Færslur: EFTA

EFTA og Bretar semja um viðskipti eftir Brexit
Bretar og EFTA ríkin hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um viðskipti eftir að Bretar yfirgefa Evrópusambandið endanlega um áramótin, að því er AFP fréttastofan segir.  Samningurinn tekur til viðskipta Bretlands við Ísland, Liechtenstein, Noreg og Sviss. AFP fréttastofan hefur eftir talsmanni alþjóðaviðskiptaráðuneytisins í Lundúnum að samkvæmt bráðabirgðasamningunum verði langstærsti hluti viðskipta Breta og EFTA-ríkjanna tollfrjáls áfram.
22.10.2020 - 12:38
Erlent · Evrópa · Stjórnmál · Brexit · ESB · Evrópusambandið · EFTA
Framtíðarsamningar við Bretland í farvatninu
Á fundi á föstudag komu aðalsamningamenn EES/EFTA ríkjanna og Bretlands sér saman um sameiginlegt umboð um málefnalista sem vilji er til þess að ná samkomulagi um. Fundurinn var annar fundur aðalsamningamanna EES/EFTA ríkjanna og Bretlands og var fjarfundur.
22.07.2020 - 19:36
ESA samþykkir fjölmiðlastyrk íslenskra stjórnvalda
ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur samþykkt áform íslenskra stjórnvalda um fjárhagsstuðning fyrir einkarekna fjölmiðla vegna kórónuveirufaraldursins. Menntamálaráðherra gaf út reglugerð þessa efnis síðasta föstudag.
Kvarta til EFTA vegna brotalama á framkvæmd hópuppsagna
Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja hafa sent kvörtun til eftirlitsstofnunar EFTA. Þau telja að framkvæmd hópuppsagna á Íslandi sé verulega ábótavant, sem hafi sýnt sig þegar Arion banki sagði upp rúmlega 100 manns í haust.
10.02.2020 - 12:24
ESA gerir athugasemdir við íslenskt eftirlit
Eftirlitsstofnun EFTA gerir athugasemdir við eftirlit með framleiðslu mjólkur og kjöts hérlendis. Skerpa þurfi á athugunum í mjólkurvinnslum og sláturhúsum. Eftirlitsaðilar hérlendis vinna að úrbætum.
04.02.2020 - 15:15
Katrín fundaði með leiðtogum EFTA um Brexit
Leiðtogafundur EFTA-ríkjanna var haldinn í Osló í morgun. Þar fundaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra með Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, og Adrian Hasler, forsætisráherra Liechtenstein.
03.02.2020 - 12:04
EFTA og Mercosur sömdu í skugga skógarelda
EFTA-ríkin og aðildaríki Mercosur hafa náð samningum um fríverslun. Mercosur ríkin fjögur eru Argentína, Brasilía, Úrúgvæ og Paragvæ. ESB hefur undirritað samning við ríkin sem Donald Tusk, forseti ráðherraráðsins, segir ólíklegt að verði fullgiltur innan ESB á meðan ekki sé meira gert til að ráða niðurlögum eldanna í Amazon regnskóginum í Brasilíu.
24.08.2019 - 16:21
Á eftir að innleiða innan við 1% EES-gerða
Svokallaður innleiðingarhalli Íslands vegna EES-gerða, það er, tilskipana og reglugerða, er innan við eitt prósent, í þriðja sinn í röð. Þetta hefur aldrei gerst áður samkvæmt tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Í nýbirtu frammistöðumati Eftirlitsstofnunar EFTA kemur fram að það eigi eftir að innleiða 0,7 prósent EES-gerða hér á landi, sex tilskipanir og 38 reglugerðir.
16.07.2019 - 19:11
Innlent · EFTA · ESA · EES
Faggildingarvottorð ekki fullgild innan EES
Faggildingarvottorð, gefin út hér á landi, teljast ekki jafngild sams konar vottorðum frá öðrum ríkjum EES og njóta ekki endilega virðingar á Evrópska efnahagssvæðinu eins og staðan er nú. Þeir sem hafa fengið faggildingarvottorð hér á landi, og vilja veita þjónustu í öðru EES-ríki, geta því ekki reitt sig á að vottorðin séu fullgild þar.
15.07.2019 - 16:47
Brexit
Réttindi Íslendinga í Bretlandi tryggð
Samningaviðræðum EFTA-ríkjanna innan evrópska efnahagssvæðisins við Bretland um búseturéttindi fólks ef Bretland gengur úr Evrópusambandinu án samnings er lokið. Samningurinn tryggir réttindi íslenskra, norskra og liechtensteinskra borgara í Bretlandi eftir Brexit.
08.02.2019 - 15:29
Samningaviðræðum EFTA-ríkja og Breta lokið
EFTA-ríkin innan EES og Bretland hafa náð samningi um atriði sem tengjast útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu. Hann tekur þó ekki gildi fyrr að loknu bráðabirgðatímabili og ef samningur um útgöngu Breta úr ESB verður samþykkur á Breska þinginu. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti segir að með samningi EFTA-ríkjanna innan EES og Bretlands sé leyst úr þeim útgöngumálum sem við eigi með sambærilegum hætti og á milli Bretlands og ESB.
20.12.2018 - 13:22
Erlent · Innlent · Brexit · EFTA · EES · Bretland · Evrópusambandið
Fréttaskýring
Breskir stjórnmálamenn á brúnni yfir Svínasund
Norðmenn eru farnir að ókyrrast. Breskir stjórnmálamenn hafa sést á brúnni yfir Svínasund milli Noregs og Svíþjóðar. Liggur það sem kallað er „norska leiðin“ í samskiptum við Evrópusambandið einmitt um þessa sögufrægu brú? Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, fór til Lundúna og varði vonum um að fara „norsku leiðina“ í samskipum við ESB. Gísli Kristjánsson skrifar frá Osló. 
08.06.2018 - 18:55
 · Noregur · Brexit · Stjórnmál · Evrópusambandið · EFTA · Bretland
ESA í mál við Norðmenn
ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, telur að kynjamismunun felist í lögum um fæðingarorlof í Noregi og að þau brjóti þannig í bága við reglur Evrópska efnahagssvæðisins. Það er niðurstaða ESA að réttur feðra sé mun takmarkaðri í Noregi en réttur mæðra, sem stríði gegn lögum og reglum, og hyggst stofnunin fara með málið fyrir EFTA-dómstólnum.
07.05.2018 - 10:25
Taka ekki afstöðu til kvörtunar um neytendalán
ESA, eftirlitsstofnun EFTA, tekur ekki afstöðu til kvörtunar Hagsmunasamtaka heimilanna síðan í nóvember 2016 um framkvæmd verðtryggðra neytendalána á Íslandi. Lögin, sem kvörtunin sneri að, eru ekki lengur í gildi og því tekur stofnunin ekki afstöðu til þeirra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ESA.
27.03.2018 - 10:24
Innlent · Neytendamál · EFTA · ESA
Árni Páll ráðinn til EES
Árni Páll Árnason, fyrrverandi ráðherra og formaður Samfylkingarinnar, hefur verið ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri Uppbyggingarsjóðs EES að tilnefningu íslenskra stjórnvalda. Hann hefur störf í Brussel á morgun, 1. febrúar, að því er fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.
31.01.2018 - 18:52
Evrópa · Innlent · EES · EFTA
Ísland stendur sig enn verst EES-ríkja
Ísland stendur sig verst allra EES-ríkjanna í að innleiða tilskipanir sem ríkin hafa skuldbundið sig til að leiða í lög innan tímamarka og ekki í fyrsta skipti. Þetta er niðurstaða frammistöðumats innri markaðs ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. Forstjóri ESA segir að það getihaft alvarlegar afleiðingar í för með sér dragi stjórnvöld það of lengi að innleiða tilskipanir, íslenskum fyrirækjum gæti til dæmis verið synjað um aðgang að innri markaði EES-ríkjanna.
15.07.2016 - 10:25