Færslur: Einræðisherrann

Gagnrýni
Skemmtileg en pólitískt máttlaus sýning
Maríu Kristjánsdóttur gagnrýnanda þykir ekki mikið til Einræðisherrans koma, jólasýningar Þjóðleikhússins. Þótt þrautreyndur leikarahópurinn, með Sigurð Sigurjónsson, Þröst Leó Gunnarsson og Ilmi Kristjánsdóttur fremst í flokki, standi sig vel þá bæti leikgerðin litlu við þjóðfélagsgagnrýnina sem meira en 70 ára gömul kvikmynd Chaplins býr yfir.
Smitandi leikgleði í hreinræktuðum farsa
Leikgleðin er smitandi í jólasýningu Þjóðleikhússins sem byggir á sígildri kvikmynd Charlies Chaplin. Halldór Baldursson segir að leikritið sé að vissu leyti Chaplin-legra en bíómyndin. „Ég hafði mjög gaman af þessu, það var sérstaklega þessi andi þöglu myndanna sem skín svo vel í gegn.“
07.01.2019 - 09:30
Einræðisherrann á alltaf erindi
„Ég fæ það hlutverk að máta skóna sem Chaplin var í 1939 í bíómyndinni Einræðisherrann. Það er erfitt að fara í þessa skó. Ég er auðvitað enginn Chaplin, ég er bara Siggi Sigurjóns á Íslandi og við gerum þetta á okkar hátt,“ segir Sigurður Sigurjónsson leikari sem fer með aðalhlutverkið í jólaleikriti Þjóðleikhússins, Einræðisherranum sem gert er eftir bíómyndinni Hinn mikli einræðisherra.
23.12.2018 - 10:00