Færslur: Egill Sæbjörnsson

Stjórnlaus tröllailmur
Áræðnir ilmvatnsunnendur geta nú úðað sig með tröllailmvatni Egils Sæbjörnssonar myndlistarmanns. Ilmurinn ber heitið Out of Controll og samkvæmt innihaldslýsingu inniheldur hann meðal annars kjarnorkuúrgang, dautt fólk, hvalaælu og málverk.
14.08.2018 - 15:36
Ódýrt kaffi, gull og gersemar í boði trölla
„Okkur finnst miklu betra að sitja og drekka kaffi og sódavatn til að horfa á góða list og fá hugmyndir,“ segir myndlistarmaðurinn Egill Sæbjörnsson sem sýnir ný verk í gallerí i8.
23.10.2017 - 17:52
Egill óskar eftir „nýjum karakterum“
Listamaðurinn Egill Sæbjörnsson kemur til með að leiða sérstakan keppnisflokk stuttmynda á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF. Egill vill enn fá fleiri myndir á hátíðina, þar sem kvikmyndagerðarfólk er hvatt til að skapa karakter, eða finna jafnvel sitt eigið innra sjálf.
11.08.2017 - 14:33
Egill Sæbjörnsson tröllríður Feneyjum
Hvað gerist þegar tveimur stjórnlausum tröllum með óseðjandi matarlyst á túristum er sleppt á stað eins og Feneyjum, sem hefur einmitt verið tröllriðið af stjórnlausum túrisma í marga áratugi? Þetta eru ein af fjölmörgum hugrenningartengslum sem vakna á sýningu Egils Sæbjörnssonar, Out of Controll in Venice, en Egill er fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum í ár.
Egill Sæbjörnsson hannar tröllailmvatn
Myndlistarmaðurinn Egill Sæbjörnsson hefur tekið höndum saman við ilmvatnsframleiðanda í Berlín um að gera ilmvatn í tengslum við listaverk hans á Feneyjartvíæringnum.
02.05.2017 - 13:59
Tilfærslur og ummyndanir
Það hefur löngum verið listamönnum hugleikið að færa hluti úr stað. Taka eitthvað kunnuglegt og setja það í nýtt samhengi – skoða hvernig merking breytist. Tengja mætti listamennina Egil Sæbjörnsson og Rebekku Moran í gegnum áhuga þeirra á tilfærslu eða ummyndun.
11.04.2017 - 15:02
Listræn stjórn íslenska skálans í tröllahöndum
Listamaðurinn Egill Sæbjörnsson, sem er fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum 2017, hefur látið listræna stjórn skálans í hendur tveggja trölla, að nafni Ūgh og Bõögâr.
Listaverk úr brauðdeigi
Listamaðurinn Egill Sæbjörnsson fjallar um borgarskipulag og mikilvægi töfra í umhverfi okkar í nýrri innsetningu í aðalsal Hafnarborgar í Hafnatrfirði. 
31.10.2016 - 16:04