Færslur: EFTA

ESA í mál við Norðmenn
ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, telur að kynjamismunun felist í lögum um fæðingarorlof í Noregi og að þau brjóti þannig í bága við reglur Evrópska efnahagssvæðisins. Það er niðurstaða ESA að réttur feðra sé mun takmarkaðri í Noregi en réttur mæðra, sem stríði gegn lögum og reglum, og hyggst stofnunin fara með málið fyrir EFTA-dómstólnum.
07.05.2018 - 10:25
Taka ekki afstöðu til kvörtunar um neytendalán
ESA, eftirlitsstofnun EFTA, tekur ekki afstöðu til kvörtunar Hagsmunasamtaka heimilanna síðan í nóvember 2016 um framkvæmd verðtryggðra neytendalána á Íslandi. Lögin, sem kvörtunin sneri að, eru ekki lengur í gildi og því tekur stofnunin ekki afstöðu til þeirra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ESA.
27.03.2018 - 10:24
Innlent · Neytendamál · EFTA · ESA
Árni Páll ráðinn til EES
Árni Páll Árnason, fyrrverandi ráðherra og formaður Samfylkingarinnar, hefur verið ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri Uppbyggingarsjóðs EES að tilnefningu íslenskra stjórnvalda. Hann hefur störf í Brussel á morgun, 1. febrúar, að því er fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.
31.01.2018 - 18:52
Evrópa · Innlent · EES · EFTA
Ísland stendur sig enn verst EES-ríkja
Ísland stendur sig verst allra EES-ríkjanna í að innleiða tilskipanir sem ríkin hafa skuldbundið sig til að leiða í lög innan tímamarka og ekki í fyrsta skipti. Þetta er niðurstaða frammistöðumats innri markaðs ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. Forstjóri ESA segir að það getihaft alvarlegar afleiðingar í för með sér dragi stjórnvöld það of lengi að innleiða tilskipanir, íslenskum fyrirækjum gæti til dæmis verið synjað um aðgang að innri markaði EES-ríkjanna.
15.07.2016 - 10:25
  •