Færslur: Eimskipafélag Íslands
Pólfoss strandaði við Kristiansund í Noregi
Pólfoss, skip Eimskipafélagsins, strandaði fyrr í kvöld við Kristiansund í Noregi. Talið er að vélarbilun hafi valdið því að skipið sigldi í strand.
13.01.2022 - 23:55
Héraðssaksóknari lagði hald á gögn hjá Eimskip
Héraðssaksóknari gerði húsleit í höfuðstöðvum Eimskips í dag. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir að ráðist hafi verið í húsleitina til þess að afla gagna um skipaförgun í tengslum við sölu Goðafoss og Laxfoss árið 2019.
16.12.2021 - 16:22
Nýjum Brúarfossi formlega gefið nafn í Færeyjum
Brúarfossi, nýju gámaskipi Eimskips var gefið nafn með formlegum hætti á sunnudaginn var. Athöfnin fór fram á Skansabryggjunni nýju í Þórshöfn höfuðstað Færeyja sem er heimahöfn skipsins.
30.09.2021 - 03:28
Hæsta sekt sem fyrirtæki hefur fengið fyrir samráð
Forstjóri Eimskips segir hafa verið farsælast að ná sátt við Samkeppniseftirlitið um greiðslu langhæstu sektar sem lögð hefur verið á fyrirtæki fyrir samkeppnislagabrot. Hann segir sektina rífa í, en félagið standi vel.
17.06.2021 - 18:55
Eimskip tapar dómsmáli um dótturfélög í lágskattaríki
Eimskip verður að greiða skatta af hagnaði dótturfélaga sinna í lágskattaríki í Karíbahafi þrátt fyrir upplýsingaskiptasamninga og starfsemi annarra dótturfélaga sinna í Færeyjum. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Hann hafnaði í síðustu viku kröfu Eimskips um að ákvörðun ríkisskattstjóra og yfirskattanefndar um endurákvörðun skatta á Eimskip yrði felld niður.
12.04.2021 - 16:21
Gamla Eimskip tekið til gjaldþrotaskipta
Félagið A1988 hf., sem var stofnað utan um nauðasamninga gamla Eimskipafélagsins, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu.
10.03.2021 - 10:57
Lagarfoss kominn til hafnar
Flutningaskipið Lagarfoss og áhöfn þess kom örugg til hafnar í Reykjavík í dag með aðstoð varðskipsins Þórs.
30.12.2020 - 17:57
Samherji auglýsir 22 milljarða yfirtökutilboð í Eimskip
Auglýsing fyrir yfirtökutilboð Samherja í Eimskip er birt í Morgunblaðinu í dag. Samkvæmt auglýsingunni stendur tilboðið frá þriðjudeginum 10. nóvember til 8. desember og tekur til þeirra sem eiga hlutabréf í félaginu þegar mörkuðum er lokað mánudaginn 9. nóvember. Á tímabilinu geta þeir hluthafar selt Samherja eign sína á 175 krónur fyrir hvern hlut. Markaðsgengi bréfa í Eimskipi er í dag 188,5 krónur á hlut. Auglýsingin hefur jafnframt verið birt í Kauphöllinni
05.11.2020 - 08:18
„Ljótur blettur á alþjóðlegu viðskiptakerfi“
Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð, ætlar að kalla eftir upplýsingum frá Eimskip, um niðurrif tveggja gámaflutningaskipa í Asíu. Eimskip er aðildarfélagi Festu. Skipaniðurrif í Alang er ljótur blettur á alþjóðlegu viðskiptakerfi, segir framkvæmdastjóri Festu.
28.09.2020 - 12:37
Ætla að óska eftir skýringum frá Eimskip
Stærstu lífeyrissjóðir landsins ætla að óska eftir skýringum frá stjórnendum Eimskips um meint brot félagsins á lögum um meðhöndlun úrgangs vegna tveggja skipa þess. Stjórnendur Eimskips hafna ásökunum um lögbrot.
25.09.2020 - 19:50
Umhverfisráðherra sleginn og dapur vegna Eimskips
Umhverfisráðherra segist sleginn og dapur yfir því sem fram kom í umfjöllun Kveiks í kvöld um niðurrif fyrrum flaggskipa Eimskips á Indlandi. Basel samningurinn, sem sé í gildi hér á landi, eigi að tryggja að iðnríkin geti ekki kastað menguðum og hættulegum úrgangi til þróunarríkja þar sem minni kröfur eru gerðar til umhverfis- og öryggismála og mannréttindi fótum troðin.
24.09.2020 - 21:56
Svona losar Eimskipafélagið sig við skip
Eimskipafélag Íslands notaði alræmdan millilið til að komast fram hjá evrópskum reglum og farga tveimur risastórum gámaflutningaskipum á sandströnd við Indland. Hundrað þrjátíu og sjö hafa látist í skipaniðurrifi á ströndinni síðasta áratuginn.
24.09.2020 - 20:00