá 15. júní.
29.05.2020 - 12:48
Eystrasaltsríkin opna landamærin sín á milli
Á miðnætti í nótt opnuðu Eystrasaltsríkin, - Eistland, Lettland og Litáen, landamærin sín á milli. Ríkisborgarar og aðrir sem þar búa geta nú ferðast milli landanna að uppfylltum vissum skilyrðum.
15.05.2020 - 10:00
Fordæmir ummæli um Sönnu Marin
Stjórnarandstaðan í Eistlandi hefur farið fram á að Mart Helme, innanríkisráðherra landsins, verði látinn víkja vegna ummæla sinna um Sönnu Marin, nýjan forsætisráðherra Finnlands. 
17.12.2019 - 11:26
Þriðji ráðherrann rekinn
Mart Jarvik, sem fór með málefni landsbyggðarinnar í ríkisstjórn Eistlandi, hefur verið rekinn. Juri Ratas, forsætisráðherra landsins, greindi frá þessu í morgun.
25.11.2019 - 10:21
Ráðherra krefst rannsóknar á andláti
Mart Helme, innanríkisráðherra Eistlands, hefur krafist þess að lögregla rannsaki andlát Aivar Rehe, fyrrverandi útibússtjóra Danske Bank í Tallinn.
29.09.2019 - 15:04
Aivar Rehe fannst látinn
Lögreglan í Eistlandi staðfesti í morgun að Aivar Rehe, fyrrverandi útibússtjóri Danske Bank í Tallin, hefði fundist látinn. Lýst var eftir Rehe í fyrradag, en hann hafði þá farið að heiman og ekki snúið til baka. 
25.09.2019 - 10:10
Fyrrverandi útibússtjóri Danske Bank horfinn
Lögregla í Tallinn í Eistlandi hefur frá því í gær leitað að Aivar Rehe, fyrrverandi útibússtjóra Danske Bank í borginni. Hann fór að heiman frá sér í gærmorgun í íþróttagalla og farsímalaus. Lögregluna grunar að honum hafi verið rænt og að hann sé í lífshættu, að því er Bloomberg fréttaveitan greinir frá.
24.09.2019 - 16:43
Starfsemi í Eystrasaltsríkjum verður hætt
Sænski Handelsbanken ætlar að hætta starfsemi í Eystrasaltsríkjunum og loka útibúum sínum þar. Fréttastofan AFP hafði þetta eftir Richard Johnson einum stjórnarmanna bankans.
16.05.2019 - 08:56
Yfirmenn Danske Bank grunaðir um peningaþvætti
Thomas Borgen, fyrrverandi bankastjóri Danske Bank, var í gær ákærður fyrir að hafa átt aðild að peningaþvætti sem stundað var á árum áður í útibúi bankans í Tallinn í Eistlandi. Að sögn danskra fjölmiðla var húsleit gerð heima hjá honum vegna rannsóknar á fjármálamisferlinu.
08.05.2019 - 14:58
Enn syrtir í álinn hjá Danske Bank
Verð á hlutabréfum í Danske Bank lækkaði verulega við upphaf viðskipta í í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í morgun, eftir að bankinn birti afkomutölur frá fyrsta fjórðungi ársins.
30.04.2019 - 09:57
Kallas veitt umboð til stjórnarmyndunar
Kaja Kallas, leiðtogi Umbótaflokksins í Eistlandi, hefur verið falið að mynda nýja ríkisstjórn landsins. Takist henni að mynda stjórn verður hún fyrst kvenna í Eistlandi til að gegna þar embætti forsætisráðherra.
05.04.2019 - 11:00
Stjórnin fallin í Eistlandi
Eistneski stjórnarandstöðuflokkurinn Umbótaflokkurinn fagnaði sigri í þingkosningum í dag, en hann er nú stærsti flokkur landsins. Hann hlaut nærri 29 prósent atkvæða, og er orðinn talsvert stærri en Miðjuflokkur Juri Ratas forsætisráðherra, sem hlaut 23 prósenta fylgi.
03.03.2019 - 23:55
Fyrirskipa lokun Danske Bank í Eistlandi
Fjármálaeftirlitið í Eistlandi skipaði í dag Danske Bank að loka útibúi sínu í Tallinn innan átta mánaða. Viðamikil rannsókn á viðskiptum útibúsins hefur leitt í ljós að þar fór fram umfangsmikið peningaþvætti á árunum 2007 til 2015, sem talið er tengjast glæpastarfsemi í Rússlandi og öðrum fyrrverandi lýðveldum Sovétríkjanna.
19.02.2019 - 13:58
Fréttaskýring
Spara sér fimm daga með því að nota netið
Sá sem þarf að endurnýja ökuskírteinið, sinna erfðamálum, sækja um leyfi fyrir brennu eða breyta um trúfélag þarf að mæta til sýslumanns. Til að flýta fyrir er stundum hægt að prenta réttu eyðublöðin út heima, en svo þarf að mæta í biðröð og líkast til aðra áður en erindinu er lokið.
27.11.2018 - 20:00
Sendiherra BNA í Eistlandi segir af sér
Sendiherra Bandaríkjanna í Eistlandi ætlar að segja af sér vegna ummæla Donalds Trump Bandaríkjaforseta um bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu. Frá þessu greinir sendiherrann, James D. Melville, í færslu á Facebook. Bandaríkjaforseti lagði nýlega verndartolla á vörur frá Evrópu og hefur verið gagnrýninn á bandamenn Bandaríkjanna í NATO síðan hann tók við völdum.
30.06.2018 - 05:32
Kveðst hafa verið harðastur við Rússa
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að enginn hefði verið harðari við rússnesk stjórnvöld en hann. „Ef við ættum í góðum samskiptum við Rússa væri það gott en ekki slæmt,“ sagði Trump í dag, nokkrum dögum eftir að hann hringdi í Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og óskaði honum til hamingju með endurkjör í embætti. Í símtalinu lagði Trump til að leiðtogarnir myndu hittast á fundi í Hvíta húsinu í Washington.
03.04.2018 - 19:40
Eistar senda óperusöngkonu til Lissabon
Eistneska óperusöngkonan Elina Nechayeva mun keppa fyrir hönd Eista í Eurovision 2018. Eistneska úrslitakeppnin fór fram þann 3. mars og samanstóð af 10 lögum. Keppnin var haldin í Saku Suurhall í höfuðborginni Tallinn en þar var einmitt Eurovisionkeppnin sjálf haldin árið 2002.
11.03.2018 - 17:28
 · Eurovision · Eistland · FÁSES
  •