Færslur: Einelti

Sjónvarpsfrétt
Árásarmönnum var vísað úr Flensborg, flestum tímabundið
Fimm nemendum var vísað úr Flensborgarskóla, flestum tímabundið, eftir að þeir réðust á tvo samnemendur sína í mars. Skólameistarinn segir skólann hafa gripið til fleiri aðgerða í kjölfarið og þykir leitt að heyra að upplifun nemenda sé önnur.  
Myndskeið
Mæta ekki í skólann vegna líkamsárásar og hótana
Nemandi í Flensborgarskóla sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás fimm samnemenda segir skólayfirvöld ekkert bregðast við og hann treysti sér ekki til að mæta í skólann. Nemendafélag Flensborgarskóla segja yfirvöld skólans ekki bregðast við alvarlegum líkamsárásum og einelti nemenda í skólanum í garð samnemenda.
Úttekt sýnir einelti og kvenfyrirlitningu hjá Eflingu
Fyrrverandi formaður Eflingar segir starfsfólk skrifstofu félagsins hafa verið á ofurlaunum og að það hafi breytt verkalýðshreyfingunni í sjálftökumaskínu.   Varaformaður félagsins segir það fjarri lagi. Ný úttekt sýnir að einelti og kvenfyrirlitning viðgekkst á skrifstofu Eflingar.
Sunnudagssögur
„Ekki sagt að það ætti að loka okkur inni í tvær vikur“
„Það var rosalega heitt og þessi tilfinning, að vera frelsissviptur, er svakaleg. Maður hafði ekkert um þetta að segja,“ segir Þóra Valný Yngvadóttir stjórnandi og fjármálaráðgjafi sem fyrir tveimur árum lenti í ótrúlegu ævintýri í Víetnam. Þóra hefur verið lögð í einelti og lent í alvarlegu bílslysi þar sem einn lést, en tekst að halda í æðruleysi og lífsgleði.
22.01.2022 - 09:00
Dagur í lífi
„Ég stóð bara á öskrinu og sagði: Nei!“
Sigurrós Ósk Karlsdóttir var lögð í mikið einelti í grunnskóla vegna fæðingargalla. Þegar hún var fimm ára buðust læknar til að taka af henni vanskapaðar hendur og setja á hana gervihendur í staðinn en það tók litla hnátan ekki í mál. Í dag er hún þakklát stelpunni sem stóð með sjálfri sér og sínum líkama.
22.11.2021 - 13:55
Kolsvört skýrsla um stjórnarhætti á Menntamálastofnun
Allir áhættuþættir sem snerta stjórnun Menntamálastofnunar eru merktir rauðir í áhættumati sem unnið var fyrir menntamálaráðuneytið, sem er til marks um alvarleg vandamál sem krefjast skjótra viðbragða. Alvarleg veikindi í hópi starfsfólks eru rakin til óstjórnar forstjórans, sem meirihluti starfsfólksins vantreystir. Þetta kemur fram í skýrslu mannauðsfyrirtækisins Auðnast, sem vann áhættumatið. Fréttablaðið greinir frá.
Sagt upp eftir að hafa kvartað og höfðað dómsmál
Guðrúnu Jónsdóttur, forstöðumanni Safnahúss Borgarfjarðar til fimmtán ára, var í gær tilkynnt af forseta sveitarstjórnar að henni yrði sagt upp störfum. Uppsögnin kemur í kjölfar þess að Guðrún kvartaði undan einelti af hálfu sveitarstjóra og höfðaði dómsmál gegn Borgarbyggð í byrjun mánaðarins til að ógilda áminningu sem henni var veitt í mars á þessu ári.
Sjö mál er varða kynbundna áreitni innan lögreglunnar
Tuttugu og fjögur eineltismál bárust fagráði ríkislögreglustjóra á árunum 2014 til 2020. Sautján þeirra vörðuðu einelti en sjö vörðuðu kynferðislega eða kynbunda áreitni. Fagráðinu er hvorki kunnugt um að meintir gerendur hafi verið látnir sæta ábyrgð fyrir einelti innan lögreglunnar eða að þeim hafi verið sagt upp störfum.
22.09.2021 - 16:43
Tjá sig ekki um eineltisásökun á hendur sveitarstjóra
„Ég hef verið ásökuð um einelti í starfi mínu sem sveitarstjóri gagnvart starfsmanni. Mér þykir miður að starfsmaðurinn hafi upplifað einelti af minni hálfu,“ segir í nýrri Facebook-færslu Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, sveitarstjóra Borgarbyggðar. Síðar í færslunni segist hún alfarið hafna ásökuninni. Hvorki forseti sveitarstjórnar né formaður byggðarráðs vilja tjá sig um málið.
22.09.2021 - 15:13
Segðu mér
Eineltið „er ekki eitthvað sem maður getur gleymt“
Ari Ólafsson söngvari þekkir eitraða karlmennsku í fótbolta af eigin raun. Hann æfði með KR þegar hann var yngri en þótt ekki passa í hópinn, var kallaður „gay“ og hommi og lagður í einelti í grunnskóla. Í dag lærir hann við virtan söngskóla í London, hefur leikið á sviði og farið í Eurovision. Hann hefur verið beðinn fyrirgefningar og mætir að eigin sögn gerendum sínum af virðingu og skilningi.
02.09.2021 - 15:34
Lýsa vantrausti og einelti innan Menntamálastofnunar
Niðurstöður könnunar sem gerð var í vor á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins sýnir að þrettán prósent af starfsfólki Menntamálastofnunar segist hafa orðið fyrir einelti í starfi undanfarið ár og fjórðungur kveðst hafa orðið vitni að slíku.
Biðla til Amazon að breyta nafni Alexu
Fjöldi foreldra stúlkna sem heita Alexa hafa biðlað til Amazon, sem framleiðir raddstýringarbúnað sem heitir því nafni, að breyta nafni búnaðarins því dætrum þeirra sé stanslaust strítt.
03.07.2021 - 13:50
Bæjarfulltrúi gerir bótakröfu á Ísafjarðarbæ
Sif Huld Albertsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, hefur gert bótakröfu á hendur sveitarfélaginu og hefur beðist lausnar frá störfum sínum sem bæjarfulltrúi. Sif segir ástæðuna vera langvarandi og ótvírætt einelti í sinn garð.
14.06.2021 - 15:54
Myndskeið
Vígðu vináttuvagninn til að sporna gegn einelti
Strætisvagn, skreyttur skilaboðum gegn einelti, ekur Kópavogsbúum næstu vikurnar. Grunnskólanemendur sem hönnuðu strætóinn segja nauðsynlegt að láta vita að það er í lagi að vera öðruvísi.
Ólafur Helgi boðaður til yfirheyrslu
Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, hefur verið kallaður til yfirheyrslu í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara, ásamt tveimur starfsmönnum embættisins.
Segir eineltisáætlanir í stöðugri endurskoðun
Bæjarstjóri Garðabæjar segir að bærinn hafi lagt mikið á sig til að vinna gegn einelti í skólum og að allar áætlarnir séu í stöðugri endurskoðun. Tvö alvarleg eineltismál hafa komið upp í bænum á síðustu misserum.
29.11.2020 - 12:34
Myndskeið
Ráðuneyti gerir alvarlegar athugasemdir í eineltismáli
Fagráð eineltismála og Mennta- og menningarmálaráðuneytið gera alvarlegar athugasemdir við hvernig Garðaskóli hefur brugðist við eineltismáli sem þar kom upp. Barnið er nú í heimakennslu. Foreldrarnir segjast ráðþrota vegna skorts á svörum skólans og bæjaryfirvalda.
28.11.2020 - 19:45
Hvatningarverðlaun Dags gegn einelti veitt í dag
Laufey Eyjólfsdóttir kennari hlýtur hvatningarverðlaun á Degi gegn einelti í ár. Verðlaunin hlýtur hún fyrir að hafa haft umsjón með Olweusarverkefninu í Melaskóla allt frá árinu 2004. Í rökstuðningi með fjölmörgum tillögum með nafni Laufeyjar kemur fram að hún hafi unnið að því að styðja og leiðbeina starfsfólki skólans við að koma óæskilegri hegðun og samskiptum í réttan farveg. Eineltiskannanir sýni að það hafi borið tilætlaðan árangur.
Eineltisráð til að taka við erfiðum málum
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að til standi nú að auka áherslu á svokallað eineltisráð innan ráðuneytisins.
Heyrði son sinn óska þess að deyja í kjölfar eineltis
Lýsingar móður á grófu einelti sem sonur hennar hefur orðið fyrir hefur vakið mikla athygli í dag. Stjórnendur grunnskólans sem drengurinn sækir, þar sem mikið af eineltinu hefur farið fram, harmar stöðuna sem upp er komin. 
23.10.2020 - 16:42
Líf og sál gerir úttekt á starfsumhverfi í borgarráði
Sálfræðistofan Líf og sál hefur verið fengin til að gera úttekt á starfsumhverfi í borgarráði. Þetta kemur fram í tilkynningu sem borgarráðsfulltrúum og áheyrnarfulltrúum var send á mánudag.
20.08.2020 - 16:24
Segðu mér
„Það verður aldrei auðvelt að tala um hana“
Yngri systir rithöfundarins og athafnakonunnar Tobbu Marinósdóttur lést langt fyrir aldur fram fyrir þremur árum, aðeins 25 ára að aldri. Hún mátti þola mikið einelti í æsku sem Tobba segir að hafi átt mikinn þátt í að brjóta hana niður. Alla tíð var hún þó hvers manns hugljúfi og mikill prakkari.
23.01.2020 - 09:37
Lýsir grófu neteinelti í garð dóttur sinnar
Smáforrit í farsímum er stór vettvangur fyrir neteinelti og að berjast við hvert og eitt forrit er eins og að berjast við vindmyllur. Í grunninn snýst allt um hegðun og mikilvægt er að fræða börn um það haga sér eins á netinu og þau myndu gera augliti til auglitis segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla.
18.09.2019 - 13:15
Fatlað fólk í meiri hættu á einelti og áreitni
Rúmlega tveir af hverjum níu hafa orðið fyrir einelti á vinnustað hér á landi, samkvæmt nýrri rannsókn. Um 16 prósent þátttakenda höfðu þá orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnuferli sínum og einn af hverjum tíu upplifað kynbundna áreitni. Fatlað fólk og fólk með erlent ríkisfang er frekar í hættu á að verða fyrir einelti og kynferðislegri áreitni á vinnustað.
Slakað á í eineltismálum í kjölfar uppsveiflu
Einelti virðist hafa aukist við uppsveiflu í efnahagslífinu. „Í kjölfar hrunsins, frá 2008-2011, lækkaði einelti hjá okkur. Síðan hefur þetta heldur farið upp á við. Eitthvað hefur slakað á í samfélaginu og það er kannski í kjölfar þess að efnahagurinn batnar,“ segir Þorlákur Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Olweusaráætlunarinnar. Skólar og starfsfólk hafi verið sérstaklega meðvitað um að einelti gæti aukist í kreppunni. Fleira spili þó inni í en staða efnahagsmála.
04.09.2019 - 12:40