Færslur: Eiríkur Örn Norðdahl

Víðsjá
„Fullt af fólki að segja mér að halda kjafti“
„Í hvert sinn sem einhver hallmælir mér þá pingar síminn: Eiríkur, það er einhver að segja að þú sért fífl á internetinu,“ segir Eiríkur Örn Norðdahl skáld. Styr stóð um hann eftir að hann sendi frá sér skáldsöguna Hans Blær fyrir þremur árum. Hann fjallar um þann tíma, umræðuhefðina í samfélaginu og fleira í nýrri skáldsögu sem nefnist Einlægur Önd.
Eiríkur Örn Norðdahl á fallegustu ástarlýsinguna
Eiríkur Örn Norðdahl hlýtur Sparibollann í ár fyrir fyrir ástarjátningu til smábæjarlífsins.
Gagnrýni
Ástin á tímum aðgerðarleysis
Brúin yfir Tangagötuna er afskaplega forvitin skáldsaga eftir djarfan og frumlegan rithöfund, segir Björn Þór Vilhjálmsson gagnrýnandi. „[Eiríkur Örn Norðdahl] hefur alveg einstaklega mögnuð tök á tungumálinu, þessu lykilverkfæri rithöfundarins.“
Kiljan
„Mér fannst ég þyrfti að fá að vera með“
Heimabær höfundar er sögusvið nýrrar ísfirskrar ástarsögu eftir Eirík Örn Norðdahl og söguhetjan rekst á ýmsa nafntogaða Ísfirðinga í bókinni. Meðal annarra bregður Eiríki sjálfum fyrir á nokkrum blaðsíðum þar sem hann spásserar um bæinn eða ræðir við aðra heimamenn og drekkur kaffi.
Hans Blær – Eiríkur Örn Norðdahl
„Bókin fjallar um það hvaða leiðir er hægt að fara að því að gera allt vitlaust í viðkvæmum samtíma,“ segir Eiríkur Örn Norðdahl um skáldsöguna Hans Blæ sem er frá árinu 2018 og vakti deilur strax áður en hún kom út. Í viðtali í Víðsjá ræddi Eiríkur Örn um viðtökurnar, hina óþolandi aðalpersónu verksins en einnig sérstakan frásagnarhátt bókarinnar.
11.12.2019 - 08:00
Viðtal
Óþægilegt að sanna að ég sé góð mannvera
„Ég gríp mig alltaf við það að vilja gera eitthvað allt annað en mér þykir að sé augljóst,“ segir rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl og telur það nokkuð mikinn löst á sér sem listamanni. „Þá hlýt ég að vera dæmdur til þess að valda lesendum mínum stöðugum vonbrigðum.“
14.08.2019 - 13:04
Gagnrýni
Afhjúpar samtímann og skýtur í allar áttir
„Hans Blær er kynuslinn holdi klæddur,“ segir Sunna Dís Másdóttir um bók Eiríks Arnar Norðdahls sem gagnrýnendur Kiljunnar eru sammála um að sé áhugaverð, fyndin og afhjúpandi.
Gagnrýni
Tekist á við tabúin og rótað í forminu
„Með öllum sínum flækjum, líkamlegum, andlegum, pólitískum er hán eitthvað sem við höfum ekki áður séð í íslenskum bókmenntum,“ segir Gauti Kristmannsson um titilpersónu Hans Blævar, eftir Eirík Örn Norðdahl.
„Ég er ekki í bókmenntalöggunni“
Í nýjustu skáldsögu Eiríks Arnar Norðdahls segir af Hans Blæ, óalandi og óferjandi transkynja nettrölli sem þrífst á að fara yfir öll mörk og ganga fram af fólki.
Eiríkur Örn - Beatles og Þeyr
Gestur þáttarins að þessu sinni er rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl sem sendi nýlega frá sér skáldsöguna Hans Blær.
07.12.2018 - 18:29
Gagnrýni
Hlægileg líkamning illsku og oflætis
„Hlutum var snúið á hvolf og ég gat hlegið vitandi að mér yrði ekki refsað, ég ekki hýdd opinberlega. Öðrum þræði var því sýningin óður til gagnrýninnar sem ekkert samfélag getur þrifist án.“ María Kristjánsdóttir, leiklistarrýnir Víðsjár, fór að sjá Hans Blæ í Tjarnarbíói.
Gagnrýni
Samfélag sem gerir fávita að stjörnum
Hans Blær er nýtt íslenskt leikrit eftir Eirík Örn Norðahl sem er sett upp í Tjarnarbíói af Óskabörnum ógæfunnar í leikstjórn Vignis Rafns Valþórssonar. Hans Blær er kynsegin nettröll sem þrífst á því að ganga fram af fólki og í leikritinu er saga háns sögð.
Hán Hans Blær er bæði reitt og frjálst
Óalandi og óferjandi transkynja nettröll sem þrífst á að fara yfir öll mörk og ganga fram af fólki er í aðalhlutverki í Hans Blævi, nýju leikriti eftir Eirík Örn Norðdahl sem Óskabörn ógæfunnar frumsýna í Tjarnarbíói í næstu viku. Leikstjórinn segir það krefjandi að vinna með textann sem sé á köflum yfirgengilegur.
Viðtal
„Vörubíllinn er að keyra yfir okkur“
Ljóðabókin Óratorrek – ljóð um samfélagsleg málefni, eftir Eirík Örn Norðdahl kemur út í dag, og hefur höfundurinn af því tilefni blásið til útgáfuhófs í Mengi.
19.04.2017 - 18:20