Færslur: EFTA-dómstóllinn

Harmar stöðu EFTA-dómstóls og gagnrýnir Pál
Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, fer hörðum orðum um stöðu dómstólsins og um núverandi forseta hans í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar segir hann vægi dómstólsins hafa minnkað vegna þess að dómstólar EFTA-ríkjanna leiti í minna mæli en áður til dómstólsins með úrlausnarefni. Jafnframt gagnrýnir hann Pál Hreinsson, eftirmann sinn í dóminum, og segir verkefni hans fyrir íslensk stjórnvöld hafa orðið til þess að Páll glataði sjálfstæði sínu.
Dómur getur haft áhrif á kjör allra ríkisstarfsmanna
Mál flugvirkja sem krefjast launa fyrir ferðalög til útlanda getur haft fordæmisgildi fyrir alla opinbera starfsmenn sem þurfa að ferðast vegna vinnu.
Ferðalög starfsmanna teljist vinnutími
Sá tími sem fer í ferðalög starfsmanna utan hefðbundins vinnutíma til áfangastaða í vinnuferðalögum skal teljast sem vinnutími. Ekki er nauðsynlegt að meta í hve miklum mæli vinna fer fram meðan á ferðunum stendur.
Myndskeið
Herða þarf reglur um eftirlit matvæla
Ennþá er bannað að flytja inn ferskt kjöt þrátt fyrir að það samrýmist ekki ákvæðum EES-samningsins. Herða þarf reglur um eftirlit matvæla, bæði innfluttum og íslenskum, svo hægt sé að bregðast við.
ESA í mál við Norðmenn
ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, telur að kynjamismunun felist í lögum um fæðingarorlof í Noregi og að þau brjóti þannig í bága við reglur Evrópska efnahagssvæðisins. Það er niðurstaða ESA að réttur feðra sé mun takmarkaðri í Noregi en réttur mæðra, sem stríði gegn lögum og reglum, og hyggst stofnunin fara með málið fyrir EFTA-dómstólnum.
07.05.2018 - 10:25
Andmæla kröfum bænda um hömlur
Félag atvinnurekenda hefur sent landbúnaðarráðherra bréf og mótmælt því sem félagið segir vera kröfur Bændasamtaka Íslands um viðskiptahömlur.