Færslur: eimskip

Rangfærslur um íslensk fyrirtæki á lista Yale háskóla
Samkvæmt lista Yale háskóla eru sex íslensk fyrirtæki enn með starfsemi í Rússlandi, þar af þrjú sem hafa ekki dregið úr henni. Það mun ekki vera alls kostar rétt. Sæplast hefur til dæmis ekki selt neitt þangað eftir innrásina í Úkraínu. 
Framkvæmdastjóri hjá Eimskip með stöðu sakbornings
Hilmar Pétur Valgarðsson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Eimskips hefur fengið stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á sölu skipanna Goðafoss og Laxfoss árið 2019.
20.06.2022 - 21:31
Héraðssaksóknari lagði hald á gögn hjá Eimskip
Héraðssaksóknari gerði húsleit í höfuðstöðvum Eimskips í dag. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir að ráðist hafi verið í húsleitina til þess að afla gagna um skipaförgun í tengslum við sölu Goðafoss og Laxfoss árið 2019. 
Óska upplýsinga vegna samráðs skipafélaga
Nokkur af stærri innflutningsfyrirtækjum landsins hafa sent Samkeppniseftirlitinu beiðni um upplýsingar vegna sáttar Eimskips við eftirlitið, sem birt var um miðjan júní.
Skipið er komið á flot
Frystiskip Eimskips, Hólmfoss, sem strandaði við Álasund í Noregi í dag komst aftur á flot rétt fyrir klukkan tvö og er á leið til hafnar í Álasundi. Þetta staðfestir Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri samskipta hjá Eimskipi. Hún segir enn óljóst hvað olli strandinu en að enginn hafi slasast.
17.06.2021 - 14:05
Flutningaskip Eimskips strand í Noregi
Flutningaskip Eimskips með níu manna áhöfn er strand við Lerstad í Álasundi í Noregi. Stefnið nær minnst þrjá metra inn í fjöruna en skipið er um 88 metra langt. Lögregla og slökkvilið eru á svæðinu og dráttarbátur er á leiðinni til að freista þess að koma skipinu aftur á flot. Engan hefur sakað og ekki er að sjá neinn leka frá skipinu.
17.06.2021 - 13:36
Neytendur úrræðalausir gagnvart samkeppnislagabrotum
Stjórn Neytendasamtakanna krefst þess að stjórnvöld bæti tafarlaust úr úrræðaleysi neytenda gagnvart samkeppnislagabrotum og breyti lögum til þess að neytendur geti sótt rétt sinn. Samtökin harma þau alvarlegu brot sem Eimskip og Samskip hafa orðið uppvís að og benda á að virk samkeppni þarfnist virks eftirlits.
16.06.2021 - 23:06
Eimskip greiðir 1,5 milljarða í sekt
Eimskip og Samkeppniseftirlitið undirrituðu í dag sátt vegna samkeppnisbrota Eimskips árin 2008-2013. Með sáttinni viðurkennir Eimskip brot gegn samkeppnislögum og fellst á að greiða einn og hálfan milljarð króna í stjórnvaldssekt vegna þeirra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu.
16.06.2021 - 18:02
Arion og Eimskip leiddu miklar hækkanir á árinu
Hlutabréf í kauphöllinni hækkuðu um 45 prósent á árinu sem er að líða. Arion banki og Eimskip leiddu hækkanir en hlutabréf í þeim nærri tvöfölduðust í verði.
Þór og Lagarfoss komnir langleiðina til lands
Ferð varðskipsins Þórs með Lagarfoss, flutningaskip Eimskips, í togi hefur gengið mun betur en búist við og áætlað er að skipin verði komin til hafnar í Reykjavíkur upp úr klukkan 13 í dag, en áætlað var að þau kæmu á morgun. Lagarfoss varð vélarvana úti á rúmsjó, um 230 sjómílur suðvestur af Garðskaga um hádegisbil á sunnudaginn og viðgerðir um borð báru ekki árangur. Þór lagði af stað til aðstoðar þá um kvöldið.
30.12.2020 - 12:44
Þór og Lagarfoss á leið í land
Varðskipið Þór er nú komið með flutningaskip Eimskips, Lagarfoss, í tog áleiðis til Reykjavíkur. Lagarfoss varð aflvana úti á rúmsjó, um 230 sjómílur suðvestur af Garðskaga um hádegisbil í fyrradag, eftir að aðalvél þess bilaði á siglingu til Kanada. Viðgerðir um borð báru ekki árangur og var því kallað eftir aðstoð varðskipsins sem lagði af stað í fyrrakvöld. Engin hætta stafaði að skipverjum Lagarfoss.
29.12.2020 - 12:22
Þór sækir vélarvana Lagarfoss
Áhöfn varðskipsins Þórs var kölluð út í gærkvöld vegna Lagarfoss, flutningaskips Eimskips, sem varð vélarvana um 230 sjómílur suðvestur af Garðskaga í gær. Búast má við að Þór verði kominn að Lagarfossi í fyrramálið. Aðstæður á staðnum eru góðar og skipverjum er engin hætta búin.
28.12.2020 - 11:16
Tilboð Samherja runnið út án yfirtöku á Eimskipi
Samherji Holding tekur ekki yfir eignarhaldi á Eimskipi. Yfirtökutilboð Samherja á fyrirtækinu rann út í gær og var því tekið af eigendum sem áttu 0.011 prósent af hlutafé Eimskips, í allt hlutafé þess. Þessi prósenta dugir þó ekki til yfirtöku hjá Samherja. Samherji er stærsti eigandi Eimskips og hefur myndast yfirtökuskylda hjá fyrirtækinu í tvígang á þessu ári, en það fékkst undanþága frá þeirri fyrri vegna faraldursins.
09.12.2020 - 12:15
Samherji stefnir á að gera yfirtökutilboð í Eimskip
Félagið Samherji Holding hefur aukið hlut sinn í Eimskipafélaginu og á nú yfir 30 prósent í félaginu. Í tilkynningu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, til Kauphallarinnar segir að félagið geri yfirtökutilboð til hluthafa Eimskips í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti og að Samherji stefni ekki á að skrá félagið úr Kauphöllinni.
21.10.2020 - 13:36
Kastljós
Festa kemur Eimskipi til varnar 
Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu – miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð, segist hafa átt fund með forsvarsmönnum Eimskips í dag vegna sölu fyrirtækisins á tveimur skipum í niðurrif á Indlandi. Hún segir að Festa líti málið alvarlegum augum en að Eimskip endurskoði nú samskipti sín við birgja og gangi úr skugga um að mál á borð við þetta komi aldrei fyrir aftur. Hrund var gestur í Kastljósi kvöldsins. 
30.09.2020 - 21:31
Kastljós
Segir málflutning forsvarsmanna Eimskips ótrúverðugan
Það er ekki trúverðugt þegar forsvarsmenn Eimskips halda því fram að þeir hafi ekki vitað að til stæði að rífa tvö fragtskip félagsins á hinni alræmdu indversku Alang-strönd, eins og greint var frá í fréttaskýringaþættinum Kveik fyrir helgi. Þetta segir Baskut Tuncak, sérstakur erindreki mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna sem hefur það hlutverk að fjalla um áhrif af flutningi hættulegs og mengandi úrgangs til þróunarlanda.
28.09.2020 - 20:15
„Ljótur blettur á alþjóðlegu viðskiptakerfi“
Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð, ætlar að kalla eftir upplýsingum frá Eimskip, um niðurrif tveggja gámaflutningaskipa í Asíu. Eimskip er aðildarfélagi Festu. Skipaniðurrif í Alang er ljótur blettur á alþjóðlegu viðskiptakerfi, segir framkvæmdastjóri Festu.
28.09.2020 - 12:37
Ætla að óska eftir skýringum frá Eimskip
Stærstu lífeyrissjóðir landsins ætla að óska eftir skýringum frá stjórnendum Eimskips um meint brot félagsins á lögum um meðhöndlun úrgangs vegna tveggja skipa þess. Stjórnendur Eimskips hafna ásökunum um lögbrot.
25.09.2020 - 19:50
Eimskip hafnar ásökunum um lögbrot
Í tilkynningu sem Eimskip sendi til Kauphallarinnar í dag kemur fram að félagið hafni ásökunum sem fjallað var um í Kveik í gær um brot á lögum um meðhöndlun úrgangs. Þar segir einnig að félagið hafi ekki haft upplýsingar um kæru Umhverfisstofnunar á hendur því fyrr en eftir samtal við stofnunina fyrr í dag og að stofnunin hafi ekki aflað neinna gagna frá Eimskipi vegna málsins.
25.09.2020 - 14:17
Innlent · Umhverfismál · eimskip · Kveikur · Skip · Goðafoss · Laxfoss
Kveikur
Svona losar Eimskipafélagið sig við skip
Eimskipafélag Íslands notaði alræmdan millilið til að komast fram hjá evrópskum reglum og farga tveimur risastórum gámaflutningaskipum á sandströnd við Indland. Hundrað þrjátíu og sjö hafa látist í skipaniðurrifi á ströndinni síðasta áratuginn.
24.09.2020 - 20:00
Myndskeið
Nýtt kaupskip Eimskips skráð í Færeyjum
Nýtt kaupskip Eimskips er skráð í Færeyjum og siglir því undir færeyskum fána. Forstjóri félagsins segir Færeyjar hafa það umfram Ísland að bjóða upp á alþjóðlega skipaskrá. Þá skipti skattaumhverfi máli.
14.07.2020 - 22:48
Vörðu Dettifoss með hnífum prýddum gaddavír 
Áður en nýi Dettifoss kom til hafnar í Reykjavík í gær sigldi skipið um sjóræningjaslóðir á leið sinni til Íslands. Til að verjast sjóránum á þeirri leið var skipið vafið gaddavír. Bragi Björgvinsson, skipstjóri á Dettifossi, segir nánast algilt að þau skip sem sigla um þessar slóðir séu þannig útbúin.
14.07.2020 - 21:24
Nýr Dettifoss lagðist að bryggju
Jómfrúarferð nýs Dettifoss lauk í dag þegar skipið lagði að bryggju í Reykjavíkurhöfn síðdegis. Skipið sigldi úr höfn í Guangzhou í Kína þann 7. maí og siglidi um Suez-skurðinn á leið sinni norður á bóginn.
13.07.2020 - 17:45
Spegillinn
Innflutningur raskast minna en ætla mætti
Stærstu flutningsfyrirtækin á Íslandi, hafa fækkað skipum í rekstri og breytt flutningsleiðum vegna COVID-19. Heildsalar segjast ekki verða varir við skort eða truflanir í innflutningi, hingað komi öll aðföng og matvæli sem hafi verið pöntuð, einu hnökrarnir tengist kannski klósettpappír - en það skrifast ekki á skort heldur aukna eftirspurn. 
08.04.2020 - 15:01
Lítil sem engin röskun orðið á vöruflutningum
Eimskip og Samskip hafa gert tímabundnar breytingar á leiðakerfum sínum og fækkað skipum vegna Covid-19. Icelandair Cargo nýtir farþegaflug til vöruflutninga. Lítil röskun hefur þó orðið á flutningum til og frá landinu.
07.04.2020 - 11:34