Færslur: Eiríkur Bergmann Eiriksson

Þjóðernispopúlismi gæti náð árangri á Íslandi líka
Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur við Háskólann á Bifröst sendi í sumar frá sér bókina Neo-Nationalism: The Rise of Nativist Populism. Þar fjallar hann um nýþjóðernishyggju og uppgang popúlisma í vestrænum stjórnmálum, allt frá lokum seinna stríðs til okkar daga. Á síðustu árum segir hann þjóðernispopúlista hafa í síauknum mæli komist til áhrifa og þróunin þykir honum varhugaverð.
Tekist á um áframhaldandi veru Breta í ESB
23. júní kjósa Bretar í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi veru í Evrópusambandinu, sem þeir nefna í daglegu tali Brexit. Opinber kosningabarátta fyrir atkvæðagreiðsluna hófst fyrir helgi. Þetta mál litar nú alla pólitíska umræðu í Bretlandi og mun gera fram að kjördegi. Ný könnun, sem birt var í Daily Telegraph 19. apríl, bendir til þess að þeir, sem vilja að Bretland verði áfram í Evrópusambandinu, hafi styrkt stöðu sína verulega.