Færslur: Einelti

Segðu mér
Eineltið „er ekki eitthvað sem maður getur gleymt“
Ari Ólafsson söngvari þekkir eitraða karlmennsku í fótbolta af eigin raun. Hann æfði með KR þegar hann var yngri en þótt ekki passa í hópinn, var kallaður „gay“ og hommi og lagður í einelti í grunnskóla. Í dag lærir hann við virtan söngskóla í London, hefur leikið á sviði og farið í Eurovision. Hann hefur verið beðinn fyrirgefningar og mætir að eigin sögn gerendum sínum af virðingu og skilningi.
02.09.2021 - 15:34
Lýsa vantrausti og einelti innan Menntamálastofnunar
Niðurstöður könnunar sem gerð var í vor á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins sýnir að þrettán prósent af starfsfólki Menntamálastofnunar segist hafa orðið fyrir einelti í starfi undanfarið ár og fjórðungur kveðst hafa orðið vitni að slíku.
Biðla til Amazon að breyta nafni Alexu
Fjöldi foreldra stúlkna sem heita Alexa hafa biðlað til Amazon, sem framleiðir raddstýringarbúnað sem heitir því nafni, að breyta nafni búnaðarins því dætrum þeirra sé stanslaust strítt.
03.07.2021 - 13:50
Bæjarfulltrúi gerir bótakröfu á Ísafjarðarbæ
Sif Huld Albertsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, hefur gert bótakröfu á hendur sveitarfélaginu og hefur beðist lausnar frá störfum sínum sem bæjarfulltrúi. Sif segir ástæðuna vera langvarandi og ótvírætt einelti í sinn garð.
14.06.2021 - 15:54
Myndskeið
Vígðu vináttuvagninn til að sporna gegn einelti
Strætisvagn, skreyttur skilaboðum gegn einelti, ekur Kópavogsbúum næstu vikurnar. Grunnskólanemendur sem hönnuðu strætóinn segja nauðsynlegt að láta vita að það er í lagi að vera öðruvísi.
Ólafur Helgi boðaður til yfirheyrslu
Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, hefur verið kallaður til yfirheyrslu í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara, ásamt tveimur starfsmönnum embættisins.
Segir eineltisáætlanir í stöðugri endurskoðun
Bæjarstjóri Garðabæjar segir að bærinn hafi lagt mikið á sig til að vinna gegn einelti í skólum og að allar áætlarnir séu í stöðugri endurskoðun. Tvö alvarleg eineltismál hafa komið upp í bænum á síðustu misserum.
29.11.2020 - 12:34
Myndskeið
Ráðuneyti gerir alvarlegar athugasemdir í eineltismáli
Fagráð eineltismála og Mennta- og menningarmálaráðuneytið gera alvarlegar athugasemdir við hvernig Garðaskóli hefur brugðist við eineltismáli sem þar kom upp. Barnið er nú í heimakennslu. Foreldrarnir segjast ráðþrota vegna skorts á svörum skólans og bæjaryfirvalda.
28.11.2020 - 19:45
Hvatningarverðlaun Dags gegn einelti veitt í dag
Laufey Eyjólfsdóttir kennari hlýtur hvatningarverðlaun á Degi gegn einelti í ár. Verðlaunin hlýtur hún fyrir að hafa haft umsjón með Olweusarverkefninu í Melaskóla allt frá árinu 2004. Í rökstuðningi með fjölmörgum tillögum með nafni Laufeyjar kemur fram að hún hafi unnið að því að styðja og leiðbeina starfsfólki skólans við að koma óæskilegri hegðun og samskiptum í réttan farveg. Eineltiskannanir sýni að það hafi borið tilætlaðan árangur.
Eineltisráð til að taka við erfiðum málum
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að til standi nú að auka áherslu á svokallað eineltisráð innan ráðuneytisins.
Heyrði son sinn óska þess að deyja í kjölfar eineltis
Lýsingar móður á grófu einelti sem sonur hennar hefur orðið fyrir hefur vakið mikla athygli í dag. Stjórnendur grunnskólans sem drengurinn sækir, þar sem mikið af eineltinu hefur farið fram, harmar stöðuna sem upp er komin. 
23.10.2020 - 16:42
Líf og sál gerir úttekt á starfsumhverfi í borgarráði
Sálfræðistofan Líf og sál hefur verið fengin til að gera úttekt á starfsumhverfi í borgarráði. Þetta kemur fram í tilkynningu sem borgarráðsfulltrúum og áheyrnarfulltrúum var send á mánudag.
20.08.2020 - 16:24
Segðu mér
„Það verður aldrei auðvelt að tala um hana“
Yngri systir rithöfundarins og athafnakonunnar Tobbu Marinósdóttur lést langt fyrir aldur fram fyrir þremur árum, aðeins 25 ára að aldri. Hún mátti þola mikið einelti í æsku sem Tobba segir að hafi átt mikinn þátt í að brjóta hana niður. Alla tíð var hún þó hvers manns hugljúfi og mikill prakkari.
23.01.2020 - 09:37
Lýsir grófu neteinelti í garð dóttur sinnar
Smáforrit í farsímum er stór vettvangur fyrir neteinelti og að berjast við hvert og eitt forrit er eins og að berjast við vindmyllur. Í grunninn snýst allt um hegðun og mikilvægt er að fræða börn um það haga sér eins á netinu og þau myndu gera augliti til auglitis segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla.
18.09.2019 - 13:15
Fatlað fólk í meiri hættu á einelti og áreitni
Rúmlega tveir af hverjum níu hafa orðið fyrir einelti á vinnustað hér á landi, samkvæmt nýrri rannsókn. Um 16 prósent þátttakenda höfðu þá orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnuferli sínum og einn af hverjum tíu upplifað kynbundna áreitni. Fatlað fólk og fólk með erlent ríkisfang er frekar í hættu á að verða fyrir einelti og kynferðislegri áreitni á vinnustað.
Slakað á í eineltismálum í kjölfar uppsveiflu
Einelti virðist hafa aukist við uppsveiflu í efnahagslífinu. „Í kjölfar hrunsins, frá 2008-2011, lækkaði einelti hjá okkur. Síðan hefur þetta heldur farið upp á við. Eitthvað hefur slakað á í samfélaginu og það er kannski í kjölfar þess að efnahagurinn batnar,“ segir Þorlákur Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Olweusaráætlunarinnar. Skólar og starfsfólk hafi verið sérstaklega meðvitað um að einelti gæti aukist í kreppunni. Fleira spili þó inni í en staða efnahagsmála.
04.09.2019 - 12:40
38 kvartanir vegna eineltis til Vinnueftirlits
Vinnueftirliti ríkisins hafa borist 38 kvartanir vegna eineltis á vinnustað, tvær vegna kynferðislegrar áreitni og þrjú mál vegna ofbeldis á vinnustað síðan reglugerð um málið tók gildi í nóvember 2015 og til loka síðasta árs.
25.01.2018 - 10:52
Fréttaskýring
Einelti: Karlar og konur nær jafnoft gerendur
Síðastliðin þrjú ár hafa Vinnueftirlitinu borist 55 kvartanir vegna eineltismála, þar af 16 á þessu ári. Sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu segir fæst þessara mála leysast farsællega. Nokkur mál, þar sem gerendur eða meintir gerendur eru nafngreindir, hafa ratað í fjölmiðla síðastliðin ár. Athygli vekur að í flestum þessara mála virðast gerendur eða meintir gerendur vera kvenkyns. Kynjahlutföll gerenda í þeim kvörtunum sem berast Vinnueftirlitinu eru aftur á móti frekar jöfn.
21.12.2017 - 17:09
Gagnrýni
Undarlega grunnt undur
Kvikmyndin Wonder segir sögu August Pullman sem fæddur er með sjaldgæfan genagalla: Treacher Collins heilkennið, sem veldur afmyndun í andliti. Myndin byggir á samnefndri skáldsögu frá árinu 2012 eftir R.J. Palacio.
11.12.2017 - 15:00
„Fólk þarf að þroskast og læra“
Einelti byrjar oft strax í leikskóla. Einelti þrífst í skólum landsins, þrátt fyrir að þeir séu allir með áætlun um hvernig skuli taka á því. Misjafnlega gengur að fara eftir henni. Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka foreldra, segir samfélagið allt þurfa að taka sig á.
25.09.2015 - 16:51
Frikki Dór og Jón Jónsson taka lagið
Það er líf og fjör í útvarpshúsinu í tengslum við söfnunina ‚Einelti er ógeð‘. Söngelsku bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór mættu í morgun og tóku lagið.
25.09.2015 - 10:41