Færslur: einkarekstur í heilbrigðiskerfinu
Varhugavert að gera þjónustu við veikt fólk að féþúfu
Tækifærum væri kastað á glæ með því að afneita þeim kostum sem geta falist í fjölbreytt rekstrarfyrirkomulagi í heilbrigðiskerfinu, þar með talið auknum einkarekstri.
16.06.2021 - 11:06
Framlengja reglugerð svo sjúklingar fái niðurgreiðslu
Samninganefnd Sjúkratrygginga Íslands og Læknafélags Reykjavíkur átti nokkurra klukkustunda fund í dag. Læknar hafa verið samningslausir síðan 2018. Ákveðið hefur verið að framlengja reglugerð um endurgreiðslu kostnaðar Sjúkratrygginga en hún gilti áður til 31. maí.
27.05.2021 - 21:51
Íslendingar hallir undir opinbera heilbrigðisþjónustu
Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga er á því að hið opinbera eigi að sjá um rekstur stærstu rekstrareininganna innan heilbrigðiskerfisins. Þá er mikill vilji fyrir því að ríkið auki útgjöld til heilbrigðismála.
26.05.2021 - 12:22
Læknar í einkarekstri vilja engin mörk
Í áratugi hefur verið knúið á um breytingar á því kerfi sem sjálfstætt starfandi sérgreinalæknar starfa eftir. Ástæðan er fyrst og fremst sú að heilbrigðisyfirvöld hafa litla stjórn á því, bæði útgjöldum og vexti. Og nú þegar búið er að ákveða að breyta því er mótstaðan mikil.
11.03.2021 - 20:00