Færslur: Einhverfa

Pistill
Þegar spegillinn horfir til baka
Einhverfusamfélagið verður sífellt sýnilegra, ekki af því að einhverfa sé í örum vexti heldur fleygir tækninni til að greina hana fram. Þar með kemur einhverft fólk einnig betur auga á hvert annað. Guðlaug Kristjánsdóttir, nýr pistlahöfundur Lestarinnar á Rás 1, ræðir fegurðina við að tilheyra og hvernig einhverfusamfélagið tekur orðið í eigin málaflokki.
Ekkert mál að verða ástfanginn af einstaklingi á rófinu
„Ef þið eruð hrifin af einhverjum á rófinu megið þið hjálpa þeim stundum að fatta hvað þau þurfa,“ segir Elín Sigurðardóttir námsmaður. Hún horfði á þættina Love on the spectrum á Netflix og segir þættina góða en ekki endurspegla raunveruleikann fyllilega. Til dæmis sé ekkert sem standi í vegi fyrir að manneskja með einhverfu, eins og hún sjálf, eigi í farsælu ástarsambandi með aðila sem ekki er á rófinu.
17.08.2020 - 09:18
Sumarbúðir í Skagafirði fyrir ungmenni með sérþarfir
Sumarbúðir fyrir börn með ADHD og einhverfu verða starfræktar í Skagafirði í sumar. Búðirnar eiga að létta álagi af fjölskyldum í kjölfar COVID-19 og fjölga þeim valkostum sem stendur hópnum til boða.
Myndskeið og viðtal
Heklar teppi til að ná bata frá kulnun
Átök í stjórnmálum, of mörg verkefni í einu og einhverfa leiddu til kulnunar hjá Guðlaugu Kristjánsdóttur, fyrrverandi stjórnarformanni Bjartrar framtíðar. Með því að hekla teppi tókst henni að fá bata.
26.10.2019 - 19:26
Greining sjálfstætt starfandi ekki fullgild
Greining sérfræðilækna á einhverfu, sem leiðir til fötlunar, er ekki tekin fyllilega gild hjá Tryggingastofnun ef þeir eru í einkarekstri. Opinber stofnun þarf að staðfesta greininguna ef á að fá langtímamat. Barnageðlæknar á einkareknu meðferðarstöðinni Sól hafa komið því fram að foreldrar barna með greiningu hjá þeim geta fengið tímabundnar umönnunargreiðslur frá Tryggingastofnun.
Einhverf börn hvorki í skóla né meðferð
Að minnsta kosti þrjú börn með einhverfu eru ekki í grunnskóla því hvorki þau né skólinn geta tekist á við það. Móðir ellefu ára stúlku, sem grunnskóli hennar treystir sér ekki til að hafa, segir að úrræðin séu engin og margra vikna bið eftir því að komast á fund hjá Barna- og unglingageðdeild Landspítalans. 
12.04.2019 - 19:33
„Við erum komin í algert öngstræti“
„Það kann kannski að hljóma skrítilega að starfsmaður Greiningarstöðvar sé að hnýta í greiningar en við erum bara búin að sjá það að þetta kerfi er ekki að virka vel fyrir börn og það þarf að gera eitthvað í því,“ segir Evald Sæmundsen, sviðsstjóri rannsóknarsviðs Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins.
„Hann þarf meiri stuðning en fólk heldur“
Löng bið eftir greiningu stendur oft í vegi fyrir því að einhverf börn fái þá þjónustu sem þau þurfa á að halda og foreldrar grunnskólabarna sem fengið hafa einhverfugreiningu upplifa sumir hverjir að börn þeirra fái ekki nægan stuðning. Sviðsstjóri hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins segir að í leikskólum fái börn oft þjónustu án þess að hafa fengið formlega greiningu, í grunnskólunum sé greiningin hins vegar orðin eins konar gjaldmiðill, forsenda þess að barnið fái þjónustu.
19.04.2016 - 19:27
Einhverfir á vinnumarkaði: Gáfum kastað á glæ
Gáfurnar fara til spillis. Þetta er yfirskrift forsíðuumfjöllunar nýjasta tölublaðs breska tímaritsins Economist um einhverfu. Sameinuðu þjóðirnar áætla að einungis fimmtungur þeirra sem falla einhvers staðar á hið breiða einhverfuróf sé í vinnu. Samt eru margir einhverfir vel færir um að sinna hinum ýmsu störfum. Hvað veldur?
18.04.2016 - 18:10