Færslur: Einstök börn

Sjónvarpsfrétt
„Við höfðum okkar kjarna en nú erum við hvergi örugg“
Að minnsta kosti tvö hundruð fjölskyldur langveikra barna á Íslandi eru í svokallaðri verndarsóttkví vegna COVID-19. Móðir tveggja drengja með arfgengan ónæmisgalla segir lífið í fjórðu bylgjunni allt öðru vísi en í þeim fyrri. Framkvæmdastjóri Félags einstakra barna segir það reiðarslag fyrir foreldra langveikra barna að heilbrigðisyfirvöld hyggist ekki grípa í taumana til að stöðva útbreiðslu faraldursins.
Landinn
Eignaðist langveikan son og keppir í kraftlyftingum
Kristín Þórhallsdóttir er alin upp á Laugalandi í Borgarfirði. Hún menntaði sig sem dýralæknir í Danmörku og byrjaði að starfa sem slíkur í Borgarfirði 2016. Hún eignaðist tvo drengi með stuttu millibili 2016 og 2018 en þegar sá yngri var lítill kom í ljós að ekki var allt eins og best verður á kosið.
„Ekkert annað en mismunun á grundvelli fötlunar“ 
Alþingi felldi fyrir helgi tillögu minni hluta velferðarnefndar um að úrræði um greiðslu launa í sóttkví nái til fólks sem annast fötluð eða langveik börn og getur ekki sinnt vinnu vegna skerðingar á lögbundinni þjónustu hins opinbera við þau vegna faraldursins. Þingmenn stjórnarflokkanna greiddu atkvæði gegn tillögunni en þingmenn stjórnarandstöðunnar með henni.
07.09.2020 - 10:30
Myndskeið
Kalla eftir samræmi í stuðningi við fjölskyldur
Framkvæmdastjóri Einstakra barna kallar eftir því að viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum til að styðja við fjölskyldur fatlaðra og langveikra barna verði samræmd.