Færslur: Einbreiðar brýr

Einbreiðum brúm hefur fækkað um 107 á þrjátíu árum
Einbreiðar brýr á Hringveginum, þjóðvegi 1 eru nú 33 talsins að meðtalinni bráðabirgðabrú yfir Fellsá sem enn er í notkun. Þeim fækkaði um fjórar á síðasta ári.
5,8 milljarðar í fækkun á einbreiðum brúm
Einbreiðum brúm verður fækkað á Hringveginum á næstu árum, úr 36 einbreiðum brúm í 22 brýr árið 2024. Fjórar nýjar brýr eru í byggingu sem munu leysa eldri brýr af hólmi. Áformað er að verja um 5,8 milljörðum króna á næstu fimm árum til fækkunar á einbreiðum brúm.
01.09.2020 - 16:59
Lækka hámarkshraða á einbreiðum brúm
Hámarkshraði á einbreiðum brúm, á þjóðvegum þar sem yfir 300 bílum er ekið á dag, verður lækkaður í 50 kílómetra á klukkustund, samkvæmt ákvörðun Vegagerðarinnar. Hingað til hefur verið miðað við hámarkshraða á vegum þar sem brýrnar liggja en þá reglu að aka skuli eftir aðstæðum.
11.01.2019 - 16:03
„Má auka öryggið verulega“
Auka má öryggi við einbreiðar brýr á Íslandi með ýmsum hætti, segir Ólafur Guðmundsson Tæknistjóri hjá Eurorap, Öryggisúttekt vegakerfa í Evrópu. Færa megi niður ökuhraða við brýrnar. Þá sé mikilvægt að merkja þær betur, bæði setja á þær blikkandi ljós og nota alþjóðleg umferðarmerki, sem erlendir ferðamenn skilji betur.
11.02.2016 - 16:13